Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ósvikið Rautt eðal ginseng frá Kóreu Einungis unnið úr sérvöldum 6 ára gömlum rótarbolum Skerpir athygli - eykur þol FRAMMÁMENN í atvinnulífi Vene- súela og talsmenn Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, IMF, fögnuðu í gær þeirri ákvörðun Hugo Chavez, forseta Venesúela, að láta gengi gjaldmiðils- ins, bólivarsins, fljóta. Það féll þegar um nær fimmtung og um hríð kostaði Bandaríkjadollari um eitt þúsund bó- livara á mörkuðum í höfuðborginni Caracas en treysti sig nokkuð í sessi er á leið. Miklir efnahagserfiðleikar hafa verið í landinu, meðal annars vegna lækkandi olíuverðs á heims- mörkuðum en um 30% af útflutnings- tekjum Venesúela koma frá olíuiðn- aði. Sumir óttast að Venesúela muni senn lenda í jafn miklum þrenging- um og Argentína. Hagfræðingar vör- uðu Chavez við því í fyrra að skráð gengi gjaldmiðilsins væri 40% yfir raunvirði en það var að nokkru leyti tengt við dollarann. Kom þetta fram í sjónvarpsávarpi sem forsetinn flutti á þriðjudag. Þótt sérfræðingar telji að rétt hafi verið að leyfa genginu að fljóta gagnrýndu sumir að aðgerðin skyldi ekki vera framkvæmd í áföng- um. „Ég vona að markaðurinn bregð- ist við með rósemi en ekki tauga- veiklun og leiðréttingin á genginu verði hófsöm,“ sagði kaupsýslumað- urinn Pedro Carmona á þriðjudag er skýrt var frá því að gripið yrði til rót- tækra aðgerða. Umdeildur forseti í vanda Chavez er afar umdeildur og hefur lent í hörðum deilum við ráðamenn í einkafyrirtækjum, fjölmiðla, kaþ- ólsku kirkjuna og Bandaríkjastjórn. Hann er fyrrverandi fallhlífahermað- ur, var fangelsaður 1992 fyrir mis- heppnaða uppreisnartilraun gegn lýðræðislega kjörnum forseta en bauð sig fram og sigraði í forseta- kosningum 1998. Hann var endur- kjörinn árið 2000. Chavez er orðhák- ur og er oft sakaður um að beita ósvífnu lýðskrumi og skerða tjáning- arfrelsi andstæðinga sinna. Hann hefur hins vegar notið mikilla vin- sælda fátækustu íbúa landsins enda hefur hann heitið að bæta kjör þeirra og útrýma spillingu. Forsetanum tókst að fá stóraukin völd fyrir tveim árum með því að fá samþykktar stjórnarskrárbreytingar. Tveir hátt- settir herforingjar hvöttu í liðinni viku til afsagnar Chavez og um 5.000 manns tóku þótt í kröfugöngu til að styðja tillöguna. Fjárlög verða skorin niður um 22% Chavez sagðist í gær ætla að skera ríkisútgjöld niður um 22% og nota fé úr sérstökum neyðarsjóði til að loka fjárlagagati sem nemur um átta milljörðum dollara, um 800 milljörð- um króna. Reynt verður að bæta samkeppnisaðstöðu innlendra fyrir- tækja og stöðva peningaflótta úr landi en talið er að um tíu milljarðar dollara hafi verið fluttir úr landi í fyrra og gjaldeyrisforðinn hefur minnkað úr 19 milljörðum dollara í 13 milljarða síðan í nóvember. Almenn- ingur á götum úti lét í ljós reiði og ör- væntingu í Caracas í gær. „Þetta er tímasprengja fyrir Chav- ez,“ sagði kona sem sagðist heita Barbara en neitaði að gefa upp ætt- arnafn. Hún stóð í biðröð til að skipta bólivörum yfir í dollara. „Þetta gæti orðið verra en í Argentínu,“ sagði tölvufræðingur sem var að reikna út hvað hann hefði tapað miklu. Chavez lætur gjaldmiðil- inn í Venesúela fljóta Caracas. AP, AFP. Gengið hrundi um nær 20% í gær og spáð er frekari þrengingum AP Jose Torres, íbúi í Caracas, les dagblað á þriðjudag þar sem skýrt er frá því að gengi gjaldmiðla verði látið fljóta. Seðlabankastjóri landsins sagði að hætt yrði að halda