Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM tveir þriðju ökumanna aka á 80– 100 km hraða á þjóðvegum landsins ef marka má niðurstöður úr nýjum umferðargreinum Vegagerðarinnar. Á þetta við um þá staði þar sem há- markshraði er 90 km/klst. Í janúar óku um 15% ökumanna yfir 100 km hraða um Kjalarnes og undir Ing- ólfsfjalli og svipað hlutfall ók á minna en 80 km hraða. Athygli vekur að um þriðjungur þeirra bíla sem var ekið um Moldu- hraun í Garðabæ í janúar var ekið á 80–100 km hraða en hámarkshraði þar er 70 km/klst. Minna en tveggja sekúndna bil var á milli rúmlega 40% bílanna en þrjár sekúndur eru sagð- ar lágmarksbil á milli bíla. Umferðin er því bæði hröð og þétt. Nicolai Jónasson, deildarstjóri upplýsingaþjónustu Vegagerðarinn- ar, segir að það hljóti að skapa aukna hættu á umferðarslysum. Minna en tveggja sekúndna bil sé alltof lítið bil og bregði eitthvað út af séu miklar líkur á aftanákeyrslu. Um 15% bíla á Kjalarnesi og undir Ingólfsfjalli var ekið með minna en tveggja sekúndna bili. Nicolai segir skýringuna vera bílalestir sem stundum myndast á þjóðvegum. Ekið í gegnum segulsvið Umferðargreinar virka þannig að tveimur skynjurum er komið fyrir í hvorri akrein. Í hvorum um sig myndast segulsvið. Þegar bíl er ekið í gegnum segulsviðið rofnar það eitt augnablik og um leið mælir grein- irinn hraða bílsins, lengd, þyngd og hæð. Slíkum greinum hefur verið komið fyrir á átta stöðum en ætlunin er að 50–70 slíkir verði komnir í notkun að fimm árum liðnum. Vegagerðin mun nota upplýsing- arnar úr umferðargreinunum til að meta álagið á vegunum. Slíkar upp- lýsingar nýtast m.a. við hönnun um- ferðarmannvirkja. Sérstaklega er fylgst með umferð stórra vöruflutn- ingabifreiða en Nicolai segir þá slíta vegunum margfalt á við smærri bíla. Öxulþungi þeirra sé í fjórða veldi miðað við fólksbíla. Með umferðar- greinunum er hægt að fylgjast með því hvenær stærri bílarnir eru helst á ferðinni og nýtast þær upplýsingar við eftirlit með þyngd á bílunum og með ökuritaskífum. Nicolai segir að ákveðið hafi verið að telja þá bíla sem ekið er á bilinu 80-100 km/klst. þar sem vitað sé að umferðarhraði á þjóðvegum liggi á því bili. Ef ástæða þyki til verði þess- ari framsetningu breytt. Umferð um Reykjanesbraut í Molduhrauni í Garðabæ í janúar Of mikill hraði og lítið bil Tveir þriðju aka á 80–100 km/klst. um þjóðvegina                                        !  "# $ %   &'%() * +$  ",  -. )  / .0$ "1 '  -. )              !  "    #   %   %   %  2 2 2  2 2 2 2 2 2 2  2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2  2  2 2 2  2  2 2 2   2 2 2 2 3 4 ,..'  !*  !' !*  !'$ !* !' BÓ KA M A RKA ÐU R H á sk ó la ú tg á fa n Í a n d d y ri A ð a lb y g g in g a r H á sk ó la Ísla n d s V e rð e in sta k ra b ó k a : 1 0 0 - til 1 .5 0 0 - k r. K o m ið o g g e rið g ó ð k a u p FÖSTUDAG LAUGARDAG SUNNUDAG Kl. 12-16 HÁSKÓLAÚTGÁFAN Háskóli Íslands, Aðalbygging Sími: 525-4003 H U 010 kg PRÓFESSOR frá Suður-Kóreu, dr. Si-Kwan Kim, kemur hingað til lands í kvöld og mun flytja fyr- irlestra á vegum Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands og Lyfjafræðingafélags Íslands. Aðal- erindi hans til landsins mun þó vera að bera vitni í dómsmáli Korea Gin- seng Corp. á hendur Heilsuverslun Íslands, vegna fullyrðinga sem fram komu í auglýsingu frá Heilsuversl- uninni í febrúar á síðasta ári, m.a. um að við ræktun ginsengs í Kóreu sé jarðvegur oft bættur með kem- ískum efnum. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Dr. Si-Kwan Kim er sérfræðingur í notkun náttúrulegra efna við lyfja- gerð og til lækninga. Hann hefur m.a. stundað rannsóknir á virkni ginsengs til að draga úr áhrifum díoxín-eitrunar og er víða vitnað til rannsókna hans á Netinu. Hann er prófessor við Konkun-háskólann í Seúl, en hefur m.a. sótt hluta fram- haldsmenntunar sinnar til Kaliforn- íuháskóla. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Heilsustofnunar NLFÍ, munu kóresk stjórnvöld kosta för dr. Si-Kwan Kim hingað til lands. Árni segir að prófessorinn sé þekktur sérfræðingur á sínu sviði. „Prófessorinn mun dvelja í fræði- mannsíbúð Heilsustofnunarinnar og flytja erindi fyrir starfsfólk okkar og annarra heilbrigðisstofnana á mánudag, um samskipti austrænna lækninga og nútímalækninga í Suð- ur-Kóreu og almennt um hlut nátt- úrulegra efna í lyfjaframleiðslu í heiminum,“ segir Árni Gunnarsson. Ingunn Björnsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir að dr. Si-Kwan Kim flytji fyrirlestur á fundi fræðslunefndar Lyfjafræð- ingafélagsins á þriðjudagskvöld. „Lyfjafræðingar í apótekum vilja veita sem bestar og réttastar upp- lýsingar um náttúrulyf, sem seld eru í apótekunum,“ segir Ingunn. „Upplýsingar um náttúrulyf hafa löngum verið mikill frumskógur og því gott að fá erindi frá manni sem sannanlega er virtur fræðimaður.“ Sigurður Þórðarson, eigandi Eð- alvara hf. sem flytur inn ginseng frá Kóreu, sagði aðdragandann að komu prófessorsins hingað til lands vera langan. „Þegar ávirðingarnar um notkun kemískra efna við gin- seng-framleiðslu í Kóreu komu fram þýddi ég þær og sendi í tölvu- pósti til framleiðandans í Kóreu, ríkisfyrirtækisins Korea Ginseng Corp. Þessi póstur minn var sendur áfram og barst loks til starfsmanna ginseng-rannsóknarstofu Kóreu, þar sem dr. Si-Kwan Kim starfaði til skamms tíma. Hann ritaði grein um málið og sendi hana til ræðismanns Kóreu á Íslandi og í kjölfarið var ákveðið að fá hann til að bera vitni í málinu fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur.“ Sigurður segir að um tíu manna hópur sé væntanlegur frá Dan- mörku til að hitta prófessorinn, auk fjögurra blaðamanna eru það m.a. danskir læknar og fulltrúar fyr- irtækis sem kaupa ginseng af Eð- alvörum. Þá sé einnig von á hópi frá Noregi. Prófessor frá Suður-Kóreu til Íslands Ber vitni um gin- seng í héraðsdómi HLUTI þess lands sem landbúnað- arráðuneytið hefur leigt Knúti Bru- un undir heilsuþorp við Hveragerði er þegar leigður af Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands og rennur sá samningur ekki út fyrr en árið 2003. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra skrifaði undir leigusamning við Knút á þriðjudag. Fulltrúar NLFÍ áttu fund með landbúnaðar- ráðherra og ráðuneytisstjóra í gær og var þar upplýst að þeir aðilar sem ráðuneytið fékk til að kanna leigu- samninga og staðsetja leigulandið hefðu gert mistök þegar þeir hvorki kynntu NLFÍ né Heilsustofnun NLFÍ fyrirhugaða staðsetningu og tóku ekki heldur mið af gildandi leigusamningum. Í fréttatilkynningu frá NLFÍ kemur fram að saming- urinn gengur gegn skipulagsupp- drætti Skipulagsstjórnar ríkisins. Um einn hektari af því