Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 16
NÝJUM samræmdum örygg- isreglum og öryggishandbók hefur verið dreift inn á alla leikskóla í Mosfellsbæ. Regl- urnar taka á því hvernig haga skuli daglegu starfi leikskól- anna með tilliti til öryggis barnanna sem þar dvelja. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkar samræmdar reglur eru gerðar í bæjarfélagi á Íslandi. Að sögn Gunnhildar Sæ- mundsdóttur, leikskólafull- trúa Mosfellsbæjar, var að- dragandinn að því að ákveðið var að ráðast í gerð regln- anna úttekt á öryggismálum stofnana bæjarins þar sem börn dvelja en úttektin var gerð árið 2000 að áeggjan Sambands íslenskra sveitar- félaga. Úttektin leiddi til þess að settir voru fjármunir í að Morgunblaðið/Ásdís Krakkarnir á leikskólanum Hlíð og allir aðrir leikskólakrakkar í Mosfellsbæ njóta nú þess að búið er að semja öryggisreglur fyrir leikskóla bæjarins. bæta það sem betur mátti fara. „Í kjölfarið ákvað skóla- skrifstofa að ganga enn lengra og gera þessar sam- eiginlegu öryggisreglur og eins má segja að ábending hafi komið frá foreldrum um að þetta vantaði,“ segir Gunn- hildur. Að sögn Gunnhildar varða öryggisreglurnar atriði á borð við gönguferðir barn- anna, útileiksvæði, geymslu á skaðlegum efnum, kröfur til starfsfólks og forráðamanna og margt fleira sem lýtur að daglegu starfi leikskólanna. Þá fylgja þeim gátlistar sem starfsfólk á að fara yfir dag- lega en þeir taka til húsnæðis, tækja og umhverfis. Hand- bókin inniheldur svo fjölda upplýsinga sem komið geta að gagni við að bæta öryggi leikskólabarna. Gunnhildur segir önnur bæjarfélög þegar farin að horfa til þessa verkefnis. „Þetta hefur spurst út og það heyrist að fólk hafi áhuga á að gera eitthvað svipað.“ Bókinni og reglunum hefur verið dreift inn á alla leik- skóla og til foreldrafélaga í Mosfellsbæ. Þá stendur til að dreifa handbókinni til aðila sem veittu aðstoð við gerð hennar en þar má nefna um- boðsmann barna, Almanna- varnir ríkisins, Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins og fleiri stofnanir. Örygg- isreglur á alla leik- skóla Mosfellsbær HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HUNDARÆKTARFÉLAG Íslands, HRFÍ, hefur dreift tölvupósti til fjölmargra ein- staklinga, með upphafsorðun- um „kæri dýravinur“, þar sem þeir eru beðnir að senda áskorun til Dýraverndarráðs um að það endurskoði starfs- leyfi sem hundaræktarbú innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur fékk nýlega. Hjá Dýraverndarráði fengust þær upplýsingar að á annað hundrað áskoranir hefðu bor- ist og ráðið myndi fjalla um málið á fundi sínum í næstu viku. Lögreglustjórinn í Reykja- vík gaf nýlega út starfsleyfið sem heimilar búinu að halda allt að 120 hunda. Leyfið var byggt á umsögn héraðsdýra- læknis, heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og Dýravernd- arráðs. Búið hafði starfað frá árinu 1996 og án leyfis þar til nýlega. Í tölvubréfi HRFÍ er því m.a. haldið fram að hunda- ræktarbúið sé með 12–17 hundategundir í búrum í úti- húsi. Fimm starfsmenn eigi að sinna 20–25 hundum og hvolpum á dag. Síðan segir: „Þeir sem eiga fleiri en einn hund, vita að þetta er ómögu- legt, jafnvel þótt 50 klukku- stundir væru í sólarhringn- um. Til samanburðar má geta þess að í einangrunarstöð gæludýra í Hrísey eru tvær manneskjur sem annast 14 hunda og fjóra ketti auk þess sem dýralæknir vitjar stöðv- arinnar reglubundið.