Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss og Brúarfoss koma og fara í dag. Richmond Park og Dornum koma í dag. Arnarborg fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss fer frá Straumsvík í dag. Ýmir kom í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa, s. 551-4349, flóamark- aður, fataúthlutun og fatamóttaka, sími 552 5277, eru opin mið- vikud. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa og postulínsmálning. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar uppl. í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur, kl. 13– 16 vefnaður, kl. 14 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga föstudaga kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi, s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd í s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- og handa- vinnustofur opnar, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrj- endur. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilakvöld á Álftanesi 14. febr. kl. 19. 30 á vegum Lions- klúbbs Bessastaða- hrepps. Akstur sam- kvæmt venju. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11, pílu- kast kl 13.30, myndlist kl. 13, á morgun pútt í Bæjarútgerð kl 10– 11:30 Leikhúsferð verð- ur farin fimmtudaginn 21. febr. í Borgarleik- húsið að sjá „Boðorðin níu“ eftir Ólaf Hauk Símonarson. Skráning í Hraunseli. Félag eldri borgara Selfossi. Aðalfundurinn verður sunnudaginn 17 feb. kl. 14 í Grænumörk 5. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, fé- lagsheimili Félags eldri borgara, söng- og gam- anleikinn „Í lífsins ólgu- sjó“ minningar frá ár- um síldarævintýranna, og „Fugl í Búri“ drama- tískan gamanleik. Sýn- ingar: Miðviku- og föstudaga kl. 14. og sunnudaga kl. 16. Miða- pantanir í s: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Ath. sýningin í dag, miðvikudag, fellur niður vegna íþróttadags aldr- aða. Miðvikud: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Línu- danskennsla kl. 19.15. Söngvaka kl. 20.45, stjórnandi: Halldóra K. Kristjánsdóttir, umsjón Sigurbjörg Hólmgríms- dóttir. Fimmtud.: Brids kl. 13. Aðalfundur Fé- lags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Ás- garði, Glæsibæ, sunnu- daginn 24. febrúar kl. 13.30. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð, opin vinnu- stofa, postulín, mósaik og gifsafsteypur, kl. 9– 13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun. Opið alla sunnu- daga frá kl. 14–16 blöð- in og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16. 30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn, kl. 13–16 íþróttahátíð FÁÍA í Íþróttamið- stöðinni við Aust- urberg, fjölbreytt dag- skrá, veitingar í boði. Fimmtudaginn 28. feb. Leikhúsferð í Borg- arleikhúsið „Boðorðin níu“, skráning hafin. Uppl. um starfsemina á staðnum og í s. 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10 handavinna, kl. 10.30 boccia, kl. 11 hæg leikfimi, kl. 13 fé- lagsvist FEBK og gler- list, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 16 hring- dansar, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 ró- leg stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur – klippi- myndir, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13.30 göngu- ferð, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans, kl. 15 teikn- un og málun. Fótaað- gerð, hársnyrting. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun, fimmtudag, á Korpúlfs- stöðum kl. 10. Kaffistof- an er opin. Allir vel- komnir. Upplýsingar veitir Þráinn í s. 5454- 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 postulínsmálun og myndmennt, kl. 13– 14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 10 fóta- aðgerðir, morgunstund, bókband og bútasaum- ur, kl. 12.30 versl- unarferð, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 15.30 kóræfing. Bústaðakirkja. Sam- vera eldri borgara í dag kl. 13–16.30 spilað, föndrað, gáta og helgi- stund Öskudagsgleði, söngur og frásagnir. Þið sem viljið láta sækja ykkur, látið kirkjuverði vita í s. 553 8500 eða Sigrúnu í s. 553 0448 og 864 1448. Barðstrendingafélagið Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, kl. 20.30 í kvöld. Allir vel- komnir. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Úrvalsfólk Vorfagn- aðurinn verður á Hótel Sögu, Súlnasal, föstu- d.15. feb. kl. 19. Nokkrir miðar hafa losnað vegna veikinda, ósóttar pantanir óskast sóttar sem fyrst í Lág- múla 4, sími 585-4000. Félag áhugafólks um íþróttir aldraða. Íþrótta dagur aldraðra verður í dag, miðvikud., 13. feb. kl. 14–16 í íþróttahúsinu við Austurberg. Leikir, söngur, leikfimi, dans, veitingar. Allir vel- komnir. Rangæingar – Skaftfellingar. Sjötta og næstsíðasta spila- kvöld vetrarins verður í kvöld í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 176, og hefst stundvís- lega kl. 20. Kaffiveit- ingar. Knattspyrnudeild Hauka, aðalfundurinn verður haldinn fimmtu- daginn 14. feb. kl. 20 í hátíðarsal félagsins á Ásvöllum. Venjuleg aðalfundarstörf, kosn- ing nýrrar stjórnar, önnur mál. Í dag er miðvikudagur 13. febrúar, 43. dagur ársins 2002. Öskudagur. Orð dagsins: Og ef þér reynist ekki trúir í því sem annars er, hver gefur yður þá það, sem yðar er? (Lúk. 16, 12.) Víkverji skrifar... ALLTAF er nú notalegt að kom-ast út fyrir höfuðborgarsvæðið og rifja upp hvernig mannlífið geng- ur fyrir sig úti á landi. Þar er vit- anlega allt miklu smærra í sniðum, enginn asi á fólki og engin umferð- arljós nema á Akureyri og kannski þremur til fjórum öðrum bæjum. Ætli umferðin og vegalengdirnar séu ekki mestu streituvaldarnir á höfuðborgarsvæðinu? Umferðar- þunginn og umferðarljósin og allt það vesen á höfuðborgarsvæðinu. Þar þurfa menn sífellt að æða út og suður í alls konar snúningum, oftar en ekki alveg bráðnauðsynlegum. Þá ríður á að drífa sig áfram og láta ekki umferðarþungann, rauðu ljósin, hraðatakmarkanir eða annað tefja sig. Þetta losna menn allt við ef þeir flytja út á land. Geta gengið í vinnuna ofan úr brekku og niður á eyri, geta skroppið heim og hellt uppá í kaffinu og rabbað við fólk á förnum vegi í báðum leiðum. Hvenær ætli menn í Reykjavík hafi síðast rabbað við ná- grannann svona að óþörfu? Var ekki annaðhvort hann eða þú að flýta sér? Rjúka í vinnuna, sækja barn í spila- tíma, verða of seinn í sportið? Af hverju erum við að koma okkur í þessa streitu ef þess þarf ekki? Auð- vitað getum við sett okkur það mark að taka ekki þátt í henni en stundum er erfitt að spyrna á móti. Er þá ekki bara best að flytja út á land? Á rápi út um land um helgina hitti Víkverji kunningja sinn sem búið hefur bæði erlendis og í Reykjavík. Eftir stutta viðkomu í Reykjavík í framhaldi af utanlandsdvölinni leit- aði hann út á land og flutti í stæðileg- an bæ á Norðurlandi, ekki langt frá Álftagerðisbræðrum og þar sem fjörður skín við sólu. Ekki sér kunn- inginn eftir því. Fyrir utan hvað hon- um finnst allt notalegra segist hann ekki síður halda sambandi við vini og ættingja syðra. Og eiginlega meira og betra. Þeir koma til hans og staldra lengur við en það tekur að klára úr einum kaffibolla. x x x Á ÞESSU rápi hefur það líkasannast enn einu sinni fyrir Víkverja hversu þjóðvegakerfið er nú gott og vetrarþjónusta Vegagerð- arinnar mikil. Hægt að þeysa að vetrarlagi um landið þvert og endi- langt nánast eins og á sumardegi væri. Vitanlega voru vegirnir ýmist með hálkublettum, hálir eða flughálir eins og Vegagerðin flokkar hálkuna enda snjókoma af og til. Engin var þó ófærðin og tækjamenn Vegagerðar renndu reglulega yfir heiðar til að sópa lausamjöllinni burt. Eitthvað heyrðist í fréttum af ófærð á Mý- vatns- eða Möðrudalsöræfum en það stóð ekki lengi og raunar eru veg- irnir opnir alla daga allt árið nema rétt á meðan stórhríðar ríða yfir. Og þær standa sjaldnast marga daga í senn. Eins og fyrr segir er vetrarfærð engin hindrun og því fór Víkverji allra sinna ferða á sínum fjallabíl, eins og Ragnar Reykás hefði sjálf- sagt gert, en hér hefði hvaða amerísk drossía sem er getað rennt um allar sveitir áhyggjulaust. Ef mönnum líst eitthvað ekki á færið er næsta auð- velt að sækja sér upplýsingar í síma Vegagerðarinnar og eins veit lög- reglan sínu viti á þessum stöðum og starfsmenn bensínstöðva og sölu- skála hafa ávallt nýjustu fréttir frá þeim sem farið hafa hjá garði. Enn um bílatryggingar EINHVERN tíma á síðast liðnu hausti birtist í Velvak- anda pistill frá einum les- anda, þar sem minnst var á þann möguleika á að leggja inn í skoðunarstöð númera- plötur bifreiðar, sem ekki er notuð t.d. yfir veturinn og fellur þá niður bifreiðagjald, þungaskattur og trygging- ar. Ég hef nú sjálfur reynt þetta í nokkra mánuði og er þetta fundið fé. Bifreiða- skattar og