Morgunblaðið - 19.02.2002, Qupperneq 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 19
Dæmi:
Ozone trékylfur ....kr. 3.000
ZO-ON barnaregngalli
jakki + buxur ........kr. 8.500
Loksins loksins - GOLF - útsala
Allt að 50% afsláttur
Dæmi:
PING TiSI dræver...kr. 39.000
Footloy skór .............kr. 5.900
Titleist 990 golfsett kr. 69.000
GOLFBÚÐIN, Strandgötu 28, Hafnarfirði, símar 565 1402, 898 6324
SEINT yrði hægt að telja upp öll
glæpaverk þýskra nasista, sem
þeir frömdu í herteknum löndum
Evrópu, en það gleymist stund-
um, að venjulegir Þjóðverjar
urðu líka fyrir barðinu á skelf-
ingum stríðsins, til dæmis þær
milljónir manna, sem flýðu
nauðganir og fjöldamorð sovésku
hersveitanna. Um þetta meðal
annars fjallar þýski Nóbelsverð-
launahöfundurinn Günter Grass í
sinni nýjustu bók, „Krabbagangi“
eða „Im Krebsgang“. Með því
hefur hann rofið meira en hálfrar
aldar þögn, þá óskrifuðu reglu, að
Þjóðverjar eigi ekki að tala um
annað en sína sameiginlegu sekt
vegna grimmdarverka Þriðja rík-
isins.
Söguhetjan heitir Tulla, 17 ára
gömul stúlka, ófrísk og komin
langt á leið. Hún lifir af þegar
sovéskur kafbátur sökkvir Wil-
helm Gustloff á Eystrasalti 30.
janúar 1945 en þá var þetta fyrr-
um glæsilega skemmtiferðaskip
yfirfullt af vegalausu fólki og her-
mönnum á flótta. Hvorki fyrr né
síðar hafa fleiri farist með einu
skipi, um 9.000 manns, en talið
er, að um 1.250 hafi komist af. Til
samanburðar má nefna, að í Tít-
anik-slysinu 1912 fórust 1.513
manns.
Tulla verður grá fyrir hærum
þegar hún sér lík barnanna fljóta
í köldum sjónum og hún verður
léttari strax í björgunarbátnum.
Hún elur son sinn umkringd
skelfingu lostnu fólki og neyð-
arópum kvenna, sem hafa misst
börnin sín.
Harmar
þögnina
Þetta er í fyrsta sinn, sem
þýskur rithöfundur segir frá ör-
lögum og hlutskipti þeirra 12
milljóna manna, sem flýðu undan
framsókn Rauða hersins, undan
nauðgunum, ránum og skipulögð-
um morðum á óbreyttum borg-
urum.
Grass eða ein af persónum
hans í sögunni harmar „þögnina,
sem um þetta hefur ríkt svo
lengi, og aðeins vegna þess, að
sameiginlega sökin var svo mik-
il“. Afleiðingin var sú, að þetta
mál var eftirlátið „öfgamönnum
til hægri og vinstri“.
Eftir stríð þótti ekki við hæfi
að tala um grimmdarverk Sov-
étmanna, nýjar kynslóðir voru
miður sín vegna ábyrgðar for-
eldranna á því, sem gerst hafði,
og í Austur-Þýskalandi var um-
ræðan bönnuð. Þýski rithöfund-
urinn W. G. Sebald, sem nú er
látinn, ruddi þó brautina með
umdeildum fyrirlestrum og grein-
um 1997. Þar fjallaði hann um
eyðileggingu evrópskra borga og
þær mannlegu þjáningar, sem
fylgdu loftárásum bandamanna.
Afneitun og
öfugsnúinn áhugi
„Krabbagangur“ segir sögu
Þjóðverja eftir stríð, sögu, sem er
mörkuð minningunni um Helför
og hermdarverk nasista. Sonur
Tullu vill ekki heyra talað um þá
atburði, sem urðu þegar hann
kom í heiminn, þótt Tullu sjálfri
finnist, að einmitt þess vegna eigi
hann að segja frá þeim. Sonur
hans og sonarsonur Tullu hefur
aftur á móti áhuga á því en hann
lendir í slagtogi við hægriöfga-
menn. Hann verður mjög at-
hafnasamur á Netinu þar sem
hann krefst blóðugra hefnda en
þar kemst hann líka í kynni við
mann, sem segist vera gyðingur.
Gyðingurinn bendir á, að um
borð í Wilhelm Gustloff hafi verið
1.000 þýskir hermenn og skipið
auk þess haft uppi þýskan herf-
ána þegar það var skotið í kaf.
Hafði skipið raunar verið notað
sem herbúðir allt frá 1940 og leg-
ið við festar í Gotenhafen, sem nú
er Gdynia í Póllandi, þar til það
lagði upp í ferðina örlagaríku.
Lofsamlegir
dómar
„Krabbagangi hefur verið tekið
ákaflega vel í Þýskalandi. Einn
kunnasti gagnrýnandinn, Marcel
Reich-Ranicki, segir söguna með-
al þeirra bestu, sem frá Grass
hafa komið, og með því „besta í
þýskum bókmenntum á síðari
tímum“. Segist hann hafa tárast
við lesturinn en þessi rúmlega
áttræði gagnrýnandi hefur hing-
að til verið kunnur fyrir annað en
tilfinningasemi. Í fyrstu vikunni
eftir útkomu bókarinnar seldist
hún í 400.000 eintökum.
Þögnin rofin um
þjáningar Þjóð-
verja í stríðinu
Nýjustu bók
þýska nóbels-
verðlaunahöf-
undarins
Günters Grass
vel tekið
Berlín. AFP.
Þýski rithöfundurinn Günter Grass er hann var gestur á Alþjóðlegri
bókmenntahátíð í Reykjavík í september 2000.
Morgunblaðið/Jim Smart
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is