Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 45 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Vélavörð vantar á Guðrúnu VE 122 Upplýsingar hjá skipstjóra, sími 852 1471 og 698 1383. Múrverk — flísalagnir Múrarameistarar geta bætt við sig verkefnum. Uppl. í símum 894 4556 og 891 9458. Háskóli Íslands Hagfræðistofnun Við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er laust til umsóknar starf sérfræðings. Krafist er dokt- orsgráðu í hagfræði með sérstakri áherslu á peningamál. Starfið felst í rannsóknum á sviði peningamála og mótun peningamálastefnu. Bæði er um að ræða fræðilega og kenninga- lega umfjöllun, sem og hagnýtar þjónusturann- sóknir og upplýsingamiðlun. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna fer eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999 og reglna um Háskóla Íslands nr. 458/2000. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækj- anda, rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae) og eftir atvikum vottorð. Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að tekin verði til mats. Þegar höfundar eru fleiri en umsækjandi skal hann gera grein fyrir hlutdeild sinni í rannsóknum sem lýst er í ritverkunum. Æskilegt er að umsækj- endur geri grein fyrir því hverjar rannsóknarniðurstöður sínar þeir telja markverðastar. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um þær rannsóknir sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði honum veitt starfið (rannsóknaráætlun) og þá aðstöðu sem til þarf. Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra og raðast starf sérfræðings í launaramma B. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2002 og skal umsóknum skilað í þríriti til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfs- ins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefur Tryggvi Þór Herberts- son í síma 525 4535, netfang tthh@hi.is . Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Spv er með til leigu nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði í Hraunbænum Á neðri hæð eru lausir ca 300 fm og á efri hæð um 530 fm, sem hægt er að skipta niður. Upplýsingar eru gefnar í síma 575 4000. FYRIRTÆKI Matvæladreifing Fyrirtæki, sem stundar matvælaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, óskar eftir að komast í samband við fyrirtæki í svipaðri starfsemi (200—300 millj. kr. ársvelta) með samstarf eða samvinnu um dreifingu í huga. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl., merkt: „M — 11999“, eða í box@mbl.is, fyrir 19. febrúar. KENNSLA Stangaveðimenn athugið! Nýtt námskeið í fluguköstum hefst sunnudag- inn 17. feb. í TBR-húsinu í Gnoðarvogi 1 kl. 20.00. Kennt verður 17. og 24. feb., 3., 10. og 17. mars. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega. (Íþróttaskór/inniskór). KKR, SVFR og SVH. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsölur Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 21. febrúar 2002, kl. 14.00, á eftirtöldum eignum: Freyjugata 21, n.h., Sauðárkróki, þingl. eign Jóhönnu Svansdóttur og Guðmundar Guðmundssonar. Gerðarbeiðendur eru Penninn hf. og Aukaraf ehf. Hótel Varmahlíð, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Hótel Varma- hlíð ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 14. febrúar 2002. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Ólafsvegi 1, Ólafsfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Brimnesvegur 2, Ólafsfirði, þingl. eig. Sigursveinn S. Marinósson og Jóhanna Herdís Ármannsdóttir,gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Kirkjusandi, Lífeyrissjóður Norðurlands og Sparisjóður Ólafsfjarð- ar, miðvikudaginn 20. febrúar 2002 kl. 10.00. Vesturgata 1, Ólafsfirði, þingl. eign Úlfar Agnarsson. Gerðarbeiðend- ur Premmi sf. og Fróði hf., miðvikudaginn 20. febrúar 2002 kl. 10.00. Múlavegur 13, Ólafsfirði, þingl. eig. Múlatindur sf. Gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., Kirkjusandi, miðvikudaginn 20. febrúar 2002 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Ólafsfirði. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Borgarbraut 2, Stykkishólmi, fimmtudaginn 21. febrúar 2002 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Hafnargata 16, (fiskverkunarhús), Snæfellsbæ, þingl. eig. Ingi Tryggvason hdl., v/þb. Sæfisks ehf., gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., höfuðst., Snæfellsbær og Tryggingamiðstöðin hf. Hrannarstígur 4, efri hæð, Grundarfirði, þingl. eig. Friðrik Rúnar Friðriksson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hraunprýði, Snæfellsbæ, þingl. eig. Benedikt Sveinbjörnsson, gerð- arbeiðandi Innheimtumaður ríkissjóðs. Miðhraun 2, Eyja- og Miklaholtshreppi, þingl. eig. Guðmundur Þórð- arson, gerðarbeiðandi Sparisjóður vélstjóra. Mýrarholt 14, íbúð 0201, Snæfellsbæ, þingl. eig. Gunnvör Braga Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Snæfellsbær og Spari- sjóður Hafnarfjarðar. Nökkvi, sknr. 2028, þingl. eig. Bátsferðir ehf., gerðarbeiðendur Búnað- arbanki Íslands hf., Landsbanki Íslands hf., höfuðst. og Vátryggingafé- lag Íslands hf. Ólafsbraut 20, ásamt rekstrartækjum o.fl., Snæfellsbæ, þingl. eig. Elísabet Eygló Egilsdóttir, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Ferða- málasjóður. Silfurgata 17, 2. hæð, Stykkishólmi, þingl. eig. Þórdís S. Guðbjarts- dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík. Stekkjarholt 1, Snæfellsbæ, þingl. eig. Þórunn Sigurðardóttir, gerð- arbeiðendur Byko hf., Húsasmiðjan hf., Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf., höfuðst., Lífeyrissjóður sjómanna, Lífeyrissjóður verslun- armanna, Ríkisútvarpið og Snæfellsbær. Stekkjarholt 9, hluti, Snæfellsbæ, þingl. eig. Þórunn Björg Einarsdótt- ir, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf. Sýslumaður Snæfellinga, 14. febrúar 2002. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Tréskurðarnámskeið Fáein laus pláss í mars-apríl. Hannes Flosason, sími 554 0123. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  1822158  Sk. I.O.O.F. 12  1822158½  Fr. Í kvöld kl. 21 verður Örn Bárður Jónsson með kynningu á Alfa- námskeiðinu í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Herdísar Þor- valdsdóttur. Valdir kaflar úr bók- inni: „Samræður við guð“. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Hugræktarnámskeið Guðspekifélagsins verður fram- haldið fimmtudaginn 21. febrúar kl. 20.30 í umsjá Jóns Ellerts Benediktssonar: „Agni-jóga”. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is STOFNUÐ hafa verið hagsmuna- samtök um almannaflug. Í lögum fé- lagsins samþykktum á stofnfundi segir m.a. „Tilgangur félagsins er að verja og styrkja hagsmuni eigenda, rekstraraðila og viðhaldsaðila flug- véla með allt að 20 tonna flugtaks- þunga. Félagar geta orðið þeir sem eiga, reka og viðhalda flugvélum með allt að 20 tonna flugtaksþunga. “ „Mikil breyting hefur orðið á um- hverfi flugrekstrar á Íslandi á und- anförnum árum. Flugrekstraraðil- um hefur fækkað til muna. Skipting yfir í nýtt rekstrarumhverfi hefur reynst afar kostnaðarsöm og þung í vöfum, og riðið nokkrum flugrekstr- araðilum í nágrannalöndunum að fullu. Frumvarp til breytinga á lögum um loftferðir varð til þess að flugrek- endur