Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGKVÆMNI virkjunar Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum verður metin nái tillaga Karls V. Matt- híassonar, þingmanns Samfylking- arinnar, og fjögurra samflokks- manna hans fram að ganga, en Karl mælti fyrir henni á Alþingi í gær. Í tillögunni felst að iðnaðar- ráðherra láti gera nauðsynlegar forathuganir til þess að hægt sé að meta hagkvæmni mögulegrar virkjunar Hvalár. Stefnt verði að því að nauðsynlegum rannsóknum í þágu verkefnisins verði lokið fyr- ir haustið 2003. Áætlað að rannsóknir kosti um 20 milljónir Í greinargerð með tillögunni er bent á að ávallt sé þörf fyrir orku í samfélaginu. Orkuöflun í sem flest- um hlutum landsins tryggi öryggi í orkuöflun landsmanna og fjöldi ónýttra möguleika bíði notkunar mætti upp orkufrekri og arðvæn- legri atvinnustarfsemi sem sam- rýmdist landsháttum og náttúru Vestfjarða. Í þessu sambandi mætti jafnvel hugsa sér vetnis- framleiðslu sem menn beina sjón- um sínum að í æ ríkari mæli. Þá er fiskeldi einnig vaxandi atvinnu- grein og ekki er vafi á því að mik- ið fiskeldi þarfnast mikillar raf- orku, einkum ef framtíðin krefst þess að það verði eingöngu stund- að í kerum á landi. Þá er einnig ljóst að álverið á Grundartanga hyggur á stækkun starfsemi sinn- ar og álverið í Straumsvík hefur einnig látið slíkan vilja í ljós. Verði Hvalárvirkjun að raunveru- leika er ljóst að rafmagn framleitt á Vestfjörðum mætti einnig selja til þessara verksmiðja sem þó ætti að verða síðri kostur en að það nýttist á sjálfum Vestfjörðum,“ segir í greinargerðinni. og frekari rannsókna. „Einn þeirra möguleika sem við eigum til orku- öflunar er Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum. Ekki er óeðlilegt að af- marka fyrst virkjunarsvæðið og kanna hvort líkur séu á því að virkjun þarna sé hagkvæm, því ef svo reynist ekki liggur ekki á að gera miklar umhverfisrannsóknir vegna virkjunarframkvæmda,“ segir þar ennfremur og þess getið að ekki sé óvarlegt að áætla að slíkar rannsóknir gætu kostað um 20 millj. kr. Jákvæð áhrif á atvinnu- og mannlíf á Vestfjörðum „Öllum má ljóst vera hversu já- kvæð áhrif það hefði á atvinnu- og mannlíf á Vestfjörðum ef virkjun Hvalár yrði að raunveruleika. Eins og fram hefur komið er beisluð orka mjög dýrmæt. Það yrði Vest- firðingum mikill fengur ef koma Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum Hagkvæmni virkjun- ar verði könnuð KOSTNAÐUR við rekstur Jafnréttisstofu á Akureyri árið 2000 nam tæplega 14,3 milljónum króna, en starfsemin hófst 1. september það ár. Hluti af kostnaðinum, eða 3,7 milljónir króna, er vegna kaupa á stofn- búnaði og aðkeyptrar vinnu við standsetningu á húsnæði Jafnrétt- isstofu á Akureyri. Ferðakostnaður Jafnréttisstofu frá 1. september 2000 til þessa dags nemur um 2,3 milljónum, en ferðakostnaður Skrif- stofu jafnréttismála árið 1999, síðasta heila árið í starfsemi hennar, nam 147 þúsund krónum. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Stefaníu Óskarsdóttur á alþingi. Þar kemur einnig fram, að kostnaðurinn er í samræmi við þær fjárheimildir sem stofnuninni voru markaðar á árinu 2000. Stefanía innti ráðherra einnig eftir hve margir störfuðu á Jafnrétt- isstofu samanborið við forverann, Skrifstofu jafnréttismála í Reykjavík. Í svarinu kemur fram að nú eru fimm starfsmenn á Jafnréttisstofu. Á Skrifstofu jafnréttismála störfuðu samtals sex starfsmenn í 5,5 stöðu- gildum. Fjórir starfsmanna Jafnréttisstofu eru búsettir á Akureyri. Þá kemur fram að Jafnréttisstofa hefur ekki fundaraðstöðu í Reykja- vík, „en með nútímatækni, farsímum og ferðatölvum er ekki vandi að sinna erindum án fastrar aðstöðu“, segir í svari ráðherra, sem bendir einnig á að Jafnréttisstofa getur nýtt fundarsali ráðuneytisins, und- irstofnana þess og sali á hótelum. Ferðakostnaður hækkar Kostnaður Jafnréttisstofu vegna ferðalaga innanlands er nú um 2,3 milljónir króna frá því að stofnunin tók til starfa. Þar af eru fargjöld innanlands um 1,7 milljónir, dagpeningar tæp 300 þúsund og dval- arkostnaður innanlands rúmlega 300 þúsund. Þessi kostnaður er bæði vegna starfsfólks Jafnréttisstofu og vegna fyrirlesara og leiðbeinenda, sem flutt hafa erindi á ráðstefnum, námskeiðum og fundum stofnunar- innar um land allt. Á móti þessum kostnaði hafa verið innheimt ráð- stefnu- og fundagjöld, svo hreinn kostnaður er nokkru lægri. Til samanburðar birtir ráðherra töflu yfir ferðakostnað Skrifstofu jafnréttismála. Árið 1999 voru greiddar 137 þúsund krónur í fargjöld innanlands og 10 þúsund krónur í dagpeninga. Ekkert var greitt það ár vegna dvalarkostnaðar innanlands og ekki kemur fram hvort um hreinan kostnað er að ræða, eða hvort eftir er að færa ráðstefnu- og fundargjöld til frádráttar þessari upphæð. Ferðakostnaður frá stofnun 2,3 milljónir ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skoraði á Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra á þingfundi á mánu- dag að bjóða Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í opinbera heim- sókn til Íslands nú þegar. Vísaði hún til hins ótrygga ástands mála fyrir botni Miðjarðarhafs en gat þess jafnframt að betur horfði með því að Bandaríkjamenn hefðu hafnað því að slíta stjórnmálasambandi við heimastjórn Palestínumanna og því að ESB væri sameinað í afstöðu sinni og stuðningi við sjálfstæða Palestínu. Halldór Ásgrímsson svaraði því til að lengi hefði staðið til að Arafat kæmi til Íslands, einkum í tengslum við heimsóknir hans til annarra Norðurlanda, en ekki orðið af. Það stæði hins vegar enn að hann gæti komið hingað til lands þegar báðum aðilum hentaði. Utanríkisráðherra gat þess einnig að Palestínumenn hefðu lagt áherslu á að hann heimsækti þetta svæði og það hefðu Ísraelsmenn raunar einnig gert. Af því hefði þó ekki getað orðið enn sem komið væri. „Það er fullur áhugi af okkar hálfu á því að lýðræðislega kjörinn fulltrúi Palestínumanna komi hingað til lands og við höfum líka áhuga á því að finna aðstæður til þess að heimsækja fulltrúa þessarar þjóðar fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði Halldór Ás- grímsson. Þórunn Sveinbjarnardóttir þakk- aði utanríkisráðherra svörin og sagð- ist leyfa sér að fullyrða, að það hefði mikið að segja ef íslensk stjórnvöld byðu Yasser Arafat í opinbera heim- sókn til Íslands. Þannig gæti litla Ís- land sent skýr skilaboð til umheims- ins, því þá þyrfti að leysa Arafat úr stofufangelsi því sem hann hefur sætt að undanförnu. Hvattur til að bjóða Arafat til Íslands FUNDUR hefst á Alþingi í dag, miðvikudaginn 13. febrúar, kl. 13.30. Á dag- skrá eru fyrirspurnir til