Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 47 NÁMSKEIÐ um tilfinningagreind og lífsgæði verður haldið í Litlu- Brekku í Bankastræti helgina 16. og 17. febrúar. Plan 21 gengst fyrir námskeiðinu. „Á námskeiðinu verður fjallað um spurningar varðandi sjálfseflingu og leiðir sem líklegar eru til að skila ár- angri varðandi heilsu og velferð. Námsefnið byggist á kenningum og hugmyndafræði fjölmargra fræði- og leikmanna. Farið verður yfir þætti eins og tilfinningagreind, til- finningalæsi, hugsanamynstur, innri höft og leiðir til að brjóta upp hefð- bundin mynstur og vinna að eigin velferð með breyttu hugarfari,“ seg- ir m.a. í fréttatilkynningu. Leiðbeinandi er Gunnhildur Valdi- marsdóttir hjúkrunarfræðingur og kennari. Tilfinninga- greind og lífsgæði DORGVEIÐI nýtur vaxandi vin- sælda hérlendis sem fjölskyldu- skemmtun. Sunnudaginn 17. febrúar verður haldin hin árlega dorgveiðikeppni ferðamálabrautar Hólaskóla og er þetta fjórða árið sem ferðamála- brautin stendur fyrir slíkri keppni sem hefur notið sívaxandi vinsælda, keppnin hefur frá upphafi farið fram á Vatnshlíðarvatni í Vatns- skarði. Í vatninu eru tvö sérstök af- brigði af bleikju og hefur hún tekið vel. Keppnin hefur ávallt verið fjöl- menn. Skráning hefst við Vatnshlíðar- vatn kl. 13.00 og þá getur fólk farið að velja sér holu og gert allt klárt fyrir keppnina sem byrjar kl. 13.30 og lýkur kl. 15.30. Keppt er í barna- og fullorðinsflokkum og veitt vegleg verðlaun í öllum flokkum að keppni lokinni. Hólaskóli með dorgveiðikeppni HÚNVETNSK menning á miðjum vetri verður haldin í Húnabúð, Skeifunni 11, sunnudaginn 17. febr- úar, á afmælisdegi Húnvetninga- félagsins. Dagskráin hefst kl. 14 og henni lýkur kl. 17. Húnakórinn syngur, ungt fólk í söngnámi syngur einsöng og tví- söng og efnileg tvítug stúlka leikur á píanó. Fram koma þekktir hag- yrðingar að norðan; Pétur frá Höllustöðum, Jóhann í Holti, Gísli á Mosfelli, Óskar í Meðalheimi og Páll í Sauðanesi. Ágúst á Geita- skarði stjórnar þessum þætti dag- skrárinnar. Vilhjálmur frá Holti í Ásum kynnir dagskrárliði. Að- gangseyrir er 1.500 kr. og er kaffi og meðlæti innifalið. Húnvetnsk menn- ing á miðjum vetri SEXTÍU ár voru í gær, 14. febr- úar, liðin frá stofnun BSRB. Þann dag 1942 komu saman til stofn- fundar fulltrúar starfsmanna ríkis og sveitarfélaga, sem höfðu innan sinna vébanda um 1.550 fé- lagsmenn. Eitt helsta baráttumál aðildar- félaganna um þetta leyti var að op- inberir starfsmenn öðluðust samn- ingsrétt um kaup og kjör til jafns við aðrar launastéttir og að numin yrðu úr gildi lög frá 1915 sem bönnuðu verkföll opinberra starfs- manna. BSRB var stofnað á þeim grundvelli að sameinaðir stæðu op- inberir starfsmenn sterkari í bar- áttu fyrir sameiginlegum hags- munamálum en hver í sínu lagi. Nú eru aðildarfélögin 33 með um 18 þúsund félagsmenn sem starfa í fjölbreyttri almannaþjónustu. Í til- efni þessara tímamóta hefur stjórn BSRB ákveðið að ráðist verði í að rita sögu bandalagsins og hefur Þorleifur Óskarsson sagnfræðing- ur verið ráðinn til þeirra starfa. BSRB lætur rita sögu samtakanna HÁTÍÐARMÁLÞING Orators, fé- lags laganema, verður að vanda haldið árshátíðardaginn 16. febr- úar, en löng hefð er fyrir því að haldið sé málþing í tengslum við árshátíð Orators. Að þessu sinni ber það yfirskriftina „Tjáningar- frelsið og fordómar“. Málþingið verður í Norræna húsinu kl. 11–13. Erindi flytja: Margrét Heinreksdóttir, fram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrif- stofu Íslands, Björg Thorarensen, skrifstofustjóri hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og Páll Þórhallsson, lögfræðingur hjá tjáningarfrelsisdeild mannrétt- indaskrifstofu Evrópuráðsins. Eftir framsöguerindi verða um- ræður. Fundarstjóri er Róbert R. Spanó, aðjunkt í lagadeild. Kaffi- veitingar eru í boði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins Málþing Orators um tjáningarfrelsið MÁLBJÖRG, félag um stam, stend- ur fyrir spjallfundi barna og ung- linga sem stama, laugardaginn 16. febrúar frá 11–14. Dagskráin felst í að spila og spjalla saman. Allir unglingar og börn sem stama eru velkomin. For- eldrarnir geta t.d. skotist í bæinn á meðan. Fundurinn hefst kl. 11 í Há- túni 10 b, 9. hæð, laugardaginn 16. febrúar og lýkur kl. 14. Barna- og ung- lingafundur Málbjargar NORRÆN samstarfsnefnd blindra- félaganna fundar hér á landi um helgina, nánar tiltekið á Hótel Rangá. Samfara þessu var haldinn í gær fundur hjá nefnd sem fjallar um þróunaraðstoð við vanþróuð lönd. Fyrir hönd Blindrafélagsins, sam- taka blindra og sjónskertra á Ís- landi, sitja fundina Gísli Helgason, formaður félagsins, og Björg Anna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þess. Norðurlöndin skiptast á að vera í forsvari fyrir þessa samstarfs- nefnd og mun Gísli taka við for- mennsku í nefndinni til næstu tveggja ára. Meðal umfjöllunarefna helgarinn- ar er framtíð hljóðtímarita og hljóð- bóka á geisladiskum, aðgengi að upplýsingatækninni, meginreglur Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra og áform vegna fyrirhugaðs Evrópuárs fatlaðra árið 2003. Í til- kynningu frá Blindrafélaginu segir að norræna samstarfið hafi verið einna mikilvægast fyrir félagið þeg- ar erlent samstarf er annars vegar. Norræn blindra- félög funda á Íslandi Rangt heiti á ritgerð Í frétt blaðsins í gær um úthlutun styrkja til ritunar sögu heilbrigðis- mála á Íslandi var rangt farið með umfjöllunarefni annars styrkþegans, Þórunnar Guðmundsdóttur. Hið rétta er að Þórunn er að skrifa rit- gerð um starfsemi ljósmæðra á Ís- landi fyrir árið 1800. Er beðist vel- virðingar á þessum mistökum. Leiðrétt Afhenti trúnaðarbréf ÞÓRÐUR Ægir Óskarsson sendi- herra afhenti þriðjudaginn 12. febr- úar 2002 Joso Krizanovic, formanni forsetaráðsins í Bosníu-Hersegóv- ínu, trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra Íslands í Bosníu-Hersegóvínu, með aðsetur í Vín, Austurríki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.