Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ég vil minnast mjög einstakrar og dásam- legrar manneskju. Ég hef aldrei á ævi minni kynnst neinum eins og Kristínu og mun lík- legast aldrei gera, svo einstök var hún. Það voru óteljandi kostir sem gerðu hana einstaka, svo sem fróð- leiksmolar um ýmislegt sem fáir vita um. Hún sagði mér svo marga fróðleiksmola að í gegnum árin var ég farin að kalla þá „Fróðleiksmola Kristínar“. Minnisstæðastur þess- ara fróðleiksmola sem ég vitna oft í er um þrjú augnlok krókódíls og ástæðuna á bak við hvert augnlok. Kristín kenndi mér margar lífs- reglur sem ég mun um alla mína ævi fara eftir. Hún kenndi mér bæði um tónlist og að meta hana, allt frá Edith Piaf og Ninu Simone, til Michael Jackson, The Backstreet Boys til Guns N’ Roses og Kiss. Mikið var ávallt spilað af tónlist og Kristín hafði ákveðið lag fyrir allar kringumstæður, því var hún alltaf plötusnúðurinn Kristín. En hún var ekki bara plötusnúður sem kunni alla texta og söng í fjarstýr- ingu eða gemsa, hún kunni nánast alla dansa við lögin! Kristín sýndi mér einnig hvernig það er að vera sannur vinur, því það er það sem hún var. Hún var alltaf til staðar með bros á vör, hvenær sem var. Hún var alltaf svo ánægð og lífsglöð að það geislaði alveg af henni og maður gat ekki annað en brosað og hlegið og gleymt öllu öðru. Ég er svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að kynnast henni þessi fjögur stuttu ár sem ég þekkti hana. Ég lít á lífið mun bjartari augum eftir að hafa kynnst henni. Hún tal- KRISTÍN BJARKADÓTTIR ✝ Kristín Bjarka-dóttir fæddist í Reykjavík 9. maí 1981. Hún lést af slysförum sunnudag- inn 27. janúar og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 4. febr- úar. aði alltaf um það besta í öllum og lífinu, því þannig sá hún allt. Undanfarna daga hef ég hugsað til þess- ara ára og um allt það skemmtilega sem við gerðum. Ég hef hugs- að mikið til haustsins 1998, tímans sem við Kristín og Emily eydd- um saman og hve ynd- islegt það var. Ég hef einnig hugsað mikið til tímans sem hún átti heima á Laugavegin- um og hve gaman það var alltaf þar. Ég minnist þess þeg- ar hún brosti, pírði augun, kinkaði kolli og sagði svo: „Hva?!?! Þetta reddast!“ Ég minnist þess einnig þegar að ég hitti hana og Önnu einn dag í sumar sem leið. Hamingjan geislaði af henni og hún gat ekki hætt að brosa. Hún gat ekki heldur hætt að brosa í þau tvö seinustu skipti sem ég hitti hana milli jóla og nýárs. Hún var svo hamingjusöm og ánægð með lífið. Ég mun um alla mína ævi muna eftir þessum dásamlegu minningum, ég mun minnast hennar, lífsorku hennar, hamingju, lífsreglum, tón- list og brosi hennar, og ég mun brosa... Ég votta foreldrum Krist- ínar, systrum og bróður, ásamt Önnu, og öllum vinum hennar mína dýpstu samúð. Ég kveð þig í bili, kæra vinkona. Sjáumst aftur með bros á vör. Þórunn Kristjánsdóttir. Elsku Kristín mín. Mig langar bara til að segja þér það einu sinni enn hvað mér þykir vænt um þig. Þú hafðir svo óendanlega margt gott til að bera og ég vil að þú vitir hvað ég er stolt af þér. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur, leystir þú svo vel af hendi. Ég dáðist svo oft að þér fyrir það sem þú varst, skæl- brosandi engill sem vildir allt og öll- um gott og vel. Ekki veit ég hvað tekur við eftir þetta líf, en hvar sem þú ert, ástin mín, þá heiti ég þér því að syngja þér söng lífsins. Ég held utan um þig í hjartanu. Þín vinkona, Anna Aðalheiður. Þó að við Kristín höfum ekki hist í nokkur ár er hún einn af fáum samferðamönnum mínum sem munu fylgja mér ævina á enda. Hún varð fyrst af öllum til að taka mig undir sinn verndarvæng þegar ég kom til námsdvalar á Íslandi og hún var meðal þeirra sem grétu með mér þegar ég fór. En þannig var hún bara. Hún var vinur allra, átti vini út um allan heim og ég veit að ég er heppin að hafa verið í þeirra hópi. Kristín var alltaf með þetta bjarta bros og mér fannst meira að segja votta fyrir því í tölvubréfun- um sem hún sendi mér eftir að ég fór frá Íslandi. Mér er sérstaklega minnisstætt hvað Kristín var innilegur aðdáandi rokktónlistar frá níunda áratugnum og hún var harðákveðin í að gera mig handgengna Kiss og ACDC. Hún sparaði ekki fyrirhöfnina til að ná þessu fram og það skrýtna gerð- ist að það tókst. Ég hlusta mikið á þessa tónlist og þegar ég heyri hana man ég eftir Kristínu og ég fer að brosa. Ég skrifa þessi orð til þess að Kristín viti að ég er ekki búin að gleyma henni. Ég vona að minnsta kosti að hún viti það. Fjölskyldu hennar og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Hugur minn dvelur hjá þeim. Emely Ritter, Ontario. Elskulega súperstjarna, Kristín, sem ert heimsmeistari á hverjum einasta degi. Núna ertu engill. Ég veit að þú ert enginn venjulegur engill, heldur ertu engill í Súperman-búningi. Ég geng um með ferðatösku í hjartanu sem er rétt nógu stór til að þú komist fyrir í henni. Ég er viss um að ef við hlustum á hafið heyrum við í hlátrinum þínum fallega. Tunglið hefur tekið til sín sálina þína björtu til að lýsa okkur í myrkrinu. Þú dreifðir fallegu orkunni þinni á meðal okkar. Þess vegna skín hjartað mitt núna. Þú opnaðir ferða- töskuna. Takk fyrir að deila ljósinu þínu með okkur, Kristín. Ég kyssi þig í hjartanu mínu og hvísla til þín leyndarmálum í vind- inn. Ég votta fjölskyldu þinni og þín- um nánustu mína innilegustu sam- úð. Þín alltaf Friðrika Björk Þorkelsdóttir. Elsku Krístín, ofurhetjan sem gat breytt sér í marblett. Það er erfitt að vera svona langt í burtu þegar eitthvað svona gerist og mig langar mest til að koma heim og kveðja Kristínu á almenni- legan hátt, en í staðinn skrifaði ég litla minningargrein. Ég sé hana fyrir mér brosandi eins og henni einni var lagið með þessa góðu geisla í augunum sem hlýjuðu manni um hjartarætur og lýstu upp hversdagleika manns. Hvernig hún hellti endalaust af sykri ofan í rótsterka kaffibolla, syngjandi og dansandi af innlifun við Guns and Roses og Destinies Child eða komandi úr Kolaportinu með fangið fullt af eldgömlum vínyl- plötum. Hún skildi eftir sig spor í hjarta okkar allra, það var ekki hægt annað en að þykja endalaust vænt um hana. Það var svo gaman að sitja og spjalla við hana, hlæja með henni og hafa hana nálægt, því hún snerti hjarta manns á einhvern einlægan og yndislegan hátt. Brosið hennar mun hlýja mér um hjartarætur í hvert sinn sem ég hugsa til hennar og ég veit að nú vakir hún yfir okkur öllum ásamt hinum stjörnunum, nema Kristín, er rokkstjarna. Fjölskyldu Kristínar og öllum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Hneta Rós. Elsku Jóna, ég skrifa til þín héðan frá