Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður ViktoríaKarvelsdóttir fæddist í Hnífsdal 27. júní 1920. Hún lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafía Guðfinna Sigurðardóttir, hús- móðir í Hnífsdal, f. 4. október 1886, d. 15. febrúar 1924, og Karvel Halldór Jóns- son skipstjóri, f. 13. nóvember 1884, d. 26. mars 1943. Móðursystir Sigríðar, Helga Sigurðardóttir og eiginmað- ur hennar, Alfons Gíslason, tóku Sigríði og systkini hennar tvö í fóstur eftir lát móður hennar. Systkini Sigríðar eru Ólöf, f. 1916, og Ólafur f. 1924, d. 2002. Fóstur- systkini eru Ólafía Guðfinna, f. 1924, Helga, f. 1927, Þorvarður, f. 1931, og Grétar Gísli, f. 1939, d. 1946. Sigríður giftist 30. júlí 1947 eft- irlifandi eiginmanni sínum Jó- hanni S. Ólafssyni, stórkaupmanni. Hann er sonur hjónanna Lovísu Jó- hannsdóttur og Ólafs Helgasonar kaupmanns og hreppstjóra á Eyr- arbakka. Börn Sigríð- ar og Jóhanns eru: 1) Halldór rafmagns- verkfræðingur, f. 1948, kvæntur Nínu Björgu Ragnarsdótt- ur. Börn þeirra; Berg- lind, Hulda Björk og Sigríður Vala. 2) Lovísa Helga, B.A., f. 1950, gift Þórarni Ragnarssyni. Börn þeirra; Jóhann Örn, Óttar og Ragna Sif. 3) Björn viðskiptafræð- ingur, f. 1961, kvænt- ur Ingu Ívarsdóttur. Börn þeirra; Ívar Örn, Snorri og Finnur. Sigríður lauk námi í Kvenna- skólanum í Reykjavík 1939 en fluttist alfarið til Reykjavíkur 1941. Þá hóf hún skrifstofustörf hjá fyrirtækinu J. Þorláksson & Normann þar til hún giftist Jó- hanni. Ásamt húsmóðurstörfum vann hún með eiginmanni sínum að uppbyggingu fyrirtækis þeirra Reykjafelli hf, og síðar um nokk- urra ára skeið hjá Hagstofu Ís- lands. Útför Sigríðar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Kallið er komið og ljósið á kertinu þínu slokknað. Það er sárt og erfitt að sætta sig við og trúa því að þú sért horfin okkur, fasti punkturinn í til- veru okkar. Ég játa að ég get alls ekki sagt það sem mig langar að segja eins vel og skyldi, því að svo vel reyndist þú mér alveg frá okkar fyrstu kynn- um. Gestrisni þín, húsmóðurhlýja, smekkvísi og vandvirkni í öllum störf- um settu ávallt og ævinlega svip á heimili tengdamóður minnar og það var gott að finna hversu velkominn maður var og ávallt það besta til reiðu og aldrei séð eftir tíma né fyrirhöfn. Hlýja þín og umhyggja var líka ein- stök. Mér verður ávallt í fersku minni glæsileiki þinn og reisn, þegar ég sá þig fyrst fyrir þremur áratugum síð- an. Glæsileiki og reisn sem þú hélst alveg þar til yfir lauk þrátt fyrir erfið veikindi við illvígan sjúkdóm. Sárþjáð í veikindum þínum varstu slík hetja að lengra verður vart komist. Það vita allir sem þig þekktu að ekki er of mælt. Sigríður Karvelsdóttir var glæsileg kona, gegnheiðarleg til orðs og æðis, iðjusöm og fjölhæf og viljasterk. Hún var mjög listræn og listamanneskja í öllu því sem að heimilisprýði og fágun laut. Fróðleiksþrá hennar var óþrjót- andi og lífsgleði og orka mikil. Sam- verustundirnar voru margar og margt var spjallað. Gott var að þrosk- ast í návist hennar. Það er vissulega mikil auðna fyrir undirritaðan að hafa átt Sigríði að tengdamóður, vini, samferðarmanni og bakhjarli í þrjá áratugi. Ég minningar geymi, ég man þær og skil, þær minna mig á vordagsins blessaðan yl. Því syrgir minn hugur, ég sé þína mynd í sólhýru blómi í fjallanna lind. (Steinunn Þ. Guðmundsdóttir.) Ég bið þér Guðs blessunar, ég veit að þú átt hlýja og góða heimkomu í nýjum