Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EES-samningurinn stendurenn fyllilega fyrir sínu eneðlilegt er að upp komiágreiningsmál hvað varð- ar framkvæmd hans og að vinna þurfi að tæknilegri uppfærslu texta EES-samningsins til samræmis við breytingar sem orðið hafa á sátt- málum ESB á undanförnum árum. Eðlilegt er eftir átta ár, að slíkur prófarkalestur eigi sér stað, að því er fram kom í erindi Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra á viðskipta- þingi Verslunarráðs Íslands í gær. Að hans sögn er tryggilega geng- ið frá samskiptum Íslands við Evr- ópusambandið með EES-samn- ingnum og hann veitir okkur að heita má óheftan aðgang að innri markaði sambandsins. „EES-samningurinn stendur enn, átta árum eftir gildistöku hans, fyllilega undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og virkar eins og til stóð. Auðvitað koma upp ágreiningsmál við framkvæmd á svo flóknu og víðfeðmu fyrirbæri sem þessi samningur er. Þau eru þó ótrúlega fá og snúast ekki um þá stóru hagsmuni sem hann tryggir, heldur um tæknileg framkvæmdar- atriði. Nýlegt dæmi lýtur að tilskip- un um skráningu, markaðssetningu og meðferð sæfiefna, en það eru til dæmis skordýra- og rottueitur, sótthreinsiefni og rotvarnarefni. Þá er nefnd til sögunnar ónóg þátttaka í nefndum á vettvangi fram- kvæmdastjórnar ESB. Þetta eru nefndir sem fjalla um atriði eins og neytendamál og hreinlæti og holl- ustu á vinnustöðum.“ Með inngöngu í ESB verður stjórn fiskveiða fórnað Að sögn Davíðs þarf að hyggja að þessum atriðum sem og tæknilegri uppfærslu texta EES-samningsins til samræmis við breytingar sem orðið hafa á sáttmálum ESB á und- anförnum árum. Það sé eðlilegt eftir átta ár, að slíkur prófarkalestur eigi sér stað. „Hins vegar er ljóst að engin stórvandamál eru á ferðinni og engir stórir hagsmunir í hættu. Samt telur formaður Samfylkingar- innar, einn íslenskra stjórnmálafor- ingja, að við verðum að ganga í ESB af því EES-samningurinn hafi veikst og dugi ekki. Áþreifanleg rök eru ekki færð fyrir þessari skoðun, eða vill formaður Samfylkingarinn- ar að Íslendingar gangi í ESB, gefi eftir hluta af fullveldi sínu, missi yf- irstjórn á íslenskum sjávarútvegi til að fá tóm til nefndarstarfa um hreinlæti á vinnustað og hafa bæri- leg áhrif á reglugerð um rottueitur. Yrðu áhrif af því tagi virði þeirra ár- legu á annan tug milljarða sem aðild að stækkun ESB mundi sannanlega kosta okkur eftir stækkun þess? Mundu þau vega upp aðra ókosti að- ildar fyrir Ísland sem margoft hafa verið ræddir og um fjallað í mörgum skýrslum?“ Útflutningur til umsóknarríkja ESB hverfandi lítill Davíð segir að stækkun Evrópu- sambandsins kalli á vissa hags- munagæslu af hálfu Íslendinga. Með henni stækkar hið evrópska efnahagssvæði og mun á næstu ár- um ná til landa eins og Póllands, Tékklands, Eystrasaltsríkjanna og fleiri ríkja í Mið- og Austur-Evrópu. „Samkvæmt skýrslu sem utanríkis- ráðuneytið og önnur fagráðuneyti unnu í fyrra er almennt útlit fyrir að stækkunin hafi fremur jákvæð áhrif fyrir Ísland. Þess ber þó að gæta að EFTA hefur gert fríverslunar- samninga við löndin sem hafa sótt um aðild að sambandinu, og hvað vissar sjávarvörur varðar njótum við betri aðgangs að mörkuðum flestra þessara ríkja en að innri markaði