Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna hefur skorað á stjórn- völd að leggja Samkeppnisstofnun niður og lýsir sig jafnframt and- snúna hugmyndum um auknar heimildir samkeppnisyfirvalda til eignaupptöku eða skiptingar eignar á frjálsum mörkuðum. Davíð Odds- son forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi á mánudag að hann væri ósammála SUS um bæði þessi atriði. Í áskorun SUS segir að ógagn Samkeppnisstofnunar hafi sjaldan verið augljósara en á undanförnum misserum. Víða hafi menn viljað hagræða í rekstri en Samkeppnis- stofnun hafi ítrekað komið í veg fyr- ir eðlilega hagræðingu. Slíkar að- gerðir vinni gegn hagvexti og rýri þar með lífskjör. „Þau völd sem embættismennirn- ir í gömlu Verðlagsstofnun hafa fengið í hinni nýju ríkisstofnun eru óhófleg og styðjast ekki við gild efnahagsleg rök. Jafnframt eru vinnubrögð stofnunarinnar eins og dæmin sanna óvönduð og tilviljana- kennd,“ segir í áskorun SUS. „Aðgerðir samkeppnisyfirvalda skerða verulega eignarrétt og per- sónufrelsi manna. Í réttarríki verð- ur að gera miklar kröfur um það hvernig slíku valdi er beitt. Engin ástæða er til þess að gera minni kröfur til stofnunarinnar í slíkum aðgerðum, en ákæruvaldsins í saka- málum. Eðlilegast væri, ef stofnunin verður ekki lögð niður, að hún taki engar ákvarðanir um réttindi og skyldur einstaklinga og fyrirtækja, heldur setji í slíkum tilvikum fram kröfur fyrir dómstólum, líkt og handhafar ákæruvalds. Slíkt fyrir- komulag tryggir betur frelsisrétt- indi einstaklinga.“ Vara við oftrú á samkeppnislög „SUS varar við oftrú á samkeppn- islög sem lausn á öllum meinum. Besta ráðið til að auka samkeppni er að draga úr höftum og auka frelsi í viðskiptum. Slíkar aðgerðir eru til þess fallnar að laða nýja frumkvöðla að einstökum mörkuðum og þannig auka á þeim samkeppni. Í þessum efnum mættu ríkisvaldið og stjórn- málamennirnir horfa í eigin barm. Til dæmis stendur ríkið fyrir einok- un á sölu áfengis og tóbaks, það stendur einnig fyrir ójafnri sam- keppni á fjölmiðlamarkaði og hindr- ar samkeppni í landbúnaðargeiran- um með miðstýringarskipulagi. Allt eru þetta atriði sem koma hart niður á neytendum með hærra verði, minna vöruúrvali og öðru óhag- ræði,“ segir í áskorun SUS. Þá segir að samkeppnislögin byggist ekki á vísindalegum grunni. Samkeppnisstofnun hafi afar vítt svigrúm til að skilgreina hvað sé ein- okun og markaðsráðandi staða án nokkurra vísana í almenna hag- fræði. „Engri ríkisstofnun er fært að stýra öllum mörkuðum á Íslandi. Stofnunin mun aldrei geta fylgst með þeim óendanlega fjölda þátta sem hefur áhrif á verðlag á markaði. Þetta hefur komið skýrt í ljós þegar stofnunin hefur reynt að koma í veg fyrir samruna fyrirtækja á grund- völli athugana sinna, en ekki fengið. Hefur það sýnt sig í kjölfarið að stofnunin hefur ekki reynst sannspá um forsendur ákvörðunar sinnar. Ungir sjálfstæðismenn lýsa sig andsnúna hugmyndum um auknar heimildir samkeppnisyfirvalda til eignaupptöku eða skiptingar eigna á frjálsum mörkuðum. Slíkar heimild- ir væru til þess fallnar að draga úr áhuga frumkvöðla á að hefja rekstur og auka þannig samkeppni. Frum- kvöðlar sækja síður fram á markaði ef þeir telja sig eiga á hættu á að eignir þeirra verði gerðar upptækar ef þeir ná árangri í starfi.“ SUS skorar á stjórnvöld að leggja niður Samkeppnisstofnun Ógagnið sjald- an augljósara Óánægja með málsmeðferð ráðherra „ALLIR þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sem ég þekki eru mjög undrandi yfir þeirri vanvirðu sem ráðherra sýndi með þessari fram- komu,“ segir Einar Oddur Krist- jánsson, þingmaður sjálfstæðis- manna, og vísar til þess að Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, skyldi kynna þingsálykt- unartillögu um stefnu í byggðamál- um fyrir árin 2002 til 2005 á blaðamannafundi áður en hún kynnti hana þingflokkum stjórnarflokk- anna. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á laugardag hafði tillagan hins vegar verið rædd og samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar. Á umrædd- um blaðamannafundi, sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum á föstu- dag, kom fram í máli ráðherra að hún stefndi að því að tillagan yrði af- greidd á yfirstandandi þingi. Efnislega um þingsályktunartil- löguna segir Einar Oddur: „Mönn- um finnst nú ekki mikið til hennar koma. Þetta er bara almennt snakk.“ Bætir hann því við að í tillögunni komi engar tillögur fram um hvernig eigi að ná fram markmiðum hennar. Umrædd þingsályktunartillaga var rædd á þingflokksfundum stjórnarflokkanna á mánudag. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins kom einnig fram óánægja í þing- flokki framsóknarmanna um það að tillagan skyldi kynnt fjölmiðlum áð- ur en hún væri kynnt þingflokknum. Stjórnarandstæðingar gagn- rýna einnig málsmeðferðina Stjórnarandstæðingar gagnrýndu einnig málsmeðferð iðnaðarráðherra í upphafi þingfundar á mánudag. Sögðu þeir Jón Bjarnason, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og Kristján L. Möll- er, þingmaður Samfylkingarinnar, m.a. að það væri ekki hægt að bjóða þingmönnum upp á það að kynna sér tillögu í byggðamálum á Netinu áður en hún væri formlega kynnt á þingi. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður „ÞETTA er ekki fyrsta byggðaáætl- unin sem sett er fram. Á undanförn- um árum hafa komið fram hin ágæt- ustu plögg, en þessi áætlun hefur það fram yfir hinar eldri að henni fylgir aðgerðaáætlun. Þar er tekið fram með skýrum hætti hverjir eiga að sinna framkvæmd ýmissa þátta henn- ar. Þetta er mjög jákvætt,“ segir Smári Geirsson, forseti bæjarstjórn- ar Fjarðabyggðar og formaður Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi, um þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002 til 2005, sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur kynnt. Smári segir að ekki fari hjá því að menn greini á um einstaka þætti byggðaáætlunar. „Ég tel í of mikið lagt að leggja svo mikla áherslu á Ak- ureyri sem mótvægi við suðvestur- hornið sem raun ber vitni,“ segir hann. „Ég er sammála því að Eyja- fjarðarsvæðið er eitt mikilvægasta svæðið, sem getur gegnt þessu hlut- verki, en miðað við landfræðilegar að- stæður á Íslandi er nauðsynlegt að byggja upp og leggja áherslu á fleiri vaxtarsvæði. Ég bendi til dæmis á til- lögur byggðanefndar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sem enn eru til umræðu á vettvangi sambandsins.“ Í tillögum byggðanefndarinnar, sem Smári átti sæti í, er bent á að skynsamlegt gæti verið að leggja áherslu á uppbyggingu þriggja svæða á landinu, Eyjafjarðarsvæðisins, Ísa- fjarðarsvæðisins og Mið-Austur- lands. „Öllum er kunnugt um þau uppbyggingaráform sem við höfum hér fyrir austan. Ég tel að það sé óeðlilegt að þau áform vegi ekki þyngra í þessari þingsályktunartil- lögu en raun ber vitni,“ segir Smári. Hann segir að sveitarstjórnarmenn um allt land muni án vafa skoða byggðaáætlunina gaumgæfilega, sem og stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga, enda margt í henni sem snerti starfsemi sveitarfélaga. Þarf að styrkja fleiri svæði en Akureyri Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, efndi til móttöku á Bessastöðum