Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 41 Fræðslufund- ur um stam MÁLBJÖRG, félag um stam, heldur fræðslufund, fimmtudaginn 14. febr- úar. Jóhanna Einarsdóttir, talmeina- fræðingur, segir frá umræðum í Bandaríkjunum um uppeldi, stríðni og stam. Umræður verða um erindi Jóhönnu og síðan um hugðarefni þeirra sem stama og foreldra barna sem stama. Leikskóla- og grunnskólakennar- ar eru sérstaklega velkomnir á fund- inn sem hefst kl. 20 í Hátúni 10 b, 9. hæð, fimmtudaginn 14. febrúar. Náms- styrkir FEF „ÚTHLUTAÐ verður úr námssjóði Félags einstæðra foreldra 15. febr- úar. Hlutverk sjóðsins er að styðja einstæða foreldra til þess að bæta stöðu sína á vinnumarkaðnum. Styrkirnir eru veittir til ólánshæfra námskeiða, styttra starfsnáms eða réttindanáms sem stuðlar getur að því. Námssjóðurinn var stofnaður með framlagi frá Rauða krossi Ís- lands árið 1995 og fara úthlutanir fram tvisvar á ári á vor- og haustönn. Rauða krossi Íslands eru færðar þakkir fyrir veittan stuðning,“ segir í fréttatilkynningu frá FEF. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri þann 7. febrúar um. kl. 17.40 á gatnamótum Smiðju- vegar og Reykjanesbrautar. Rauðri Toyota Corolla var ekið suður Reykjanesbraut og blárri MMC Lancer var ekið austur Smiðjuveg með fyrirhugaða akstursstefnu norð- ur Reykjanesbraut. Ágreiningur er um stöðu umferðarljósa á gatnamót- unum. Þá lýsir lögreglan eftir vitnum að umferðaróhappi sem átti sér stað sunnudaginn 10. febrúar milli kl. 18 og 18.10 við Fossháls 1, Töltheima. Ekið var á hvíta Toyota Corolla Touring XA-999 og stungið af frá tjóninu. Þá var ekið á Ford Sierra, bláa að lit, með númerinu R-5597 miðviku- daginn 6. feb. Hún stóð á stöðureit á Skothúsvegi við Laufásveg. Tjón- valdur, sem ók hvítri jeppabifreið, stakk af frá vettvangi. Jeppabifreiðin gæti verið af tegundinni Range Rov- er. Sá er tjóninu olli er beðinn að hafa sambandi við lögregluna í Reykjavík svo og vitni ef einhver eru. Þá varð harður árekstur tveggja bifreiða laugardaginn 9. feb. kl. 21.07, á gatnamótum Bústaðavegar og Litluhlíðar. Þar rákust saman rauð fólksbifreið af tegundinni Hyundai, sem ekið var vestur Bústaðaveg eftir vinstri akrein og grá fólksbifreið af tegundinni Nissan Micra, sem ekið var suður Litluhlíð. Ágreiningur er um stöðu umferðarljósanna á gatna- mótunum. Vitni eru beðin að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Námskeið um menn- ingarheim Araba JÓHANNA Kristjónsdóttur heldur námskeiðið „Menningarheimur Araba“ í fyrsta skipti á vegum Mím- is-Tómstundaskólans nú á vorönn. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 14. febrúar og stendur yfir í 4 vikur. „Fjallað verður um íslam og upp- haf þess, sögu Múhammeðs, tilurð Kóransins og bænagjörðir múslima. Saga svæðisins frá lokum heims- styrjaldarinnar fyrri 1918 verður rakin og þær breytingar sem urðu á landamærum viðkomandi ríkja, sem hafa haft mikil áhrif á sam- félögin sem eiga í hlut. Vikið verð- ur að fornri menningararfleifð landa Arabaheimsins, rætt um faraóatímann í Egyptalandi og Grikkja- og Rómverjaskeiðið vítt og breitt um Arabalöndin. Einnig verður fjallað um stjórnarfarið nú, orsakir þess og viðhorf Araba til Vesturlanda. Staða fjölskyldunnar og þar með talin