ESB. Þetta á einkum við síld, hörpudisk, humar og unnar laxaafurðir en einnig nokkra aðra sjávarvöruflokka. Útflutningur til umsóknarríkja ESB er reyndar hverfandi lítill, en vissulega gæti hann vaxið eitthvað standi hugur ís- lenskra fyrirtækja til þess og er þá einkum horft til síldarafurða. Sann- gjarn markaðsaðgangur EFTA- ríkjanna í nýjum ríkjum í ESB lýtur að reglum alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar og sambandinu ber að leysa málið samkvæmt því. Það er því ekki með nokkru móti álykta af þessum þáttum samningurinn virki ekki, og ur er það þannig vaxið að um að ganga í Evrópusa neiti það að sýna okkur þá s sem því ber að gera, var flutning á síld til Póllands óverulegur um þessar mun sem síðar verður.“ Allt í loft upp ef vextir E bankans hefðu gilt Að sögn Davíðs skiptir vera á varðbergi gagnvart um á vettvangi ESB. „Um áramót var sameiginlega evran, sett í umferð. Eðlil sú spurning vakni hvort þa við verðum að hrekjast í E við eigum ekki um annað a taka þátt í myntsamstarf væri mikið óráð. Gengi endurspeglar auðvitað að stóru ríkjunum í ESB en um smáu. Hvar værum við erfiðleikar kæmu upp á vandi eins og aflabrestur lækkun á sjávarvörum á e EES-samn inn stendu fyllilega fy Davíð Oddsson forsætisráðherra sag unarráðs að það vekti vonir að viðskip 70 milljörðum í 25 milljarða. Vænlegt úr 9,4% á ári í 3% og vonir um vaxtal Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarp BOGI Pálsson, formaður Verslunarráðs Ís- lands, sagði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í gær að íslensk fyrirtæki og heimili væru ekki að uppskera arð í takti við það góðæri sem sé að baki, því menn hafi ekki passað sig að afla umfram eyðslu, að hagræða í góðærinu og auka framleiðnina umfram margar samkeppnisþjóðir landsins. „Við höfum ekki skýra framtíðarsýn,“ sagði Bogi, og taldi að hana þyrfti til að þjóðfé- lagið vaknaði af þeirri deyfð sem það hefði verið í undanfarið ár. „Samskipti við opinbera aðila hafa al- mennt batnað,“ sagði Bogi, „en þó eru þar á veigamiklar undantekningar. Það virðist jafnvel að Samkeppnisstofnun álíti það sitt hlutverk að standa í herferð gegn hagræð- ingu og framleiðniaukningu í atvinnulífinu. Er því mikilvægt að stjórnvöld og viðskipta- lífið taki upp samvinnu við að skilgreina ásættanlega samkeppnisstöðu í fámennu samfélagi okkar, þar sem öll fyrirtæki leita hagræðingar.“ Og Bogi bætti við að í litlu samfélagi hér á landi væri ekki að vænta jafn mikils hagræðis og jafn mikillar sam- keppni og meðal milljónaþjóða. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldar og fisks ehf., gerði samkeppn- ismál einnig að umtalsefni í ræðu sinni og sagði tímabært að taka samkeppnislög til endurskoðunar. Þannig þurfi að endur- skoða reglur um samruna fyrirtækja og mat á stöðu fyrirtækja á hinum smáa ís- lenska markaði. Eins þurfi að fara betur yf- ir valdaheimildir Samkeppnisstofnunar og jafnframt stjórnsýslukafla samkeppnislaga og hvort að það samrýmist meðferð op- inberra mála að Samkeppnisstofnun sé jafnt rannsakandi og dómari í sama máli. Eins þyrftu samkeppnislög að heimila smá- framleiðendum, til dæmis í landbúnaði, að gefa út viðmiðunarverðskrá fyrir afurðir sínar, líkt og tíðkaðist víða í Evrópu. Þá þyrfti einnig að tryggja heimildir