Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opið alla daga frá kl. 10 til 19 – einnig um helgar. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Reykjavík: Perlan, sími 562 9701. Akureyri: Hafnarstræti 91-93, 2. hæð, símar 461 5050 og 861 1780. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda 21. febrúar til 3. mars Málþing um Magnús Stephensen Var mestur áhrifamanna NÆSTKOMANDIlaugardag, sum séá morgun, verður haldið málþing um þann merka mann Íslandssög- unnar Magnús Stephen- sen. Málþingið verður haldið í sal Þjóðarbókhlöð- unnar, 2. hæð, klukkan 13.30. Svavar Sigmunds- son, formaður Félags um átjándu aldar fræði, er í forsvari fyrir málþingið og efni þess og hann svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Það er ekki víst að allir Íslendingar undir miðjum aldri kannist við nema nafnið, þú kannski rifjar fyrst upp fyrir okkur sitt- hvað um Magnús Stephen- sen… „Magnús Stephensen var fædd- ur á Leirá í Leirársveit 1762, son- ur Ólafs Stefánssonar sem síðar varð stiftamtmaður og konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur. Hann var af helstu höfðingjaættum landsins og ólst upp með foreldrum sínum á Bessastöðum, Elliðavatni og víð- ar. Eftir nám í Skálholti fór hann til Kaupmannahafnar 1781 og lauk prófum í lögfræði og stundaði einnig málanám og nám í tónlist. Eftir heimkomuna 1788 varð hann lögmaður og bjó lengst af að Leirá og var settur landfógeti um skeið. Hann var hvatamaður að stofnun Hins íslenska landuppfræðinga- félags 1794 og forseti frá 1796. Magnús var nær einráður um bókaútgáfu í landinu um langt árabil, og ritstörf og störf að út- gáfumálum voru fyrirferðarmikil í ævi hans auk embættisstarfanna. Prentsmiðja á hans vegum var í Leirárgörðum, Beitistöðum og síðar í Viðey. Magnús var skipað- ur dómsstjóri í Landsyfirréttinum aldamótaárið 1800 og gegndi því starfi til æviloka. Hann bjó á Innrahólmi frá 1803–1813 en flutti þá til Viðeyjar og bjó þar til dauðadags, og þar rak hann mik- inn búskap eins og á fyrri stöð- unum. Hans er oft getið sem kon- ferensráðs en þann titil hlaut hann 1816 af dönskum yfirvöldum, og doktor varð hann frá Hafnarhá- skóla 1819 fyrir rit sitt á latínu um gildandi lög á Íslandi. Magnús var mestur áhrifamanna á Íslandi um sína daga og boðberi upplýsinga- stefnunnar hér á landi. Með út- gáfu sinni á ýmsum ritum, m.a. Klausturpóstinum og Minnisverð- um tíðindum, Ræðum Hjálmars á Bjargi auk fjölmargra annarra rita ruddi hann brautina fyrir fjöl- margar nýjar hugmyndir og ritaði um efni sem ekki hafði verið skrif- að um á íslensku áður, náttúru- fræði og sögu, m.a. eftirmæli 18. aldar, samdi Ferðarollu 1825–26, ferðadagbók frá Kaupmannahöfn. Hann var talsmaður mildari refs- inga í landinu, framámaður í tón- listarmálum o.fl o.fl. Hann var mjög kappsamur maður og leit stórt á sig og forræðishyggja hans keyrði stundum úr hófi. Hann var ekki laginn við að koma sínum mál- um fram vegna ýtni sinnar og hann aflaði sér óvildarmanna fyrir þótta og stærilæti. Hann lést 1833.“ Hverjir halda málþingið og hverjir eru fyrirlesarar? „Félag um átjándu aldar fræði stendur fyrir málþinginu og fyr- irlesarar verða Anna Agnarsdótt- ir dósent sem fjallar um Magnús sem utanríkisráðherra landsins 1807–1810, Þorsteinn Gylfason prófessor spyr hvort Magnús hafi aðhyllst náttúruréttinn, Svavar Sigmundsson forstöðumaður sem ræðir um nýyrði Magnúsar og Smári Ólason, sjálfstætt starfandi tónvísindamaður, sem spyr hvort Magnús hafi verið fyrsti tónlistar- menntaði Íslendingurinn.“ Hverjum er málþingið ætlað? „Það er ætlað öllum áhuga- mönnum um menningarmál og stjórnmál á átjándu öld og fram á þá nítjándu, um upplýsingastefn- una, og um persónuna Magnús Stephensen, sem setti mjög mark sitt á samtíma sinn og ruddi brautina fyrir margt sem við telj- um sjálfsagða hluti á okkar tím- um.“ Hvað verður gert með niður- stöður málþingsins? „Fyrirlestrarnir verða ekki gefnir út í bók, en félagið heldur úti rafrænu tímariti, Vefni, því fyrsta sinnar tegundar hér á landi, þó að útkoman hafi ekki verið regluleg. Hugsanlega birtast fyr- irlestrarnir þar ef höfundar leyfa. Félagið heldur úti heimasíðu, www.akademia.is/18.oldin, þar sem útdrættir fyrirlestra á þinginu eru birtir og þar er tengill við Vefni.