gengi bólivarsins uppi með valdi og brenna þannig upp erlendan gjaldeyrisforða bankans. BANDARÍSKI sveitasöngvarinn Waylon Jennings lést á heimili sínu í Arizona á miðvikudag, 64 ára að aldri. Ekki var greint frá bana- meini Jennings en hann hafði um nokkurt skeið strítt við erfið veikindi. Fullyrtu bandarískir fjöl- miðlar að hann hefði látist af fylgikvillum tengdum syk- ursýki, sem hann þjáðist af. Þurfti að taka af vinstri fótlegg hans í des- ember sl. af sömu sökum og söngv- arinn hafði farið í erfiða hjarta- skurðaðgerð árið 1998. Jennings var um langa hríð eitt af stóru nöfnunum í bandarískri sveitatónlist. Átti hann þátt í að móta þá hefð, sem myndaðist í þess- um tónlistargeira bæði að því er varðar söng og undirleik. Jennings hóf feril sinn um miðjan sjötta áratuginn og var í upphafi undir verndarvæng söngvarans Buddy Holly. Holly lést hins vegar í flugslysi 3. febrúar 1959 ásamt þeim Richie Valens og The Big Bopper, eins og frægt er orðið. Jennings hafði hugsað sér að vera einnig far- þegi í þessari örlagaríku flugferð, en gaf sæti sitt á síðustu stundu eftir til The Big Bopper. 89 af lögum Jennings komust í efstu hæðir vinsældalista, þar af 16 í toppsætið. Hafa plötur hans selst í meira en fjörutíu milljónum eintaka. Waylon Jennings látinn Nashville. AFP. Waylon Jennings SHEIKH Omar, íslamskur öfga- maður, sem hefur viðurkennt að hafa rænt bandaríska blaðamanninum Daniel Pearl, segir nú, að hann sé látinn. „Ég veit, að hann er látinn,“ er haft eftir Omar en hann er nú í haldi pakistönsku lögreglunnar í Karachi. Áður hafði hann viðurkennt, að hann hefði skipulagt ránið á Pearl, sem hvarf fyrir rúmum þremur vikum. Omar, sem er fæddur í Bretlandi, var handtekinn sl. þriðjudag og þá hélt hann því fram, að Pearl væri á lífi. Talsmaður bandaríska dagblaðs- ins Wall Street Journal, vinnuveit- anda Pearls, sagði í yfirlýsingu í gær, að þar vildu menn trúa því, að Pearl væri enn lifandi. Tasneem Noorani, innanríkisráðherra Pakistans, telur það heldur ekki vera útilokað enda hafi Omar oft breytt framburði sín- um í yfirheyrslum, hugsanlega til að villa um fyrir fulltrúum lögreglunn- ar. Pervez Musharraf, forseti Pakist- ans, sagði í Washington í fyrradag, að hann tryði því, að Pearl væri á lífi og hringurinn um mannræningjana þrengdist stöðugt. Ófrísk eiginkona biður manni sínum vægðar Að því er Omar segir, stóðu þrír hópar að ráninu á Pearl, og var ákveðið, að enginn þeirra vissi um aðsetur annars. Var þess krafist, að í skiptum fyrir hann yrðu nokkrir fangar Bandaríkjamanna í Guant- anamo á Kúbu látnir lausir, en því var umsvifalaust hafnað. Mariane, eiginkona Pearls, sem er ófrísk og komin sex mánuði á leið, hvatti í gær ræningjana til að láta eiginmann sinn lausan. „Hann hefur aldrei skaðað nokkurn mann,“ sagði í yfirlýsingu hennar en hún er nú í Pakistan. Segir Pearl látinn Karachi. AFP. ENGINN Palestínumaður, nema ef vera skyldi Yasser Arafat, hefur meiri völd og vekur meiri ótta en Jibril Rajoub, yfirmaður öryggis- sveita Palestínumanna á Vestur- bakkanum. Rajoub er 48 ára, þétt- vaxinn með yfirvararskegg, rödd sem hljómar eins og fjarlægt þrumuveð- ur, og ræður yfir nokkrum þúsund- um einkennis- og óeinkennisklæddra palestínskra öryggisfulltrúa. Hann heldur fundi í höfuðstöðvunum á hæð norður af Jerúsalem og sest reglu- lega niður með yfirmönnum í banda- rísku og ísraelsku leyniþjónustunni. Þess vegna tóku Palestínumenn eftir því þegar Arafat í bræði sinni