Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 1
36. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 13. FEBRÚAR 2002 STJÓRNVÖLD í Svíþjóð, sem löngum hafa fylgt hlutleysis- stefnu, kynntu í gær nýja varn- arstefnu þar sem lýst er yfir því að samstarf við önnur ríki á vettvangi öryggismála komi til greina í framtíðinni. Í yfirlýsingu sænska utanrík- isráðuneytisins sagði að Svíar myndu áfram fylgja þeirri stefnu að standa utan hernað- arbandalaga. Á hinn bóginn væri ljóst að nýjar ógnanir við friðinn og öryggi landsins köll- uðu á samráð og samvinnu við önnur ríki. Helstu dagblöð Svíþjóðar fjölluðu um breytingar þessar í forystugreinum í gær og sagði þar að telja bæri þessi umskipti söguleg. ?Hvíl í friði, sænska hlutleysi,? sagði í forystugrein dagblaðsins Dagens Nyheter. Ýmsir hafa túlkað þetta frá- hvarf frá afdráttarlausu hlut- leysi sem undanfara þess að Svíar leiti eftir aðild að Atlants- hafsbandalaginu (NATO). Anna Lindh utanríkisráðherra, sem er andvíg NATO-aðild, sagði að öryggismál í Evrópu og þar með í Svíþjóð væru í mikilli gerjun. ?Það má teljast ólíklegt að Svíar lýstu yfir hlut- leysi yrði ráðist á nágranna okkar eða eitt af aðildarríkjum Evrópusambandsins.? Bo Lundgren, leiðtogi Hægriflokksins, sagði að ný framsetning varnarstefnunnar gerði að verkum að auknar lík- ur væru á því að Svíar bættust síðar í hóp NATO-ríkja en því er hann hlynntur. Hlutleys- ið kvatt í Svíþjóð Stokkhólmi. AFP. brigði undir þeim lestri en gaf þó endrum og eins til kynna vanþóknun sína á málatilbúnaði, en Milosev- ic neitar að viðurkenna lögmæti dómstólsins. Milosevic mun sennilega fá tækifæri til þess í dag að svara ákærunum á hendur sér og er talið líklegt að hann muni þar lýsa réttarhöldunum sem póli- tískum ofsóknum leiðtoga NATO-ríkjanna á hend- ur sér og serbneskri þjóð, og að hann muni fullyrða að hann hafi aldrei gert annað en verja þjóð sína og fósturjörð árásum annarra. Persónuleg valdagræðgi Del Ponte saksóknari sagði að Milosevic hefði beitt frábærri herkænsku til að svala óendanlegum metnaði sínum og persónulegri valdagræðgi. Lagði SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgó- slavíu, var sakaður um að hafa orðið valdur að ?ólýs- anlegum þjáningum? á Balkanskaga við upphaf réttarhalda yfir honum fyrir Alþjóðastríðsglæpa- dómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag í gær. Sagði Carla Del Ponte, aðalsaksóknari í málinu, að sum voðaverkanna sem Milosevic er sakaður um að bera ábyrgð á minntu á grimmdarverk miðalda. Þá sagði hún að hann hefði í valdatíð sinni gert það að verk- um að hugtakið ?þjóðernishreinsanir? hafiorðið hluti af daglegu máli. Næstum átta mánuðir eru nú liðnir frá því að stjórnvöld í Belgrad framseldu Milosevic. Saksókn- arar fóru yfir ákæruatriðin á hendur Milosevic í gær en þau eru alls 66. Sýndi Milosevic lítil svip- hún áherslu á að gera þyrfti Milosevic persónulega ábyrgan fyrir þeim morðum, pyntingum og öðrum voðaverkum sem framin voru í Króatíu 1991?1995, Bosníu 1992?1995 og í Kosovo 1998?1999. Ekki væri verið að sækja til saka serbneska þjóð eða þar- lend stjórnvöld. Talið er að réttarhöldin yfir Milosevic muni standa í um tvö ár en þau eru umfangsmestu stríðs- glæparéttarhöld frá því réttað var yfir leiðtogum nasista í lok síðari heimsstyrjaldar. Milosevic á yfir höfði sér lífstíðardóm í fangelsi verði hann fundinn sekur. Réttarhöld hafin yfir Slobodan Milosevic í Haag í Hollandi Sagður valdur að ?ólýs- anlegum þjáningum? Haag. AFP. Reuters Nokkrar múslimakonur sem lifðu af fjöldamorðin í Srebrenica árið 1995 fylgjast með beinni sjónvarpsútsendingu frá upphafi réttarhaldanna yfir Slob- odan Milosevic í gær. Milosevic er sakaður um þjóðarmorð í Bosníustríðinu, sem stóð 1992?1995. L52159 Rifjaðar/20 L52159Leiðari/26 EITT hundrað og sautján manns fórust með íranskri farþegaþotu sem hrapaði í gærmorgun, að því er sagði í tilkynningu frá írönskum flugmála- yfirvöldum. Vélin kom niður á snævi- þöktu fjalli þegar hún var að koma til lendingar í borginni Khorramabad í suðvesturhluta Írans. Ekki er ljóst hvað olli slysinu. Þotan var af gerðinni Tupolev 154, smíðuð í Rússlandi. Hún var í innan- landsflugi á vegum flugfélagsins Ir- an Air Tours á leið frá Teheran. Að sögn yfirvalda var mikil þoka og snjór þar sem slysið varð, og kann það að hafa átt þátt í því hvernig fór. Fjöldi björgunarmanna var kominn á svæðið, en talið var að erfitt yrði að komast á sjálfan slysstaðinn vegna snjóa. Þó hermdu fregnir að fundist hefði brak úr vélinni. Skortur á flugvélum Tupolev 154 er þriggja hreyfla, fyrst smíðuð 1968 og hefur reynst til- tölulega örugg vél. Í maí í fyrra fór- ust 30 manns með Yakolev 40 þotu, sem einnig var rússnesk smíð, og í kjölfar þess hvatti sérstök rannsókn- arnefnd yfirvöld til að auka öryggi í innanlandsflugi. Írönsk flugfélög eiga í erfiðleikum vegna skorts á áreiðanlegum flugvélum vegna við- skiptabanns Bandaríkjanna á landið. Ríkisflugfélagið Iran Air notar mestmegnis gamlar Boeing-þotur sem keyptar voru áður en íslamska byltingin var gerð í landinu 1979 og er nú gífurlegur skortur á varahlut- um í þær. Írönsk yfirvöld eru að kaupa nokkrar evrópskar Airbus- þotur, en þar til þær verða afhentar nota mörg flugfélög í landinu rúss- neskar vélar. 117 fórust með ír- anskri farþegaþotu Teheran. AFP. MT65MT82MT65MT66MT205MT65