Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN Jónsdóttir arkitekt og varaborgar- fulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér í skoðanakönnun kjör- dæmissambanda fram- sóknarmanna í Reykja- vík fyrir borgarstjórn- arkosningarnar í vor. Hún býður sig fram í 1. eða 2. sæti Framsókn- arflokksins á framboðs- lista Reykjavíkurlist- ans. Guðrún er fædd 20. mars 1935. Hún hefur verið varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá árinu 1994 og verið í forsvari fyrir menningarmálanefnd borgarinnar. Guðrún hefur einnig starfað mikið að skipulagsmálum Reykjavíkurborgar um langt árabil. Hún átti sæti í skipulags- nefnd Reykjavíkur frá árinu 1990- 1998. Þá veitti hún Borg- arskipulagi Reykja- víkur forstöðu á ár- unum 1979–1984. Guðrún beitti sér sem formaður Torfu- samtakanna fyrir verndun Bernhöft- storfunnar. Guðrún rekur teiknistofu í Reykja- vík og hefur gert um langt árabil. Hún er um þessar mundir formaður Byggingarfélagsins Bú- manna hsf. sem byggir húsnæði fyrir 50 ára og eldri. Guðrún býður sig fram í 1. eða 2. sæti Guðrún Jónsdóttir BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að fela stjórn Íþrótta- og sýningarhallarinnar h.f. að vinna áfram að undirbúningi byggingar íþrótta- og sýningarhallar við hlið Laugardals- hallar. Á fundi borgarráðs voru kynntar til- lögur að hönnun, framkvæmd, fjármögnun og rekstri á 5.130 fermetra aðalbyggingu ásamt 1.240 fermetra frambyggingu og 860 fermetra tengibyggingu og hljóðar kostnaðaráætlun upp á 1.150 milljónir króna. Íþrótta- og sýningarhöllin er áformuð sem nýbygging sem tengd er við Laugardalshöll að austan. Byggingin mun nýtast bæði sem innan- húsaðstaða til æfinga og keppni í frjálsum íþróttum og sem sýningahöll. Stofnað hefur verið hlutafélagið Íþrótta- og sýningarhöllin hf. um þessa framkvæmd og er hlutafélagið í eigu Reykjavíkurborgar og Samtaka iðnaðarins. Þau mannvirki sem áformað er að byggja skiptast í 5 hluta. Í fyrsta lagi er það 5.130 fer- metra aðalbygging með færanlegum hlaupa- bautum og frjálsíþróttaaðstöðu og gólfi fyrir sýningar. Í öðru lagi 1.240 fermetra frambygg- ing sem tengir saman framhliðar Laugardals- hallar og Íþrótta- og sýningarhallarinnar þann- ig að góð aðkoma sé að báðum byggingunum. Í þriðja lagi er um að ræða tengibyggingu milli mannvirkjanna og búningsaðstöðu fyrir íþrótta- og sýningarhöllina, alls 860 fermetra. Í fjórða lagi verður byggð 800 fermetra geymsla fyrir bæði mannvirkin þar sem m.a. má geyma hlaupabrautir, íþróttabúnað og sýn- ingakerfi. Í fimmta lagi er síðan um að ræða ný bílastæði og frágang lóðar, en gert er ráð fyrir stækkun lóðar úr u.þ.b. 23.000 fermetrum í 29,6 þúsund fermetra og að byggð verði 420 bílastæði sem ná yfir 14.830 fermetra. Það er Teiknistofan ehf. við Ármúla sem hefur hannað bygginguna. Ný höll fyrir sýningar og frjálsar íþróttir Tölvumynd/Landmat Tölvugerð mynd af fyrirhugaðri Íþrótta- og sýningarhöll við hlið Laugardalshallar. STJÓRN Félags íslenskra at- vinnuflugmanna, FÍA, kom saman til fundar í gær og sendi frá sér ályktun í kjölfarið þar sem nið- urstaðan í máli Árna G. Sigurðs- sonar flugmanns er hörmuð og hún sögð fráleit. Trúnaðarbrestur milli FÍA og Þengils Oddssonar fluglæknis sé enn til staðar og mál flugmannsins enn óleyst. Stjórn FÍA ítrekar um leið fyrri ályktun frá 18. desember sl. þar sem þess var m.a. krafist að Þengli yrði vikið úr starfi vegna „ítrek- aðrar valdníðslu“ gagnvart flug- manninum í tengslum við útgáfu og endurnýjun heilbrigðisvottorðs hans og flugskírteinis. Í ályktun- inni sem samþykkt var í gær seg- ir: „Nú hefur stjórnsýslunefnd skipuð tveimur virtum lögmönnum og landlækni, staðfest í einu og öllu sjónarmið stjórnar FÍA. Þá hefur samgönguráðherra áminnt Flugmálastjórn og flugmálastjóri áminnt trúnaðarlækni stofnunar- innar og aðra þá starfsmenn sem að máli flugmannsins komu. Með þessu og endurráðningu trúnaðar- læknisins telur flugmálastjóri sig hafa leyst málið og því sér þar með lokið af hans hálfu. Þessa niðurstöðu telur stjórn FÍA fráleita. Eftir stendur að trúnaðarbresturinn er enn til stað- ar og mál flugmannsins sem á var brotið óleyst. Stjórn FÍA harmar að málið hafi ekki verið leyst í heild sinni, í sam- starfi allra aðila þess.