Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 11 UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að taka til meðferðar á nýjan leik umsókn konu um inngöngu í Lögregluskóla ríkis- ins, óski hún eftir því, en valnefnd hafði synjað henni um inngöngu í skólann. Í úrskurði umboðsmanns segir að ekki liggi fyrir nægilega greinargóð lýsing á framgöngu konunnar í viðtali við valnefnd skólans, en valnefndin setti konuna í 6. sæti á biðlista um- sækjenda um skólavist í Lögreglu- skólanum á þeim forsendum að kon- an hefði sýnt „ögrandi og yfirlætislega“ framkomu í viðtalinu og því hefði skort verulega á að „hún hefði til að bera þá kurteisi og yfir- vegun sem þyrfti að prýða lögreglu- mann.“ Konan kvartaði til umboðsmanns yfir ákvörðun valnefndar og úrskurði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins þar sem synjunin var staðfest. Taldi konan ákvörðunina byggjast á ómál- efnalegum sjónarmiðum auk þess sem annar umsækjandi, sem ekki uppfyllti lágmarkskröfur, hefði feng- ið inngöngu í skólann. Ákvörðun valnefndar um að synja konunni um inngöngu í Lögreglu- skólann byggðist að verulegu leyti á framgöngu konunnar í viðtali sem hún átti við nefndarmenn. Umboðs- maður fellst á að valnefndinni hafi verið heimilt að byggja ákvörðun sína á því hvort ætla mætti að umsækj- andinn myndi eiga erfitt með að sinna lögreglustarfi svo vel færi. Í niður- stöðu sinni segist umboðsmaður hins vegar ekki telja að fyrir hendi sé nægjanlega greinargóð lýsing á framgöngu konunnar í viðtalinu til þess að unnt sé að leggja mat á það hvort nefndinni hafi borið að leggja traustari grunn að mati sínu á eig- inleikum umsækjandans. Ófullnægjandi útskýringar Þá kemst umboðsmaður ennfrem- ur að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið leyst með fullnægjandi hætti úr beiðni konunnar um útskýringar á niðurstöðu valnefndar. Einnig telur umboðsmaður að ekki hafi verið hug- að nægjanlega að skráningu og varð- veislu upplýsinga sem fram koma í viðtölum valnefndar við umsækjend- ur. Varðandi umkvörtun konunnar um að annar umsækjandi, sem ekki upp- fyllti lágmarkskröfur, hafi fengið inn- göngu kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að valnefndinni hafi verið óheimilt að veita þeim umsækjanda inngöngu í skólann gegn því að hann stæðist lágmarkskröfur um þrek síð- ar. Ófullnægjandi rökstuðningur fyrir synjun ÁRIN 1996 og 1997 voru sjúkdómar í blóðrásarkerfinu langalgengasta dánarorsök Íslendinga, samkvæmt nýrri samantekt Hagstofunnar um dánarmein íslenskra ríkisborgara þessi ár. Árið 1996 dóu alls 1.879 Íslend- ingar, þar af 992 karlar og 887 kon- ur. Flestir létust úr sjúkdómum í blóðrásarkerfinu sem fyrr segir, eða 774, 543 dóu úr sjúkdómum í æxlum, 251 lést úr öndunarfærasjúkdómum og 92 létust af slysförum. Árið 1997 dóu nokkru færri en ár- ið áður eða samtals 1.843 ein- staklingar, 986 karlar og 857 konur. Þar af létust 758 úr sjúkdómum í blóðrásarkerfinu, 532 létust af völd- um sjúkdóma í æxlum, 185 vegna öndunarfærasjúkdóma og 104 Ís- lendingar létu lífið í slysum árið 1997. Flestir dóu úr sjúk- dómum í blóðrásarkerfi GUÐJÓN A. Kristjánsson, formað- ur þingflokks Frjálslynda flokksins, beindi nýverið þeirri fyrirspurn til Guðna Ágústssonar (B) landbúnað- arráðherra á Alþingi hvort honum væri kunnugt um að fyrirtækið Goði seldi kindakjöt á innanlandsmarkaði sem átt hefði að fara í útflutning skv. reglum um útflutning kinda- kjöts. Ráðherra svaraði því til að hann hefði heyrt af þessu máli, en það væri of viðkvæmt til þess að rétt væri að ræða það á Alþingi. „Hafi slíkt útflutningskjöt verið selt á innanlandsmarkaði, getur sú sala þá síðar haft þau áhrif að bænd- ur þurfi að taka á sig frekari út- flutningsskyldu á næsta ári vegna þessarar sölu eins aðila á kjöti innan lands?