Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.02.2002, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ó.H.T Rás2 Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit 334. Bi. 14. Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.20, 8 og 10.35. B.i. 16. Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.10. E. tal. Vit 294 Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Íslenskt tal. Vit 338 Sýnd kl. 4 íslenskt tal. Vit 325 Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 319Sýnd kl. 6, 8 og 10.20. B.i. 12. Vit 339. Sýnd kl. 3.45. Vit 328 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 320 1/2 Kvikmyndir.com Byggt á sögu Stephen King HK DV Strik.is  ½ RAdioX Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Vit nr. 341. Það er ekki spurning hvernig þú spilar leikinn. Heldur hvernig leikurinn spilar með þig. Frá leikstjóra Enemy of the State og Crimson Tide. Íslandsvinurinn og töffarinn Brad Pitt sýnir magnaða takta í myndinni ásamt Óskarsverðlaunahafanum, Robert Redford. Adrenalínhlaðin spenna út í gegn. Frumsýning Edduverðlaun6 Sýnd kl. 9. B.i 14. Ó.H.T Rás2 Strik.is Strik.is HK DV Kvikmyndir.com SG. DV HL:. MBL RAdioX Sýnd kl. 5. Ó.H.T Rás2 Tilnefningar til frönsku Cesar - verðlaunanna il i il - l HJ MBL ÓHT Rás 2 DV Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 7 og 9.B.i. 14.Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. B.i. 14. Sjóðheitasta mynd ársins er komin. Tom Cruise + Penelope Cruz=Heitasta parið í dag. Ásamt ofurskutlunni, Cameron Diaz. Myndin er hlaðin frábærri tónlist en Sigur Rós á þrjú lög í myndinni. Frá leikstjóra Jerry Maguire ÓHT Rás 2  HL Mbl  SG DV Sýnd kl. 10.30. ÞÞ Strik.is „sprengir salinn úr hlátri hvað eftir annað með hrikalegum sögum“ AE, DV „Þetta er frábær mynd sem allir foreldrar ættu að sjá“ MH, Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5 og 7 með íslensku tali. 13 Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Síð ust u sýn ing ar útnefningar til Óskarsverðlauna5 ÞAÐ er ekkert smá spretthart blaðburðarfólk Morgunblaðsins. Sprottið á fætur á undan öllum öðr- um, búið að henda blaðinu inn um lúguna áður en við hin nennum að opna hægra augað, komið heim til sín aftur og búið að hringja sig inn. Hringja sig inn? Já, því það er blaðburðarkapphlaup í gangi og þeir sem hafa lokið morgunverkinu fyrir klukkan sjö hringja sig inn og lenda þar með í lukkupotti. Sá sem dreginn var úr núna sein- ast heitir Óskar Einarsson og er 17 ára nemi í Menntaskólanum við Sund. Hann fékk að launum far- síma frá Nokia. Auk þess fengu 20 aðrir blaðberar aukavinninga, bíó- miða fyrir tvo á myndina Skrímsli hf. Óskar hefur borið út blaðið í Hlíðartúni í Mosfellsbæ í þrjú eða fjögur ár og hefur því farið á fætur klukkan sex alla morgna nema sunnudags- og mánudagsmorgna. Óskar segir að það sé auðvitað erfitt að fara á fætur á morgnana en það hafi þó vanist. „Ég er einn af þeim sem sofna aldrei í fyrstu tímunum í skólanum, því ég er svo vel vaknaður og hress eftir morg- ungönguna,“ segir Óskar að- spurður hvort hann hafi ekki bara gott af þessu. Blaðburðarkapphlaupið á fullu spani Sofnar aldrei í skólanum Morgunblaðið/Kristinn Óskar tekur við farsímanum úr hendi Ólafar Engilbertsdóttur. Á SVIÐI Tjarnarbíós eru tveir menn að hengja upp keðjur og leggja lokahönd á glæsilega leik- mynd er blaðamann ber að garði. Tjarnarbíó er