Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR fjallað er um einstök málefni í lands- eða sveitar- stjórnarmálum er til- hneiging til að að- greina málaflokka sem í raun ætti að taka á heildstætt. Fjallað er t.d. oftast um æskulýðsmál, mál- efni foreldra og mál- efni eldri borgara að- greind hvert frá öðru. Ekkert einstakt at- riði veldur jafnmikl- um usla í fjölskyldulífi og misnotkun áfengis og annarra vímuefna. Sá vágestur hefur sundrað heim- ilum og valdið tjóni á líkama og sál og ótímabærum dauða. Forsenda árangursríks forvarnarstarfs í þessu sem öðru er virk þátttaka allrar fjölskyldunnar. Áfengis- og fíkniefna- vandinn er mál fjöl- skyldunnar og vandi unga fólkins oft ná- tengdur vanda for- eldra og jafnvel afa og ömmu. Hafnarfjörður er bæjarfélag sem stend- ur á gömlum merg en er um leið í mikilli sókn. Hann hefur yf- irbragð kaupstaðar á landsbyggðinni þrátt fyrir nálægðina við höfuðborgina. Ég hef átt heima í Hafnarfirði í nær 37 ár og sem borinn og barnfæddur Reykvíkingur sé ég þann mun, að búa í meiri eiginlegri nálægð við bæði fólkið í bænum og stjórnkerfi hans. Í Hafnarfirði höfum við allar forsendur til að móta heildstæða fjölskyldustefnu og byggja brýr milli kynslóðanna. Ég bið um stuðning kjósenda í prófkjörinu á laugardaginn kemur 16. febrúar nk., til að taka sæti framarlega á lista Sjálfstæðis- flokksins í næstu sveitarstjórnar- kosningum. Samstaða kynslóðanna Almar Grímsson Höfundur gefur kost á sér í 3.–6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Hafnarfjörður Í Hafnarfirði höfum við allar forsendur til að móta heildstæða fjöl- skyldustefnu, segir Almar Grímsson, og byggja brýr milli kyn- slóðanna. Reykjavíkurlistinn hefur stjórnað borg- inni öllum borgarbú- um til farsældar í tvö kjörtímabil. Undan- farin ár hef ég verið borgarfullrúi á þeirri skipshöfn sem Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri stýrir. Ég hef á liðnu kjörtímabili lagt mig fram um að sinna þeim verkefnum sem mér voru falin eftir bestu getu. Á minni könnu hafa verið málaflokkar eins og umhverfismál, neyt- endamál, fræðslumál, jafnréttismál og málefni innflytjenda, en auk þess hef ég beitt mér í þeirri miklu umræðu sem fram hefur farið um lýðræðis- og skipulagsmál í borg- inni, ekki síst í tegslum við flug- og lestarsamgöngur. Þetta hefur verið afskaplega frjór og gefandi tími og ég er sannfærður um að okkur hefur vegnað vel við stjórn borgarinnar. Sjálfur legg ég áherslu á að borgarfulltrúar séu einsog aðrir stjórnmálamenn í þjónustu þegnanna og ég reyni að gera mitt besta í þjónustu við borgarbúa. Umhverfismál til öndvegis Á kjörtímabilinu hafa umhverf- ismálin verið hafin til öndvegis í Reykjavíkurborg. Mikil umræða fer fram um málaflokkinn og borg- in hefur lagt sitt af mörkum til að virkja þann kraft sem þar býr. Ít- arleg stefnumörkun hefur verið samþykkt og unnið er eftir verk- efnaáætlun sem tekur til umhverf- ismála á nær öllum sviðum borg- arsamfélagsins. Nú um áramótin var síðan stigið stórt skref til að tryggja kröftuga eftirfylgni og áframhaldandi eflingu málaflokks- ins. Þá tók til starfa Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur, sem er ein öflugasta stofnun landsins á sviði umhverfismála. Þar sameinast undir einn hatt öll megin starfsemi borgarinnar á sviði umhverfismála og hollustuhátta. Öflug neyt- endavernd Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur á kjörtímabilinu verið í forystu fyrir öflugri neytendavernd fyrir borgarbúa. Allir muna eftir markvissum við- brögðum okkar vegna sölu á camphilobackt- er-menguðum kjúk- lingum og nautakjöti frá kúariðu- svæðum. Með aðgerðunum voru hagsmunir neytenda varðir og menguðum kjúklingum nær út- rýmt úr verslunum borgarbúa. Glæsilegur árangur í eftirliti með ólöglegri sölu tóbaks til barna og unglinga sýnir einnig þann kraft sem í Heilbrigðiseftirlitinu býr. Á rúmu ári hefur hlutfall þeirra staða sem staðnir voru að ólög- legri sölu tóbaks