Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tilboð 12.990 kr. Robust 14,4V Hleðslutími 1 klst. taska og auka rafhlaða fylgir Verð áður: 21.355 kr. Sími 525 3000 • www.husa.is hleðsluborvél „VANDINN er sá, að færri sækja um að komast í leikskólakennara- nám en við óskum. Við höfum stundum þurft að hafna umsækj- endum, en ástæðan hefur eingöngu verið sú að þeir uppfylltu ekki inn- tökuskilyrðin og höfum við þó teygt okkur langt í að meta fyrra nám og starfsreynslu,“ segir Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskólans. Í samtali við Morgunblaðið á sunnudag sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að á und- anförnum árum hefði Kennarahá- skólinn ekki ráðið við að veita öllum skólavist sem vildu læra til leik- skólakennara. Borgarstjóri sagði þetta mjög bagalegt, því fólk fengi starfsréttindi eftir þetta nám og til- finnanlega vantaði fleiri leikskóla- kennara. „Þetta er á misskilningi byggt,“ segir Ólafur. „Við höfum tekið færri inn en við höfum óskað og það er vegna þess að svo fáir hafa sótt um námið. Fyrir tveimur árum buðum við í fyrsta skipti upp á nýja 45 ein- inga námsbraut í leikskólafræðum, stutta og hagnýta, aðsóknin þar hef- ur verið góð. Hins vegar hafa færri sótt í 90 eininga leikskólakennara- nám, sem tekur þrjú ár, eða fjögur ár í fjarnámi.“ Ólafur sagði að þegar 45 eininga námið byrjaði hefðu sextíu verið teknir inn og þrjátíu til viðbótar sl. haust. Fyrsti hópurinn útskrifast í vor og Ólafur sagðist hafa fyrir satt að flestir ætluðu sér að fá þrjátíu einingar úr náminu metnar og halda áfram í níutíu eininga nám. Áhyggjuefni að mati rektors „Þarna kemur því nokkuð stór hópur inn í leikskólakennaranámið, þótt þetta hafi verið hugsað sem sjálfstæð námsbraut. Við ætluðum að fara milliveginn, mennta fólk sem hefði meiri þekkingu á leik- skólastarfinu en almennir starfs- menn, en hefði þó ekki tekið níutíu einingar til leikskólakennararétt- inda. Núna ætlum við að gera sér- stakt átak til að auglýsa leikskóla- kennaranámið, en þar höfum við svigrúm til að taka inn sextíu í stað- bundið nám og þrjátíu í fjarnám. Síðasta haust tókst okkur ekki að ná nema um þrjátíu manns í stað- bundið nám og við náðum ekki þrjá- tíu í fjarnámið. Ég hef verulegar áhyggjur af þessu.“ Ólafur segir að lög um háskóla geri ráð fyrir að hægt sé að taka við fólki í nám þótt það hafi ekki stúd- entspróf eða sambærilegt lokapróf. „Við höfum metið nám og reynslu fólks, sem er 25 ára og eldra, og tekið inn fólk sem er ekki með próf úr framhaldsskólum. Við höfum þurft að hafna umsækjendum, en þá eingöngu vegna þess að þeir ná alls ekki að uppfylla þessi skilyrði. Við erum með margar starfsmennta- brautir hér, en lakasta aðsóknin er að leikskólakennaranáminu.“ Ólafur segir það undir rekstrar- aðilum leikskólanna komið að meta 45 eininga námið til starfsréttinda og launa. „Þetta er sjálfstæð náms- braut og þeir sem ljúka henni gætu t.d. orðið aðstoðarleikskólakennar- ar. Við erum að vonast til að sveit- arfélögin, sem reka flesta leik- skólana, taki tillit til þess í launum.“ Dræm aðsókn að leikskólakennaranámi Átak gegn ofbeldi ungs fólks Gegn ofbeldi á víðtækan hátt UM ÞESSAR mund-ir og að undan-förnu hefur staðið yfir átak á vegum Rauða krossins sem miðar að því að uppræta ofbeldi meðal ungs fólks. Hér á landi hefur verið tekið þáttur í átakinu af miklum áhuga og dugnaði, einkum á með- al ungmennahreyfingar RKÍ. Á heimasíðu Rauða krossins er greint frá átakinu og þar stendur m.a.: „Ofbeldi er ekki bara einangrað glæpsamlegt at- hæfi einstaklinga eða hópa. Ofbeldi er þjóð- félagslegt vandamál sem flestir þekkja. Margir hafa kynnst ofbeldi af eigin raun eða orðið vitni að því og allir hafa lesið eða heyrt um það í fjölmiðlum. Á meðan á átak- inu stendur verður unnið mark- visst að því að vekja athygli á of- beldisvandanum og afleiðingum hans sérstaklega meðal ungs fólks. Það verður gert m.a. með útgáfu á skýrslu um ofbeldi meðal ungs fólks og ýmsum uppákomum s.s. handþrykksátaki, tónleikum gegn ofbeldi, útgáfu uplýsinga- bæklings um foreldrarölt, útgáfu kynningarefnis, ofbeldislausri helgi, ljósmyndasamkeppni og umræðufundum. Einnig