Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ V ið þeim sem hefur ekki fylgst með ís- lenskri pólitík í nokk- ur ár en fer nú að huga að henni í tilefni af væntanlegum sveitarstjórna- kosningum blasir svolítið skringi- leg mynd. Fyrst og fremst virðast vera tveir stórir fílar í stofunni sem allir eru sammála um að ekki þurfi að ræða neitt um. Þarna er annars vegar um að ræða að Samfylkinguna vantar formann og fylgi, og hinsvegar að í Sjálfstæðisflokknum virðast konur ekki geta komist til valda. Sjálfstæðisflokkurinn lítur út fyr- ir að vera flokkur þar sem karlar ráða. Svo virðist sem það séu helst karlar sem eiga nokkra möguleika á að komast í fremstu sætin á list- um Sjálfstæðisflokksins. Kona sem vill dreifa ábyrgð og völdum myndi að því er virð- ist ekki eiga mikla mögu- leika á frama í Sjálfstæðisflokknum. Þessi fíll í stofu sjálfstæð- ismanna varð óneitanlega áber- andi í Fréttablaðinu fyrir ekki löngu þegar þar birtist fréttin um að Inga Jóna hefði ákveðið að láta Björn Bjarnason óáreittan um borgarstjóravonina og á síðunni á móti var auglýsing um mikilvægi þess að konur séu framarlega í stjórnmálum. Í auglýsingunni sagði eitthvað á þá leið, að konan hafi mikið fram að færa einmitt af því að hún er kona – þótt hún hafi ekki verið kjörin af því að hún var kona. Þessi skilaboð annaðhvort ná ekki til sjálfstæðismanna, eða þá að þeir einfaldlega líta svo á að það sem fullyrt er í þessari aug- lýsingu eigi ekki við í þeirra flokki. Reyndar er síðarnefnda skýringin líklegri þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur jú löngum verið talinn íhaldsflokkur og álit- inn heimili gamalla gilda. Þetta kemur svolítið í ljós ef litið er til hlutskiptis kvenna í flokknum. Einnig virðist þessi fíll í stofu sjálfstæðismanna verða verulega áberandi þegar Sjálfstæðisflokk- urinn er borinn saman við aðra flokka, til dæmis Samfylkinguna (og R-listann yfirleitt), þar sem konur eru mun meira áberandi og virðast keppa við karlmenn um frama á grundvelli sem sýnist öllu nær því að vera jafnrétt- isgrundvöllur en grundvöllurinn sem konur keppa á í Sjálfstæð- isflokknum. Kringumstæður framboðs Björns Bjarnasonar til borg- arstjóra eru reyndar til þess falln- ar að beina kastljósinu að fílnum í Sjálfstæðisstofunni. Loksins grillti í það að kona yrði raunveru- legur leiðtogi Sjálfstæðismanna á stórum vettvangi, en svo þegar karlmaður gaf ádrátt um að hann væri til í að verða leiðtoginn hlupu Sjálfstæðismenn til og lýstu stuðningi við hann og hengdu Ingu Jónu út til þerris. Kannski hefðu Sjálfstæðismenn verið til í að leyfa Ingu Jónu að sitja í efsta sætinu og etja kappi við Ingibjörgu ef ekki væri komið upp það neyðarástand í borg- arstjórnarmálefnum Sjálfstæð- isflokksins sem raun ber vitni. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru væntanlegar kosningar jú í raun- inni miklu meira en venjulegar kosningar; þær eru krossför til að bjarga borginni helgu úr höndum trúleysingjanna. Og það er einmitt á svona ögur- stundum sem hinn raunverulegi karakter manna og flokka kemur í ljós – þá eru hanskarnir teknir niður; engin áhætta er tekin; menn treysta engum nýstárlegum hugmyndum (eins og þeim, að konur hafi eitthvað mikilvægt fram að færa vegna þess einmitt að þær eru konur), heldur