Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR HREINN Loftsson, fyrrverandi formaður einkavæðingarnefnd- ar, hefur með yfirlýs- ingum sínum í fjöl- miðlum í dag, gefið Símanum heldur kald- ar kveðjur. Hann seg- ir þar óstjórn á rekstri fyrirtækisins, áætlanagerð í molum, fjárfestingar hæpnar og markaðsaðgerðir vafasamar. Mann setur eigin- lega hljóðan við þessi ummæli enda má það teljast með eindæm- um maður í svo mik- ilvægri stöðu skuli láta hafa þetta eftir sér. Kannski þá helst vegna þess að hann hefur gengið fram fyrir skjöldu undanfarin misseri og lofað fyrirtækið í hástert. „…gríðarlega traust og sterkt fyrirtæki… við megum ekki gleyma því að þetta er eitt öfl- ugasta og traustasta fyrirtæki á Ís- landi.“ (Kastljós 19. sept 2001) Stjórn fyrirtækisins sendi frá sér fréttatilkynningu síðdegis í gær og svaraði þar ummælum hans á málefnalegan hátt og er lítið við það að bæta. Skaðinn er hins vegar skeður og mikið starf starfsmanna framundan við að vinna Símanum virðingu og traust landsmanna að nýju. Á undanförnum ár- um hefur starfsmönn- um Símans tekist að umbylta fyrirtækinu frá því að vera ríkis- rekið einokunarfyrir- tæki til þjónustufyrir- tækis í fremstu röð. Má kannski orða það þannig að hugtakið „viðskiptavinur“ hafi orðið til hjá Símanum á þessum tíma. Sam- fara þessum breyting- um hefur starfsmönn- um tekist að breyta viðhorfi landsmanna til Símans, til hins betra. Í þjónustu- og viðhorfskönn- unum hefur margoft komið fram að fyrirtækið er á réttri leið, almenn- ingsviðhorf hefur batnað og fyr- irtækið er í dag þekkt fyrir góða og trausta þjónustu. Ljóst er að ummæli Hreins hafa unnið þessu starfi mikinn skaða. Hann hefur ekki bara gert lítið úr verkum starfsmanna, eða stjórn- endum þess á öllum stigum, heldur einnig unnið tjón meðal almenn- ings og viðskiptavina. Þegar hann kemur fram með ummæli þess efn- is að við höfum haldið illa á fjár- munum almennings, er hann að gera lítið úr verkum okkar. Og þá skiptir engu hvort hann hafi haft rétt fyrir sér eða ekki. Nú þurfum við að leggja í hamarinn enn á ný og Hreinn Loftsson hefur togað okkur langt niður á við. Að lokum þetta: í aðdraganda einkavæðingar fór fram ítarleg út- tekt á starfsemi fyrirtækisins og því gefið „heilbrigðisvottorð“ af einu virtasta endurskoðendafyrir- tæki heims PWC. Hreinn Loftsson fór svo út meðal almennings, kynnti skýrsluna og hvatti almenn- ing til kaupa á fyrirtækinu. Hvað verður um trúnað almennings á ís- lenskum verðbréfamarkaði og við- skiptum með hlutabréf, þegar fyrr- verandi formaður einkavæðingar- nefndar, kemur fram með þessum hætti? Hverju geta kaupendur hlutabréf nú treyst? Þar hefur Hreinn kannski unnið mest tjón. Tjón á eignum almennings Magnús Orri Schram Einkavæðing Hreinn hefur ekki bara gert lítið úr verkum starfsmanna, segir Magnús Orri Schram, eða stjórnendum á öllum stigum, heldur einnig unnið tjón meðal almennings og viðskiptavina. Höfundur er starfsmaður Símans og einn þúsunda eiganda. Á STOFNFUNDI Samfylkingarinnar vorið 2000 var sam- þykkt að láta vinna faglega úttekt á stöðu Íslands í Evrópusam- starfinu. Þessi úttekt birtist í bókinni Ísland í Evrópu sem kom út í tengslum við lands- fund flokksins í nóv- ember sl. Þar fjalla 13 sérfræðingar um ýmis svið sem þarf að hyggja að þegar staða Íslands í Evrópusam- starfinu er metin. Meðal annars er þar að finna greiningu á samningsmarkmiðum Íslands við hugsanlega aðildarumsókn að ESB. Á landsfundinum var síðan sam- þykkt að taka Evrópuúttekt flokks- ins til umfjöllunar á almennum fundum vítt og breitt um landið, þar sem flokksmönnum og stuðnings- mönnum flokksins gæfist færi á að taka þátt í þeirri umræðu sem hafin hefur verið innan Samfylkingarinn- ar. Landsfundurinn samþykkti jafnframt að þessu ferli lyki með al- mennri póstkosningu um afstöðu flokksmanna til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Veruleikinn og EES-samningurinn Flestir eru sammála um mikil- vægi þess að brugðist sé við breyt- ingum á stöðu Íslands á alþjóða- vettvangi af þekkingu og yfirsýn. Ísland á afar mikið undir því að öll samskipti við viðskiptaþjóðir okkar gangi vel fyrir sig og að við njótum góðra kjara. Við viljum líka njóta þeirra kosta sem geta verið af