iðandi af kátu ungu fólki og meðal þeirra eru Sunna María Schram og Árni Egill Örn- ólfsson, tveir aðalleikarar verksins Milljónamærin snýr aftur, sem leik- félag MR, Herranótt, frumsýnir í kvöld kl. 20. Sunna er brosandi og sýnir engin þreytumerki þó að hún hafi vakað fram á nótt við æfingar ásamt hinum leikurunum og sofi meira að segja í skólanum til að spara tíma. Enda ekkert slegið af í náminu þó að frumsýning nálgist. Strax í nóvember var byrjað að velja í hlutverk. „Ef við erum ekki sofandi, lærandi eða borðandi höf- um við verið að æfa,“ útskýrir Sunna. Árni og Sunna sýna heldur engin merki taugatitrings þótt að- eins sólarhringur hafi verið í frum- sýningu er blaðamaður ræddi við þau. „Ég verð eiginlega ekki stress- aður fyrr en svona tíu sekúndum áður en ég fer á svið,“ segir Árni brosandi, en hann, líkt og Sunna, hefur komið að Herranótt áður. Hann er auk þess í stjórn leik- félagsins og segir ástæðuna fyrir verkefnavalinu þá að það hafi í mörg ár verið lesið af sjötta árs þýskunemum við MR og því þekkt meðal núverandi og fyrrverandi nemenda. „Við búumst því við fullt af sjötta árs nemum á sýninguna – og að vera komin í mjúkinn hjá þýskukennurum,“ segir Árni bros- andi. Leitað hefnda Milljónamærin snýr aftur er eftir Friedrich Dürrenmatt og er frá miðri síðustu öld. Þar segir frá Kamillu milljarðamæringi sem snýr aftur til fæðingarbæjar síns eftir margra ára fjarveru, í þeim tilgangi að fá réttlætinu fullnægt. Hún býð- ur háar fjárhæðir þeim sem vill drepa fyrrverandi ástmann hennar, Illuga, sem Árni leikur. Illugi lék hana grátt og Kamilla leitar hefnda, með níu misheppnuð hjónabönd að baki. Í sýningunni eru 36 leikarar en um 70 manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt. Magnús Geir Þórðarson er leikstjóri, leikmynd og búningar eru í höndum Höllu Gunn- arsdóttur og Gísli Rúnar Jónsson þýddi verkið. Árni og Sunna hafa ekki aðeins leikið saman á vegum Herranætur heldur léku þau saman í Bláa hnettinum í Þjóðleikhúsinu síðasta vetur. Þau segja ýmislegt ólíkt í vinnu við atvinnuleikhús ann- ars vegar og áhugamannaleikhús hins vegar og nefnir Árni í því sam- bandi vinnuaðstöðu. Þau eru hins vegar sammála um að í áhugaleik- húsi fái leikarar að spreyta sig á fleiri sviðum og koma að undirbún- ingi leikverksins frá öllum hliðum. „Verkið verður því fyrir vikið meira eins og barnið manns, það er mjög gaman,“ segir Árni. Margir atvinnuleikarar hafa byrj- að feril sinn í menntaskóla. Því er ekki óeðlilegt að spyrja Sunnu og Árna um framtíðina í leiklistinni. „Ég hef mikinn áhuga á leiklist og finnst mikill sjarmi yfir þessu starfi,“ játar Sunna. Árni segist vera alinn upp innan um leiklist- arfólk sem hafi í gegnum árin barist fyrir því að hann fetaði ekki leiklist- arbrautina, að hans sögn. „Leiklist- in er svo mikið hark hér á landi. Ég er því nokkuð sannfærður um að ég mun ekki leggja hana fyrir mig, en hver veit?“ En Árni veit þó eitt, og það er að verkið Milljónamærin snýr aftur verður frumsýnt í kvöld og halda sýningar áfram næstu daga og vik- ur. Herranótt frumsýnir Milljónamærin snýr aftur í kvöld í Tjarnarbíói Morgunblaðið/Sverrir Illugi (Árni) og Kamilla (Sunna) eigast við í Milljónamærin snýr aftur. Magnús Norðfjörð í hlutverki borgarstjórans sem líkt og aðrir bæj- arbúar fær tilboð frá Kamillu. Viltu myrða fyrir milljarð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.