lækkað úr 68% í 14%. Kraftur fjölmenningarsam- félagsins virkjaður Á liðnu kjörtímabili hafa málefni innflytjenda verið tekin rækilega á dagskrá. Sá mikli fjöldi erlendra ríkisborgara sem hingað hefur flust er borgarsamfélaginu afar dýrmætur. Hann er í senn með- mæli með samfélagi okkar og ekki síður áskorun um að standa þann- ig að málum að við njótum sem best þeirra ávaxta sem kraftur fjölmenningarsamfélagsins býður uppá. Okkar stærsta auðlind er fólkið sem hér býr. Þeir sem kjósa að flytja hingað erlendis frá eru dýrmæt viðbót við þessa mikil- vægu auðlind ef okkur lukkast að tryggja að hæfileikum þess, vonum og væntingum, farsælan farveg í samfélagi okkar. Þetta ætlar Reykjavíkurborg sér að gera. Reykjavíkurborg, skólar borgar- innar og flestar þjónustustofnanir hennar hafa sett sér ítarlega fjöl- menningarstefnu þar sem ásetn- ingur þessi er formgerður og í samstarfi við ýmsa aðila stóð Reykjavíkurborg fyrir stofnun Al- þjóðahússins. Alþjóðahúsið mun verða brimbrjótur fjölmenningar- samfélagsins á höfuðborgarsvæð- inu og þar mun kappkostað að virkja þá fjölbreytni og kraft sem í fjölmenningarsamfélaginu býr. Spennandi kjörtímabil framundan Ég helli mér því glaður og reifur í slaginn sem framundan er og sækist nú eftir endurnýjuðu um- boði til að fá að starfa í fremstu röð Reykjavíkurlistans á næsta kjörtímabili. Ég skora á fólk að nýta sér réttinn til að hafa áhrif með þátttöku í prófkjörinu. Prófkjör Samfylkingarinnar er opið öllum félögum hennar og stuðningsmönnum. Hægt verður að kjósa dagana 13.–17. febrúar á skrifstofu Samfylkingarinnar að Austrustræti 14, 4. hæð. Miðviku- dag, fimmtudag og föstudag verð- ur kosið frá kl. 16–19, en laug- ardag og sunnudag frá kl. 10–17. Takið þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar Hrannar Björn Arnarsson Reykjavík Ég sækist nú eftir end- urnýjuðu umboði, segir Hrannar Björn Arnars- son, til að fá að starfa í fremstu röð Reykjavík- urlistans á næsta kjör- tímabili. Höfundur er borgarfulltrúi Reykja- víkurlistans og frambjóðandi í próf- kjöri. ÞAÐ skiptir máli hvaða ein- staklingar veljast til starfa í borg- arstjórn Reykjavíkur. Það er mikið talað um mikilvægi leiðtoganna og því er stundum haldið fram að um þá verði einungis kosið í vor. Þessu er ég ósam- mála. Störf Hrann- ars Björns Arnars- sonar í borgarstjórn Reykjavíkur sýna einnig og sanna að það er ekki síð- ur mikilvægt að þeir sem veljast til forystu í einstökum málaflokkum hafi eithvað til brunns að bera. Óhætt er að fullyrða Hrannar Björn hefur á skömmum tíma lyft grettistaki í umhverfismálum Reykjavíkurborgar. Undir hans forystu hefur málaflokkurinn verið endurskipulagður frá grunni og framsækin stefnumörkun í um- hverfismálum hefur verið sam- þykkt á öllum helstu sviðum borg- arsamfélagsins. Ný og öflug Umhverfis- og heilbrigðisstofa hef- ur tekið til starfa, en hún er ein sterkasta umhverfisstofnun lands- ins og mun án nokkurs vafa valda straumhvörfum í þróun þessa málaflokks. Ég skora því á þátttakendur í prófkjöri Samfylkingarinnar að styðja Hrannar Björn til forystu og sýna þannig hug sinn í verki til um- hverfismála í Reykjavík. Hrannar Björn til forystu Bjarni Þór Sigurðsson, kvikmyndagerðarmaður, skrifar: Bjarni Þór Sigurðsson Meira á mbl.is/Prófkjör UNDANFARIN fjögur ár hef ég starfað sem borgarfulltrúi í Reykja- vík. Ég tók níunda sætið á listanum árið 1994 sem óflokksbundin fulltrúi. Á þessum tíma hef ég kynnst mörgu góðu fólki inn- an Reykjavíkurlist- ans og hafa þessi fjögur ár verið afar lærdómsrík fyrir mig. Við höfum í sameiningu komið mörgu í verk og er óhætt að segja að þjónusta við fjöl- skyldur í borginni hafi batnað mikið í tíð Reykjavíkurlistans. Einn af þeim borgarfulltrúum sem ég hef átt góð samskipti við er Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir sem hefur m.a. gegnt for- mennsku í ÍTR síðustu átta árin. Steinunn er fylgin sér og málefna- legur stjórnmálamaður sem á mikið erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún er einnig hörkudugleg og heiðarleg þannig að ég treysti henni mjög vel til að fylgja góðum málum eftir og mun styðja hana til forystu í prófkjöri Samfylkingarinnar. Ég hvet alla til að gera slíkt hið sama og taka þannig þátt í að búa til sigur- stranglegan lista fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Steinunni Valdísi til forystu Anna Geirsdóttir, læknir og borgarfulltrúi, skrifar: Anna Geirsdóttir HRANNAR Björn Arnarsson borgarfulltrúi hefur lagt alúð við að upplýsa borg- arbúa um um mál- efni Reykjavík- urborgar. Allir vita hversu afkastamik- ill hann hefur verið á ritvellinum síð- ustu misseri. Jafn- framt hefur hann flutt mál sitt af ein- urð og eftirtektarverðri kurteisi og háttvísi. Hann hefur þannig staðið sig frábærlega í upplýs- ingaskyldu gagnvart kjósendum og borgurum öllum. Með frammi- stöðu sinni hefur Hrannar sýnt að hann getur og þorir og það skiptir máli hverjir veljast til trúnaðar- starfa. Hrannar hefur einnig starfað töluvert innan skákhreyf- ingarinnar undanfarin ár og staðið sig þar afar vel. Ég skora á fólk að velja hann í fremstu röð í prófkjörinu sem nú stendur yfir á vegum Samfylking- arinnar. Háttvís og öflugur stjórnmálamaður Gunnar Björnsson, bankastarfsmaður, skrifar: Gunnar Björnsson UM nokkurt skeið hefur lítið verið rætt um skólamál í Hafn- arfiði. Á liðnu sumri var útboð og stofnun Áslandsskóla helsta fréttaefni vikum sam- an. Það var þörf að fá nýjungar í skólastarf- ið, auk þess sem um- ræða um skipulag skóla og rekstrar- form eru af hinu góða. Núverandi bæjar- stjórn hefur farið nýja leið í byggingu grunnskóla og hefur þegar boðið út tvær grunnskólabyggingar í einkafram- kvæmd. Ekki var um marga kosti að velja vegna þess að fyrri bæj- arstjórnir höfðu alveg trassað að byggja yfir grunnskólann. Var svo komið fyrir fjórum árum, að þegar flest sveitarfélög höfðu lokið ein- setningu og önnur langt komin var enginn skóli í Hafnarfirði einset- inn. Vel hefur verið staðið að skóla- byggingum undanfarin ár. En þrátt fyrir það er töluvert eftir og brýnt að einsetningunni ljúki sem fyrst. Þó einsetning grunnskólanna hafi verið mikilvægasta verkefni á núverandi kjörtímabili er mikil- vægt að vinna að öðrum verkefn- um samhliða. Í einsetnum skóla þarf að bjóða upp á heitan mat í hádegi fyrir nemendur. Nefnd um matarmál, sem skólanefnd skip- aði síðastliðið sumar, skilaði áliti sínu í haust og lagði til að matur yrði eldaður í skólunum. Æskilegt væri að byrja t.d. í einum skóla þar sem aðstaða er til staðar og sjá hvernig geng- ur áður en næsta skref er stigið. Þetta er það sem koma skal, hvort sem við viljum eða ekki. Leggja þarf áherslu á að hafa íþróttahús við skólana. Með því sparast akstur og allt skipulag námsins í skólanum verður auð- veldara. Eitt mesta umkvörtunar- efni foreldra er vandamál sem tengjast akstri skólabarna úr og í leikfimi. Markmiðið á að vera að börnin fari sem minnst út af skóla- lóðinni. Auka þarf samstarf skóla og æskulýðsfélaga. Strax eftir skóla ættu börnin að eiga þess kost á að vinna „heimavinnuna“ í skólanum, undir handleiðslu kennara og fara svo í eitthvert tómstundastarf svo fjölskyldan geti verið meira saman að loknum vinnudegi. Rekstur grunnskólanna er og verður fjárfrekasta verkefni sveit- arfélaganna. Þess vegna skiptir miklu máli að þeir sem að bæj- armálum koma hafi reynslu af rekstri fyrirtækja og skólamálum. Undirritaður hefur tekið virkan þátt í starfi foreldra grunnskóla- barna í Hafnarfirði undanfarin ár og er fulltrúi foreldra á skóla- nefndarfundum. Skólamál í Hafnarfirði Þóroddur S. Skaptason Höfundur er löggiltur fasteignasali og gefur kost á sér í eitt af efstu sæt- um í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hafnarfjörður Miklu máli skiptir, segir Þóroddur S. Skaptason, að þeir sem að bæjarmálum koma hafi reynslu af rekstri fyrirtækja og skólamálum. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.