ráðherra. Alls liggja fyrir um 25 fyrirspurnir til ráðherra, en vísast mun aðeins brot af þeim koma til umræðu á morgun. Þingflokksfundir hefjast kl. 16 og má búast við að fyrirspurnatíminn tak- markist að mestu við það. Fyrirspurnir til ráðherra FRUMVARP iðnaðarráðherra til laga um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal – Kárahnjúka- virkjun – og stækkun Kröfluvirkj- unar hefur verið lagt fram á Alþingi. Forseti Alþingis lét þess getið að frumvarpið kæmi til fyrstu umræðu á þingi á morgun, fimmtudag, en þá hefst þingfundur kl. 10.30. Sagði for- seti að gera mætti ráð fyrir kvöld- fundi vegna umræðunnar. Í frumvarpinu felst að Lands- virkjun verði heimilt að reka og reisa vatnsaflsvirkjun í Fljótsdal með allt að 750 MW afli ásamt aðal- orkuveitum og virkja til þess jökul- árnar tvær í tveimur áföngum, s.k. Kárahnjúkavirkjun. Í fyrri áfanga verði Landsvirkjun heimilt að reisa þrjár stíflur við Fremri-Kárahnjúka (Kárahnjúkastíflu, Desjarárstíflu og Sauðárdalsstíflu), veita Jökulsá á Brú frá miðlunarlóni (Hálslóni) um aðrennslisgöng undir Fljótsdalsheiði að stöðvarhúsi, reisa stöðvarhús neðan jarðar í Fljótsdal með frá- rennsli eftir göngum og skurði út í farveg Jökulsár í Fjótsdal, í sam- ræmi við uppdrátt í viðauka, svo og að reisa önnur mannvirki vegna virkjunarinnar. Í síðari áfanga verði Landsvirkjun heimilt að reisa stíflu í farvegi Jök- ulsár í Fljótsdal (Ufsarstíflu), veita ánni ásamt vatni af Hraunum inn í aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjun- ar á Fljótsdalsheiði í samræmi við uppdrátt í viðauka og reisa önnur mannvirki vegna virkjunarinnar. Gert er ráð fyrir að virkjunarleyf- ið falli úr gildi tíu árum eftir gild- istöku laganna, hafi leyfishafi þá ekki þegar hafið framkvæmdir, og fimmtán árum eftir gildistöku lag- anna ef virkjunin er þá ekki komin í rekstur. Aukinheldur er lagt til að iðnaðar- ráðherra verði heimilt að veita Landsvirkjun leyfi til að stækka Kröfluvirkjun í allt að 220 MW ásamt aðalorkuveitum, enda liggi fyrir mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda, eins og það er orðað. Kárahnjúkavirkj- un rædd á morgun ÞINGMÖNNUM sem öðrum mönn- um er nauðsynlegt að slá stöku sinn- um á létta strengi í önnum hvers- dagsins. Hér hefur formaður Vinstri grænna séð eitthvað spaugilegt álengdar og bendir félaga sínum Ögmundi Jónassyni á. Þeir félagar sitja enda jafnan á fremsta bekk í þingsal og fer því fátt framhjá þeim. Morgunblaðið/Sverrir Slegið á létta strengi ÁRSVERKUM hjá hinu opinbera fjölgaði um rúm 7% á tímabilinu 1995 til 2000 að mati Þjóðhagsstofnunar. Þetta kemur fram í skriflegu svari for- sætisráðherra, Davíðs Oddssonar, við fyrirspurn Guðmundar Árna Stef- ánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Hefur svarinu verið dreift á Al- þingi. Í því er lögð áhersla á að fyrrgreind niðurstaða byggist á svokallaðri hagrænni flokkun starfa, þar sem t.d. starfsemi á borð við póstþjónustu og orkuveitur teljist ekki til opinberrar starfsemi. „Til samanburðar má nefna að fjölgun starfa á landinu í heild nemur 13% á sama tímabili, svo að ljóst er að almenn fjölgun starfa er hlutfallslega meiri en fjölgun starfa hjá hinu opinbera á tímabilinu 1995–2000,“ segir í svarinu. Fjölgar um rúm 7%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.