Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 13 HAFNARFJARÐARBÆR hefur átt í viðræðum við heilbrigðisráðu- neytið að undanförnu um að nýrri heilsugæslustöð verði komið upp í miðbænum. Heilbrigðisráðherra segir búið að ákveða að næsta heilsugæslustöð komi í Salahverfi í Kópavogi en segir að Hafnarfjörður sé á lista ráðuneytisins yfir staði sem þurfi lausn á sínum málum. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði hafa Hafn- firðingar líkt og margir aðrir ekki farið varhluta af því að það vanti heilsugæslulækna til starfa en að- eins ein heilsugæslustöð er í bæj- arfélaginu. „Það eru mjög margir á hvern heimilislækni hér og senni- lega er það nú með því mesta sem gerist. Það hafa komið hugmyndir um að stækka heilsugæslustöðina á Sólvangi en vegna þess að um er að ræða 6-8 stöðugildi þá er ég þeirrar skoðunar að það væri eðlilegra að þau yrðu í nýrri stöð á öðrum stað í bænum.“ Fyrirtæki tilbúið að byggja Magnús segir að undanfarið hafi hann fundað með fulltúum heilsu- gæslustöðvarinnar og heilbrigðis- ráðuneytisins og von væri á frekari fundarhöldum næstu daga vegna málsins. Hann segir undirtektir ráðuneytisins gagnvart hugmynd- inni hafa verið jákvæðar. Að hans sögn eru möguleikar á húsnæði til staðar í miðbænum. „Annaðhvort væri hægt að leigja í verslunarmiðstöðinni Firði en þar eru hæðir sem standa auðar eða þá að byggja á reit sem gengur út frá Landsbankahúsinu hér og er mjög miðsvæðis.“ Umrædd lóð er við Linnetsstíg númer 4 en á bæjarráðsfundi í síð- ustu viku var lagt fram bréf frá Fjarðarmótum ehf. þar sem óskað er eftir reitnum til byggingar heilsugæslustöðvar. Segir í bréfinu að fyrirtækið myndi fjármagna alla framkvæmdina og leigja síðan út húsnæðið til 15-25 ára. Magnús seg- ir að með þessu bréfi sé umrætt fyr- irtæki að reyna að skapa sér at- vinnutækifæri. Í þessu tilfelli fari það saman við þann vilja að heilsu- gæslustöð verði reist í miðbænum. „Nú þarf málið aðeins meiri um- ræðu og umfjöllun. Ég lít svo á að það hljóti að vera löngu, löngu kom- ið að okkur að koma upp heilsu- gæslustöð og ef við eigum mögu- leika á því að skapa hér aðstöðu þá ætti varla að vera nokkuð því til fyr- irstöðu að ráðist verði í það.“ Ekki líkur á þessu ári Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi þrýst á um að fá þriðju heilsugæsluna í bæjarfélagið en um 6.000 manns í Kópavogi munu ekki vera með skráðan heimilislækni. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að fjárlög heimili kaup eða leigu á einni heilsugæslustöð á höf- uðborgarsvæðinu á þessu ári. „Það eru ekki líkur til þess að Hafnarfjörður komi inn á þessu ári því við höfum ákveðið að Salahverfið í Kópavogi sé næst í röðinni. Síðan höfum við hug á að reyna að byggja upp eins hratt og unnt er. Við von- um að það dragist ekki um langt árabil með úrlausn annars staðar og erum með Hafnarfjörð á okkar lista. En við verðum einhvern veginn að forgangsraða og höfum ákveðið að Kópavogur komi næst því þar er gríðarleg fjölgun.“ Hafnarfjörður óskar eftir að fá nýja heilsugæslustöð á miðbæjarsvæðið Morgunblaðið/Kristinn Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að næsta heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu muni rísa í Salahverfi í Kópavogi. Ráðherra segir Kópavog næstan Hafnarfjörður/Kópavogur HVATNINGAR- og sprotaverðlaun Mosfells- bæjar voru afhent síðast- liðinn föstudag. Var það Reykjalundur, endurhæf- ingarstöð SÍBS, sem hlaut hvatningarverðlaunin að þessu sinni en sprotaverð- launin hlaut matsölustað- urinn Kentucky Fried Chicken sem opnaði nýjan veitingastað í Mosfellsbæ á síðasta ári. Það er atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfells- bæjar sem veitir verðlaun- in en þetta var í þriðja sinn sem hvatning- arverðlaunin voru afhent. Á síðasta ári ákvað nefnd- in að veita líka svokölluð sprotaverðlaun og segir í fréttatilkynningu að til- gangur þeirra sé að vekja athygli á þeim fyr- irtækjum í Mosfellsbæ sem eru að gera vel, bæði fyrir sig, starfsmenn sína og íbúa Mosfellsbæjar. Björn Ástmundsson for- stjóri Reykjalundar og Jón Benediktsson fram- kvæmdastjóri sjúkrahúss- viðs, veittu hvatning- arverðlaununum viðtöku. Í umsögn dómnefndar segir að Reykjalundur hafi vak- ið verðskuldaða athygli vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram. „Langir biðlistar eru vitni þess að staðurinn hefur á sér gott orð meðal fagstétta og al- mennings. Fyrir Mos- fellsbæ er það mikill feng- ur að hafa slíkt fyrirtæki innan bæjarmarkanna.