Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 1
38. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 15. FEBRÚAR 2002 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að Bandaríkjastjórn hefði ekki ástæðu til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Írak. Hann viðurkenndi þó að ríkjum heims væri vandi á höndum vegna þess að Írak- ar neituðu enn að heimila eftirlits- mönnum Sameinuðu þjóðanna að rannsaka hvort þeir væru að reyna að framleiða gereyðingarvopn. George W. Bush Bandaríkjafor- seti kvaðst í fyrradag vera að íhuga ýmsar leiðir til að koma Saddam Hussein Íraksforseta frá völdum og útilokaði ekki að gripið yrði til hern- aðaraðgerða. ?Saddam Hussein verður að skilja að mér er full alvara með því að verja land okkar,? sagði Bush. Bandaríkjamenn sagðir undirbúa aðgerðir The New York Times sagði að ein- ing væri innan Bandaríkjastjórnar um að koma þyrfti Saddam Hussein frá völdum og verið væri að semja áætlanir um hvernig það yrði gert. Hins vegar hefði ekki náðst sam- komulag um hvenær stjórnin ætti að láta til skarar skríða. Breska dagblaðið Guardian hafði í gær eftir bandarískum embættis- mönnum og stjórnarerindrekum í London að bandaríska varnarmála- ráðuneytið og leyniþjónustan CIA hefðu þegar hafið undirbúning hern- aðaraðgerða í Írak síðar á árinu. Gert væri ráð fyrir því að allt að 200.000 hermenn tækju þátt í að- gerðunum og að meginhluti herliðs- ins réðist inn í Írak frá Kúveit. ?Ég er ekki hissa á því að áform séu um að taka á ógninni sem stafar af Írak,? sagði Geoff Hoon, varnar- málaráðherra Bretlands. Hann bætti við að bandaríska stjórnin þyrfti að hafa samráð við banda- menn sína áður en hún hæfi hern- aðaraðgerðir gegn Írökum eins og hún hefði gert fyrir hernaðinn í Afg- anistan. Leggja kapp á að hindra árásir á Írak Arabaríki óttast að hernaður í Írak magni spennuna í Miðausturlöndum Washington, Moskvu. AP, AFP. AMR Moussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins, sagði í gær að araba- ríki gerðu nú allt sem þau gætu til að koma í veg fyrir að stjórn Bandaríkj- anna hæfi hernaðaraðgerðir gegn Írak. Framkvæmdastjórinn sagði að árásir á Írak myndu valda mikilli reiði meðal almennings í arabaríkjunum. ?Stjórn- arerindrekar okkar eru mjög virkir í þessu sambandi og við vonum að okkur takist að afstýra aðgerðum sem myndu auka spennuna í Miðausturlöndum.? ÞÚSUNDIR manna urðu að flýja heimili sín í gær vegna flóða í mörgum hverfa Jakarta, höf- uðborgar Indónesíu. Látlaust úr- helli hefur verið í borginni í þrjá daga. Yfirvöld í Indónesíu sögðu að ekki væri vitað um manntjón af völdum flóðanna. Að minnsta kosti 67 manns létu lífið og meira en 330.000 misstu heimili sín í miklum flóðum í borg- inni fyrr í mánuðinum. Þúsundir manna flýja flóð Reuters ÞJÓÐERNISSINNAÐIR hindúar komu saman í indversku borg- unum Bombay, Nýju-Delhí og Kalkútta í gær til að mótmæla Valentínusardeginum sem er helgaður elskendum. Þeir kveiktu í Valentínusarkortum og kröfðust þess að Valentínus- ardagurinn yrði bannaður á Ind- landi þar sem hann spillti hefð- bundnum gildum hindúa. Reuters Valentínusar- degi mótmælt á Indlandi GEORGE Robertson, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að ekkert væri hæft í ásökun Slobodans Milosevic, fyrr- verandi forseta Júgóslavíu, um að NATO hefði brotið alþjóðalög með sprengjuárásum á saklausa borgara í Serbíu árið 1999. ?Hann hefur rétt til að verja sig en lygar um NATO verða honum ekki til framdráttar,? sagði Robertson. ?NATO virti alltaf alþjóðalög og hafði að markmiði