staða kvenna er gjarnan til umræðu í hinum vestræna heimi. Jóhanna mun fjalla um þessi mál og önnur tengd eins og merkingu þeirra búninga sem arabískar kon- ur klæðast, m.a. slæðunotkunin og andlitsblæjan. Jóhanna hefur miklu að miðla, þar sem hún hefur verið búsett í flestum Arabalöndunum um lengri eða skemmri tíma og þekkir því betur til en flestir Íslend- ingar,“ segir í fréttatilkynningu. LEIÐRÉTT MISSAGT var í frétt blaðsins í gær af umræðum á Alþingi um einkavæð- ingu Landsímans að Steingrímur Sigfússon hafi spurt Davíð Oddsson út í ummæli er hann hafi látið falla í Kastljóssþætti sjónvarpsins. Um- mælin féllu í fréttaviðtali við frétta- stofu útvarps að loknu Kastljósi sem var útvarpað á mánudagsmorgun og í hádegisfréttum þann sama dag. Wall Street Journal Í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær þar sem greint var frá viðtali við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sagði að það hefði birst í dagblaðinu The World Street Journal. Hið rétta er að dagblað þetta nefnist The Wall Street Journal. Beðist er velvirðing- ar á þessari misritun. SAMFYLKINGIN mun setja sjávar- útvegsmálin á oddinn í aðdraganda alþingiskosninganna 2003 og berjast fyrir sjávarútvegsstefnu Samfylking- arinnar sem sett hefur verið fram. Þar liggi tækifærið til að ná fram breytingum í jafnræðisátt á núver- andi sjávarútvegsstefnu stjórnvalda. Þetta kom m.a. fram í máli Jóhanns Ársælssonar alþingismanns en hann hafði framsögu á fundi um sjávarút- vegsmál í Duggunni í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöld. Alþingismennirnir Margrét Frímannsdóttir, Lúðvík Bergvinsson og Sigríður Jóhanns- dóttir tóku undir að þetta væri ásetn- ingur Samfylkingarinnar. Fundurinn hafði yfirskriftina „Réttlæti í sjávarútvegi“ og snerist um þá stefnu sem Samfylkingin hefur sett fram og byggist á því að veiði- heimildir verði innkallaðar í jöfnum áföngum á tíu ára tímabili. Útgerðum fiskiskipa verði þess í stað gefinn kostur á aflahlutdeild til fimm ára í senn á markaði þar sem öllum útgerð- um sambærilegra fiskiskipa er feng- inn jafn réttur og nýliðun þar með auðvelduð. Greiðslur fyrir veiðiheim- ildir dreifast á það ár sem þær eru nýttar. Allar aflahlutdeildir verða samkvæmt þessu komnar á markað eftir tíu ár. Eina leiðin til að ná jöfnuði Jóhann Ársælsson sagði að jafn- ræði lýsti best stefnu Samfylkingar- innar en jafnræði hefði ekki verið í sjávarútvegi síðan kvótinn var settur á. Rétturinn til að halda áfram að stunda sjó hefði vikið fyrir einkaeign- arrétti á kvótanum. „Við sjáum afleið- ingarnar í því að fyrirtæki stækka og gleypa þau minni og möguleiki til að stofna til nýrra fyrirtækja í sjávar- útvegi er vonlaus. Fyrningarleiðin er eina leiðin til að ná jöfnuði,“ sagði Jó- hann. Hann sagði mögulegt að koma á breytingu án þess að kollvarpa þeim fyrirtækjum sem fyrir væru í grein- inni. Í stað eignheimildarkerfis komi leiguheimildarkerfi til fimm ára í senn en eftir það þurfi menn að ná aft- ur í heimildir til næstu ára. Jóhann sagði þessa leið ekki flókna en það væru um hana deildar meiningar sem eðlilegt væri. Það sem hins vegar væri að gerast sagði Jóhann vera það að stjórnvöld væru að festa í sessi nú- verandi kerfi með því að gera sem flesta