í lögum til að bregðast við misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu. Í ræðu sinni á Viðskiptaþingi sagði Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður Granda hf., að í sjávarútvegi þyrftu menn að búa við mikla ó meðal greinin eignar ildum o útgerð inni sv veiðihe reynslu sem við styddi irleitt v sé óhæ allri þe háður. kallaða sterka gerðar gerð la Vantar sk framtíðar RÉTTARHÖLDIN YFIR MILOSEVIC Réttarhöldin yfir Slobodan Mil-osevic, fyrrverandi forsetaJúgóslavíu, hófust í gær. Hon- um er gefið að sök að hafa framið stríðsglæpi og þjóðarmorð á Balkan- skaga, nánar tiltekið þjóðarmorð í Bosníu og Hersegóvínu og brot á Genfarsáttmálanum vegna stríðanna í Króatíu og Kosovo. Atburðirnir ná frá 1991 til 1999. Hyggst sækjandinn í málinu sýna fram á að beint samband hafi verið á milli athafna hans og þess, sem gerðist á vígvellinum. „Sum atvik- in sýndu villimennsku, sem næstum jafnaðist á við miðaldir, og úthugsaða grimmd, sem fór langt út fyrir mörk lögmæts hernaðar,“ sagði Carla Del Ponte, aðalsaksóknari í málinu. Þetta eru fyrstu stríðsglæparéttarhöldin, sem haldin hafa verið yfir fyrrverandi þjóðhöfðingja, og útkoma þeirra mun skipta miklu máli þegar störf dóm- stólsins í Haag verða metin. Í upphafi þessa mánaðar var ákveðið að sækja Milosevic til saka fyrir alla þá glæpi, sem honum er gefið að sök að hafa framið, í einum réttarhöldum. Þetta er skynsamlegt vegna þess að líta verður á valdatíma hans í sam- hengi. Segja má að hann hafi átt upp- tökin að fjórum styrjöldum. Talið er að mannfallið í þessum átökum sé 200 þúsund manns og 3,5 milljónir manna hafi flúið heimili sín. Gamla Júgóslavía var, þegar komm- únisminn hrundi í Austur-Evrópu, það austantjaldsríki, sem virtist eiga mesta möguleika á að samlagast Vest- ur-Evrópu og öðlast inngöngu í vest- ræn samtök og stofnanir. Landið hafði verið mun opnara og auðugra en önnur ríki í austri. En það voru ýmsir veik- leikar í ríkinu, sem Tito hafði haldið saman, og þá notaði Milosevic sér að hætti lýðskrumarans þegar hann ruddi sér leið til valda. Upphafið að sókn hans til valda var ræða, sem hann flutti í Kosovo í því skyni að kynda undir óeiningu milli serbneska minnihlutans og albanska meirihlutans. Kosovo varð honum einnig að falli. Á milli var blóði drifin slóð, sem liggur um Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Kosovo. Þegar Mil- osevic hafði lokið sér af höfðu þau ríki, sem áður mynduðu gömlu Júgóslavíu, dregist aftur úr svo um munaði, inn- viðir voru í rúst og fátækt og eymd höfðu víða tekið við. Milosevic var knú- inn óseðjandi valdafíkn og notaði hug- myndina um Stór-Serbíu til að svala henni, en hann tapaði hverri orrust- unni á fætur annarri og draumurinn varð stöðugt fjarlægari, þar til sú stjórn, sem tók við þegar honum var steypt af stóli, lét handtaka hann og sendi að lokum til Haag til þess að hægt yrði að rétta yfir honum. Geoffrey Nice, annar saksóknari í málinu, lýsti því í gær hvernig börn hefðu verið brennd lifandi og serb- neskir hermenn hefðu varpað konum niður í brunna. Hann sagði að Milosev- ic hefði ekki sjálfur horfst í augu við fórnarlömb sín, en hann hefði getað fylgst með atburðum úr sínu háa emb- ætti, hann hefði látið aðra fremja þessa glæpi fyrir sig: „Á okkar tímum þegar prentmiðlar, útvarp og sjónvarp færa stríð inn á heimili okkar um leið og þau eiga sér stað er útilokað að hann hafi ekki vitað [hvað var að gerast].