“ Segðu okkur meira frá félag- inu… „Það var stofnað hér 1994 og á aðild að alþjóðlegum samtökum sem hafa upplýsinguna að við- fangsefni. Á félagaskrá eru nær 180 manns. Félagið hefur staðið fyrir tveimur málþing- um á ári að jafnaði og auk þess efnt til dags- ferða á söguslóðir. Dag- ana 14.–15. júní stendur félagið fyrir norrænni ráðstefnu í Reykjavík um Norð- urlönd og Evrópu 1700–1830. Til- gangurinn með henni er að skapa vettvang til rannsókna og sam- ræðna um tímabilið og mikilvægi þess fyrir norræna menningu eins og hún hefur þróast á síðustu tveimur öldum. Að minnsta kosti 15 fyrirlesarar verða á ráðstefn- unni, 7 frá hinum Norðurlöndun- um og 8 héðan frá Íslandi.“ Svavar Sigmundsson  Svavar Sigmundsson er fædd- ur í Túni í Flóa 1939. Stúdent frá ML 1958 og cand.mag. í íslensk- um fræðum frá HÍ 1966. Starfaði við Handritastofnun, Þjóðminja- safnið og HÍ, síðan sendikennari við Háskólann í Helsingfors 1969–71. 1971–72 starfaði hann við Fornmálaorðabókina í K.höfn og síðan við Hafnarhá- skóla til 1979. Starfaði 1980–82 við orðabók Háskólans og 1982– 98 lektor og dósent í íslensku fyrir erlenda stúdenta við heim- spekideild HÍ. Frá 1998 for- stöðumaður Örnefnastofnunar Ísl. Svavar á dóttur og stjúpson. …heldur úti rafrænu tímariti Hvað er pappírslaus sérfræðiþjónusta á milli vina? FORMAÐUR Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) lagði á miðvikudag fram bókun í menning- armálanefnd Reykjavíkurborgar þar sem afdrif listaverks eftir eftir Veturliða Gunnarsson í Árbæjar- skóla er hörmuð en verkið var rifið niður og eyðilagt þegar skólinn var stækkaður. „Stjórn SÍM telur áríðandi að málum sé komið þannig fyrir að varðveisla og viðhald listaverka í eigu Reykjavíkurborgar sé með þeim hætti að viðunandi geti talist. Nauðsynlegt er að allar breytingar sem gerðar eru á umhverfi lista- verka og listaverkum séu í samráði við listamenn og höfundarrétthafa svo ekki sé brotið á sæmdarrétti þeirra. Stjórn SÍM vonar að menn- ingarlega slys sem átti sér stað þeg- ar mynd Veturliða var brotin niður verði víti til varnaðar og sambæri- leg atvik eigi sér ekki stað aftur,“ segir í bókuninni. Pjetur Stefánsson, formaður SÍM og fulltrúi listamanna í menningar- málanefnd segir áríðandi að Reykjavíkurborg tryggi að atvik sem þetta komi ekki aftur fyrir, það sé aðalatriðið í þessu máli. Lista- verkið hafi þegar verið eyðilagt. Aðspurður um réttarstöðu Vetur- liða Gunnarssonar segir Pjetur að það sé ljóst að sæmdarréttur hafi verið brotinn. Um framhaldið vill hann ekki segja. Um það verði borgaryfirvöld og listamaðurinn að semja sín á milli. „Listaverk hafa oft mikið tilfinningalegt gildi og við megum ekki gleyma því að listin er fjöregg þjóðarinnar,“ segir hann. Málið sé nú í þeim farvegi að Reykjavíkurborg og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri hafi beðist afsökunar enda sé eðlilegt að biðjast afsökunar á máli sem þessu. Pjetur kannast ekki við að sam- bærilegur atburður hafi áður orðið og segir yfirleitt vel gengið um listaverk í eigu opinberra aðila. Eitt verk komi þó upp í hugann. Á barn- um á Hótel Borg hafi verið falleg mynd af Esjunni og sundunum en ekkert hafi spurst til hennar eftir að ráðist var í viðamiklar endurbætur innandyra. Bókun í menningarmálanefnd um verk Veturliða Áríðandi að slíkt endurtaki sig ekki GUNNAR Olsen, framkvæmda- stjóri Flugþjónustunnar, dótturfyr- irtækis Flugleiða, segir að mál hlað- mannanna sé nú í rannsókn hjá lögregluyfirvöldum. Beðið sé eftir niðurstöðum frá þeim. „Við erum að bíða eftir því hvað kemur út úr yfirheyrslunum en al- menna reglan hlýtur auðvitað að vera sú að menn eru saklausir uns annað sannast. Ef þetta reynist hins vegar rétt er það hið alvarlegasta mál og starfsmönnunum verður þá sagt upp. Við erum í góðu samstarfi við yfirvöld í öllum svona málum og styðjum það af heilum hug að þetta sé upprætt ef raunin er sú að þetta viðgangist hjá okkur.“ Hlaðmenn Flugþjónustunnar Brottrekstr- arsök ef rétt reynist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.