tryggingar eru felld að fullu niður af við- komandi bifreið. Ég las líka í blaðinu um daginn að inn- lögn skrásetningarnúmera til skoðunarstöðva hefði aukist mjög mikið og heyrt hef ég að farnir séu að sjást nýlegir bílar á bílasölum þar sem númeraplötur vantar. Tryggingafélögin virðast vera farin að átta sig á að þau eru ekki alveg ósnert- anleg og ef til vill finnst þeim vissara að fara að byggja upp betri ímynd; þau verða þá ekki tekin alveg á næstunni til skoðunar af Samkeppnisstofnun vegna samráðs um verð á bíla- tryggingum. Heyrt hef ég að sá sem er með bíl í sölu hjá bifreiðasala geti þegar kemur að greiðslu iðgjalds af tryggingu viðkomandi bifreiðar, framvísað yfirlýs- ingu frá bílasala, þar sem fram kemur hversu lengi umrædd bifreið hefur stað- ið; verið í sölumeðferð og ekki í venjubundinni notkun og þá ekki í vörslu eiganda. Tryggingafélagi er þá í sjálfsvald sett að fella niður hluta eða alla tryggingu af umræddri bifreið þann tíma sem hún hefur staðið á bíla- sölu. Ekki veit ég eftir hvaða reglu farið er, en von- andi er þá metin skilvísi tryggingataka, og ökuferill en þó held ég að aðeins ráði geðþóttaákvörðun eða sam- ráð hér um. Ég þekki þó af eigin raun að skömmu eftir að „gömlu“ tryggingafélög- unum tókst með samræmd- um aðgerðum sínum að koma FÍB tryggingu fyrir kattarnef þá hækkuðu allar ábyrgðartryggingar félag- anna aftur verulega og til fyrri vegar. Það er sjálfsagt einstök tilviljun að í dag skiptir engu máli hvar þú kaupir skyldutryggingu bif- reiðar. Iðgjöldin að frá- dregnum afslætti eru jafnlík og verðið á 95 oktana bens- íni olíufélaganna. Þetta er á mannamáli kallað samráð. Garðbæingur. Tapað/fundið Armband í óskilum LÍTIÐ gullarmband með böngsum fannst í íþrótta- húsi Engjaskóla. Uppl. í síma 587 3147. Gullhringur í óskilum GULLHRINGUR fannst hjá Olís við Gullinbrú fimmtudaginn 7. febrúar. Upplýsingar á staðnum og í síma 567-2225. Dýrahald Vigfús er týndur KISINN okkar hann Vigfús er týndur. Hann er grár með hvítar hosur og hvítur á trýni með agnarlítinn svart- an fegurðarblett á efrivör. Þeir sem hafa orðið varir við hann hafi samband í síma 557-2491, 898-6423 eða 899- 7929. Skógarkötturinn Jobbi er týndur JOBBI sem er fress og norskur skógarköttur, hvít- ur með gult á höfði og á skotti, týndist sl. laugardag úr Elliðaárdalnum. Hans er sárt saknað af eiganda sem er 3ja ára. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 863-2163. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT: 1 stoltur, 8 læsum, 9 þjálf- un, 10 grjót, 11 þyngdar- eining, 13 framkvæmir, 15 lífs, 18 styrkir, 21 skaut, 22 furða, 23 beins, 24 dyr. LÓÐRÉTT: 2 hnapps, 3 lofum, 4 þor, 5 eyddur, 6 heilablóðfall, 7 guð, 12 fita, 14 tangi, 15 barst með vindi, 16 hundrað árin, 17 glens, 18 æviskeiðið, 19 ósann- orðu, 20 tröll. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 nötra, 4 gætin, 7 pútur, 8 næmur, 9 agg, 11 rýrt, 13 Frón, 14 ískur, 15 hörð, 17 álfa, 20 ósa, 22 púlið, 23 uggur, 24 ránar, 25 sárið. Lóðrétt: 1 napur, 2 tetur, 3 akra, 4 göng, 5 tæmir, 6 nýr- un, 10 gikks, 12 tíð, 13 frá, 15 hopar, 16 rolan, 18 logar, 19 afræð, 20 óður, 21 aurs. K r o s s g á t a Í DAG, öskudag, langar mig að koma með nokkrar hugmyndir til að gera daginn skemmtilegan fyr- ir alla. Eins og við öll vit- um er alltaf aðalmálið hjá krökkum á þessum degi að klæðast búningi og fara svo og syngja út um allan bæ í von um að fá sælgæti. Það er nú alveg gott og blessað en flestir skólar eru með kennslu þennan dag en ekki allir og eru því þau börn sem eru í skólanum mjög von- svikin þegar allt nammi er búið í verslunum (versl- unarrekendum reyndar til ánægju þar sem starfsfólk er orðið ansi þreytt á þessu eilífðarsöngli allan daginn), en það breytir því samt ekki að mörg börn eru mjög óhamingjusöm með þetta. Því legg ég til að við sem nennum setjum á nýja hefð hér á landi og merkjum útihurðir okkar með einhverju sniðugu eða setjum útikerti við hurðina þar sem til er sæl- gæti handa börnum í bún- ingum. Þeir sem ekki setja neitt á hurðina eða ekkert kerti, eiga að fá að vera í friði. Ég legg til að þetta verði gert á milli 5 og 7 og svo sé þetta búið, þeir sem klára sælgætið sitt fyrir þennan tíma einfaldlega taki niður hurðarskraut og þá koma ekki fleiri börn í það hús. Ingibjörg. Á öskudag 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.