“ spurði Guðjón Arnar m.a. og innti ráðherrann eftir hugsanlegum viðbrögðum við málum af þessu tagi. Málið getur komið til kasta dómstóla Guðni Ágústsson svaraði því til að hann hefði heyrt þetta mál nefnt. „Ég vil í rauninni ekki ræða þetta viðkvæma mál hér. Menn verða auð- vitað að fara að lögum þessa lands og þetta mál er í rannsókn, segja mér þeir hjá Bændasamtökunum,“ sagði hann og kvaðst myndu fylgj- ast með því þar. Bætti hann því við að hann vildi ekki hafa uppi grófar fullyrðingar um álögur í framtíðinni, heldur „mæta hverjum tíma eins og hann er“ og reyna eftir bestu getu að leysa málin þá og þegar og ef að þeim kemur. „Við skulum láta talið niður falla,“ sagði hann svo við fyr- irspyrjandann. Þegar Guðjón Arnar reyndi áfram að bera sig eftir upplýsingum um málið, sagði landbúnaðarráð- herra að mjög varhugavert gæti verið fyrir sig að ræða mál sem komið gæti til kasta dómstóla og orðið sakamál. „Bændasamtökin hafa í þessu efni ákveðna eftirlitsskyldu og halda ut- an um þessi mál. Vissulega er það svo að þetta mál er rætt í mínu ráðuneyti. Við fylgjumst með því og tökum þátt í að reyna að fylgja því eftir að menn fari að lögum,“ sagði Guðni Ágústsson ennfremur. Ráðherra segir málið í rannsókn Kindakjöt ætlað til útflutnings selt á innanlandsmarkaði? KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. Húsbréf Þrítugasti og áttundi útdráttur í 3. flokki húsbréfa 1991 Innlausnardagur 15. apríl 2002 1.000.000 kr. bréf 500.000 kr. bréf 100.000 kr. bréf 10.000 kr. bréf (3. útdráttur, 15/07 1993) 10.000 kr. Innlausnarverð 11.379,- 91376753 (4. útdráttur, 15/10 1993) 10.000 kr. Innlausnarverð 11.746,- 91376747 10.000 kr. Innlausnarverð 12.341,- (8. útdráttur, 15/10 1994) 10.000 kr. Innlausnarverð 12.596,- 91376754 10.000 kr. Innlausnarverð 13.589,- 9137057791371440 (12. útdráttur, 15/10 1995) 91376755 (7. útdráttur, 15/07 1994) 10.000 kr. Innlausnarverð 14.101,- 91377390 (14. útdráttur, 15/04 1996) 91310021 91310083 91310367 91310408 91310423 91310454 91310557 91310802 91310871 91310873 91311100 91311148 91311199 91311204 91311238 91311591 91311669 91311682 91311728 91311901 91311936 91312008 91312022 91320076 91320095 91320145 91320271 91320314 91320382 91320721 91320768 91320800 91320870 91321038 91370009 91370111 91370208 91370299 91370310 91370395 91370532 91370659 91370662 91370710 91370894 91370952 91371095 91371398 91371621 91371687 91371810 91371983 91372112 91372194 91372218 91372248 91372277 91372292 91372380 91372520 91372541 91373231 91373767 91373851 91374215 91374218 91374321 91374369 91374386 91374454 91374499 91374635 91374728 91374759 91374771 91374966 91375285 91375346 91375972 91376063 91376129 91376238 91376633 91376679 91376811 91376878 91376985 91376986 91377242 91377346 91377409 91378241 91378780 91379070 91379075 91379154 91379183 91340072 91340146 91340199 91340326 91340606 91340637 91340643 91340811 91341059 91341064 91341289 91341369 91341590 91341619 91341696 91341828 91342202 91342253 91342303 91342319 91342353 91342384 91342457 91342474 91342582 91342880 91343023 91343070 91343107 91343122 91343187 91343241 91343275 91343298 91343404 91343643 91343802 91343813 10.000 kr. Innlausnarverð 14.761,- 91370582 91376751 (16. útdráttur, 15/10 1996) 10.000 