ranni, þar sem sólin skín eins og í Hnífsdal þar sem þú fæddist og áttir svo hlýjar minningar. Þinn tengdasonur Þórarinn Ragnarsson. Elskuleg amma okkar er skilin við. Á stundu sem þessari koma margar góðar minningar upp í hugann. Veisl- urnar sem hún töfraði fram hvenær sem gesti bar að garði, heitt súkkulaði – ekki kakó, rækjusalat og döðlukök- ur á aðfangadagskvöld, laufa- brauðsgerð, heimagerðar jólagjafir, hnyttin tilsvör og einstakt glottið á andliti hennar er eitt af mörgu sem við systurnar gleymum aldrei. Í okk- ar huga var hún amma sannkölluð töfrakona því allt sem hún gerði virt- ist vera svo auðvelt og gat hún sífellt komið okkur á óvart. Amma var óvenju glæsileg og gaf ungum stúlkum ekkert eftir hvað glæsileikann varðaði. Það var gaman að koma með henni á mannfagnaði því hún bar af hvar sem hún kom og geisl- aði af fegurð og virðuleika. Við sögð- um því ætíð með stolti að þetta væri hún amma okkar. Hún var félagsvera mikil og hafði iðulega nóg fyrir stafni ýmist í gönguferðum, tungumálanám- skeiðum, ferðalögum eða spilandi brids langt fram eftir nóttu svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir tveimur árum lét amma sig síðan ekki muna um að fara á smíð- anámskeið þar sem hún lærði m.a. að smíða fuglahús. Hún sat oft langt fram eftir nóttu við að smíða og mála húsin sín sem nú standa eftir sem glæsilegur minnisvarði um hana og handbragð hennar. Amma var visku- brunnur mikill og kom maður aldrei að tómum kofunum hjá henni enda hafði hún skoðanir á öllu. Það var sama hvort um væri að ræða Íslend- ingasögur, Harry Potter, dægurmál- in eða strákamálin, hún þekkti þetta allt saman. Það er okkur þó sérstak- lega minnisstætt þegar hún nú fyrir skemmstu þuldi upp fyrir okkur og beygði allar núþálegu sagnirnar í þýsku í stafrófsröð án þess að hika. Sagnirnar sagðist hún hafa lært í Kvennaskólanum fyrir um 60 árum. Allar þessar yndislegu minningar munum við geyma í huga okkar og hjarta. Amma hafði mikið fram að færa, kenndi okkur systrunum margt og var okkur góð fyrirmynd. Fyrir það erum við henni þakklát- ar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elsku amma Sigga. Þín verður sárt saknað en minningin um lífsglaða og glæsilega konu mun lifa að eilífu. Farðu vel og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínar sonardætur, Berglind, Hulda Björk og Sigríður Vala. Það var sólríkur og fagur sunnu- dagur 10. febrúar, þegar fregn barst um að frænka mín og fóstursystir Sig- ríður Karvelsdóttir hefði fengið hægt andlát eftir erfið veikindi síðustu mánuði. Þetta var fæðingardagur Ólafs bróður okkar. Hann hefði orðið 78 ára þennan dag, en lést 15. janúar sl. Sigríður fæddist í Hnífsdal árið 1920, þar sem hún ólst upp á fjöl- mennu heimili í Stekkjarhúsinu. Á þeim árum bjuggu þar þrjár fjöl- skyldur; foreldrar hennar, fjölskylda móðursystur hennar, móðuramma og -afi ásamt móðurbróður. Þegar fjöl- mennast var bjuggu á heimilinu á milli fimmtán og tuttugu manns. Hún verður fyrir því að missa móður sína, Ólafíu, tæplega fjögurra ára gömul, aðeins nokkrum dögum eftir fæðingu Ólafs. Faðir Sigríðar, Karvel, var lengi til sjós eins og títt var um atorkusama unga menn við Ísafjarð- ardjúp. Hann var um árabil meðeig- andi og skipstjóri á skipum tengda- föður síns Sigurðar, sem var afi Sigríðar, og hafði til fjölda ára með höndum umsvifamikinn atvinnurekst- ur í Hnífsdal og á Langeyri við Álfta- fjörð. Karvel var