láta hjartað ráða för. Þess vegna má kannski segja að nú hafi Sjálfstæðisflokkurinn opn- að sig – og í ljós kemur að í honum slær karlmannshjarta. Þegar blá- kaldur raunveruleikinn blasir við er nauðsynlegt að hafa öflugan karl í brúnni. En hvernig komst þessi fíll inn á stofugólf hjá Sjálfstæð- ismönnum? Vísir menn hafa bent á, að það sé einhvernveginn orðin hefð í Sjálfstæðisflokknum að þar séu karlmenn í raunverulegri for- ystu. Nú þyrfti auðvitað að kanna það á sagnfræðilegan máta hvort þetta er raunin, eða hvort þarna er einungis um að ræða einhverja ímynd sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið á sig en á í raun ekki við rök að styðjast. Samanburður við aðra flokka væri líka fróðleg- ur. Kannski eru Sjálfstæðismenn bara svona óheppnir að lenda í því að hafa valið sér til forystu í borg- arstjórnarkosningunum karl fremur en konu einmitt núna þeg- ar verið er að reka auglýsinga- herferð fyrir auknum hlut kvenna í stjórnmálum. Hefðin fyrir því að karlar séu fremstir í (stjórnmála)flokki er auðvitað hefð sem á við stjórnmál yfirleitt, bæði á Íslandi og í öðrum löndum. Kannski er þessi hefð smám saman að víkja í Sjálfstæð- isflokknum eins og öðrum flokk- um, en er bara lengur að hreins- ast út í Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum. Þetta er ef til vill, ef málið er íhugað, líklegasta skýringin, því að hún virðist vera í samræmi við það að Sjálfstæð- isflokkurinner jú íhaldsflokkur og helsta vígi gamalla gilda í íslensku þjóðlífi. Þess vegna má kannski- telja eðlilegt að þar séu nýjar hug- myndir lengur að skjóta rótum en í öðrum flokkum. En kannski dettur engum í hug, nema þeim sem er nýlega farinn að horfa á íslensk stjórnmál, að hafa orð á þessum fíl í stofunni á Sjálfstæðisheimilinu. Kannski eru þeir sem hafa lengi velkst í póli- tíkinni sér fyllilega meðvitaðir um fílinn, og finnst annaðhvort að hann sé bara hið mesta stofustáss sem halda beri upp á, eða eru smám saman að vinna að því að koma honum út. Að minnsta kosti sé hann ekkert sem þurfi að vera að æsa sig útaf. Þess vegna má auðvitað eins vera að konur líti á það sem verð- ugt verkefni að komast fram á í Sjálfstæðisflokknum, fremur en að líta á þennan fíl í stofunni sem merki um að þær eigi – af því að þær eru konur – ekkert erindi í Sjálfstæðisflokkinn. Þvert á móti er hann þarna á miðju gólfinu eins og ögrun. Fíllinn í stofunni Kona sem vill dreifa ábyrgð og völdum myndi að því er virðist ekki eiga mikla möguleika á frama í Sjálfstæðisflokknum. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is MÁLEFNI Lána- sjóðs íslenskra náms- manna eru meðal þeirra mikilvægustu fyrir stúdenta í Há- skóla Íslands. Aðgang- ur stúdenta að lánsfé til framfærslu er fyrir mjög marga grundvall- arforsenda þess að þeir geti stundað nám við Háskólann. Það er brýnt að stúdentar átti sig á því hve mikið ábyrgðarhlutverk það er að fá samningsum- boð frá stúdentum til að semja um námslán fyrir þeirra hönd. Það verður því að gera miklar kröfur til forystumanna Stúdentaráðs í þeim efnum. Vaka vill ekki að stúdentum sé refsað fyrir vinnu Vaka hefur lagt áherslu á að stúd- entum, sem þurfa að vinna með námi, sé ekki refsað fyrir það með óhóflegum skerðingum á námslán- unum. Nú skerðast námslánin ef árs- tekjur fara