kr. Innlausnarverð 15.197,- 91370581 (18. útdráttur, 15/04 1997) 10.000 kr. Innlausnarverð 15.899,- (20. útdráttur, 15/10 1997) 1.000.000 kr. Innlausnarverð 1.589.949,- 91311991 91312004 91312078 Y f i r l i t y f i r ó i n n l e y s t h ú s b r é f : (25. útdráttur, 15/01 1999) 10.000 kr. 91376071Innlausnarverð 17.325,- (29. útdráttur, 15/01 2000) 10.000 kr. Innlausnarverð 19.398,- 91376748 10.000 kr. Innlausnarverð 20.492,- 91371799 91374996 (31. útdráttur, 15/07 2000) 10.000 kr. 100.000 kr. 91342362 Innlausnarverð 208.355,- Innlausnarverð 20.835,- 91371242 91371586 91373292 (32. útdráttur, 15/10 2000) 1.000.000 kr. 91311418 Innlausnarverð 2.083.550,- 100.000 kr. 91340894 Innlausnarverð 214.150,- (33. útdráttur, 15/01 2001) 10.000 kr. Innlausnarverð 16.493,- (22. útdráttur, 15/04 1998) 91376070 91376750 (24. útdráttur, 15/10 1998) 10.000 kr. 91370580 91376749 91377389 Innlausnarverð 16.990,- 10.000 kr. Innlausnarverð 21.936,- 91370060 (34. útdráttur, 15/04 2001) 10.000 kr. Innlausnarverð 23.197,- 91370319 (35. útdráttur, 15/07 2001) 1.000.000 kr. 91312088 Innlausnarverð 2.319.742,- 10.000 kr. 100.000 kr. 91340644 91340879 91341275 91342038 91342388 91343836 Innlausnarverð 239.471,- Innlausnarverð 23.947,- 91370016 91370023 91370720 91370903 91371953 91372143 91372150 91372191 91372650 91374952 91376360 91376622 91377341 91378913 91379151 (36. útdráttur, 15/10 2001) 1.000.000 kr. 91311404 Innlausnarverð 2.394.712,- 500.000 kr. 91320841 Innlausnarverð 1.197.356,- 91379038 10.000 kr. 100.000 kr. 91340860 91341377 91343104 Innlausnarverð 246.569,- Innlausnarverð 24.657,- 91370316 91370525 91370905 91371067 91371535 91372441 91372751 91373348 91373458 91375188 91375191 91375456 91375532 91376699 91376922 91378403 91378974 91379037 91379054 (37. útdráttur, 15/01 2002) Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Því er áríðandi fyrir eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar og koma andvirði þeirra í arðbæra ávöxtun. Húsbréf eru innleyst í öllum bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Borgatúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 Aðalfundur Íslenska hugbúnaðarsjóðsins hf. verður haldinn föstudaginn 1. mars 2002 í tónlistarhúsinu ÝMI, Skógarhlíð 20, og hefst fundurinn kl. 16:00 Á dagskrá eru: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 4.06 grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar fé- lagsins um að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 300.000.000 að nafnverði og að hluthafar falli frá forgangsrétti. Heimilt er að greiða fyrir hina nýju hluti með skuldajöfnuði og/eða eignarhlutum í öðrum félögum. Heimild þessi gildir út júní 2003. Ónýttar eldri heimildir falli jafnframt niður. 3. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins um að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 304.304.401 að nafnverði með áskrift nýrra hluta vegna fyrirliggjandi samninga við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Landsbankann Fjárfestingu hf. og að hluthafar falla frá forgangsrétti sínum við þá aukningu. Heimilt er að greiða fyrir hina nýju hluti með eignarhlutum í öðrum félögum að hluta. 4. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin bréf félagsins. 5. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöf- um til sýnis, viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Íslenska hugbúnaðarsjóðsins hf. Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. Aðalfundur 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.