Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 15 LANDIÐ ÁHUGI á hnefaleikum er að aukast mjög þessa dagana. Þannig eru nýir félagar að skrá sig í BAG, boxklúbb Hnefaleikafélags Suðurnesja, sem er fjölmennasti boxklúbbur lands- ins. „Við getum farið að færa út kví- arnar. Setja upp boxsýningar og efna til keppni,“ segir Sigurður Friðriksson formaður Hnefaleika- félags Suðurnesja sem rekur BAG boxklúbbinn í Keflavík þegar hann var spurður að því hverju við- urkenning Alþingis á lögmæti ólympískra hnefaleika breytti. Hann segir að atburðarásin sé hröð þessa dagana. Forystumenn box- klúbbanna hafi komið saman hjá Íþróttasambandi Íslands í gær og ákveðið að starfa innan vébanda ÍSÍ. Næsstu skref séu að láta þýða og samræma reglur og þjálfa leið- beinendur og dómara. „Ég finn fyrir mikilli vakningu í íþróttinni um þessar mundir þótt andstaðan sé vissulega áfram til,“ segir Sigurður. Hann segir að í box- klúbbinn komi fólk á öllum aldri og báðum kynjum til að æfa ýmsar teg- undir af boxi. Þangað komi hópar og einstaklingar og nefnir hann sem dæmi að öll áhöfnin á Happasæl komi á æfingar þrisvar í viku. Sigurður er skipstjóri á Guðfinni KE 19, og er betur þekktur á Suð- urnesjum sem Diddi Frissa, en box- ið hefur átt hug hans allan frá því hann kynntist því fyrst fyrir tveim- ur árum. „Ég fann strax hvað boxið gerði mér gott. Þetta var eins og að herða upp líkamann. Hann varð sneggri, stinnari og kraftmeiri,“ segir Sigurður um reynslu sína af íþróttinni. Hann segist hafa lést um 40 kíló frá því hann fór að æfa. Þessi áhugi varð til þess að hann og Guðjón Vilhelm Jóhannsson hnefaleikaþjálfari hóuðu saman hópi manna og stofnuðu boxklúbb- inn. Áhuginn hefur vaxið svo síðan að klúbburinn hefur sprengt hús- næðið utan af sér og segir Sigurður að unnið sé að athugun á að fá stærri sal til afnota. Þegar blaðamaður heimsótti Sig- urð voru tveir piltar að skrá sig í klúbbinn. Þeir voru boðaðir á sína fyrstu æfingu daginn eftir en Sig- urður byrjaði þó að sýna þeim ákveðin undirstöðuatriði. Strákarnir, Pétur Svavarsson og Hrólfur Böðvarsson, sögðust hafa verið að velta því fyrir sér um tíma að byrja að æfa hnefaleika og drifið í því núna. Sögðu að samþykkt Al- þingis um ólympíska hnefaleika hefði engu breytt um þá ákvörðun. „Þetta er góð hreyfing og æfing fyr- ir líkamann,“ sagði Pétur sem hefur stundum æft lyftingar. Þeir sögðust hafa horft mikið á hnefaleika í sjón- varpi og fengið áhugann vegna þess. Pétur sagðist stefna að því að æfa til að geta keppt í íþróttinni en Hrólfur sagðist ætla að sjá til, byrja að æfa og keppa síðan ef hann gæti. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sigurður Friðriksson sýnir Pétri Svavarssyni og Hrólfi Böðvarssyni hvernig þeir eigi að bera sig að í boxinu. Stærsti boxklúbbur landsins er í Reykjanesbæ Við getum nú farið að færa út kvíarnar Keflavík ÖSKUDAGSSKEMMTANIR verða meðal annars í Reykja- nesbæ og Sandgerði í dag og á báðum stöðum hefjast þær klukkan 14. Lúðrasveit og léttsveit Tón- listarskóla Reykjanesbæjar standa fyrir hátíðarhöldum fyrir nemendur fyrsta til sjötta bekkjar grunnskólanna í Reykjanesbæ. Skemmtunin verður í Reykjaneshöllinni og stendur yfir frá 14 til 16. Kött- urinn verður sleginn úr tunnu, boðið upp á andlitsmálningu og leiktæki. Foreldrar hvattir til þátttöku Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í skemmtuninni með börnum sínum, að því er fram kemur í tilkynningu á heima- síðu Reykjanesbæjar. Öskudagsskemmtun verður í Íþróttamiðstöðinni í Sand- gerði og hefst klukkan 14. Kötturinn verður sleginn úr sekknum, farið í leiki og verð- laun veitt fyrir bestu bún- ingana. Kötturinn sleginn úr tunnunni Reykjanesbær/Sandgerði „VIÐ biðum bara eftir því að það hækkaði í og bökkuðum þá út,“ segir Gunnar Svavarsson skipstjóri á Gunnþóri GK sem strandaði í inn- siglingunni til Sandgerðishafnar í fyrradag. Gunnþór fór upp í fjöru sunnan við hafnarmynnið. Gunnar segir að skipið hafi farið svo hægt að engin hætta hafi verið á ferðum. Veðrið hafi verið gott og því hafi það bara verið þolinmæðisverk að bíða eftir að það flæddi að og losa þá skip- ið. Það komst af sjálfsdáðum á flot um klukkan þrjú í fyrrinótt. Kafari var að athuga botn skipsins í gær þegar rætt var við Gunnar og hafði hann þær fréttir frá kafaranum að skipið væri óskemmt. Sagðist Gunnar vera að fara á sjó aftur, ekki væri eftir neinu að bíða með það. Bakkaði út á flóðinu Sandgerði