Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V ALGERÐUR Sverris- dóttir (B) iðnaðarráð- herra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gærmorgun. Hún sagði það flutt til þess að afla laga- heimilda fyrir framkvæmdum við raforkuver vegna stóriðjufram- kvæmda sem hugsanlegt er að ráð- ist verði í á næstu árum á Austur- landi. Í frumvarpinu er annars vegar lagt til að Landsvirkjun verði veitt heimild til að reisa og reka Kára- hnjúkavirkjun með allt að 750 MW afli og virkja til þess í tveimur áföng- um vatnsföllin Jökulsá á Brú og Jök- ulsá í Fljótsdal. Hins vegar er lagt til að iðnaðarráðherra verði veitt heim- ild til að veita Landsvirkjun leyfi til að stækka Kröfluvirkjun í allt að 220 MW. „Viðræður um byggingu álverk- smiðju á Austurlandi hafa staðið yf- ir um nokkurt skeið. Þeir aðilar er hafa komið að því verkefni eru ís- lensk stjórnvöld, Landsvirkjun, Hydro Aluminium Metal Product- ion, Reyðarál hf. og Hæfi hf. Er nú svo komið að aðilar stefna að því að taka 1. september næstkomandi endanlega ákvörðun um hvort af framkvæmdum verði eða ekki,“ sagði Valgerður. „Meðan á framkvæmdum stendur má vænta mikilla áhrifa á efnahag fólks og fyrirtækja á Austurlandi en umsvifin munu leiða til tímabund- innar spennu á vinnumarkaði. Aukin eftirspurn eftir vinnuafli mun nær örugglega leiða til almennrar hækk- unar launa. Á framkvæmdatímanum má búast við miklum áhrifum á af- komu fyrirtækja í verktakageiran- um og fyrirtækja á sviði verslunar, þjónustu og samgangna. Veigamestu efnahagsáhrifin koma hins vegar fram á rekstr- artíma virkjunar og ál- vers þegar skapast munu yfir eitt þúsund ný störf á Mið-Austurlandi. Varanleg fjölgun starfa á Austurlandi verður því að langstærstum hluta vegna álverk- smiðjunnar þar sem verða til rúm- lega 600 bein störf og um 400 afleidd störf og menntunarkröfur fjöl- breytilegar. Fyrirhugaðar framkvæmdir á Austurlandi munu leiða til mikillar atvinnusköpunar, hærri atvinnu- tekna og aukinna viðskipta á Mið- Austurlandi,“ sagði hún. Eftir að framsögu iðnaðarráð- herra sleppti tók við löng og ítarleg umræða í þingsal. Má heita að hún hafi einvörðungu snúist um Kára- hnjúkaþátt málsins og að þingmenn stjórnarandstöðu hafi þar verið mest áberandi. Þó sætti tíðindum að Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði obbann af Samfylkingunni fremur fylgjandi virkjunaráformum og að þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs lögðu megináherslu á arð- semi virkjunarframkvæmda í máli sínu fremur en umhverfisþáttinn. Varð þessi áherslubreyting til þess að Guðmundur Árni Stefánsson (S) sté í pontu og spurði hvort „rauði þráðurinn í vinstri hreyfingunni væri ekki lengur grænn“. Össur Skarphéðinsson sagði það skoðun Samfylkingarinnar, eða „obba Samfylkingarinnar“ eins og hann orðaði það, að ekki væri hægt að útiloka að menn réðust í virkjun við Kárahnjúka á grundvelli þeirrar skipulagstillögu sem liggur fyrir í þessu frumvarpi. Hann viðurkenndi þó að innan síns flokks væru skoð- anir mjög skiptar; margir væru ein- dregið fylgjandi virkjun og stóriðju- áformum en aðrir væru eindregið andsnúnir slíkum áformum. Svo væru þeir til sem teldu unnt að sætta