verður unnið að því að koma á samvinnu við hina ýmsu aðila sem vinna að forvörnum. Frantz Adolph Pétursson heitir verkefnisstjóri í hópi sjálfboðaliða í ungmennahreyfingu RKÍ og svaraði hann nokkrum spurning- um Morgunblaðsins um átakið á dögunum. Þetta átak ... hvers frumkvæði er það og hvert er tilefnið? „Þetta átak byrjaði í Noregi 1995, upphafspunkturinn var þeg- ar ungur drengur var skotinn til bana í óvenju hrottalegri líkams- árás í Osló, vinir hans minntust hans með kyndilför um götur borgarinnar og norska Dagblaðið gerði málinu ítarleg skil. Í kjölfar- ið birti Dagblaðið svo greinaflokk um ofbeldi og fylgdi hverri grein lítið merki með mynd af útréttri hönd sem undir stóð „Gegn of- beldi“. Greinaflokkurinn vakti mikla athygli og þegar þeim skrif- um lauk gaf Dagblaðið norska Rauða krossinum þetta merki. Norski Rauði krossinn hóf í kjöl- farið víðtækt átak gegn ofbeldi og er verkefnið nú átaksverkefni landsfélaga Rauða krossins víða um heiminn. Hér á landi byrjaði átakið árið 1999. Meginástæða þess að við byrjuðum með þetta verkefni var fyrst og fremst sú staðreynd að ofbeldisverk hafa sí- fellt orðið grófari og fleiri og fleiri tekið þeirri þróun sem gefnum hlut. Þessu viljum við sporna gegn.“ Hvernig er þetta átak í fram- kvæmd? „Pennasala er hefðbundin fjár- öflunarleið Rauða kross deilda, þetta árið eru pennarn- ir merktir með „Gegn ofbeldi“-lógóinu og fer stór hluti teknanna að þessu sinni til að styrkja þetta verkefni. Í dag er í gangi pennasala og verður sölufólk frá RKÍ að selja penna víða um land, m.a. í Reykjavík á laugardag. Við viljum hvetja fólk til að greiða atkvæði gegn ofbeldi með því að kaupa þessa penna.Á þessu ári verður lögð sérstök áhersla á hugtakið hversdagsfordóma. Hversdags- fordómar felast í því að beita aðra þjóðfélagshópa lúmskum og oft ómeðvituðum fordómum eins og þegar litaðir fá verri þjónustu og/ eða eru litnir hornauga, fólk sest ekki við hliðina á þeim í strætó og þannig mætti lengi telja. Það er okkar sannfæring að þetta sé töluvert vandamál hér á landi og ég held að flestir geti kannast við þetta í eigin fari þó í mismiklum mæli sé“ Hver eru helstu markmið átaksins? „Í átakinu felst að vinna gegn ofbeldi á sem víðtækastan hátt, hér á landi höfum við verið með ýmis smærri átaksverkefni eins og að fá fólk til að taka táknræna afstöðu gegn ofbeldi með því að þrykkja handarfari sínu á lérefts- dúk, kaffihúsakvöld í Hinu hús- inu, gerð stuttmyndar sem farið hefur verið með í flestar fé- lagsmiðstöðvar og ýmsa skóla og sýnd ásamt umræðum á eftir. Þá hefur ýmislegt myndefni verið gert, eins og veggspjöld, bækling- ar og póstkort, tónleikar í Laug- ardalshöll í hitteðfyrra og á Ing- ólfstorgi nú í sumar. Fyrir jólin vorum við svo með teiknisam- keppni í grunnskólum og þannig mætti lengi telja.“ Hvað er átakið umfangsmikið, hvað stendur það lengi? „Átakið mun standa að minnsta kosti út þetta ár og vonandi leng- ur.“ Átakið snýr nokkuð að skólum. Er ofbeldi innan veggja þeirra að aukast eða versna á einhvern hátt? „Af framangreindu er ljóst að svo er ekki, en það er staðreynd að ofbeldi er orðið mun grófara í skólum og annars staðar. Sem dæmi má taka að strákar sem lentu í slag fyrir sex til átta árum í skólum og hnoðuðust á gólfinu, berjast nú með hnúum og hnefum og ljótum fantabrögðum, jafnvel vopnum. Þetta endur- speglast kannski í þeirri staðreynd að samkvæmt nýlegri rannsókn kemur fram að fjórðungur ung- linga í 9. og 10. bekk óttast að verða beittur ofbeldi.“ Hvernig verður fólk helst virkj- að í þessari baráttu gegn ofbeldi? „Með því að hafa sýnilegan og öflugan vettvang þar sem fólk getur lagt baráttunni lið. Sá vett- vangur er meðal annars hjá Rauða krossi Íslands.“ Frantz Adolph Pétursson  Frantz Adolph Pétursson er fæddur 1982. Nemi í rafvirkjun í Iðnskóla Reykjavíkur. Hefur ver- ið í ungmennahreyfingu RKÍ í sex ár. Er verkefnisstjóri í hópi sjálfboðaliða í Ungmennahreyf- ingu Reykjavíkurdeildar RKÍ. Frantz á unnustu og heitir hún Karen Sigþórsdóttir. ...og oft ómeðvitandi fordómum Nei, nei, frú, þetta er engin skemmd, þetta er bara beingreiðslu bit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.