Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 27 LEIKARARNIR Brad Pitt og Ro- bert Redford leiða saman hesta sína í spennumyndinni Spy Game, sem fjallar um alþjóðlega njósnastarf- semi, hryðjuverk og mannrán. Þeir félagar eru ekki að kynnast í fyrsta skipti því Robert Redford leikstýrði Brad Pitt í sinni fyrstu eldraun í „A River Runs Through It“. Auk þeirra tveggja fara með helstu hlutverk Catherine McCormack, Stephen Dillane og Larry Bryggman. Þeir Nathan Muir (Redford) og Tom Bishop (Pitt) lenda í upphafi myndarinnar í miklum svaðilförum á dögum kalda stríðsins sem njósnar- ar leyniþjónustunnar CIA, meðal annars í Víetnam, Beirút og Berlín, en Nathan hafði tekið Tom í læri og kennt honum allt það sem hann kunni. Síðan skiljast leiðir og mörg- um árum síðar fréttir Nathan að bú- ið sé að fangelsa Tom í Kína þar sem hann hefur verið dæmdur til dauða fyrir njósnir. CIA hefur alfarið gefið Tom upp á bátinn þar sem talið er að tilraunir til björgunaraðgerða geti skapað of mikla áhættu í alþjóðleg- um samskiptum þjóða í milli. Það kemur því til kasta Nathans, gam- alreynds leyniþjónustumanns, að bjarga fyrrum félaga sínum úr prís- undunni. Hann nýtur í engu aðstoð- ar CIA, þar sem nýir menn hafa tek- ið þar við stjórn, og þarf hann því að beita klókindum til að afla sér nauð- synlegra upplýsinga um vin sinn og fyrrum félaga, sem bíður þess eins að dauðadóminum verði fullnægt innan sólarhrings. Fimm ár eru síðan upprunalega handritið af Spy Game, sem skrifað var af Michael Frost Beckner og David Arata, náði athygli framleið- enda myndarinnar, Douglas Wick og Marc Abraham, sem vildu gera mynd, sem gerðist á hverfulum tíma síðari hluta kalda stríðsáranna, frá 1975 til 1991. „Ég vildi sýna þetta tímabil með augum gamalreynds leyniþjónustumanns, sem er við það að setjast í helgan stein, og fylla síð- an inn í söguna með augum ungs skjólstæðings hans. Ég vildi ekki síður líta til eiginlegrar þjóðernis- kenndar á siðferðistímum og sýna fram á að þjóðerniskenndin er per- sónulegs eðlis þegar öllu er á botninn hvolft og snýst um að breyta rétt fyrir réttar ástæður,“ segir Beckner, sem hefur áralanga reynslu í rannsóknum og skrifum um CIA og er hann m.a. höfundur nýju sjónvarpsþáttaraðarinnar „The Agency“. Leikstjóri myndarinnar, sem kemur frá Universal Pictures, er Tony Scott og hefur hann átt vel- gengni að fagna allt frá árinu 1983 er hann þreytti frumraun sína sem leikstjóri í vampírumyndinni „Hung- er“ með Catherine Deneuve, David Bowie og Susan Sarandon í aðalhlut- verkum. Scott hefur síðan leikstýrt myndum eins og Top Gun með Tom Cruise, Beverly Hills Cop II, Rev- enge, Days of Thunder, The Last Boy Scout og True Romance, sem urðu þó nokkuð skiptar skoðanir um. Leikarar: Robert Redford (The Sting, Butch Cassidy, Sundance Kid, Jeremiah Johnson, The Great Gatsby, Out of Afr- ica, Up Close and Personal); Brad Pitt (The Mexican, Being John Malkovich, Seven years in Tibet, The Devil’s Own, Sleepers, Twelve Monkeys); Catherine McCormack (Braveheart, Land Girls, Dangerous Beauty, Dancing at Lughn- asa); Stephen Dillane (The Parole Offic- er, Ordinary Decent Criminal, Welcome to Sarajevo); Larry Bryggman (Die Hard 3, Hanky Panky, Justice for All). Leik- stjóri: Tony Scott. Robert Redford og Brad Pitt í kvikmyndinni Spy Game. Kapp- hlaup við dauðann Sambíóin frumsýna Spy Game með Robert Redford, Brad Pitt, Catherine