að bjarga manns- lífum, ekki að valda manntjóni.? Hyggst stefna Chirac sem vitni Milosevic kvaðst í gær ætla að kalla Jacques Chirac, forseta Frakk- lands, til sem vitni í réttarhöldunum yfir sér fyrir stríðsglæpadómstóln- um í Haag. Hann sagði að Chirac hefði stað- fest að Frakkar hefðu beitt neitunar- valdi gegn áformum yfirmanna NATO um að varpa sprengjum á brýr í Belgrad í Kosovo-stríðinu. Hann kvaðst ætla að spyrja Chirac hvers vegna hann hefði ekki líka beitt neitunarvaldi gegn því að ýmis önnur skotmörk yrðu sprengd. NATO neitar ásökun Milosevic Haag. AFP. L52159 ?Hafsjór lyga?/21 GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti boðaði í gærkvöldi ýmsa skattaafslætti til að hvetja fyr- irtæki og einstaklinga til að draga úr losun lofttegunda sem eru taldar valda gróðurhúsa- áhrifunum. Er þetta svar forset- ans við Kyoto-bókuninni við loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna, en Bush hafnaði henni þar sem hann telur hana geta kostað milljónir Bandaríkja- manna atvinnuna. Embættismenn Bush segja að markmið hans sé að fá fleiri fyr- irtæki til að taka þátt í opinberri skráningu á losun gróðurhúsa- lofttegunda og þau geti síðan skipst á mengunarkvótum. Að- eins 220 fyrirtæki, aðallega raf- magnsveitur, taka nú þátt í þess- ari skráningu. Stefnt er að því að minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda úr 183 tonnum á hverja milljón dollara af vergri þjóð- arframleiðslu í 151 tonn árið 2012, eða um 18%. Miðað við þennan mælikvarða minnkaði losunin um 1,6% á ári síðustu tíu árin. ?Þetta markmið er sambæri- legt við meðaltalsárangurinn sem þau ríki, sem undirrituðu Kyoto- bókunina, eiga að ná,? sagði í yf- irlýsingu frá Hvíta húsinu. Umhverfisverndarsinnar hafna áætluninni Bush stefnir ennfremur að því að draga úr losun orkuvera á verstu mengunarvöldunum, nit- uroxíði, brennisteinsdíoxíði og kvikasilfri ? en ekki koltvísýr- ingi ? um 70%. Bush sagði að bandarísk stjórnvöld myndu meta árangurinn árið 2012 og þá kæmi til greina að koma á strangara mengunarvarnakerfi. Embættismenn Bush segja hann vilja að önnur ríki, sem undirrit- uðu ekki Kyoto-bókunina, svo sem Kína og Indland, íhugi áætl- un hans sem nýjan kost. Samtök bandarískra umhverf- isverndarsinna höfnuðu áætlun Bush og lýstu henni sem þjónk- un við bandarísk stórfyrirtæki. Með því að tengja losun gróð- urhúsalofttegunda við ákveðið hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu myndi mengunin minnka lítils háttar ?en aðeins þegar hagvöxturinn er mikill?. Bush kynnir áætlun um mengunarvarnir Washington. AP, AFP. ÞRÍR Ísraelar biðu bana og tveir aðrir særðust í gærkvöldi þegar sprengja sprakk undir skriðdreka á Gaza-svæðinu, að sögn heimildar- manna í Ísraelsher. Heimildarmennirnir sögðu að Pal- estínumenn hefðu hafið skothríð á bíla ísraelskra borgara, sem nutu verndar hermanna, og sprengt sprengju. Herinn hefði sent skrið- dreka á staðinn og önnur öflug sprengja hefði sprungið undir hon- um. Þeir sögðu ekkert um hvort þeir sem létu lífið hefðu verið hermenn eða óbreyttir borgarar. Sprengingin varð við gatnamót suðvestan við Gaza-borg. Ísraelsher sendi skriðdreka og jarðýtur inn á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna sunnan við Gaza-borg eftir sprengju- árásina. Ísraelska ríkisútvarpið sagði að íslamska hreyfingin Hamas og vopnaður hópur, sem tengist Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, hefðu lýst árásinni á hendur sér. Þrír Ísrael- ar féllu Jerúsalem. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60