sam- skiptum á ýmsum öðrum sviðum en viðskiptasviðinu. Stjórnmálaflokk- ar, og stjórnmálamenn, sem taka hlutverk sitt alvarlega þurfa að geta tekist á við breytingar á stöðu Íslands. Samfylkingin hefur haft að markmiði að gangast fyrir Evrópu- umræðu, sem byggist á efnislegri umfjöllun um staðreyndir en ekki upphrópunum, gífuryrðum og fyr- irfram gefinni niður- stöðu. Menn hafa von- andi eitthvað lært af umræðunum sem áttu sér stað um afleiðingar EES-samningsins. Skoðum mál af yfirvegun Í aðdraganda EES- samningsins drógu stuðningsmenn hans fyrst og fremst upp hina beinu fjárhags- legu ávinninga. And- stæðingarnir drógu hins vegar upp hryll- ingsmyndir af því hvernig erlendir auð- menn myndu kaupa upp allar okkar hjartfólgnustu lóðir og lendur og að hér mundi flæða yfir erlent vinnuafl sem mundi stórskaða íslenskan vinnumarkað. EES-samningurinn hefur hins vegar í raun reynst einn mikilvægasti félagsmálasáttmáli sem Ísland hefur gert, sömuleiðis á sviði mennta og vísinda og með mikilvægari umhverfissáttmálum sem við höfum gerst aðilar að. Fækkun EFTA-ríkjanna og breyt- ingar á Evrópusambandinu hafa síðan gert það að verkum að að- koma okkar að ákvörðunum er ófullnægjandi auk þess sem sam- bandið teygir sig nú yfir ný svið sem við eigum enga aðkomu að sak- ir þess að samningurinn tekur ein- ungis til þeirra sviða sem samið var um á sínum tíma. Þannig hafa ávinningar EES samningsins og gallar orðið allt aðrir en ráða mátti af umræðunni þá. Af þessu höfum við vonandi flest lært að það er betra að gefa sér ekki of mikið að lítt athuguðu máli. Upplýsing og nauðsynleg umræða Samfylkingin mun fram til hausts halda opinbera kynningarfundi víða um land. Þeir verða opnir öllum þeim sem áhuga hafa á kynningu og umræðu um þessi mál. Meginþungi fundanna verður þegar nálgast alls- herjaratkvæðagreiðslu flokks- manna í haust, en ákveðið hefur verið að stefna að því að úrslit liggi fyrir laugardaginn 26. október. Á þessum fundum verða frummæl- endur um valin efni úr hópi skýrslu- höfunda ,,Íslands í Evrópu“. Einnig er áætlað að fundir í Samfylking- arfélögunum um land allt taki Evr- ópumálin til umfjöllunar og kalli á sinn fund sérfræðinga og forystu- fólk í flokknum til að flokksmenn geti búið sig sem best undir at- kvæðagreiðsluna í haust. Það er afar mikilvægt að einmitt þetta mál, hvort Samfylkingin setur aðildarumsókn að Evrópusamband- inu á stefnuskrá sína, skuli fara í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins. Ekki aðeins vegna þess að mikilvægt sé fyrir flokksforyst- una að þekkja vilja flokksins í máli sem deildar meiningar eru um í samfélaginu, heldur, og þá ekki síð- ur, krefst þetta vinnulag þess að kynning og umræða fari fram. Flokksfólk í Samfylkingunni verður vel upplýst um Evrópumálin af því flokkurinn hefur sett þau á dag- skrá. Til að meta hvort rétt sé að láta reyna á aðildarumsókn þarf fólk að átta sig á því hver staða Ís- lands er og þeim möguleikum sem eru fyrir hendi. Þannig gæti spurn- ingin orðið merkilegri en svarið þegar upp er staðið. Upplýst flokksfólk greiðir atkvæði í haust Svanfríður Jónasdóttir Evrópumál Til að meta hvort rétt sé að láta reyna á aðild- arumsókn, segir Svan- fríður Jónasdóttir, þarf fólk að átta sig á því hver staða Íslands er og þeim möguleikum sem fyrir hendi eru. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. VÍNARTÓNLIST og amerísk söng- leikjamúsík hljómar á tvennum tón- leikum um helgina, í kvöld kl. 20.30 á Laugaborg í Eyjafirði og í Hlégarði í Mosfellsbænum á sunnudag kl. 17.00. Yfirskrift tónleikanna er Vín- Broadway. Í Laugaborg verða tón- leikar hópsins með hefðbundnu sniði, en í Hlégarði verða hefðirnar brotnar upp og gestum boðið að sitja til borðs og njóta veitinga meðan tónlistin hljómar. Þau sem syngja eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Óskar Pétursson, en með þeim leikur lítil kammersveit skipuð þeim Sigurði I. Snorrasyni klarin- ettuleikara, Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara, Páli Einarssyni bassa- leikara og Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur píanóleikara. Á efnisskránni er sígild tónlist af léttara taginu, nokkurs konar þver- skurður af tónlist frá tveimur heims- álfum sem á sér gjörólíkan uppruna en á það sameiginlegt að hafa náð gífurlegum vinsældum um allan heim. Fyrri hluti efnisskrárinnar er helgaður Vínartónlistinni sem að mestu leyti er samin á 19. öldinni en hinn síðari söngleikjalögum frá 20. öldinni og kennd eru við Broadway í New York. Laugaborg í Eyjafirði státar nú af einum besta flygli á landsbyggðinni, og tónleikahald þar hefur þess vegna verið að færast í vöxt. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari segir að aðstaðan í Hlégarði fyrir tónleika af þessu tagi sé líka orðin ansi fín. „Við höfum oft áður spilað í Hlégarði og höfum oft spilað Vín- artónlist, en nú erum við að prófa okkur svolítið áfram með blandað prógramm af Vínarmúsík og söng- leikjatónlist og að bjóða fólki að sitja til borðs.“ Diddú segir að tónleikar hópsins í Hlégarði fyrra hafi gengið ákaflega vel og að mikil stemning hafi verið í salnum og að það sé sérstaklega gaman að syngja bæði fyrir norðan, og svo í sveitinni sinni og sinna sínu fólki. „Við syngjum Vínarljóð og -dú- etta, meðal annars úr Brosandi landi sem margir þekkja. Ég ætla líka að syngja Czardas úr Leðurblökunni. Eftir hlé syngjum við músík úr Showboat, Óperudraugnum og Candide eftir Bernstein. Hljóm- sveitin spilar líka nokkur lög án okk- ar. Ég vona bara að þetta lukkist jafn vel í ár og að það verði jafn gaman og góð stemning bæði fyrir norðan og hér í Hlégarði.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Bergþór Pálsson, Sigurður I. Snorrason, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Páll Einarsson og Sigrún Eðvaldsdóttir eru meðal flytjenda. Vín, Broadway, Laugaborg og Hlégarður ERIKA er fertugur píanókennari, sem ekki bara býr með móður sinni heldur sefur líka í sama rúmi og hún. Mæðgurnar eru mjög háðar hvor annarri og örlítið svekktar yfir því að Erika varð aldrei konsertpíanisti og það er ekki laust við að það bitni á nemendum hennar. Hún sýnir þeim enga samúð, ber þá áfram og þolir ekki þá bestu. En þessi tilfinninga- lega frosna og brenglaða mannvera sem Erika er hefur kynferðislegar þarfir, sem hún fær útrás fyrir á sjúkan hátt, auk þess að refsa sér fyrir á enn verri hátt. Þegar hinn tví- tugi píanónemandi Walter fellur fyr- ir henni og hún hyggst hefja ástar- samband við hann fer allt í vitleysu. Alveg eins og Erika er tilfinninga- lega freðin er þessi mynd freðin. Kvikmyndatakan er endalausir fast- ir rammar sem reyna ekki að komast nær eða kynnast aðalpersónunni. Fjarlægðinni er haldið, alveg eins og Erika vill, og í rauninni gefur það raunsæja tilfinningu fyrir því hvern- ig væri að vera nálægt þessari mann- eskju. Isabelle Huppert leikur Eriku stórkostlega vel. Hún er fullkomlega sannfærandi sem þessi tvöfalda kona sem heldur andlitinu algerlega og hefur virðingu flestra en undir býr kona sem er illa sjúk á geði. Annie Girardot leikur móður hennar einnig frábærlega, samleikur þeirra er fínn og þessar manneskjur verða ljóslif- andi fyrir manni. Samband þeirra og krísur eru áhugaverð, sem og per- sóna Eriku, en myndin er of frá- hrindandi og vitsmunalega gerð til að maður nái að tengja við hana. Þar sem leikstjórinn kemur kulda Eriku svo vel til skila skilur maður ekki hvernig Walter getur fallið fyrir henni. Hún er köld, leiðinleg, grimm, ekki sú fríðasta og engan veginn að- laðandi. Þannig falla forsendurnar um sjálfar sig, maður trúir sögunni ekki. Ég gat ekki annað en hugsað um hversu mér leiddist að sjá enn eina tilgerðarlega myndina um franska konu sem engist út af helm- ingi yngri manni. Og allt of lengi í þokkabót. Það er öruggt að Píanókennarinn er ekki ein af þessum myndum sem maður sér, skrifar um og man síðan varla eftir tveimur mánuðum síðar. En mér væri samt sama þótt ég gleymdi henni, ekki af því að hún sé svo hryllileg eða átakanleg. Hún er um ljóta manneskju sem ég hef ekki áhuga á að skipta mér af. KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjórn og handrit: Michael Haneke eftir skáldsögu Elfriede Jelinek. Kvik- myndataka: Christian Berger. Aðal- hlutverk: Isabelle Huppert, Annie Gir- ardot, Benoit Magimel og Anna Sigalevitch. 130 mín. Austurríki/ Frakkland. MK Diffusion 2001. LA PIANISTE/PÍANÓLEIKARINN Illt á sálinni Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.