“ Stjórn FÍA ályktar um mál flug- mannsins Niðurstað- an fráleit og málið enn óleyst HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi í gærmorgun að fresta inntökupróf- um í læknadeild um eitt ár í sam- ræmi við samþykkt stjórnar lækna- deildar frá því á mánudag. Inntökupróf verða því haldin vorið 2003 en ekki nú í vor eins og til stóð. Í samþykkt stjórnar lækna- deildar segir m.a. að nokkur gagn- rýni hafi komið fram frá ákveðnum hópi stúdenta þar sem því væri haldið fram að inntökuprófin væru lítt undirbúin og að reglum varð- andi þau hafi verið breytt eftir að þær voru settar. „Þessu hefur verið alfarið hafnað af hálfu Háskóla Ís- lands og af Félagi læknanema,“ segir í samþykktinni. „Nær allir aðilar sem hafa tjáð sig um inntökuprófin, nemendur sem kennarar og stjórnendur fram- haldsskóla, telja þau stórt skref fram á við. Samning prófsins er í fullum gangi í samstarfi við kennara framhaldsskólanna og var áætlað að því yrði að fullu lokið í maí 2002.“ Á árlegum fundi með stjórnend- um framhaldsskóla á mánudag kom fram að framhaldsskólarnir hefðu ekki náð að aðlagast breyttum að- stæðum nægjanlega vel og kom fram ósk um að inntökuprófunum yrði frestað. Stefán B. Sigurðsson, varaforseti læknadeildar, segir að rök stjórn- enda framhaldsskólanna hafi vegið það þungt að ákveðið hafi verið að fallast á þau og fresta inntökupróf- unum. „Það er skilyrði fyrir góðu inntökuprófi að eiga gott samstarf við framhaldsskólana,“ segir Stefán. Prófað úr ólesnu efni í desember 2002 Stefán segir að í desember 2002 verði því samkeppnispróf sam- kvæmt venju, en þó verði ekki próf- að úr sama námsefni og áður í sam- ræmi við ákvörðun þar að lútandi. Prófað verði úr nýju efni, auk óles- ins efnis, þ.e. almennri þekkingu, siðferðilegum álitamálum o.s.frv., en einkunn úr ólesnu efni mun gilda allt að 30% af aðaleinkunn haust- misseris. „Þetta verður hluti sam- keppnisprófanna þannig að inntöku- prófin verða tekin upp í tveimur áföngum í stað eins,“ segir Stefán. Gísli E. Haraldsson, formaður Félags læknanema, segist sáttur við frestunina enda muni læknanemum gefast meiri tími til að knýja á um lagfæringar í tengslum við prófunin. „Læknadeild hafði lýst því yfir að ekki yrðu haldin sjúkrapróf í nýju inntökuprófunum, sem er rangt að okkar mati og á því vildum við fá leiðréttingu. Þá er ekki ljóst hvern- ig próftökugjöldum verður háttað. Þessi frestun gefur okkur því tíma til að vinna betur í þessum málum,“ segir Gísli. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, for- maður Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands, telur þetta skynsamlega ákvörðun hjá Háskólaráði og að hún hljóti að vera í góðri sátt við stúd- enta. „Ég held að inntökuprófin verði betri að ári þegar þessi tími fæst til að undirbúa prófin,“ segir hann. Inntökuprófum í lækna- deild frestað til 2003 Stúdentar og stjórnendur framhaldsskóla vildu frestun SÍÐASTLIÐINN mánudag mátti sjá á fréttavef mbl.is nýja gerð auglýsinga sem renna inn á skjá notenda. Þessi auglýsing er sam- starfsverkefni Sjóvár-Almennra, fyrirtækisins Adlib og mbl.is og er nýjung í auglýsingabirtingum. „Við erum alltaf opnir fyrir því að reyna nýjar gerðir auglýsinga á mbl.is, sem gera Netið að eft- irsóttari auglýsingamiðli,“ sagði Hallgrímur Jónasson hjá netaug- lýsingasviði mbl.is. Áreiti auglýsingarinnar er stillt í hóf með því að birta hana ein- ungis einu sinni hverjum notanda mbl.is. Auk þess getur notandinn á öllum tímum lokað henni, slökkt á tónlistinni sem fylgir eða farið inná heimasíðu Sjóvár-Almennra og fræðst nánar um Stofn. „Auglýsingin hefur gefið okkur mun meiri umferð inn á vef Sjó- vár en aðrar netauglýsingar sem við höfum birt,“ segir Vilhjálmur Alvar vefstjóri Sjóvár-Almennra. „Nokkuð hefur verið rætt um misgóðan árangur auglýsinga á Netinu. Ef eitthvað er þá afsann- ar þessi auglýsing þá skoðun.“ Það var fyrirtækið Adlib sem gerði auglýsinguna, en hún er unnin upp úr nýjustu auglýsinga- herferð Sjóvár-Almennra. Ný gerð aug- lýsinga á mbl.is ÞAÐ skal áréttað vegna fréttar í blaðinu sl. föstudag af umræðum í borgarstjórn um veggskreytingar í Árbæjarskóla að fram kom á borg- arstjórnarfundinum sl. fimmtudags- kvöld að Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri vissi ekki um að til stæði að brjóta niður vegg með lista- verki Veturliða Gunnarssonar. Ákvörðun um það hefði verið tekin án hennar vitundar og án þess að borgarráði hefði verið gert viðvart. Biðst blaðið velvirðingar á þessu ranghermi. Án vitundar borgarstjóra ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.