Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 19 SAMBAND norrænu félaganna tel- ur að kostnaður við millifærslur pen- inga á milli Norðurlandanna verði áfram mikill og mun meiri en á milli aðildarríkja Evrópusam- bandsins. Nýlega gaf ESB út tilskipun þess efnis að millifærsla á evr- um á milli aðildarríkja ætti ekki að vera dýrari en millifærsla innan hvers lands. Samband norrænu félaganna telur óviðunandi að milli- færslur verði dýrari á milli Norðurlandanna en ESB-ríkja og að það sé á skjön við markmið með norrænni samvinnu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sambandinu. Samband norrænu fé- laganna stóð fyrir könnun á kostnaði við millifærslur a milli Norðurlandanna í desember sl. og kom þar m.a. fram að gjald fyrir millifærslur er oft hærra en upp- hæðin sem millifærð er og kostn- aðurinn við millifærslur á milli Norðurlandanna er u.þ.b. tíu sinnum meiri en innan hvers lands. Niður- stöðurnar hafa vakið mikla athygli á Norðurlöndunum, bæði meðal al- mennings, félagasamtaka og fjöl- miðla. Algengt er að fólk starfi tíma- bundið í öðru landi en heimalandi sínu og fái síðar lífeyrisgreiðslur vegna þess á milli landa. Viðkom- andi þarf þá að standa straum af kostnaði við millifærslur og hefur það verið gagnrýnt. Norræna ráðherra- nefndin vinnur að málinu Stjórnsýslustofnanir innan hvers lands og samnorrænar stofnanir hafa tekið málið upp og leita nú svara við því hvernig hægt sé að lækka verð fyrir þessa þjónustu. Á fundi norrænu samstarfsráðherr- anna fyrr í þessum mánuði var ákveðið að biðja Norrænu ráðherra- nefndina um að kanna forsendur hins háa bankakostnaðar, þegar peningar eru sendir á milli Norð- urlanda, og athuga hvernig hægt væri að bæta ástandið. Neytenda- og fjármálasamstarfssvið Norrænu ráðherranefndarinnar vinnur að málinu og stefnt er að lausn fyrir sumarið, að því er fram kemur á vef Norðurlandaráðs. Í desember var gefin út tilskipun af Evrópusambandinu varðandi millifærslur á milli aðildarríkjanna. Markmið tilskipunarinnar er að að- ildarríkin skuli tryggja að kostnaður við flutning evra á milli ríkja skuli ekki vera hærri en innan hvers ríkis. Finnland er eina af Norðurlöndun- um innan ESB sem hefur tekið upp evruna. Aðlaga þarf tilskipunina Samband norrænu fé- laganna telur að tilskipun- in gefi einnig tilefni til að Danmörk og Svíþjóð, sem einnig eiga aðild að ESB en ekki myntbandalaginu, og Noregur og Ísland sem aðilar að Evrópska efna- hagssvæðinu, noti tæki- færið og taki mið af til- skipuninni við millifærslur eigin gjaldmiðla. Svíþjóð mun innleiða tilskipunina og kostnaður við milli- færslur á milli Svíþjóðar og evrulanda verður sam- bærilegur við kostnað við milli- færslur innan Svíþjóðar. Samband norrænu félaganna bendir á að millifærslur á milli Sví- þjóðar og Danmerkur verði eftir sem áður dýrar, nema danska rík- isstjórnin geri ráðstafanir og að millifærslur á milli Finnlands, Dan- merkur, Íslands og Noregs verði einnig dýrar áfram. Þannig verði kostnaður við millifærslur á milli Norðurlandanna áfram mikill og mun meiri en á milli aðildarríkja Evrópusambandsins. Þetta sé óvið- unandi og á skjön við markmið með norrænni samvinnu. Samband norrænu félaganna krefst þess að finnska og sænska ríkisstjórnin taki einnig millifærslur á milli Norðurlandanna til greina þegar þær samþykkja tilskipun ESB. Að auki er þess krafist að Norðurlandaráð og Norræna ráð- herraráðið taki sem fyrst nauðsyn- legt frumkvæði að því að tilskipun ESB og aðlögun hennar verði rædd í norrænum samstarfsstofnunum og innleidd á Norðurlöndunum. Óviðunandi kostnað- ur við millifærslur Morgunblaðið/Arnaldur Tíu sinnum dýrara getur verið að færa peninga á milli Norðurlandanna en innan hvers lands. Samband norrænu félaganna ályktar og skorar á Norðurlandaráð og Norræna ráðherraráðið ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra opnaði í gær, ásamt sjáv- arútvegsráðherra Noregs, Svein Ludvigsen, sjávarútvegssýninguna Fish International í Bremen í Þýskalandi. Fish International er önnur stærsta sjávarútvegssýning í Evrópu á eftir sýningunni í Brussel og þar koma saman allir helstu framleiðendur og kaupendur á fiski á Þýskalandsmarkaði til að bera saman bækur sínar. Hátt í 15 þús- und gestir, frá 71 þjóðlandi, sækja sýninguna en tæplega 500 fyrirtæki og stofnanir kynna þar vörur sínar og þjónustu. Sérstök kynning verð- ur á íslenskum fiskréttum sem eld- aðir verða samkvæmt uppskriftum frá Úlfari Eysteinssyni, matreiðslu- manni á Þremur frökkum. SÍF legg- ur til ufsa og karfa í matreiðsluna og Ora silungahrogn. Sjávarútvegsráðherra mun, jafn- framt því að opna Fish International, heimsækja nokkur fyrirtæki í Bre- merhaven í fylgd sendinefndar ís- lenskra fyrirtækja og félagasamtaka og eiga fund með borgarstjórum bæði Bremen og Bremerhaven. Þessar borgir eru, ásamt Cuxhaven og Hamborg, mikilvægustu borg- irnar í viðskiptum Íslands og Þýska- lands. Þýsk-íslenska verslunarráðið hefur séð um að skipuleggja ferð sjávarútvegsráðherra til Þýskalands og er för hans liður í að efla tengsl og auka viðskipti milli Íslands og Þýskalands. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra opnar sjávarútvegssýninguna Fish International í Bremen í Þýskalandi í gær. Sjávarútvegsráðherra opnar sýningu í Bremen BÚNAÐARBANKI Íslands seldi í gær tvær milljónir króna að nafnverði í Delta hf. og við það minnkaði eign bank- ans í félaginu úr 5,11% í 4,24%, eða 9,2 milljónir króna. Vegna framvirkra samninga eru þessu til viðbótar 45,6 milljón- ir króna að nafnverði í Delta skráðar sem eign bankans. Hlutabréf í Delta hækkuðu um 7,1% í gær í tæplega 290 milljóna króna viðskiptum og er gengið nú 75 krónur á hlut. Þetta þýðir að bréfin hafa hækkað um rúmlega 75% frá áramótum. Á sama tímabili hefur Úrvalsvísitala Verð- bréfaþings hækkað um tæp- lega 12% og var lokagildi hennar í gær 1.297,8 stig. Delta hækkar um 75% frá ára- mótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.