McCormack, Stephen Dillane og Larry Bryggman. GAMANMYNDIN Du- ets fjallar um sex ein- staklinga, sem allir hafa ástríðu á karokí og ala með sér þann draum að standa uppi sem stór- stjörnur einn daginn. Myndin, sem er frá Hollywood Pictures, er framleidd af Kevin Jon- es, John Byrum, sem einnig er höf- undur handrits, og Bruce Paltrow, sem einnig er leikstjóri myndarinn- ar. Leikstjórinn Bruce Paltrow, sem auk þess að vera faðir leikkonunnar Gwyneth Paltrow, er margverðlaun- aður fyrir sjónvarpsþáttaraðir sínar „St. Elsewhere“ og „The White Shadow“. Hann einbeitir sér gjarnan að einstaklingum, sem þurfa að yf- irstíga mikla erfiðleika og hindranir til að finna draumum sínum farveg. Þetta þema á ekki síst við um Duets, þessa nýjustu afurð Paltrow. Í hópi sexmenninganna fá áhorf- endur að kynnast þjónustustúlku frá Wheeling í Virginíu sem er að verða úrkula vonar um að verða nokkru sinni söngstjarna í Kaliforníu. Annar er leigubílstjóri í leit að lífssvörun- um. Sá þriðji er fyrrum fangi, sem framið hefur alvarlegan glæp, en hefur til að bera rödd eins og engill. Sá fjórði er útbrunninn sölumaður og svo er það hin saklausa sýninga- stúlka frá Vegas (Gwyneth Paltrow) sem uppgötvar undarleg tengsl við karokí-keppnismann, sem leikinn er af Huey Lewis, en hann er líklega einna best þekktur fyrir að vera að- almaðurinn í hljómsveitinni Huey Lewis & The News, sem komst nokkrum sinnum inn á vinsælda- listana fyrir lagasmíðar sínar á ní- unda áratugnum. Saman stefna þau skötuhjúin á að ná frægð og frama í mikilli karokí-keppni, sem halda á í Omaha í Nebraska. Þau bæði rekast á veggi og brenna brýr að baki sér á ferðum sínum um miðríki Norður- Ameríku, en auðga að lokum líf hvort annars. Leikarar: Maria Bello (Coyote Ugly, Pay- back, Permanent Midnigt); André Braugher (Frequency, City of Angels, Thick as Thieves); Paul Giamatti (Priv- ate Parts, Man on the Moon, Cradle Will Rock, Saving Private Ryan); Huey Lewis (Back to the Future, Short Cuts); Gwyneth Paltrow (Shakespeare in Love, Flesh and Bone, A Perfect Murder, Great Expectations) og Scott Speedman (Felicity, Kitchen Party). Leikstjóri: Bruce Paltrow. Draumur um frægð og frama Háskólabíó frumsýnir Du- ets með Maria Bello, André Braugher, Paul Giamatti, Huey Lewis, Gwyneth Paltrow og Scott Speedman. Paul Giamatti og André Braugher í Duets sem frumsýnd er í Háskólabíói í dag. GAMANMYNDIN Not Another Teen Movie fjallar um vinahóp í John Hughes framhaldsskólanum, sem gerir allt vitlaust, en fljótt á litið virðast unglingarnir í þeim skóla ekki svo ýkja frábrugðnir jafnöldr- um annars staðar. Vinsælasti piltur- inn í hópnum, Jake, veðjar um það við félaga sinn Austin, montnasta gæjann á svæðinu, að hann muni geta breytt Janey, sem flestir eru sammála um að sé með ófríðari stúlkum í skólanum, í fegurðardís áður en kemur að aðalskóladans- leiknum þar sem drottning kvöldsins verður útnefnd. Ýmislegt verður á vegi Jake í þessu ætlunarverki, en hann heldur þó ótrauður sínu striki enda staðráðinn í að vinna veðmálið. Þessi unglingamynd skartar flest- um þeim persónum, sem eiga heima í unglingamyndum. Auk montrassins, sæta og vinsæla stráksins, er í hópn- um að finna dómharða og miskunn- arlausa systur, spillta klappstýru, skiptinema, furðufugl, miskunnsama samverjann, blaðurskjóðu og síðast en ekki síst örvæntingarfullar jóm- frúr. Handritshöf- undar eru Mich- ael G. Bender, Adam