því iðulega fjarri heimili sínu atvinnu sinnar vegna. Því fór svo, að hún ásamt systkinum sín- um Ólöfu og Ólafi elst upp hjá móð- ursystur sinni, Helgu, og manni henn- ar Alfonsi og fjórum börnum þeirra. Hún minntist fósturforeldranna ávallt með mikilli hlýju og endurgalt þeim fóstrið með margvíslegum hætti síðar meir. Að fá einnig að búa með móðurömmu og -afa á sama heimili var henni mikils virði og var Halldóra amma henni að mörgu leyti fyrir- mynd. Hnífsdalur var á uppvaxtarár- um hennar ólíkur því sem hann er í dag. Engin var þar höfnin þótt margir stunduðu þar kröftuga útgerð. Bátar lágu á víkinni við legufæri og róið var í land með aflann á árabátum, gert að á svokölluðum plönum, fiskur saltaður og breiddur út og þurrkaður á reitum. Í þorpinu var iðandi líf og fjör. Hún vandist fljótlega á að taka til hendi á heimilinu, og í umsvifum fjölskyld- unnar. Afgreiða á símstöðinni, sem á þeim árum var nánast inni á heim- ilinu, afgreiða í bakaríi og verslun afa síns og fósturföður. Þótti hún ung að árum fljótlega liðtæk í þeim störfum. Frá æskuárunum voru henni einna minnisstæðastar dvalir með afa sín- um á sumrin á Langeyri við Álfta- fjörð. Öllum sem þátt tóku í ættar- móti fjölskyldunar 1994 er minnisstæð litrík og lifandi frásögn hennar af dvölinni þar. Hún lýsti hverjum krók og kima íbúðarhússins á Langeyri af mikilli nákvæmni, salt- fiskreitunum, brautarteinunum sem um þá lágu, öllu athafnasvæðinu og lífi fólksins við leik og störf. Sigríður fer 17 ára gömul til náms í Kvennaskólanum í Reykjavík og út- skrifast þaðan árið 1939. Var það að ráði fósturmóður hennar Helgu, sem sjálf hafði stundað nám þar 1913–15. Árið 1941 er hún ráðin til starfa hjá J. Þorláksson & Norðmann í Banka- stræti, þar sem hún starfar næstu ár- in eða þar til hún giftist Jóhanni Ólafssyni, stofnanda og síðar for- stjóra Reykjafells hf. Þau eignuðust þrjú myndarleg börn, sem öll bera foreldrum sínum fagurt vitni. Heimili Sigríðar og Jóhanns einkenndist alla tíð af miklum myndarskap og rausn. Hún fór einkar létt með að töfra fram að því er virtist fyrirhafnarlaust dýr- indis veislur. Smekkvísin sat þar einnig í fyrirrúmi, enda var Sigríður mikill fagurkeri og unnandi lista. Stefndi hugur hennar á yngri árum til náms í arkitektúr. Hún gat af ýmsum ástæðum ekki látið þann draum sinn rætast. Með skarpri athyglisgáfu afl- aði hún sér mikillar leikni í að spila bridge og lagði rækt við þá list eink- um seinni árin. Hún bjó yfir mikilli kímnigáfu, en gat verið föst fyrir í skoðunum, sem gengu stundum þvert á þær sem voru ríkjandi, oftast gert til að kryfja málin frekar til mergjar. Fyrir um hálfri öld dvaldi ég á heimili Siggu og Jóhanns við Hæð- argarð í tæp þrjú ár. Þar leið mér vel enda allur heimilisbragur með þeim hætti að til fyrirmyndar var. Þá eins og endranær sat smekkvísin og regla á heimili þeirra í fyrirrúmi. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég lauk stúdentsprófi, en Sigga og Jó- hann fylgdu mér til lokaáfanga þess sem var sjálf útskriftarathöfnin. Þeg- ar komið var frá henni heim í Hæð- argarðinn var búið að slá upp einni af þessum dýrindis veislum, að því er mér virtist án undirbúnings, og fjöldi ættmenna mættur. Okkur Almut er að leiðarlokum efst í huga þakklæti til Siggu og Jó- hanns fyrir mikinn höfðingsskap alla tíð. Fjölskyldan vottar Jóhanni, börn- um þeirra og barnabörnum hjartan- lega samúð og biður þeim Guðs