Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Samvera eldri borgara verður í Glerárkirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 15:00 Gestir samverunnar Þráinn Karlsson leikari, Þuríður Vilhjálmsdóttir sópran og Snorri Guðvarðarson gítarleikari, flytja gömul og ný lög úr söngarfi Íslendinga. Samveran hefst með helgistund í kirkjunni og boðið verður upp á veitingar á vægu verði. Allir velkomnir. Vinafundur eldri borgara AAlfa-námskeið verður haldiðí Glerárkirkju * Alfanámskeið hafa verið haldin á Íslandi í nokkur ár og hefur þátttaka aukist á hverju ári. * Alfa er ódýrt, skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar. * Kynningarfundur um námskeiðið verður í Glerárkirkju nk. þriðjudag, 19. febrúar kl. 20:00. Þar verður sagt frá innihaldi og tillögum þess. * Skráning og upplýsingar í síma 461 2391 frá kl. 11-16 virka daga. Námskeiðið mun standa yfir í tíu vikur, eitt kvöld í viku. Leiðbeinandi sr. Guðmundur Guðmundsson. Kynntu þér alfa námskeið á vefnum www.alfa.is veg, S: 588-8899 1620 564-2355 869 6215 delfía, S: 552-1111 S: 567-8800 3987 1-4337 431 1745 rkjunnar skei› hefjast í janúar rtöldum stö›um: ÚTBOÐ Á VIÐHALDI Einingaverð Fasteignir Akureyrarbæjar óska eftir tilboðum í ófyrirséð og minniháttar fyrirséð viðhald á húsnæði í eigu Akureyrarbæjar í formi einingaverðs í tímavinnu. Um er að ræða vinnu á sex fagsviðum, dúkalögn, málning, múrverk, pípulögn, raflögn og trésmíði. Fyrirhugað er að vinna hefjist í mars 2002 og gerður verður samningur til tveggja ára. Útboðsgögn verða afhent bjóðendum í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, Akureyri, frá og með 13. febrúar 2002. Greiða verður tryggingagjald við afhendingu útboðsgagna, kr. 5.000, sem endurgreiðist við skil þeirra. Skilafrestur tilboða er til 25. febrúar kl. 11 og verða tilboð opnuð hjá Fasteignum Akureyrarbæjar á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Fasteignir Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð, sími 460 1000. JÓHANN Axelsson prófessor við læknadeild Háskóla Íslands heldur opinn fyrirlestur í stofu L-203 í Háskólanum á Akureyri, nýbygg- ingu að Sólborg, í dag, miðvikudag- inn 13. febrúar, kl. 15. Fyrirlesturinn mun fjalla um sársauka í víðu samhengi út frá sjónarhorni lífeðlisfræðinnar. Fjallað verður um grundvallarat- riði í greiningu og meðferð sárs- auka og atriði sem telja verður sér- hæfð. Fyrirlesturinn er aðallega ætlaður heilbrigðisstéttum og nemendum í heilbrigðisfræðum en allir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Fyrirlestur um sárs- auka FÉLAGSMENN í hestamanna- félögunum Létti á Akureyri og Funa í Eyjafjarðarsveit höfnuðu tillögum stjórna sinna um að slíta félögunum og stofna nýtt sameinað félag. Tillögur þessa efnis lágu fyrir aðalfundum beggja félaga um síðustu helgi. Það er því ljóst að ekkert verður af stofnun hestamannafélagsins Eyfirðings, í bili að minnsta kosti. Í kjölfarið hafa formenn beggja félaga, sem og fleiri stjórnarmenn, ákveðið að segja af sér á framhaldsaðalfundum Funa og Léttis á föstudagskvöld Sorglegt ef tillagan var felld vegna minnar persónu Sigfús Helgason formaður Léttis sagði þessa niðurstöðu mikið áfall. „Eyfirðingur varð ekki til að þessu sinni og menn völdu að halda áfram þessu hokri sínu. Ég get ekki neitað því að ég er óskaplega vonsvik- inn, því ég sá fyrir gríðarlega sterka heild með mikla mögu- leika og þetta er dapur endir á gríðarlega skemmtilegri vinnu.“ Sigfús sagði að innan Léttis hefði málið snúist um að losna við sig úr stóli formanns. „Það er sorglegt ef menn hafa þarna verið að fella sameiningartillögu vegna minnar persónu. Því mið- ur fóru hestamenn í persónulegt skítkast og óhróður, sem er okk- ur ekki til framdráttar. Þeir sem láta svona eiga að skammast sína og hugsa til þess hvað þeir eru að gera heildinni. Það verð- ur erfitt verkefni nýrrar stjórn- ar að glíma við þá óánægju sem ríkir innan félagsins.“ Hann sagði stjórnir félaganna hafa verið bjartsýnar á að sam- einingin næði fram að ganga, enda hefði ekki borið á athuga- semdum félagsmanna í þeirri undirbúningsvinnu sem fram hefur farið undanfarna mánuði. Mikil tilfinningasemi í þessu Anna Kristín Árnadóttir for- maður Funa sagði þessa niður- stöðu mikil vonbrigði og hún gerir ráð fyrir að meirihluti stjórnar sinnar segi af sér á föstudag. „Það er búið leggja óhemju mikla vinnu í þetta mál og menn hafa lítið fengist til að tjá sig um það meðan á því ferli stóð. Menn töldu ekki tímabært að sameina félögin nú en hvenær er það tímabært ef ekki nú? Og ég held að það sé ansi mikil til- finningasemi í þessu.