Morgunblaðið - 22.02.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.02.2002, Qupperneq 1
44. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 22. FEBRÚAR 2002 TIL átaka kom í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í fyrra- kvöld og fyrrinótt er nokkrar þúsundir manna mótmæltu efna- hagsóreiðunni í landinu og miklu atvinnuleysi. Var einnig minnst 27 manna, sem létu lífið í miklum óeirðum fyrir nokkrum vikum. Hér eru lögreglumenn að kljást við einn mótmælendanna á Plaza de Mayo, kunnu torgi í miðborg- inni. Reuters Áframhaldandi óöld í Argentínu SYKURSÝKI af gerð, sem hingað til hefur aðeins hrjáð fullorðið fólk, hefur í fyrsta sinn fundist í of feit- um, hvítum unglingum í Bretlandi. Þykir það benda til þess, sem vænta megi, og vera fyrirboði stóraukinna útgjalda og álags á heilbrigðiskerfið í landinu. Sjúkdómurinn, sykursýki af gerð 2, hefur áður fundist í Bretlandi í börnum blökkumanna og Asíu- manna en vitað er, að þau eru erfða- fræðilega næmari fyrir honum en hvítu börnin. Að öðru leyti er hann að mestu bundinn við og verður æ algengari í fullorðnu fólki, sem þjá- ist af offitu. Nú hefur hann fundist í þremur stúlkum og einum dreng á aldrinum 13 til 15 ára. Öll eru þau mjög feit. Var frá þessu skýrt á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, og í öðrum breskum fjölmiðl- um. Breskir læknar segja, að hér sé um að ræða „skelfilega þróun“, sem hugsanlega eigi eftir að valda heil- brigðiskerfinu þungum búsifjum. Nú fara 10% af útgjöldum þess ár- lega til umönnunar sykursýkissjúk- linga. Offita meðal barna og unglinga er að verða að faraldri á Vesturlöndum og í Bandaríkjunum hefur henni verið lýst sem hreinni þjóðarvá. Ástæðan er óhollir lífshættir, lítil hreyfing og mikil neysla á hvers konar ruslfæði. Herför gegn offitu Talsmaður breska heilbrigðis- ráðuneytisins sagði í gær, að verið væri að leggja á ráðin um herför gegn offitu meðal barna. Meðal ann- ars yrði kannaður sá matur, sem boðið er upp á í skólamötuneytum, og hugsanlega yrði ókeypis ávöxtum dreift til barnanna. Afleiðingar sjúkdómsins geta ver- ið mjög alvarlegar en meðhöndlunin felst í því að grennast með réttu mataræði en taka þarf inn insúlín í 30% tilfella. Áunnin syk- ursýki ógnar nú börnunum SEX daga Asíuferð George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, lýkur í dag, en í gær átti hann viðræður við Jiang Zemin, forseta Kína, í Peking. Fór mjög vel á með þeim en ekki tókst Bush að fá Kínverja til að hætta sölu á eldflaugatækni til ann- arra landa, þar á meðal til Írans og AP Vinsamlegar viðræður Norður-Kóreu, sem ásamt Írak mynda „öxul hins illa“ að dómi Bush. Í gær voru liðin rétt 30 ár frá hinni sögulegu Kínaferð Richard Nixons, þáverandi forseta Banda- ríkjanna. Hér takast þeir í hendur, Bush og Zemin, að loknum frétta- mannafundi í Peking. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær í sjónvarps- ávarpi, að ríkisstjórn hans hygðist koma upp svokölluðum öryggis- svæðum á landamærum Ísraels og Palestínu til að koma í veg fyrir árás- ir á Ísrael. Mátti á honum skilja, að þau yrðu aðallega á palestínsku landi og tækju einnig til gyðingabyggð- anna þar. Sharon hét því að unna sér ekki hvíldar fyrr en hann hefði sigrað „hryðjuverkamennina“ og sagði, að öryggissvæðin myndu ná til „allra Ísraela“. Svaraði hann þannig er hann var spurður hvort þau myndu ná til gyðingabyggðanna í Palestínu. Ísraelar hafa nú þegar komið sér upp öryggissvæði á palestínsku landi á Gaza-svæðinu. Í augum Palestínu- manna jafngildir það eins konar inn- limun. Palestínumenn fordæma ræðuna Saeb Erakat, háttsettur, palest- ínskur embættismaður, fordæmdi ræðu Sharons og sagði ljóst, að hann hygðist ganga á milli bols og höfuðs á palestínsku heimastjórninni og koma í veg fyrir frið. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- mannanna, hvatti í gær til vopnahlés og hét að draga fyrir rétt þrjá menn, sem hand- teknir voru í gær fyrir morðið á ísraelska ferða- málaráðherran- um Rehavam Zeevi. Hefur Sharon krafist þess, en viðbrögð Ísraela við handtökunni voru þó lítil. Hertu þeir enn á árásum sínum á Vesturbakkann og Gaza. Að minnsta kosti átta Palestínumenn lágu eftir í valnum. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins hvatti í gær Ísraela og Palestínumenn til að halda aftur af sér, en fréttaskýrendur segja, að svo virðist sem Bandaríkjastjórn hafi ekki lengur neitt til málanna að leggja. Frá henni heyrist ekki annað en áskoranir á Arafat um að ráðast ekki á Ísrael. Sharon hyggst koma upp ör- yggissvæðum Munu líklega verða á palestínsku landi og ná til gyðingabyggðanna Jerúsalem, Ramallah. AP, AFP. Ariel Sharon STJÓRNARHER Kólumbíu hóf í gær stórsókn gegn skæruliðum í FARC-hreyfingunni sem ráðið hefur landsvæði sem er á stærð við Sviss. Áður hafði Andres Pastrana forseti tilkynnt að hann hefði slitið friðar- viðræðum við FARC. Herþotur Kólumbíuhers vörpuðu sprengjum á um 85 skotmörk á griðasvæði FARC, sem er í miðju landinu. Sagði Euclides Sanchez hershöfðingi, næstæðsti yfirmaður kólumbíska hersins, að unnið væri eftir vel útfærðri hernaðaráætlun. Takmarkið væri að ná aftur valdi á griðasvæðinu. FARC sagði hins veg- ar í yfirlýsingu að ákvörðun Pastr- anas myndi kalla meiri blóðsúthell- ingar yfir íbúa Kólumbíu. Ákvörðun Pastranas um að slíta friðarviðræðum kom eftir að nokkrir grunaðir liðsmenn FARC rændu flugvél sem var á leið til höfuðborg- arinnar Bogota. Þrjátíu og sjö manns voru um borð en ræningjarn- ir neyddu flugmanninn til að lenda nærri bænum Hobo í Huila-héraði í suðurhluta landsins. Slepptu þeir allflestum farþegun- um en höfðu hins vegar tvo þeirra með sér inn í frumskóginn, þ. á m. stjórnarandstöðuþingmanninn Jorge Eduardo Gechen Turbay. Friðurinn úti í Kólumbíu Bogota. AFP. BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið staðfesti í gær, að Daniel Pearl, blaðamaður hjá Wall Street Journal, sem rænt var í janúar, hefði verið myrtur. „Sendiráð okkar í Pakistan hefur fengið sannanir fyrir því, að hann hafi verið tekinn af lífi,“ sagði Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðuneytis- ins. „Við höfum haft samband við fjölskylduna og tjáð henni samúð okkar vegna þessa hryllilega glæps.“ Boucher gaf engar frekari upplýsingar en haft er eftir ónefndum, bandarískum emb- ættismanni, að starfsmenn bandarísku alríkislögreglunn- ar, FBI, í Karachi í Pakistan hafi séð myndband þar sem Pearl „virtist vera látinn“. Pearl sagður látinn Washington. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.