í gær í tilefni V- dagsins (Vinnings-dagsins) á morgun, fimmtudag. Að V- deginum standa alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að binda enda á ofbeldi gegn konum um allan heim. Í tilefni dagsins kom bandaríska leikkonan Teri Hatcher til landsins og var vel fagnað af forsetanum. Hatcher hefur m.a. leikið í sjónvarps- þáttaröðinni um Ofurmennið og Píkusögum á Brodway en höf- undur leikritsins, Eve Ensler, er stofnandi V-dags-samtakanna. Fjölbreytt dagskrá verður í Borg- arleikhúsinu annað kvöld þar sem fram koma m.a. Hatcher og Sig- rún Hjálmtýsdóttir söngkona. Morgunblaðið/Sverrir Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tekur við bol merktum V-deginum á Bessastöðum í gær. Með honum eru Teri Hatcher leikkona og Ingibjörg Stefánsdóttir leikkona. V-dagur á morgun KJÖRFUNDUR í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykja- vík hefst í dag kl. 16. Átta manns gefa kost á sér í próf- kjörinu og í kvöld verður haldinn kynningarfundur frambjóðenda á Hótel Borg, sem hefst kl. 20. Kosning í prófkjörinu fer fram í Austurstræti 14 á fjórðu hæð í dag, á morgun og föstudag frá kl. 16 til 19, en um helgina verður kjör- staðurinn fluttur yfir í Hótel Vík við Ingólfstorg. Kjörfundi lýkur svo á sunnudag kl. 17. Prófkjörið er opið öllum fé- lagsmönnum í Samfylking- unni svo og þeim óflokks- bundnu Reykvíkingum sem skrifa undir stuðningsyfirlýs- ingu við Samfylkinguna, óska eftir því að vera á póstlista hjá flokknum og greiða 500 kr. þátttökugjald. Elli- og ör- orkulífeyrisþegar og náms- menn eru þó undanþegnir gjaldinu, skv. upplýsingum prófkjörsnefndar. Frambjóð- endur á kynning- arfundi Prófkjör Samfylking- arinnar hefst í dag MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Hag- kaupum varðandi áhrif vetrarútsölu Hagkaupa á vísitölu neysluverðs: „Af þeim þáttum sem hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, er ljóst að útsala Hagkaupa hefur mest áhrif á mæl- ingu vísitölu neysluverðs fyrir febr- úarmánuð. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands leiddu vetrarútsölur til 5,2% verðlækkunar á fatnaði og skóm (vísitöluáhrif 0,25%). Fram kemur í mælingum Hagstofunnar að verð- lækkun á fatnaði og skóm hefur mest áhrif á lækkun vísitölu febrúarmán- aðar. Vetrarútsölur eru því ráðandi þáttur í lækkun vísitölu neysluverðs. Hagkaup eru stærsti söluaðili á fatnaði og skóm á Íslandi. Fram hefur komið í tilkynningum frá Hagkaupum að á núverandi útsölu var afsláttur hærri en áður, eða allt að 90%. Það er því ljóst að Hagkaup, sem leiðandi að- ili í sölu á fatnaði og skóm, hafa haft veruleg áhrif á mælingu vísitölu neysluverðs og þá lækkun sem náðist fram. Auk þess er ljóst að styrking ís- lensku krónunnar hefur nú þegar haft áhrif á verðlag á nýjum vörum í fatn- aði og skóm. Eigin innflutningur Hagkaupa í fatnaði og skóm er veru- legur og styrking íslensku krónunnar hefur þegar skilað sér í lægra verð- lagi á nýjum vörum. Hagkaup hafa auk þess í samvinnu við birgja unnið markvisst að lækkun á verðlagi á matvörum samhliða styrkingu íslensku krónunnar. Frá miðjum janúar hafa um 1.000 vörur lækkað í verði í verslunum Hagkaupa, sem slagar upp í heildarfjölda vara sem ýmsir aðilar á matvörumarkaði bjóða. Áfram er unnið markvisst að því að lækka innkaupsverð með það að markmiði að stöðugleiki haldist í ís- lensku efnahagslífi.“ Undir tilkynninguna ritar Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hag- kaupa. Fréttatilkynning frá Hagkaupum Telja útsölur Hag- kaupa hafa mest áhrif á lækkun vísitölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.