Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 9 Engjateigi 5, sími 581 2141. Síðasta útsöluvika Algjört verðhrun Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. 15. febrúar Föstudagur 2. mars Laugardagur Viva Latino, frumsýning 16. mars Laugardagur Karlakórinn HEIMIR 30. mars Laugardagur Viva Latino 12. apríl Föstudagur Viva Latino 27. apríl Föstudagur Viva Latino 19. apríl Föstudagur Eurovisionkvöld Húnvetninga Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. ...framundan Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11-19. Sími 533 1100 - Fax 533 1110 R A D I S S O N S A S , H Ó T E L Í S L A N D I St afr æn a H ug m yn da sm ið jan / 15 68 Nánari upplýsingar um dagskrá og þjónustu er að finna á: www.broadway.is • Netfang: broadway@broadway.is Einkasamkvæmi með glæsibrag Hafið samband við Guðrúnu, Jönu eða Ingólf. Árshátíðir, ráðstefnur, fundir, vöru- kynningar og starfsmannapartý Fjölbreytt úrval matseðla. Stórir og litlir veislusalir. Veitum persónulega ráðgjöf við undirbúning. Sannkallað stórball. Hljómsveitirnar Sálin, Nýdönsk, Ber og Sign frá miðnætti. frum- sýning 2. mars Nýtt! Söngvarar: Bjarni Arason Hjördís Elín Lárusdóttir Guðrún Árný Karlsdóttir Kristján Gíslason Dansleikur á eftir með suðrænni latin-stemmningu fram á rauða nótt! Miðasala er hafin ! HEIMIR Laugardagur 16. mars KARLAKÓRINN Frábær söngskemmtun og dansleikur me› hljómsveit Geirmundar Valt‡ssonar Mi›asalan er hafin!frá miðnættinæsta föstudag kýla á kjamma og gera allt vitlaust Hljómsveitirnar Sálin, Nýdönsk, Ber og Sign Sannkallað stórball! Þorrasprengja Þorrasprengja Opið virka daga frá kl. 10—18 laugardaga frá kl. 10—18 aukaafsláttur af nýrri vörum 50% aukaafsláttur af eldri vörum Sími 567 3718 ÚTSALAN STENDUR ENN 20% Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Rýmum fyrir vörum - allt á að seljast 20-50% afsláttur Sigurstjarnan - Stórútsala Opið virka daga frá kl. 11-18, laugard. 11-15 Laugavegi 32, sími 551 6477 Daman auglýsir Útsölulok - Verðhrun! Rýmum fyrir sumarvörum! Fallegur náttfatnaður fyrir VALENTÍNUSARDAGINN Nýtt! - Ný sending af sundfatnaði Á FJÓRÐA tug barna, fædd á ár- unum 1998 til 2000, missir leikskóla- plássið sitt hinn 1. mars nk. þegar einkareknum leikskóla, Barnabæ í Breiðholti, verður lokað vegna rekstrarörðugleika. Um tíu manns starfa við skólann og hefur þeim öll- um verið sagt upp. Foreldrar barna við skólann eru óánægðir með hvað þeir fengu að vita seint af lokuninni en þeir segjast ekki hafa fengið að vita af henni fyrr en 4. til 5. febrúar sl. „Þá fengum við bréf heim með börnunum okkar þar sem tilkynnt var um lokunina,“ segir móðir, sem ekki vill láta nafn síns getið. „Þetta var eins og að fá kalda vatnsgusu framan í sig því við höfðum ekki hug- mynd um að skólinn ætti við rekstr- arörðugleika að stríða,“ segir hún ennfremur. Minnir hún á að skv. samningum við leikskólann sé upp- sagnarfrestur einn mánuður. Inga Gestsdóttir, gjaldkeri foreldrafélags leikskólans, fullyrðir að brotið hafi verið á foreldrum með því að láta þá vita svo seint af lokuninni. „Upp- sagnarfrestur á að vera mánuður en hann fengum við ekki.“ Jón Ásgeir Blöndal, forsvarsmað- ur leikskólans, viðurkennir í samtali við Morgunblaðið að hann hefði átt að láta foreldra vita af lokuninni fyrr. Síðan segir hann: „Við höfum að und- anförnu verið í viðræðum við Reykja- víkurborg um að hún kaupi skólann. Við reiknuðum með að það myndi ganga eftir en sú varð ekki raunin.“ Leikskólinn Barnabær var opnað- ur fyrir þremur árum og segir Jón Ásgeir að reksturinn hafi gengið erf- iðlega. „Ekki síst vegna þess að við eigum útistandandi yfir sjö milljónir vegna vangoldinna leikskólagjalda á hendur foreldrum barna sem hafa verið í skólanum,“ segir Jón Ásgeir en tekur fram að kröfurnar séu ekki á hendur þeim foreldrum sem eigi börn í skólanum í dag. Móðir barns í skólanum, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að lok- un leikskólans komi sér illa. Hún fái þau svör frá skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur að hún fái ekki leik- skólapláss strax þar sem barnið hennar er fætt árið 2000. Bergur Fel- ixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, segist í samtali við Morgunblaðið reikna með að eldri börnin á Barnabæ fái inni í öðrum leikskólum í Breiðholti sem fyrst. „Við munum reyna að bjarga þessu eins fljótt og við getum,“ segir hann en tekur fram að yngri börnin á Barnabæ fái varla leikskólapláss fyrr en næsta haust. Hins vegar séu laus einhver pláss hjá dagmæðrum í Breiðholtinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fékk leikskólinn tíu milljóna króna styrk frá Reykjavík- urborg þegar hann var setttur á laggirnar fyrir þremur árum. Sá styrkur átti að fyrnast um tíu pró- sent á hverju ári; hann átti með öðr- um orðum að duga skólanum til tíu ára. Bergur Felixson segir í þessu sambandi að verði skólanum lokað nú muni borgin krefjast þess að fá eft- irstöðvar styrksins til baka, þ.e. alls sjö milljónir kr. Leikskóla í Breiðholti lokað vegna rekstrarerfiðleika Á fjórða tug barna án leikskólapláss FIMMTI maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík á innflutningi á samtals fimm kílóum af hassi til landsins. Maðurinn var handtekinn á fimmtu- dag og degi síðar úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Mað- urinn hefur neitað aðild að innflutn- ingnum en Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið í gær. Áður höfðu fimm verið handteknir vegna máls- ins en einum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá samþykkti Héraðsdómur Reykjavíkur á mánudag að fram- lengja gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem setið hafa í gæsluvarð- haldi frá því í lok janúar sl. vegna innflutnings á um tæplega fimm kílóum af amfetamíni og um 150 g af kókaíni. Var gæsluvarðhaldið fram- lengt í tvær vikur yfir tveimur karl- mönnum og einni konu. Fimmti maðurinn í haldi vegna smygls á hassi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.