bless- unar. Þorvarður. Kær móðursystir mín, Sigríður Karvelsdóttir, er látin eftir erfið veik- indi. Þau Karvelsbörn voru þrjú, Ólöf, Sigríður og Ólafur, en hann lést í síð- asta mánuði. Það er því skammt stórra högga á milli í þessari fjöl- skyldu. Uppeldisaðstæður þeirra systkina hafa um margt verið óvenju- legar. Þau misstu móður sína frá sér á barnsaldri og ólust upp hjá ömmu sinni og móðursystur í Hnífsdal. Þrjár fjölskyldur bjuggu saman undir einu þaki ásamt vinnufólki. Mikill erill og umsvif voru í kringum heimilið, sem hefði í dag verið kallað stjórn- sýsluhús. Þar var símstöðin í Hnífsdal sem var upp á gamla mátann með „miðstöð“. Bakarí staðarins var í næsta húsi sem var á höndum hús- bóndans Alfons sem gegndi einnig hreppstjórastarfinu fyrir Hnífsdal. Afinn Sigurður og sonurinn Þorvarð- ur ráku umsvifamikinn atvinnurekst- ur á Langeyrinni í Álftafirði og Karv- el faðir þeirra var skipstjóri og „síldarspekúlant“. Það hlýtur því oft að hafa verið handagangur í öskjunni í Stekkjarhúsinu og margt skrafað. Þótt í mörg horn væri að líta á heim- ilinu virðist ekki hafa skort umhyggju og ræktarsemi og er við brugðið hve gott samband er á milli þeirra systra- barnanna sem ólust upp saman í Stekkjarhúsinu. Samband þeirra systra Ólafar móður minnar og Siggu systur eins og hún var alltaf kölluð var mjög gott. Samgangur fjöl- skyldna þeirra var mikill og sameig- inleg jólaboð, áramótafagnaðir ásamt öðrum samverustundum fastur punktur í tilverunni. Þótt þeim boðum hafi fækkað hin síðari ár gleymist seint höfðingsskapurinn og glæsileik- inn yfir boðunum hjá Siggu systur og Jóa mági. Sigga var einstaklega smekkleg manneskja sem lagði mikla vinnu í að gera heimili sitt fallegt og er þar margt glæsilegra muna sem öllum er haganlega fyrir komið en engu þó ofaukið. Hún sagði oft í gamni og alvöru að ef hún gæti byrjað upp á nýtt yrði hún arkitekt. Þá hæfileika sýndi Sigga þegar við vorum í ættarmótsferð á Vestfjörðum fyrir nokkrum árum þegar hún var að lýsa staðháttum og húsum á Lang- eyrinni þegar þær systur voru þar í vinnumennsku hjá afa sínum. Síðasta veislan sem ég átti í boði Siggu og Jóa var á áttræðisafmæli hennar. Þótt árin væru orðin áttatíu stjórnaði hún veislunni sjálf tíguleg í fasi og framkomu, svo lengi verður í minnum haft. Á þann hátt mun ég minnast þessarar glæsilegu frænku minnar. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar færa Jóhanni, Hall- dóri, Lillu, Bjössa og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- keðjur. Guð blessi minningu Sigríðar Karvelsdóttur. Kristján Pálsson. Þegar Sigríður vinkona mín er horfin sjónum mínum, eftir 46 ára vin- áttu, er sem eitthvað af sjálfri mér sé horfið með henni. Slík var vinátta okkar, sem aldrei bar skugga á. Strax við fyrstu kynni varð mér ljóst, að þar fór mikil mannkostakona, greind, góð og skemmtileg. Hún var vel lesin og virtist fylgjast með öllu á auðveldan hátt, sérstaklega minnug og einnig var hún ljóðelsk, lærði ljóðin eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þeg- ar hún hreifst af einhverju sem hún hafði lesið, hvort sem það var blaða- grein eða úr bók, átti hún til að spyrja mig, hvort ég hefði lesið það. Ef svar- ið var nei sagði hún „lestu það“ eða jafnvel las það sjálf fyrir mig á svo skýran og aðgengilegan hátt að seint gleymist. Sigríður og systkin hennar urðu fyrir þeim mikla missi, að móðir þeirra lést fjórum dögum eftir að