“ Það voru systurnar Kristín og Ingunn Helga- dætur sem tóku við sprotaverðlaununum í fjarveru föður síns Helga Vilhjálmssonar eiganda KFC staðarins. Segir í umsögn nefndarinnar að frágangur og aðkoma að staðnum sé til fyr- irmyndar. Fyrirtækið stefni að því að vera allt- af í fararbroddi á sínu sviði og mikið sé lagt upp úr jákvæðu andrúmslofti á staðnum. Hvatningar- og sprota- verðlaun afhent Morgunblaðið/Ásdís Björn Ástmundsson, forstjóri Reykjalundar, systurnar Ingunn og Kristín Helgadætur, fyrir hönd eiganda veitingastaðarins KFC, og Jón Benediktsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússviðs Reykjalundar, við afhendingu verðlaunanna síðastliðinn föstudag. Mosfellsbær BORGARRÁÐ hefur ákveðið að svipta veitingastaðinn Prikið í Bankastræti leyfi til áfengisveitinga tímabundið, dagana 15. – 17. febrúar næstkomandi. Segir í umsögn lögfræð- ings skrifstofu borgarstjórn- ar að staðurinn hafi fengið áminningu í október síðast- liðnum. Engu að síður hafi hann haldið áfram ítrekuðum brotum í rekstri, sem varði m.a. mun fleiri gesti inni á veitingastaðnum en heimilt er. Var leyfishafa tilkynnt í byrjun þessa mánaðar að til stæði að svipta hann leyfinu tímabundið og nýtti hann sér ekki tilskilinn frest til að gera athugasemdir við þá ákvörð- un. Miðborg Áfengis- veitinga- leyfi aft- urkallað tímabundið KRISTINN Breiðfjörð Guðmunds- son verður ráðinn skólastjóri Folda- skóla. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Áður hafði fræðsluráð fjallað um málið og ákveðið að mæla með Kristni. Fimm umsækjendur voru um starfið. Nýr skóla- stjóri Foldaskóla Grafarvogur ♦ ♦ ♦ HREPPSNEFND Bessa- staðahrepps hefur sam- þykkt að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi á jörðinni Breiðabólstöðum þar sem gert er ráð fyrir þremur nýjum einbýlis- húsum vestan við Hvol. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, sveitarstjóra og skipulagsstjóra í Bessastaðahreppi, er um- rætt svæði á Norðurnes- inu, gegnt Bessastöðum. „Þar er jörðin Breiðaból- staðir og einn angi af henni er íbúðarhúsið Hvoll en Breiðabólstaðajörðin hefur í gegnum árin skipst í nokkra hluta. Við ætlum að deiliskipuleggja þrjú íbúðarhús í landi Hvols.“ Gunnar segir um nokk- uð einfalt skipulag að ræða þar sem verið er að hanna þrjá nýja bygginga- reiti. Á svæðinu verði lítil þyrping fjögurra einbýlis- húsa sem verða á einni hæð. „Við gerum ráð fyrir því að deiliskipulagið verði tilbúið um mánaðamótin apríl – maí og upp úr því má fara að huga að því að lóðirnar komi til bygg- inga,“ segir hann. Landið eru í einkaeigu og býst Gunnar við að þeir aðilar sem eigi lóðirnar muni byggja á þeim í sam- ráði við hreppinn. Þrjú ný einbýlishús við Hvol Bessastaðahreppur BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að ráða Svanhildi Kon- ráðsdóttur sem forstöðumann nýrrar upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík. 75 um- sækjendur voru um stöðuna. Svanhildur er kunn af störf- um sínum í fjölmiðlum og sem kynningarstjóri Reykjavíkur Menningarborgar 2000. Nú- verandi starf hennar er að hafa umsjón með hugmynda- vinnu og frumathugun á nýt- ingarmöguleikum Eiðajarðar- innar á Héraði. Forstöðu- maður ráðinn Reykjavík Ný upplýsinga- miðstöð ferðamála BÆJARSTJÓRN Garða- bæjar hefur samþykkt að ítreka við úthlutunarhafa lóða í Ásahverfi, sem enn hafa ekki fengið útgefinn lóðarleigu- samning, að réttur samkvæmt úthlutunarsamningi sé bund- inn við nafn viðkomandi út- hlutunarhafa og sé óframselj- anlegur nema með samþykki bæjarins. Það var Laufey Jóhanns- dóttir fulltrúi sjálfstæðis- manna í bæjarráði sem var flutningsmaður tillögunnar. Segir hún hana tilkomna vegna frétta af því að lóðar- hafar hafi verið að framselja réttinn án vitundar bæjarins. „Mér fannst mjög leiðinlegt að heyra þetta og hefði reynd- ar aldrei trúað því að menn gerðu svona þannig að þetta kom mér á óvart.“ Hún segir regluna reyndar klárlega í þeim samningum sem gerðir hafa verið en ástæða hafi verið að ítreka hana. Reglur í lóðar- samning- um ítrek- aðar Garðabær ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.