beindi skammbyssu að honum sl. mánudagskvöld. Haft er eftir ónafn- greindum palestínskum embættis- manni að Arafat hafi verið skjálfandi og byssan hafi fallið úr höndum hans. Margir Palestínumenn veltu því fyrir sér hvort síðasti vottur yfirvalds og skipulags á Vesturbakkanum væri að leysast upp, undir þrýstingi Ísraela, í ringulreið. Í yfirlýsingum og viðtölum á mið- vikudaginn gerði Rajoub lítið úr at- vikinu og ítrekaði stuðning sinn við Arafat. En engu að síður hafa vaknað spurningar um örlög Rajoubs, for- ystu Palestínumanna og tök Arafats á valdataumunum. „Það sem gerðist hér var bara stormur í tebolla,“ sagði Rajoub við ísraelska sjónvarpið, og talaði reiprennandi hebresku sem hann lærði í æsku þegar hann var leiðtogi fanga í ísraelskum fangels- um. „Ég vil segja við þá sem hafa áhyggjur friðarins vegna, að ég er við hestaheilsu.“ Deilan kom upp á skrifstofum Ara- fats í Ramallah á Vesturbakkanum, þar sem hann hefur setið í eiginlegu stofufangelsi í tvo mánuði, því Ísrael- ar neita að leyfa honum að fara og sitja ísraelskir skriðdrekar um skrif- stofurnar. Á fundi með helstu aðstoð- armönnum sínum reiddist Arafat vegna fregna um um að múgur Pal- estínumanna hefði ráðist á fangelsi í borginni Hebron á Vesturbakkanum og frelsað íslamska vígamenn og meinta hryðjuverkamenn sem Arafat hafði látið handtaka að undirlagi Bandaríkjanna. Krafði Rajoub skýringa Arafat krafðist skýringa á því, hvers vegna menn Rajoubs hefðu lát- ið viðgangast að fangarnir væru frelsaðir, samkvæmt því sem nokkrir heimildamenn hafa sagt um fundinn í Ramallah, og ísraelskir fjölmiðlar greindu fyrst frá, en hefur síðan verið staðfest af Palestínumönnum. Rajo- ub reiddist og sagði orsök upphlaups- ins vera skort á skýrum fyrirmælum frá Arafat sjálfum. Fréttum ber ekki saman um hvað gerðist næst – hvort Arafat fór að öskra á Rajoub, sakaði hann um að vera að leggja á ráðin um að leysa sig af hólmi, bölvaði honum, hótaði hon- um, kýldi hann eða gaf honum löðr- ung. Flestir eru þó sammála um að Arafat hafi beint byssu að Rajoub, skjálfandi af reiði, og hafi ef til vill misst byssuna. Aðrir menn á fund- inum munu hafa gengið á milli. Ekki sérlega notalegt Ísraelskt dagblað sagði að Arafat hefði hrópað hvað eftir annað: „Hann vill taka við af mér!“ Annað blað sagði að Arafat hefði sagt við Rajoub: „Ég drep þig!“ Ekki hefur reynst unnt að fá staðfest hvað fór þeim í milli, en palestínskir embættismenn eru sam- mála um að það hafi ekki verið sér- lega notalegt. Spenna hefur ríkt í samskiptum Arafats og öryggismálayfirmanna Palestínumanna um skeið. Í fyrra missti Arafat stjórn á skapi sínu við starfsbróður Rajoubs á Gazasvæð- inu, Mohammed Dahlan, og leiddi það til þess að þeir töluðust ekki við í margar vikur. Fréttaskýrendur og diplómatar í Mið-Austurlöndum líta þessi atvik alvarlegum augum. Ekki aðeins vegna þess að Rajoub og Dahlan eru valdamiklir og hugsan- legir eftirmenn Arafats. Meiru skipt- ir að deilurnar benda til spennu með- al Palestínumanna um framtíð uppreisnarinnar (intífada) gegn her- setu Ísraela á Gaza og Vesturbakk- anum og einnig um framtíð heima- stjórnarinnar sem setið hefur í átta ár. Spennan að sliga Palestínustjórn AP Jibril Rajoub, yfirmaður örygg- islögreglu Palestínumanna á Vesturbakkanum, á skrifstofu sinni í Ramallah á þriðjudaginn. Arafat beindi byssu að öryggisstjóra sínum í bræðiskasti Jerúsalem. The Washington Post.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.