Slóv- akíu og minnist þess tíma er við hittumst fyrst. Það var sumarið 1996, þegar ég kom fyrst til Íslands. Ég man hve íbúðin þín var full af minningum um liðna tíð. Þá varst þú 86 ára gömul en svo hress og full af lífskrafti. Þú gafst mér heitt súkkulaði að drekka og ís- lenskar smákökur. Það var í fyrsta skipti sem ég smakkaði heitt súkku- laði og jólaköku sem þú hafðir bak- að. Það var yndislegt. Við sama tækifæri spilaðir þú á orgelið fyrir mig og sagðir mér síðan sögu alls fólksins á myndunum sem héngu upp á vegg hjá þér. Ég varð strax svo hrifin af þér og frá þeim tíma varst þú íslenska amma mín. Þú minntir mig strax á ömmu mína í Tékklandi sem hafði dáið fyrir mörgum árum. Ég hitti þig svo ári síðar, þegar ég kom aftur til Íslands. Þá sast þú inni í eldhúsi hjá tengdamóður minni og hlóst að slóvakískum orðum, sem hljómuðu hlægilega í eyrum Íslend- inga. Svo komst þú í brúðkaupið mitt til Bratislava með Stellu. Öll fjölskylda mín var svo undrandi yfir lífskrafti þínum og þegar þú dans- aðir í brúðkaupinu, áttatíu og sex ára gömul, og svo þegar þú varst að ferðast um landið með okkur hérna úti. Ég var svo ánægð yfir því hversu vel þér líkaði við landið mitt. Allir ættingjar mínir hér úti sem þú hittir muna þig svo vel. Ef þér mættu einhverjir erfiðleikar á lífs- ✝ Jónína GeirdísEinarsdóttir klæðskerameistari fæddist í Reykjavík 14. júlí 1911. Hún lést á Landakoti 21. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 4. desember. leiðinni varstu vön að segja stolt að þú værir af víkingaættum eins og þú vildir segja að þú gætir sigrað hvaða erf- iðleika sem væru. Ég met mikils trú þína á Guð og góðvilja þinn til að biðja fyrir hverjum þeim sem þarfnaðist fyrirbænar. Ef einhver fór í langt ferðalag eða átti erfitt á einhvern hátt, settist þú niður, kveiktir á kerti og baðst góðan Guð að vera með þeirri manneskju. Ég man líka að þú sagð- ir mér að þú bæðir oft fyrir litlum börnum sem voru veik eða foreldra- laus. Einu sinni komst þú með mér og tengdamömmu minni í kirkju hér úti og ég man hversu ánægð þú varst í hjarta þínu. Annað sinn þáðir þú heilaga kvöldmáltíð til að taka við blessun Guðs og þá varst þú svo hamingjusöm. Ég á svo margar góðar minningar um þig þau fáu ár sem ég fékk að þekkja þig. Ég sé þig alltaf fyrir mér þegar þú komst til okkar í rauða kjólnum þínum á jólunum þegar við vorum á Íslandi. Ég var með þér á Þingvöllum og mörgum öðrum stöð- um. Þú sagðir mér svo margt frá lið- inni tíð á Íslandi sem mér þótti svo gaman að hlusta á. Síðasta bréfið mitt til þín komst ekki til þín. Þá varst þú sofnuð. Mig langaði til að deila svo mörgu með þér og ég veit að ég á eftir að gera það þó seinna verði. Ég hafði sterk- lega á tilfinningunni að þú myndir koma til okkar á jólunum. Á að- fangadag dreymdi manninn minn draum, að þú komst við hjá okkur með Önnu systur þinni. Þakka þér fyrir. Við settum aukadisk fyrir þig á jólaborðið okkar og héldum jólin hátíðleg með þér. Ég vonast til að hitta þig á ný, elsku frænka. Lúbitsa, Slóvakíu. JÓNÍNA GEIRDÍS EINARSDÓTTIR Við fráfall góðs æskuvinar koma margar minningar í hugann. Við Ólafur Ax- elsson kynntumst nokkrum árum áður en við urðum skólaskyldir. Móðir hans var hárgreiðsludama í Drápuhlíð- inni og vann við iðn sína heima. Þegar móðir mín átti við hana erindi tók hún mig stundum með sér. Hafði faðir hans gaman af ýmsu sem okkur Óla fór í milli. Síðan vorum við sessunautar í barnaskóla og gagnfræðaskóla og samferða daglega báðar leiðir, gangandi að sjálfsögðu. Fleiri slóg- ust í hópinn á leiðinni en við Óli vor- um tveir eftir síðasta spölinn. Var þá spjallað endalaust um áætlanir ÓLAFUR AXELSSON ✝ Ólafur Axelssonhæstaréttarlög- maður fæddist í Reykjavík 22. sept- ember 1946. Hann lést 14. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hall- grímskirkju 28. jan- úar. dagsins og ævinnar. Þótt ég hafi eignast fleiri góða vini held ég að Óli sé eini trúnaðar- vinur minn það sem af er ævi. Óli var hreinskipt- inn, glaðlyndur og fé- lagslyndur, góður í íþróttum, óáreitinn og skemmtilegur í besta skilningi. Hafði samt ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Síðar á lífsleiðinni höf- um við hist á förnum vegi og haft spurnir hvor af öðrum. Nokkrum sinnum var hann ábyrgðarmaður áramóta- brenna og tók þátt í leiknum frá upphafi til enda. Þarf engan að undra að hann náði vel sambandi við samferðafólk á öllum aldri. Skóla- systkini Óla á æsku- og unglings- árum eiga um hann góðar minn- ingar þótt kynnin hafi verið mislöng. Ég votta móður Ólafs, börnum, systkinum og öðrum vandamönnum innilega samúð. Aðalsteinn Geirsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þessar ljóðlínur viljum við gera að okkar þegar við minnumst þín, Dóri minn, en svo varstu alltaf kall- aður í okkar hópi. Dagur í návist þinni var sólskinsdagur, slík áhrif hafði nærvera þín á okkur. Á snöggu augabragði varstu kall- aður burt úr hinu jarðneska lífi til æðri heima. Við erum þakklátar fyrir stundirnar sem við áttum með þér og munum varðveita minn- inguna um þig í hjarta okkar. Sökn- uður og sorg ríkir nú í vinahópnum, sem við bárum gæfu til að vera hluti af. Þegar við látum hugann reika til liðinna stunda eru okkur efst í huga ferðalögin þar sem farið var vítt og HALLDÓR JÓHANNESSON ✝ Halldór Jóhann-esson fæddist á Hóli í Höfðahverfi 14. mars 1939. Hann lést af slysförum 11. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grenivíkur- kirkju 20. janúar. breitt um landið. Nátt- úra Íslands var þér sérstakt yndi sem og okkur og á hverju sumri var haldið út í buskann. Í þessum ferðum og á öðrum stundum kynntumst við hversu góðan mann þú hafðir að geyma. Þú varst traustur og trúr vinum þínum, skarpgreindur, prúð- menni mikið, heill til orðs og æðis. Þú áttir til mikla kímni og hlóst af hjartans lyst ef svo bar undir. Á góðri stund gátum við setið saman og spjallað um alla heima og geima tímunum saman. Já, það var gaman að njóta lífsins í góðra vina hópi. Ferðirnar okkar bæði innanlands og utan voru eft- irminnilegar og nú með vorinu átti að fara jafnvel út fyrir landsteinana og reglulega að njóta þess að vera til. Við ætluðum svo sannarlega að taka lífinu létt, koma við hjá Ósk, en hún er búsett í Svíþjóð, og halda síðan áfram að ferðast á erlendri grundu. Tveir stórir viðburðir áttu að vera tilefni þessarar ferðar okk- ar, en af því verður ekki vegna ör- laganna sem gripu inn í á svo svip- legan hátt. Elsku Dóri, megi ljós lífs, friðar og kærleika ávallt umvefja þig í nýju heimkynnunum þínum. Samferðavinirnir Stefanía, Ósk og Kristín. ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.