yngsta barnið fæddist. Börnin voru heppin að eiga góða að og voru alin upp á menningarheimili í Hnífsdal af Helgu móðursystur sinni og manni hennar ásamt móðurforeldrum. Sig- ríður sagðist standa í ævilangri þakk- arskuld við þetta góða fólk, sem hafði gömlu góðu gildin í fyrirrúmi. Sigríður gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og var þar afburða náms- maður. Eftir skólann vann hún við skrifstofustörf eða þar til hún giftist Jóhanni sínum, sem bjó henni og börnum þeirra sérstakt rausnarheim- ili, sem alltaf var tilhlökkun að koma á. Hún þakkaði forsjóninni fyrir börnin sín, barnabörn og tengdabörn, sem með mikilli umhyggju hlúðu að henni í veikindum hennar ásamt Lóu systur hennar. Megi góður Guð styrkja vin minn Jóhann og afkomendur þeirra. Ég kveð Siggu mína með þakklæti fyrir að hafa verið mér svona kær. Guð blessi hana. Áslaug Sigurz. Í dag er kær vinkona og spilafélagi kvödd í hinsta sinn. Við í „Litla lauf- inu“ kveðjum Sigríði með söknuði eft- ir að hafa skemmt okkur í 25 ár við að spila saman bridge og við hlökkuðum til í hvert sinn sem við hittumst. Já, það var svo sannarlega góður andi í klúbbnum okkar en við hittumst hver hjá annarri til skiptis og á vorin var farið í sumarbústað einhverrar okkar og þar kvöddum við veturinn saman, elduðum góðan mat, spiluðum og nut- um samveru okkar í fallegri nátt- úrunni. Þessar stundir verða ógleym- anlegar í minningunni. Sigríður var glæsikona í sjón og raun. Hún bar sig vel, var með mjúk- ar og fallegar hreyfingar sem ung væri, var það aðdáunarvert hve ung hún var í fasi og allri framkomu. Hún var vel gefin kona og minnug á allt sem hún las, bæði sögur og ljóð, og vel heima í því sem var að gerast í kring- um okkur. Þar var aldrei komið að tómum kofunum. Hún hafði gott auga fyrir því spaugilega í tilverunni og oft sagði hún okkur frá einhverju sem hún upplifði á svo skemmtilegan hátt að við veltumst um af hlátri, annað var ekki hægt. Sigríður og Jóhann áttu alltaf gott og fallegt heimili, sama hvar þau bjuggu, enda samrýnd hjón sem báru virðingu hvort fyrir öðru. Sigríður hafði næmt auga fyrir listrænu um- hverfi og var heimili þeirra listrænt og fallegt og sjálf var hún listræn í sér, það vita vinir hennar allir. Hún var sérlega góð húsmóðir, allt sem við fengum á því heimili var bæði gott og svo fallega framborið hvort sem það var matur eða drykkur. Annars var Sigríði lítið um það gefið að láta hæla sér fyrir eitthvað, hún var hógvær kona í eðlinu og það kom fram í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún mat „gömlu góðu gildin“ og lifði eftir því. Hjá okkur sem eftir eru skildi hún eftir svo margt sem við metum og minnumst með þakklátum huga, ekki síst hjá börnum sínum og fjölskyldu. Það er mikil birta og heiðríkja yfir minningu Sigríðar, hún skilur eftir sig spor sem ekki hverfa í náinni framtíð. Við sendum Jóhanni, Lóu systur hennar, börnum og barnabörnum hugheilar samúðarkveðjur. Ef það er líf eftir þetta líf eigum við vonandi eftir að hittast og taka í spil saman, hver veit. Farðu í guðs friði og hafðu þökk fyrir samfylgdina. Ásta, Gróa og Margrét. Elsku amma Sigga. Minningar okkar um þig eru marg- ar og góðar. Þú kenndir okkur að spila Olsen Olsen og veiðimann. Við unnum oft og þá sagðir þú okkur að við sæjum í gegnum spilin þín. Það var alltaf gaman að koma í boðin til SIGRÍÐUR V. KARVELSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.