“ Milosevic hefur hunsað dómstólinn í Haag frá upphafi. Hann neitar að taka sér lögfræðing og kveðst ekki viður- kenna lögsögu réttarins. Í réttarhöld- unum í gær gretti hann sig ýmist eða brosti og lyfti brúnum um leið og hann skrifaði hjá sér. Í Júgóslavíu ríkir mikil tortryggni gagnvart dómstólnum í Haag. Þar er litið svo á að verið sé að draga serb- nesku þjóðina fyrir dóm. Lögð hefur verið áhersla á að málið gegn Milosevic sé höfðað gegn honum og snúist um þá glæpi, sem hann framdi, en beinist ekki gegn serbnesku þjóðinni og ítrek- aði Carla Del Ponte það í gær. Búist er við því að réttarhöldin yfir Milosevic geti tekið allt að tvö ár og ekki minna en ár. Saksóknararnir hyggjast stefna mörg hundruð vitnum fyrir dómstólinn. Flest þeirra eru fórn- arlömb stríðsglæpanna í Kosovo, Bosníu og Króatíu, en einnig eru þar á meðal allt að þrjátíu samstarfsmenn Milosevic og munu saksóknararnir þurfa að reiða sig á framburð þeirra til að tengja hann þeim glæpum, sem hann er ákærður fyrir. Það, sem gerir Cörlu Del Ponte og samstarfsmönnum hennar erfiðast fyrir, er að Milosevic skildi ekki eftir sig slóð skriflegra skipana. Það er hins vegar ákaflega mikilvægt vegna trúverðugleika dóm- stólsins að hvergi verði vikið frá reglum réttarríkisins. Dómstóllinn í Haag var stofnaður sérstaklega til að fjalla um stríðsglæpi í gömlu Júgóslavíu árið 1993 og tók til starfa árið eftir. Hann er fyrsti dóm- stóllinn af þessu tagi frá því að her- dómstólar réttuðu yfir foringjum þýskra nasista og Japana að heims- styrjöldinni síðari lokinni og hefur um- boð sitt frá Sameinuðu þjóðunum, en allsherjarþingið skipar sextán fasta dómara hans til fjögurra ára í senn. Hann var veikburða og naumt skammtað fé í upphafi, en hefur vaxið ásmegin. Fjörutíu og þrír Serbar, Króatar og múslímar bíða nú réttarhalda í Haag og þrjátíu manns að auki hafa verið ákærðir, en ganga enn lausir, þeirra á meðal Radovan Karadzic og Ratko Mladic, leiðtogar Serba í Bosníu. Þeg- ar hefur verið réttað í máli 31 manns og hafa 26 verið sekir fundnir, en fimm sýknaðir. Þyngsti dómurinn til þessa er 46 ár fyrir þjóðarmorð, en dómstóll- inn hefur heimild til að dæma í lífstíð- arfangelsi. Réttarhöldin, sem hófust í gær, marka tímamót að því leyti að þau sýna að hægt er að sækja þjóðarleiðtoga til saka fyrir stríðsglæpi, meira að segja vegna atburða innan landamæra ríkja þeirra. Ekki er langt síðan sú skoðun var viðtekin að ráðamenn nytu frið- helgi á meðan þeir héldu sig innan eig- in landamæra en þar gætu þeir farið með fólk sem þeim sýndist. Sú er ekki lengur raunin og réttarhöldin yfir Mil- osevic bera þeirri þróun vitni. Hins vegar er ekki svo komið að hægt sé að stofna varanlegan alþjóðlegan glæpa- dómstól, sem hefur almennt umboð en ekki afmarkað líkt og dómstóllinn í Haag. Þar hafa Bandaríkjamenn stað- ið í vegi, einkum fyrir þær sakir að þeir óttast að þeirra eigin embættismenn og herforingjar verði dregnir fyrir slíkan rétt. Réttarhöldin yfir Milosevic sýna eins og Del Ponte sagði í gær að enginn er hafinn yfir lögin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.