Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 9 INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að þótt dregið hafi úr aðsókn í leikskólakennara- nám á allra síðustu árum, þá sé al- veg ljóst að ekki hafi verið nýtt þau tækifæri sem áður buðust til að mennta fólk til starfa á leik- skólum. Hún segir að tölur frá 1994–1999 sýni að miklu fleiri hafi sótt um nám í Fósturskólanum og síðar námsbraut fyrir leikskóla- kennara í KHÍ en komust þar að. Borgarstjóri sagði í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag að Kennaraháskólinn hefði ekki ráðið við að veita öllum skólavist sem vildu læra til leikskólakennara. Ólafur Proppé, rektor KHÍ, sagði hins vegar í blaðinu í fyrradag að aðsókn að leikskólakennaranámi væri dræm, til dæmis hefðu aðeins 30 hafið staðbundið nám síðasta haust, þótt svigrúm hefði verið til að taka inn 60. Þá hefði ekki náð að fylla öll 30 sætin í fjarnáminu. 205 umsóknir en 66 komust að Ingibjörg Sólrún vísar hins veg- ar til þess að árið 1994 sóttu 205 um að komast í staðbundið nám í Fósturskólanum, sem fór undir hatt Kennaraháskóla Íslands árið 1998, en aðeins 66 komist að. Árið 1995 hafi umsóknir verið 202 en 74 komist að, ári síðar hafi 152 sótt um og 76 teknir inn. Árið 1997 hafi umsóknir verið 121 og 76 fengið skólavist, 1998 hafi 53 umsækjend- ur af 105 komist í leikskólakenn- aranám og árið 1999 53 af 86 um- sækjendum. „Ég veit að nú hefur dregið verulega úr umsóknum, en á þess- um árum var lag til að mennta fólk, en það var ekki tekið inn. 1997 sendu sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu erindi til mennta- málaráðherra, þar sem þeim til- mælum var beint til ráðuneytisins að við stofnun nýs kennara- og uppeldisháskóla yrði tryggt nægi- legt námsframboð fyrir starfs- menntun leikskólans, svo auka mætti framboð uppeldismenntaðra starfsmanna á leikskólum. Þessi tilmæli voru auðvitað sett fram í ljósi stöðunnar árin á undan.“ Ingibjörg Sólrún segir að sveit- arfélögin hafi reynt að bregðast við með því að bjóða ófaglærðu starfsfólki nám, sem nýtist sem einingar á leið þeirra til leikskóla- kennaramenntunar. „Í febrúar 2000 var gerð úttekt á vegum menntamálaráðuneytisins, sem sýndi að um 1.200 stöðugildi leik- skólakennara vantaði. Samkvæmt lögum eiga að starfa leikskóla- kennarar á leikskólunum, en raun- in er sú að þeir eru aðeins um 40% starfsmanna.“ Kennaraháskólinn býður upp á 45 eininga námsbraut í leikskóla- fræði, auk 90 eininga leikskóla- kennaranáms. Ingibjörg Sólrún segir að tekið sé tillit til þess náms við röðun í launaflokka. „Allt við- bótarnám ófaglærðra starfsmanna er metið til launa,“ segir borgar- stjóri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um leikskólakennara Tækifæri til mennt- unar voru ekki nýtt SKIPAAFGREIÐSLA Húsavíkur ehf. er að kanna hvort forsendur séu fyrir því að taka yfir rekst- urinn á Húsavík harðviði hf., en öllum starfsmönnum síðarnefnda fyrirtækisins var sagt upp um liðin mánaðamót og taka uppsagnirnar gildi 1. mars. Húsavík harðviður var stofnað í maí í fyrra og lagði Húsavíkur- kaupstaður til 90% fjárins en hlutafélagið tók á leigu eignir þrotabús Íslensks harðviðar sem Skipaafgreiðsla Húsavíkur hafði leigt undangengna þrjá mánuði. Þegar uppsagnir starfsmannanna sex voru tilkynntar fyrir hálfum mánuði kom fram hjá Reinhard Reynissyni, bæjarstjóra á Húsavík og stjórnarformanni fyrirtækisins, að ekki hefði staðið til að reka það til lengri tíma og nú væri komið að tímamótum. Helgi Pálsson, framkvæmda- stjóri Skipaafgreiðslu Húsavíkur, segir að verið sé að skoða hvort fyrirtækið geti tekið yfir rekstur- inn og það skýrist fljótlega en of snemmt sé að segja til um hvað gerist enda margir lausir endar. Húsavík harðviður Mögu- leikar á nýju félagi skoðaðir Allir fylgihlutir fyrir dömu og herra Mikið úrval af samkvæmisfatnaði Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Garðatorgi 3, sími 565 6680 Glæsilegir brúðarkjólar Engjateigi 5, sími 581 2141. Útsölunni lýkur á morgun Allt á að seljast Frábært verð Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. w w w .d es ig n. is © 20 02 Tilboðsdagar V. Fellsmúla • S. 588 7332 Hreinlætistæki! Handlaugar frá kr. 3.950,- Blöndunartæki f. bað frá kr. 6.880,- Blöndunartæki f. handlaug frá kr. 5.900,- Blöndunartæki f. eldhús frá kr. 5.900,- Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433 Blússur kr. 1.000 Pils kr. 1.000 Buxur kr. 1.900 Síðasta vikan Gallafatnaður Sjá auglýsingu aftar í blaðinu Nýtt kortatímabil                Bílstólarnir komnir BARNAVÖRUVERSLUN www.oo.is Mikið úrval — góð verð — tilboð Á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 af silkidamaski og annarri metravöru Frábær tilboð á vönduðum sængurverasettum, handklæðum o.fl. Póstsendum 10-70% afsláttur Í ferðalagið Handtöskur (skjóður) með og án hjóla Ferðatöskur - sundtöskur, gott verð Tilboð á töskum og hönskum Skólavörðustíg 7, Rvík — Sími 551 5814
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.