átta hekt- ara svæði sem leigður var til Knúts hafði þegar verið leigður NLFÍ. Sá samningur var gerður í ágúst árið 1953 og rennur út í ágúst á næsta ári. „Okkur finnst óheppilegt að það skuli vera búið að tvíleigja sama landið,“ segir Gunnlaugur K. Jóns- son, forseti NLFÍ. Hann minnir á að Heilsustofnun NLFÍ er stærsti vinnuveitandi í Hveragerði og e.t.v. á öllu Suðurlandi með 150 starfsmenn og undarlegt að stofnunin skuli ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar samningurinn var gerður. Hér hafi verið gerð mistök en það sé ráðu- neytisins að leiðrétta þau. Gunnlaug- ur segir að að öllu óbreyttu þrengi fyrirhuguð staðsetning heilsuþorps- ins mjög að starfsemi Heilsustofn- unarinnar, sem hafi ekki síst byggt starfsemi sína á nálægð við öruggar gönguleiðir og útivistarsvæði. Alvar- legast sé þó að verði þorpið að veru- leika séu varla nema nokkrir tugir metra að vatnsbóli Heilsustofnunar- innar. Þegar eru hafnar jarðvegsfram- kvæmdir vegna byggingar nýs bað- húss við Heilsustofnunina en Gunn- laugur segir að framkvæmdirnar muni kosta hundruð milljóna. Vatns- bólið spili þar algjört lykilhlutverk og sé í raun lífæð stofnunarinnar. Ætlunin sé að fá baðhúsið og stofn- unina samþykkta sem svokallað „spa“ og því skipti nálægð við hreint og heilnæmt vatn öllu máli. Verði heilsuþorpið byggt hljóti það að ógna vatnsbólinu. „Vægt til orða tekið höfum við af þessu verulegar áhyggjur og erum afskaplega hissa á að þetta skuli hafa farið alla þessa leið án þess að okkur væri nokkurn tíma tilkynnt þetta,“ segir Gunnlaugur. Hann leggur þó áherslu á að ekki sé verið að hnýta í þá góðu hugmynd að byggja heilsu- þorp. Mistök komin í ljós Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri landbúnaðarráðuneytis- ins, segir að ráðuneytið hafi falið Verkfræðistofu Suðurlands og Landformi ehf. að útfæra kosti fyrir heilsuþorpið. Hafi ráðuneytið talið úttektina vandaða og ekki ástæðu til að fara ofan í einstök atriði hennar. Nú sé á hinn bóginn komið í ljós að þessi aðilar hafi gert mistök. Meðal annars sé í skýrslu þeirra ekki greint frá þessari skörun leigusamninga. Hann minnir á að leigusamningurinn við Knút sé með þeim fyrirvara að allar framkvæmdir í landinu verði að hljóta viðeigandi skipulagsmeðferð hjá þar til bærum yfirvöldum. Leigusamningur vegna heilsuþorps Heilsustofnun NLFÍ hefur hluta landsins á leigu TRUFLANIR urðu á ADSL-þjón- ustu Símans í gær vegna bilunar í hugbúnaði. Bilunar varð fyrst vart í gærmorgun og lá samband þá niðri í um tvær klukkustundir fyrir há- degi. Endurræsa þurfti hugbúnað- arkerfi Símans vegna þessa. Kerfið bilaði síðan aftur síðdegis og gátu viðskiptavinir Símans ekki nýtt sér þjónustuna í um þrjá tíma. Sam- band komst á að nýju um níuleytið í gærkvöldi að lokinni viðgerð. Að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Símans, hefur einn- ig verið bilun í öðrum búnaði frá því á laugardag, sem hefur valdið truflunum hjá um fjórðungi ADSL- notenda hverju sinni. Áhrifin eru þau að notandi dettur út og þarf því að endurræsa tölvuna til að ná sam- bandi. Hugrún segir að sérfræðingar í Belgíu hafi verið að vinna í því að finna út úr þessari bilun. Búast megi við einhverjum truflunum á ADSL-þjónustunni fram að helgi. Truflanir á ADSL-þjónustu Símans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.