NÚ HEFUR verið ákveðið að taka hluta næstu myndar um njósnarann James Bond í Austur-Skaftafells- sýslu. Undanfarnar vikur hafa fram- leiðendur myndarinnar verið á báð- um áttum um hvort notast ætti við Alaska eða Austur-Skaftafellssýslu sem tökustað. Um helgina kom svo hópur frá framleiðendunum í annað sinn til Hornafjarðar til að kanna að- stæður og í kjölfarið var ákveðið að hefja tökur á Íslandi í lok febrúar. Þessi ákvörðun er með þeim fyr- irvara að veður verði hagstætt og all- ar aðrar forsendur standist. Hér er um mjög stórt verkefni að ræða því ráðgert er að tökur standi yfir í fjór- ar vikur og að á annað hundrað manns verði í tökuliðinu. Fjöldi heimamanna kemur til með að vinna við að þjónusta kvikmyndagerðar- fólkið og mestallt gistirými í sýslunni hefur verið bókað. Fjöldi fjallabíla Jónas Þorgeirsson hjá fyrirtækinu Arctic-Ice á Hornafirði verður með 30 sérútbúna fjallabíla á sínum snærum í tengslum við James Bond- verkefnið en Arctic-Ice sér um allan flutning á kvikmyndagerðarfólkinu og búnaði þess. Fyrirtækið hefur þjónustað erlent kvikmyndagerðar- fólk á Vatnajökli um skeið og á síð- asta ári var Jónas m.a. einkabílstjóri leikkonunnar Angelinu Jolie þegar tökur stóðu yfir á kvikmyndinni Tomb Raider á Vatnajökli. Jónas segist reyna að fá sem mest af heimamönnum með fjallajeppa sína til starfa en í jafn stóru verkefni sem þessu verði hann að leita út fyrir svæðið eftir bílum og bílstjórum. Meðan á Bond-verkefninu stendur er væntanlegur annar hópur til að gera sjónvarpsauglýsingar og útveg- ar Arctic-Ice þeim níu fjallabíla. Það verður því nóg að gera hjá Jónasi og fyrirtæki hans á næstunni. Kemur okkur ekki úr jafnvægi „Það þarf nú eitthvað meira en James Bond til að koma okkur úr jafnvægi,“ segir Anna María Ragn- arsdóttir hótelstjóri á Hótel Skafta- felli. Kvikmyndagerðarmenn gista iðulega á hótelinu og segir hún að reynslan hafi kennt henni að þeir geti horfið jafnsnögglega og þeir birtist. Nokkuð er um bókanir á þessum árstíma á Hótel Skaftafelli en Anna María segist reyna að taka á móti sem flestum af Bond-fólkinu og að sjálfsögðu þjóna þeim eins vel og hægt er. „Ég vona bara að þeir fái gott veð- ur svo þeir geti lokið sínu verkefni.“ James Bond-mynd að líkindum tekin í A-Skaftafellssýslu Gistirými í sýslunni nánast fullbókað Hornafjörður ÞORSTEINN Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Vest- mannaeyja, segir að ákveðnir aðilar hafi lýst yfir áhuga á því að hefja fiskeldi úti á Eiði í Vestmannaeyjum en þar standa nú yfir boranir eftir heitum sjó sem nýst gæti við flat- fiskeldi, s.s. eldi á lúðu og sand- hverfu. Þorsteinn vill ekki gefa upp hvaða aðilar það eru sem hafi áhuga á fiskeldinu að svo stöddu. Hann segir hins vegar að boranir eftir heitum sjó á Eiðinu lofi góðu fyrir fiskeldi. „Búið er að bora niður í 90 metra og höfum við fengið þar 12 gráðu heitan sjó,“ segir hann en mælingar á sjónum gefa til kynna rétt salt- magn og sýrustig miðað við að sjór- inn yrði notaður við fiskeldi. Jarð- boranir hf. sjá um borunina en verkstjórn og eftirlit er í höndum Bæjarveitu Vestmannaeyja. Gert er ráð fyrir því að bora niður í allt að 300 metra en að sögn Þor- steins hitnar sjórinn við það að renna í gegnum bergið. Bætir hann því við að vonast sé til þess að sjór- inn sé um tólf til sextán gráðu heitur þegar komið er niður í 300 metra. Að sögn Þorsteins þarf gríðarlega mikla orku til að hita sjó. Af þeim sökum yrði það mikill sparnaður ef hægt yrði að dæla upp heitum sjó fyrir fiskeldi. „Það yrði því fýsilegur kostur að hafa fiskeldi á Eiði,“ segir Þorsteinn að lokum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jarðboranir bora eftir heitum sjó úti á Eiði. Borað eftir heitum sjó í Eyjum Ákveðnir aðilar hafa áhuga á fiskeldi VestmannaeyjarSIGRÍÐUR Marelsdóttir kemur á hverjum degi til að gefa fuglunum sem halda sig á tjörnunum á Njarð- víkurfitjum. Í gær færði hún þeim fjórar fötur fullar af rúnstykkjum sem hún hafði fengið gefins. Álft- irnar og endurnar kunnu vel að meta þetta og hámuðu brauðið í sig og mávarnir reyndu líka að sækja í matinn þótt Sigríði líkaði það ekki. Hún segir að skemmtilegt sé að hafa fuglana þarna og sé fólk farið að koma með börnin til að gefa fuglunum brauð. Segir hún að bæta megi umhverfið og það standi víst til. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gefur fuglunum daglega Njarðvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.