yfir 285 þúsund krónur á ári. Fyrir hvern þúsundkall sem þeir vinna sér inn umfram það skerðist lánið um 400 krónur. Vaka telur að með þessari ströngu tekjutengingu sé markmiðum námslána illa komið til leiðar því flestir stúdentar vinna með námi og þeir vinna einna mest sem minnstan stuðning hafa t.d. frá foreldrum. Því miður hefur Röskva neitað að taka undir málflutning Vöku í þessum málum, þrátt fyrir að í ljós hafi komið að vilji er hjá LÍN til að lækka skerðingarhlutfall náms- lána. Röskva felldi þannig í ár tillög- ur Vöku um að beita sér fyrir lækkun skerðingarhlutfalls í samningavið- ræðum við LÍN. Afleið- ing þess var eðlilega sú að skerðingarhlutfallið lækkaði ekkert. Slakur árangur Vaka telur að grunn- framfærslan, þ.e. sú upphæð sem einstak- lingur í leiguhúsnæði með óskert lán fær á mánuði, sé ennþá of lág. Í ár er grunnfram- færsla stúdents 69.500 krónur á mánuði. Röskva, sem hefur far- ið með samningsumboð stúdenta í 12 ár, hreyk- ir sér ítrekað af miklum árangri í lánasjóðsmálum. Þegar töl- ur eru skoðaðar sést hins vegar að í stjórnartíð Röskvu hefur kaupmátt- ur stúdenta á námslánum minnkað um 8,7% á meðan almennur kaup- máttur í landinu hefur aukist um u.þ.b. 25%. Þetta þýðir í raun og veru að í stjórnartíð Röskvu hafa kjör námsmanna á námslánum versnað. Ég bið stúdenta um að kynna sér ár- angur núverandi meirihluta í lána- sjóðsmálum og íhuga í kjölfarið hvort ekki sér rétt að leyfa nýju fólki að fara með samningsumboð fyrir hönd stúdenta. Vaka vill bæta þjónustu LÍN Vaka leggur mikla áherslu á að leitað verði leiða til þess að bæta enn frekar þjónustu LÍN. Vaka leggur til að þjónustuþáttur LÍN verði færður til bankanna þannig að þjónustu- fulltrúar geti í auknum mæli séð um þjónustu og spurningar námsmanna varðandi LÍN. Slíkt mun auka þæg- indi og bæta þjónustu auk þess sem það mun draga úr kostnaði við rekst- ur Lánasjóðsins. Vaka lagði í vetur til að reynt yrði að koma þessu til leiðar en sú tillaga var felld af núver- andi meirihluta. Það verður að telj- ast furðulegt þar sem þessi tilhögun myndi koma sér vel fyrir þá stúdenta sem læra á landsbyggðinni, en Lána- sjóðurinn hefur aðeins skrifstofu í Reykjavík. Burt með tengingu við tekjur maka Vaka mun enn fremur beita sér fyrir því að tenging námslána við tekjur maka verði afnumdar. Þetta fyrirkomulag bitnar oft illa á meðal annars barnafólki í námi, en komið hefur í ljós að 25% stúdenta eiga börn. Núverandi fyrirkomulag stuðl- ar enn fremur að fjárhagslegu ósjálf- stæði námsmanna. Ég hvet fólk til að kynna sér ár- angur Röskvu í lánasjóðsbaráttunni og eins til að bera saman stefnu fylk- inganna í lánasjóðsmálum. Það skiptir máli hverjum er treyst til að fara fyrir þeirri hagsmunbaráttu. Kaupmáttur námslána hefur minnkað um 8,7% Ingunn Guðbrandsdóttir Stúdentar Í stjórnartíð Röskvu hef- ur kaupmáttur stúdenta á námslánum minnkað um 8,7%, segir Ingunn Guðbrandsdóttir, á með- an almennur kaup- máttur í landinu hefur vaxið um u.þ.b. 25%. Höfundur er sálfræðinemi og skipar 3. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs. RÖSKVA stendur fyrir jafnrétti til náms. Jafnrétti endurspegl- ast í öllum málefnum Röskvu og ekki síst í málefnum fatlaðra, en Röskva hefur ætíð lagt mikið upp úr því að að- gengi fatlaðra sé tryggt við Háskóla Ís- lands. Einnig leggur Röskva mikla áherslu á fjölskyldumálin og liggur mikill árangur fyrir í t.d. fleiri dagvist- unarplássum fyrir börn stúdenta og mikilvæg- um sigrum gagnvart Lánasjóðnum þar sem málefni barnafólks hljóta hljóm- grunn hjá umboðsmanni Alþingis og málskotsnefnd. Aðgengi á 100 ára afmælinu Röskva telur að mikið vanti upp á að aðgengismál séu í lagi í Háskól- anum. Háskólasvæðið samanstendur af gömlum húsum og á byggingar- tíma þeirra var ekki farið að huga að góðu aðgengi. Á nokkrum stöðum hefur þó verið úr þessu bætt en enn er langt í land. Þjóðskóli okkar allra, stendur ekki öllum opinn fyrr en allir geta komist inn í kennsluhúsnæði hans. Röskva ætlar að berjast fyrir sérstökum fjárveitingum til fram- kvæmda svo hægt sé að gera nauð- synlegar breytingar á því húsnæði sem nú er til staðar og uppfyllir ekki skilyrði um aðgengi. Röskva vill að Háskólinn marki sér stefnu til fram- tíðar í þessum málaflokki, með það að markmiði að á 100 ára afmæli skólans, eftir 10 ár, verði hægt að segja að þjóðskólinn sé opinn öllum. Röskva hefur ávallt lagt áherslu á jafnréttisumræðuna og lagði í því skyni fram tillögu að verkefninu Vit- undarvakning gegn fordómum á síð- asta ári. Röskva ætlar að halda áfram umræðu um umdeild mál, og næst verður fyrir valinu einelti. Ein- elti er hugtak sem allir kannast við og nokkuð hefur verið fjallað um ein- elti á vinnustöðum. Háskóli Íslands er stærsti vinnustaður landsins og án efa hafa stúdentar sem og kenn- arar einhvern tíma lent í einelti. Röskva ætlar að standa fyrir öflugu forvarnarstarfi í því skyni að taka málið föstum tökum og uppræta. Íþróttaskóli og leikjanámskeið Röskva hefur ætíð hlúð vel að mál- efnum fjölskyldufólks. Röskva er með margar góðar leiðir til að koma enn frekar til móts við fjölskyldufólk í Háskólanum. Röskva vill að á sumr- in og á próftímabilinu verði boðið upp á leikjanámskeið fyrir börn stúdenta, er þá verið að einblína á aldurshópinn 7–12 ára. Leikja- námskeiðin yrðu vonandi í samvinnu við ÍTR og færu fram á háskóla- svæðinu og vonandi niðurgreidd. Einnig vill Röskva að íþróttaskóli verði í boði fyrir yngstu börn stúd- enta í íþróttahúsi Háskólans. Íþróttaskólar eru yfirleitt einu sinni í viku og eru góð hreyfing og skemmtun fyrir börnin. Fjölskyldudagar í Háskólanum Röskva ætlar að standa fyrir Fjöl- skyldudögum í Háskólanum. Þessir dagar verða fullir af lífi og fjöri og þar verður passað að hafa blöndu af skemmtun, fyrirlestrum og fræðslu. Fjölskyldunefnd Háskólans er að vinna að könnun um kjör og aðstæð- ur barnafólks við skólann og ætlar Röskva að kynna niðurstöður þess- arar könnunar á Fjölskyldudögun- um. Þetta eru einungis nokkrar af hugmyndum Röskvu varðandi mál- efni fjölskyldufólks og að sjálfsögðu mun Röskva beita sér áfram fyrir fleiri forgangsplássum á leikskólum fyrir börn stúdenta og að barnafólk hafi sömu möguleika og aðrir til að stunda nám í Háskóla Íslands. Jafnréttismál og málefni barnafólks Lillý Valgerður Pétursdóttir Stúdentar Fjölskyldudagar í Há- skólanum verða fullir af lífi og fjöri, segja Freyr Gígja Gunnarsson og Lillý Valgerður Péturs- dóttir, með blöndu af skemmtun, fyrir- lestrum og fræðslu. Höfundar skipa 4. og 5. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.