háða því með ýmsum hætti. Hann nefndi sem dæmi að nú væru smábátar komnir með kvóta sem ekki var áður og þeir sem hefðu kvóta vildu halda í kvótakerfið. „Afstaða manna ræðst út frá eigin stöðu sem er eðlilegt en okkar tillögur eru skynsamlegar til lengri tíma og takist okkur ekki að kollvarpa þessu kerfi verður þetta að fullu eignar- haldi,“ sagði Jóhann og leiguliðakerfi kæmist alfarið á. Það yrðu til fyrir- tæki sem ættu kvótann og leigðu hann frá sér. Verið að kaupa menn til fylgis Jóhann vék að samkomulagi LÍÚ og sjómannasamtakanna og sagði að það væri verið að kaupa menn til fylgis við kvótakerfið með því sam- komulagi. „LÍÚ er komið í vörn og vill gera sjómenn háða kerfinu,“ sagði Jó- hann og fullyrti að með þessu væri verið að loka kerfinu enn frekar. Hann sagði LÍÚ leika blekkingarleik með því að segja að auðlindaskattur væri landsbyggðarskattur. Það rétta væri að byggðarlögin væru í núver- andi kerfi að borga kvótaeigendum háar fjárhæðir fyrir auðlindina og nefndi Þorlákshöfn sem dæmi en þangað hefðu verið leigðar heimildir, 1100 tonn fyrir 120–130 milljónir. Snæfellsbær hefði til dæmis leigt til sín 10 þúsund tonn fyrir 500–600 milljónir. Hann sagði að aðgangur að auðlindinni væri seldur og menn þyrftu alltaf að kaupa sér aðgang að henni en kerfið yrði að vera þannig að menn kepptu á jafnræðisgrundvelli um tilvist í greininni. „Samfylkingin vill kalla þetta inn og setja á markað þar sem menn keppa um heimildirnar. Þetta þarf að vera þannig að allir viti hvernig heim- ildirnar koma inn á markaðinn og full- víst er að verðið verður ekki það sama og er núna. Það verður til sem ein- hvers konar markaðsniðurstaða. Þeir sem geta borgað hæsta verð fá til sín veiðiheimildirnar, hinir falla út og það er eðlilegt. Það er hins vegar ekki eðlilegt að menn bæti sér ef til vill upp lélegan rekstur með því að leigja frá sér heimildir,“ sagði Jóhann. Benedikt Thorarensen, einn fund- argesta, sagði Þorlákshöfn hafa misst mikið af kvóta, nú væri talað um hundruð tonna í Þorlákshöfn í stað þúsunda áður. Hann benti á að Meit- ilskvótinn hefði farið á einni nóttu þrátt fyrir yfirlýsingar eigenda og sama hefði gerst með Stokkseyrar- kvótann. „Í þessu vandræðafyrir- komulagi núna eru allir að hugsa um sjálfa sig og lenda í alls konar deilum og þetta nýtir LÍÚ sér. Það sem gildir er að markaðurinn fái að ráða,“ sagði Benedikt. Hannes Sigurðsson útgerðarmað- ur sagði að opna þyrfti greinina svo ungir menn sæju tækifæri í henni. Hann sagðist treysta einkaframtak- inu til að keppa á markaði við stóru aðilana um aflaheimildir. Böðvar Gíslason vakti máls á því að rætt væri um að greiða útgerðar- mönnum fyrir aflaheimildir en spurði hvernig ætti að bæta íbúum sjávar- þorpanna skaðann þegar þeir misstu fótanna með minnkandi vinnu þegar kvótinn væri farinn. Verð á fasteign- um í Þorlákshöfn hefði ekki haldið í við verð á Selfossi og í Hveragerði. Fólk væri bundið átthagafjötrum og margir væru á þeim aldri að geta ekki keppt á vinnumarkaðnum. Taka þarf kvótakerfið til bæna Þingmenn tóku undir orð Böðvars. Lúðvík Bergvinsson sagði að sjávar- byggðirnar hefðu orðið til vegna tækifæra til sjávarins en miðunum hefði verið lokað með tilkomu kvóta- kerfisins. „Það fólk sem fer hefur kraft til að leita að nýjum tækifær- um,“ sagði Lúðvík, „og það er slæmt fyrir byggðirnar að missa þetta fólk frá sér.