og viðhaldsaðilar minni véla hittust og hagsmunasamtök um al- mannaflug urðu óformlega til. Í framhaldi af því fóru talsmenn sam- takanna á fund samgöngunefndar al- þingis,“ segir m.a. í fréttatilkynn- ingu. Sjórn Hagsmunasamtaka um al- mannaflug skipa: Einar Örn Einars- son formaður, Helgi Kristjánsson, Guðjón V. Sigurgeirsson, Helgi Jónsson og Valgeir Arnar. Hagsmuna- samtök um almannaflug NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á þingmenn að gera mjög skýra kröfu um að fyrir liggi áreiðanlegt mat á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. „Ekki er hægt að ætlast til þess að Alþingi leggi dóm á arðsemina á grundvelli aðferðafræðinnar einnar saman – sem Orkustofnun hefur skrifað upp á – án þess að forsendur og niðurstöður liggi fyrir. Miklar fjárhæðir eru í húfi fyrir skattgreið- endur þar sem ætlast er til að ríkið gangi í ábyrgð fyrir stórfelld lán Landsvirkjunar vegna framkvæmd- arinnar,“ segir m.a. í yfirlýsingu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Arðsemi Kára- hnjúkavirkjunar könnuð STJÓRN Félags íslenskra fram- haldsskóla fagnar því að læknadeild Háskóla Íslands skuli hafa frestað inntökuprófum í deildina um eitt ár. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var í gær. Þar segir ennfremur: „Það er mik- ilvægt að öllum sem hagsmuna eiga að gæta sé ljóst með góðum fyrir- vara að hvaða reglum þeir ganga. Nú gefst kostur á að semja mark- visst próf og kanna traustleika þeirra, en miklu máli skiptir að ekki rísi deilur um prófin þegar til kast- anna kemur. Stjórnin lítur svo á að inntökupróf séu betri kostur en numerus clausus sem tíðkast hefur til margra ára. Fé- lag íslenskra framhaldsskóla mun eiga samvinnu við læknadeild um prófin og væntir þess að niðurstaðan verði stúdentum til farsældar.“ Fagna frestun inntökuprófa Í UPPHAFI ársins var stofnað félag (eða samkvæmisklúbbur) utan um þá hugmynd að leiða saman fólk á aldrinum í kringum 27 ára til fimm- tugs með það markmið, að geta átt skemmtilegar og góðar stundir sam- an þegar sérhverjum hentar. Höfðað er til einstaklinga, fólks af báðum kynjum sem er ekki gift né í sambúð, segir í fréttatilkynningu. Fundir eru í klúbbnum annað hvert laugardagskvöld kl. 21 að Hverfisgötu 105 R. 2. hæð t.v. sal Barðstrendingafélagsins og er næsti fundur 16. febrúar. Fastar kvöld- göngur eru á miðvikudögum kl. 20 (u.þ.b. 50 mín.) og smárabb yfir kaffibolla á eftir. Samkvæmis- klúbbur stofnaður NÆSTI málfundur aðstandenda sósíalíska vikublaðsins Militant fjallar um aukna hörku í viðskipta- samningum milli ríkja. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 15. febr- úar kl. 17.30 í Pathfinder-bóksöl- unni, Skólavörðustíg 6B. Framsaga og umræður. Óskað er eftir framlagi við inngang, segir í fréttatilkynn- ingu. Málfundur um viðskiptasamninga TVEIR árekstrar urðu á gatnamót- um Hafnarfjarðarvegar og Álftanes- vegar í Engidal á miðvikudag. Biluð umferðarljós eru talin eiga sinn þátt í árekstrunum en lögregla brýnir fyrir ökumönnum að aka mjög var- lega við slíkar aðstæður. Kveikt var á umferðarljósunum á ný kl. 15.30 í gær, fimmtudag. Fyrra óhappið varð á níunda tím- anum á miðvikudag, en að sögn lög- reglunnar í Hafnarfirði var árekst- urinn ekki ýkja harður. Seinna slysið varð í hádeginu þegar bíl sem var á leið vestur Álftanesveg var ekið í veg fyrir bíl sem ók norður Hafnarfjarð- arveg. Þrír voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra voru ekki talin al- varleg. Bílarnir voru fluttir af vett- vangi með kranabifreið. Óhöpp við biluð umferðarljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.