ólík sjónarmið t.d. með stofnun þjóð- garðs á sömu slóðum, svo vernda mætti önnur svæði fyrir framtíðar- áformum um orkuöflun. Sagði Össur þó algert skilyrði að ákveðnar upplýsingar og forsendur lægju fyrir, hvernig bregðast ætti við aukinni þenslu, hvort efnahags- legur ávinningur væri ótvíræður og hvernig menn hugsuðu sér framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls. Þessi staða málsins innan Sam- fylkingarinnar varð til þess að Árni Steinar Jóhannsson (Vg) spurði Öss- ur hvort hann teldi, að að þessum þremur skil- yrðum uppfylltum yrði flokkur hans einhuga í því að samþykkja þessar framkvæmdir eða hvort hann, formaðurinn, teldi að Samfylkingin mundi klofna, „sumir greiða með en aðrir á móti.“ Össur Skarphéðinsson svaraði því til að hann skuldaði Vinstri grænum ekki nein svör um afstöðu í þessu máli og hóf gagnsókn með því að spyrja hvers vegna formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon, væri ekki viðstaddur umræðu um þetta mikla baráttumál flokksins. Ekki fékk for- maðurinn svör við því, en Árni Stein- ar lét þó í ljós undrun á hinum hörðu viðbrögðum við spurningu sinni, sagði þvert á móti eðlilegt að for- maður Samfylkingarinnar væri innt- ur eftir því hvernig landið lægi í mál- inu. Þess má geta í þessu sambandi að skv. upplýsingum Morgunblaðs- ins var Steingrímur J. Sigf lendis á ráðstefnu. Skoðanir um málið vor skiptar innan Samfylkin Þannig lýsti Jóhann Á þingmaður Vesturlands, y ánægju með virkjunaráfo kvaðst telja að virkjunin gæ mjög mikla orku með tiltölu um tilkostnaði. Sagði han raunar hafa gengið allt of la ingum á þeim náttúruspjö yrðu af völdum virkjunarin vegar gagnrýndi hann þann skini í gegnum texta frum og að framkvæmdir ættu a nokkurn veginn á sama tí stendur að taka ákvörðun efnið í heild sinni. Slíkur as eins til þess fallinn að sker ingsstöðu okkar gagnva kaupandanum. Af þessu tilefni sagðist V Sverrisdóttir fagna öllum þ „kæmu nú upp í vagninn“ eins gott að framsóknarme sýnt þrautseigju í þessum Nú kæmu fleiri og fleiri og vagninn og þetta endaði ö með algerri samstöðu um m þá verð ég hreykin,“ lý herrann síðan yfir. Umræðunni lauk þó ekk að þingmaður Samfylkin lýsti miklum fyrirvörum v kvæmdina. Þórunn Svein dóttir kallaði hana nefnile kostlegustu náttúruspjöll sögunnar“ auk þess sem nokkuð benti til þess að hú sig í bráð og lengd. Ögmundur Jónasson, þi formaður Vinstri grænna, að arðsemisþætti málsins í sinni ræðu og vitnaði, eins og raunar fleiri þing- menn, í greinar hagfræð- ingsins Sigurðar Jóhann- essonar í Vísbendingu um arðsemi virkjunarinnar. Gagnrýndi Ögmundur h hversu upplýsingagjöf vær hálfu Landsvirkjunar og ráðuneytisins og sífellt vær þess að þetta og hitt flokka viðskiptaleyndarmál. „Æt herra að bjóða okkur up vinnubrögð?