“ Hann sagði það sína skoðun að samfélagið væri skaðabótaskylt gagnvart fólkinu og þessi þróun væri ástæða fyrir því að Samfylkingin legði fram nýjar hugmyndir í sjávar- útvegsmálum um jöfn tækifæri og möguleika á því að nýir aðilar kæm- ust að til að nýta tækifærin. Hann sagði að ef samkomulag LÍÚ og sjó- mannasamtakanna yrði að veruleika yrði nýliðun skorinn enn þrengri stakkur. Margrét Frímannsdóttir sagði að taka yrði mark á þessari þróun sem Böðvar nefndi. Hún væri afleiðing kvótakerfisins í sjávarútvegi og reyndar líka í landbúnaðinum. Tillög- ur Samfylkingarinnar væru innlegg til breytinga. Sigríður Jóhannsdóttir kvaðst hafa verið stuðningsmaður kvótakerfisins á sínum tíma og talið að um fisk- verndarsjónarmið væri að ræða en hún sagðist hafa beðið þjóðina afsök- unar á því, ekki síst eftir að hún horfði á kvóta fara frá byggðarlögum eins og Sandgerði þrátt fyrir góð orð aðila. Hún kvaðst hafa meiri trú á sóknar- kerfi sem stjórnkerfi og innan þessa uppboðskerfis sem Samfylkingin legði til rúmaðist sóknarkerfið því auðvelt væri að bjóða upp sóknardag- ana. Hún sagði erfiðara að berjast gegn kvótakerfinu núna þegar LÍÚ og sjómannasamtökin hefðu samein- ast um það og erfitt væri að fást við flokksagann í Sjálfstæðisflokknum. „Okkar tillaga er ekki gallalaus en hana má ræða og bæta,“ sagði Sigríð- ur. Í lok fundarins hnykktu alþingis- menn á þeirri skoðun sinni að eina leiðin til þess að ná fram breytingum væri að gera sjávarútvegsmálin að kosningamáli í næstu alþingiskosn- ingum. Samfylkingin með fund í Þorlákshöfn um sjávarútvegsmál Tillögurnar miða að því að ná jafnræði í sjávarútvegi Selfossi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sig. Jóns Frá fundi Samfylkingarinnar um réttlæti í sjávarútvegi í Duggunni í Þorlákshöfn. Tíu í prófkjör Samfylking- arinnar í Kópavogi PRÓFKJÖR Samfylkingarinnar í Kópavogi fer fram laugardaginn 23. febrúar nk. Í prófkjörinu verða vald- ir fulltrúar í 4 efstu sæti listans við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Tíu einstaklingar hafa gefið kost á sér í prófkjörinu en þeir eru: Árný Jóna Stefánsdóttir nemi, Birna Bjarnadóttir verkefnastjóri, Flosi Eiríksson húsasmiður, Hafsteinn Karlsson skólastjóri, Kolbrún Sig- urðardóttir þjónustufulltrúi, Kristín Pétursdóttir kennari, Loftur Þór Pétursson bólstrari, Sigrún Jóns- dóttir stjórnmálafræðingur, Tryggvi Felixson hagfræðingur, Valgeir Skagfjörð leikari . Félagar í Samfylkingunni í Kópa- vogi og þeir sem skrifa undir stuðn- ingsyfirlýsingu við framboðið eiga rétt á að taka þátt í prófkjörinu. Kjörstaður verður í Digranesskóla. Kynningarfundur með frambjóðend- um verður mánudaginn 18. febrúar kl. 20.00 í safnaðarheimili Digranes- kirkju, segir í fréttatilkynningu. Ráðinn til Sam- fylkingarinnar SIGURÐUR Hólm Gunnarsson hef- ur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna og vefstjóri Samfylkingarinnar. Sigðurður hefur aðsetur á skrifstofu Samfylkingar- innar og hefur hafið störf. Hann rit- stýrði m.a. vefnum skodun.is, segir í fréttatilkynningu frá Samfylking- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.