“ Anna Kristín sagði að Funi væri með miklar skuldbindingar á bakinu, vegna uppbyggingar á Melgerðismelum, sem erfitt verður fyrir lítið félag að glíma við. Hjá báðum félögum þurfti 2/3 greiddra atkvæða til að samein- ingin næði fram að ganga. Hjá Létti samþykkti 41 félagsmaður sameiningu, 21 var á móti en einn seðill var auður. Sigfús sagði að sameiningin hefði verið felld með þessum auða seðli. Hjá Funa greiddu 25 atkvæði, 14 fé- lagsmenn samþykktu samein- ingu en 11 voru á móti. Ef sam- eining hefði náð fram að ganga hefði orðið til eitt stærsta hesta- mannafélag landsins með rúm- lega 500 félagsmenn. Formenn beggja félaga segja af sér Félagsmenn í hestamannafélögunum Létti og Funa höfnuðu sameiningu „HEILSAN er góð, miðað við ald- ur,“ sagði Jóhanna Þóra Jóns- dóttir sem varð 102 ára gömul í gær. Hún býr við Aðalstræti 32 á Akureyri en þar býr einnig Krist- ín E. Ólafsdóttir á 101. aldursári, sem fagnaði 100 ára afmæli sínu í júlí í fyrrasumar. Jóhanna Þóra fæddist á Ill- ugastöðum í Fnjóskadal 12. febr- úar árið 1900 og bjó hún í daln- um til 17 ára aldurs en þá flutti hún sig yfir í Eyjafjörðinn. Þar var hún næstu árin kaupakona og vetrarstúlka á nokkrum bæjum, lengst af á Þórustöðum. Jóhanna fluttist til Akureyrar árið 1934 og þá í húsið við Aðalstræti 34, til Kristínar og eiginmanns hennar Jóns Pálssonar trésmiðs og fjöl- skyldu þeirra. Með henni var son- ur hennar, Birgir, þá 13 vikna gamall. „Það var mikið ágætisfólk sem ég lenti hjá og mér líkar vel í Innbænum,“ sagði Jóhanna. Hún vann við ýmis störf, en lengst af starfaði hún við Mennta- skólann á Akureyri, við ræstingar og einnig eitthvað í eldhúsi. „Þar líkaði mér vel, það var gott og gefandi að vera innan um ung- lingana,“ sagði Jóhanna og bætti við að margir sem þá stunduðu nám við skólann væru nú þjóð- þekktir. „Það er nú líklega, það urðu margir miklir menn.“ Jó- hanna lét af störfum árið 1979. Sjón hennar er farin að daprast sem og heyrnin. „Auðvitað er ég slitin manneskja, en miðað við aldur er ég við þokkalega heilsu,“ sagði hún og kvaðst fá hjúkr- unarfræðing í heimsókn einu sinni í viku, hún fengi aðstoð við þrif „og þvottur fer í þvottahús“. Hún sagðist ekki finna mikið fyr- ir því að vera ein, „en fólkið mitt er hrætt um mig,“ sagði hún og er kannski ekki að undra því fara þarf upp brattan og mjóan stiga til að komast upp á efri hæðina til hennar. Höfðum mikinn félagsskap hver af annarri „En ætli líði ekki að því að maður verði að sætta sig við ann- að hlutskipti en vera hér heima. En ég er ánægð meðan sál- artetrið heldur sínu,“ sagði Jó- hanna. Hún hefur síðustu vikur dvalið að mestu hjá Birgi syni sínum, eða eftir að Kristín varð fyrir því óláni að lærbrotna, en hún dvelur nú á Kristnesi. „Við höfum alltaf haft mikinn fé- lagsskap hver af annarri þó hver hafi verið út af fyrir sig. Ég sakna þess að hafa hana ekki hér, það er erfitt að skiljast svona að,“ sagði Jóhanna en þær stöllur hafa deilt húsnæði í hinu lágreista timburhúsi í 67 ár. „Það er enginn efi í mínum huga um það,“ sagði hún, spurð um hverju hún þakkaði langlífið. „Ég þakka það skaparanum.“ Þá kvaðst hún einnig hafa lifað reglusömu lífi alla tíð, hvorki drukkið áfengi né notað tóbak. „Ég hef líka alltaf haft létta lund, það held ég skipti miklu.“ Jóhanna Þóra Jónsdóttir 102 ára Ánægð meðan sál- artetrið heldur sínu Morgunblaðið/Kristján Jóhanna Þóra Jónsdóttir á heimili sínu í Aðalstræti 32 á Akureyri. ÞRÍR stjórnmálaflokkar munu bjóða fram bæjarstjóraefni á fram- boðslistum sínum fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar á Akureyri í vor. Valgerður Bjarnadóttir fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu mun skipa efsta sætið hjá Vinstri hreyf- ingunni grænu framboði og er hún jafnframt bæjarstjóraefni flokksins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri leiða lista Sjálfstæðis- flokks sem bæjarstjóraefni og Jakob Björnsson bæjarfulltrúi mun verða bæjarstjóraefni Framsóknarflokks- ins og leiða lista flokksins. Uppstillingarnefnd Samfylkingar- innar á Akureyri hefur lagt til að Ok- tavía Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi leiði lista flokksins í vor. Oktavía sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefðu komið fram hugmyndir hjá flokknum um að bjóða fram bæj- arstjóraefni og sjálf liti hún á sig sem pólitíkus en ekki embættismann. Oddur Helgi Halldórsson mun leiða L-lista fólksins en segist ekki vera bæjarstjóraefni listans. Þrír flokkar bjóða fram bæj- arstjóraefni ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.