“ spurði Ögm sagði alla geta verið sam umhverfisþátt málsins, þ.e. felldu náttúruspjöll sem h virkjuninni. Hins vegar væ uppi miklar efasemdir kvæmni framkvæmdanna o hann efast um trúverðugle þeirra gagna sem snert Hvort verið gæti að tölum h ið hagrætt í pólitískum tilga Frumvarp til laga um Kárahnjúkavirkjun og stæk Aðilar stefna ákvörðun 1. sept Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mælti fyrir frumvarp Rauði þráður Vinstri grænna ekki lengur grænn? Iðnaðarráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir frumvarpi um Kára- hnjúkavirkjun. Um- ræða um frumvarpið stóð frá morgni til kvölds, skrifar Björn Ingi Hrafnsson. For- maður Samfylking- arinnar lýsti ólíkum viðhorfum innan flokks- ins til málsins en Vinstri grænir lýstu sig and- víga, enda þótt áhersla þeirra hafi snúið meira að arðsemi framkvæmd- arinnar en áður. FYRIRKOMULAG HÚSNÆÐISLÁNA Umsvif Íbúðalánasjóðs eru meiri enflestir átta sig á. Sjóðurinn gegnir um þessar mundir lykilhlutverki í því kerfi, sem upp hefur verið komið hér á landi til að greiða fyrir húsnæðiskaup- um almennings. Ekkert segir hins veg- ar að engar aðrar leiðir megi fara í fyr- irkomulagi íbúðalána og í tímans rás hafa komið fram tillögur um að færa þessa lánastarfsemi til banka og spari- sjóða. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, reifaði þessa hug- mynd á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands á þriðjudag. Í ræðu sinni talaði Halldór um „umbreytingu húsbréfa- deildar Íbúðalánasjóðs í verðbréfunar- fyrirtæki á heildsölustigi“. Halldór benti á að Íbúðalánasjóður væri með 50% hlutdeild á lánamarkaði til ein- staklinga og sýndi að áhætta af lána- starfsemi hans væri sýnu minni en áhættan af almennri starfsemi við- skiptabanka. Halldór sagði að Ísland hefði ákveðna sérstöðu í þessum efn- um, en húsnæðislán væru hins vegar eðlilegur þáttur í rekstri banka og myndu bæði auka arðsemi og rekstr- aröryggi. Æskilegt væri að afmarka smásöluhlutverk Íbúðalánasjóðs og bæta þyrfti verkaskiptinguna milli Íbúðalánasjóðs og banka „á grundvelli verðbréfunar“. Halldór kvaðst sjá fyrir sér að bank- ar og sparisjóðir myndu veita íbúðalán með sömu skilyrðum og kvöðum um viðskipti og nú er. Húsbréfadeild Íbúðalánasjóðs í hlutverki heildsala myndi kaupa söfn íbúðalána af bönk- unum, en bankarnir annast umsýslu gegn þóknun, sem yrði ákveðið hlutfall af heildarstofni. Íbúðalánasjóður gæfi út safnbréf með tryggingu í söfnun bréfa með ríkisábyrgð fyrst um sinn, en önnur starfsemi yrði óbreytt. Hugmyndir um að færa húsnæðislán út í bankakerfið hafa meðal annars verið gagnrýndar á þeirri forsendu að þá myndu þeir, sem minna hafa á milli handanna, verða útundan og ekki eiga í neitt hús að venda. Haldið hefur verið fram að þetta myndi sérstaklega bitna á landsbyggðinni og bæta enn á þann vanda, sem þar er að finna. Vitaskuld yrði að tryggja að í nýtt kerfi yrði ekki innbyggð mismunun milli fólks þannig að þeir yrðu útilokaðir, sem við núver- andi fyrirkomulag eiga rétt á lánum. Íbúðalánasjóður er um þessar mund- ir ekki einn um að veita lán til húsnæð- iskaupa. Það hefur Landsbankinn einn- ig gert þótt ekki sé hægt að bera þá starfsemi saman við starfsemi Íbúða- lánasjóðs. Það er hins vegar ljóst að þar sem hægt er að flytja starfsemi úr ríkisrekstri í umhverfi samkeppni ber að gera það. Það á við í þessu tilfelli og því er rétt að taka þá hugmynd, sem Halldór J. Kristjánsson tók upp á Við- skiptaþingi, til rækilegrar skoðunar. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR OG BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavíkur hefur tekiðákvörðun um að rifa seglin. Ummánaðamótin síðustu sagði fé- lagið upp sex fastráðnum starfsmönn- um sínum og tveimur öðrum var boðinn hlutastarfssamningur. Dregið verður úr umsvifum og reksturinn lagaður að þeim fjármunum sem um er að tefla. Velunnarar Leikfélagsins hljóta að spyrja hvers vegna svo sé komið fyrir þessu 105 ára gamla félagi, sem löngum hefur verið talið vagga leiklistarinnar í höfuðstaðnum og landinu öllu. Í fréttaskýringu hér í blaðinu sl. mið- vikudag kom fram, að á því er vafalaust engin ein einföld skýring. Fjárhagsleg- ar ástæður vega þó án efa þungt. Bent er á að á meðan fjárframlag ríkis til Þjóðleikhússins nemi 460 milljónum króna fái Leikfélag Reykjavíkur um 190 milljónir til rekstursins í Borgar- leikhúsinu. Þá er þess hins vegar ógetið að L.R. greiðir enga leigu til borgarinn- ar og þarf ekki að standa straum af við- haldi við húsið. Engu að síður skakkar verulegum fjárhæðum, ekki síst í ljósi þess að bæði þessi stóru leikhús reka nú þrjá sýningarsali með nýtilkomnum sal í tengibyggingu milli Borgarleik- hússins og Kringlunnar. En Leikfélagsfólk verður vafalaust að einhverju leyti einnig að horfa í eigin barm. Hinir hugumstóru félagar sem árum saman öfluðu fjár til að byggja yf- ir sig leikhús í stað Iðnó með ærsla- leikjum og kassastykkjum á miðnætur- sýningum, einatt að loknum sýningum í Iðnó, réðu mestu um það hvers konar leikhús var byggt þegar samningar höfðu tekist við borgaryfirvöld um að reisa Borgarleikhúsið. Voru áformin ef til vill of metnaðarfull, húsið ekki nægi- lega hagkvæmt og starfsgrundvöllurinn ekki nægilega tryggður? Var of mikið umrót innan félagsins eftir að starfsem- in fluttist í nýja húsið, leikhússtjórum ekki tryggt nægilegt listrænt vald og leikhússtjóraskipti of tíð fyrir bragðið? Síðast en ekki síst – var verkefnavalið og einstakar sýningar nógu spennandi til að laða að nægilega marga áhorf- endur til að brúa mætti bilið milli hins opinbera fjárframlags og rekstrarfjár- þarfarinnar að öðru leyti? Um þetta hlýtur að vera spurt. Hvað sem því líður þá safnaði leik- félagið skuldum eftir að flutt var í Borgarleikhúsið, einkanlega eftir að ríkið hætti fjárstuðningi við félagið, uns að því kom að borgin keypti nýlega hlut L.R. í Borgarleikhúsinu fyrir um 195 milljónir króna en leikfélaginu var falin endurgjaldslaus umsjá hússins með eins konar þjónustusamningi til 12 ára. Í þessu ljósi er vart að undra þótt mörgu því Leikfélagsfólki sem barðist fyrir byggingu hins nýja leikhúss með ómældri sjálfboðavinnu þyki hugsjónin grátt leikin og spyrji til hvers hafi verið barist. Um leið hlýtur þessu fólki að standa nokkur stuggur af umræðunni um breytt rekstrarfyrirkomulag Borg- arleikhússins í þá veru að þegar fram líði stundir taki borgin alfarið yfir rekstur leikhússins eða það verði gert að athvarfi annarra leikhópa. Leikfélag Reykjavíkur hlýtur að eiga bæði sögu- legt og tilfinningalegt tilkall til Borg- arleikhússins svo lengi sem félagið sjálft telur sig rísa undir því að halda úti metnaðarfullri leiklistarstarfsemi innan veggja þess. Vonandi verður það um langan aldur enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.