Jay Ep- stein, Andrew Jacobson, Phil Beauman og Buddy Johnson. Leikstjóri mynd- arinnar, sem kem- ur frá Columbia Pictures, Joel Gallen er vel þekktur sem framleiðandi tón- listarmyndbanda, sýninga og sjón- varpsþátta af ýmsu tagi og rekur nú sitt eigið fyrirtæki á þessu sviði, Tenth Planet Productions, í Los Angeles. Not Another Teen Movie er hinsvegar frumraun hans sem leik- stjóri myndar í fullri lengd, en ný- lega var Gallen valinn til að stýra umfangsmikilli söfnun í beinni út- sendingu fjölda sjónvarpsstöðva vítt og breitt um heiminn undir yfir- skriftinni „America: A Tribute to Heroes“ til styrktar aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í New York 11. september síðastliðinn. Hann segist persónulega hafa sér- stakt dálæti á unglingamyndum ní- unda áratugarins. „John Hughes er kóngurinn. Allar myndirnar hans voru frábærar frá upphafi til enda. Við gerð þessarar myndar leitaði ég í smiðju Hughes og hressti svo upp á minnið með því að horfa til nýrri unglingamynda. Það var mikið tæki- færi fyrir mig að fá að læra af þeim í eigin persónusköpun og gerð nýrrar unglingamyndar, sem vonandi höfð- ar til sem flestra.“ Leikarar: Chyler Leigh (Kickboxing Aca- demy, 7th Heaven); Chris Evans (Bost- on Public, The Fugitive); Jaime Pressly (Tomcats, Ticker); Mia Kirshner (Cent- ury Hotel, Now and Forever); Eric Christian Olsen (Local Boys, Pearl Harbor); Deon Richmond (Scream 3, Trippin); Eric Jungmann (Varsity Blues, The Faculty) og Ron Lester (Unleashed, Varsity Blues). Leikstjóri: Joel Gallen. Vinahópur í framhaldsskóla Úr kvikmyndinni Not Another Teen Movie. Smárabíó, Laugarásbíó, Regnboginn, Nýja Bíó í Keflavík og Borgarbíó á Ak- ureyri frumsýna Not Another Teen Mov- ie með Chyler Leigh, Chris Evans, Jaime Pressly, Mia Kirshner, Eric Christian Ol- sen, Deon Richmond, Eric Jungmann og Ron Lester. RAGNA Sigurðardóttir, myndlist- armaður og rithöfundur, fjallar um notkun tungumálsins innan mynd- listarinnar í fyrirlestri á mánudag kl. 12.30 í LHÍ, Laugarnesi. Yf- irskriftin er „Orð og myndir“. Sagt verður frá hvernig tungumálið hef- ur birst með ýmsum hætti í lista- stefnum tuttugustu aldar og fjallað um nokkra einstaka listamenn, sem hafa nýtt sér möguleika orðanna á mismunandi hátt, í list- sköpun sinni. Ragna Sigurðardóttir var við nám í nýlistadeild MHÍ og fram- haldsnám í Jan van Eyck-Aka- demíunni í Hollandi, þar sem hún síðan bjó og starfaði í nokkur ár. Í myndlist sinni hefur Ragna fengist við ýmiss konar textaverk sem sett hafa verið fram á mismunandi hátt og gefið út þrjár skáldsögur. Verk eftir hana eru nú á samsýningu þriggja listamanna í Listasafni ASÍ. Nemendur hönnunardeildar LHÍ segja frá hönnunarumhverf- inu í Hollandi í Skipholti 1 á mið- vikudag kl. 12.30. Námskeið Námskeið í hraðteikningu (skissuteikning) hefst á þriðjudag. Áhersla verður m.a. á myndbygg- ingu, sjónarhorn, ljós og skugga. Kennari er Halldór Baldursson teiknari hjá Hreyfimyndafyrirtæk- inu. Textíll – ný tækni nefnist nám- skeið sem hefst á þriðjudag. Kynntar verða m.a. aðferðir við yf- irfærslu mynd- og ritefnis á textíl. Kennari er Sirrý Örvarsdóttir textílkennari og hönnuður. Námskeið í vefsíðugerð hefst á miðvikudag. Kennd verða undir- stöðuatriði HTML, vefsíðugerðar og myndvinnslu fyrir vefinn. Kenn- ari er Jón Hrólfur Sigurjónsson. Fyrirlestur og nám- skeið í LHÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.