“ Í bréfinu er jafnframt skorað á yfirvöld að sjá til þess að sett verði reglugerð um starfsemi hundaræktar- búa þar sem leitað verði eftir þekkingu hjá sérfræðingum. Leyfið gefið út með skilyrðum María Harðardóttir, ritari Dýraverndarráðs, sagði við Morgunblaðið að ráðið hefði byggt sína umsögn á áliti héraðsdýralæknis. Leyfið hefði verið gefið út með því skilyrði að farið yrði að lög- um um dýravernd og reglu- gerð um dýrahald í atvinnu- skyni. „Í framhaldi af þessum bréfaskriftum mun ráðið taka málið upp og athuga hvort ástæða sé til að endurskoða leyfið. Ef starfað er eftir öll- um settum skilyrðum þá er í rauninni ekkert hægt að gera,“ sagði María en benti á að í íslenskri löggjöf væru ekki staðlar um það hve margir starfsmenn ættu að vera um hvern hund á rækt- unarbúum. Í Svíþjóð væri t.d. í gildi reglugerð um að einn aðili mætti ekki sjá um fleiri en fimm hunda. Dýraverndarráð og hér- aðsdýralæknir hafa áður fengið athugasemdir vegna umrædds hundaræktarbús og starfsemin verið tekin út. Að sögn Maríu hefur verið bætt verulega úr aðbúnaði hundanna á síðustu árum og eftir skoðun sá héraðsdýra- læknir ekki ástæðu til að hafna umsókn aðstandenda búsins um starfsleyfi. María sagði að á búinu hefði byggst upp tíu ára reynsla í ræktun hunda og tveir starfsmenn hefðu kynnt sér starfsemi hundaræktarbús í Bandaríkj- unum. Hundaræktarfélag Íslands sendir frá sér dreifibréf í tölvupósti til fjölmargra „dýravina“ Skorað á yfirvöld að endurskoða starfsleyfi hundaræktarbús Reykjavík ÞAÐ getur verið freist- andi að taka sér smá- útúrdúr á leiðinni heim úr skólanum þegar snjórinn þekur jörðina og spegilslétt svell blasa við hér og þar. Þá er eins gott að prakkarar eins og þessir, sem voru að leik við Lækinn í Hafn- arfirði á dögunum, séu vel búnir, ekki síst til fótanna enda ísinn ekki alltaf alveg eins traust- ur og halda mætti. Er þó vissara fyrir æv- intýragjarna krakka að fara ekki í könn- unarleiðangra út á ís þessa dagana, nema þar sem vitað er að grunnt er, eins og raunin er í þessu til- felli. Morgunblaðið/Sverrir Sullað við snjó og ís Hafnarfjörður BÆJARSTJÓRN Garða- bæjar samþykkti á fundi sín- um í gær að kynna tillögu að breytingu á aðalskipulagi við Arnarnesvog á svæði þar sem nýtt strandhverfi er fyrirhug- að, en gangi allt upp er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefj- ist síðsumars. Laufey Jóhannsdóttir, for- seti bæjarstjórnar og formað- ur skipulagsnefndar Garða- bæjar, segir að um gríðarlega mikla breytingu sé að ræða á aðalskipulaginu. Áður hafi ver- ið gert ráð fyrir blandaðri byggð á svæðinu og þó einkum þjónustustarfsemi en með framlagðri tillögu sé lagt til að höfninni verði lokað og í stað hnignandi iðnaðarhverfis verði komið upp glæsilegri íbúðar- byggð með verslun, þjónustu og stofnunum. Áhersla verður lögð á þéttingu byggðar í sam- ræmi við fyrirliggjandi tillögu að svæðisskipulagi höfuðborg- arsvæðisins. Gert er ráð fyrir að flest núverandi mannvirki verði fjarlægð og bætt við um 2,5 hektara landfyllingu í framhaldi af þeirri sem fyrir er. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að í hverfinu verði íbúðarbyggð með 560 almenn- um íbúðum og 200 íbúðum fyr- ir eldri borgara. Flestar bygg- ingarnar verða tveggja og þriggja hæða íbúðarhús og er hæð þeirra ákveðin þannig að þau trufli sem minnst útsýni frá núverandi íbúðarhverfum. Vestast við voginn er nátt- úruleg fjara sem verður áfram óhreyfð. Í beinu framhaldi af henni til austurs er gert ráð fyrir svæði fyrir leikskóla, sparkvöll og sjóbaðsströnd. Aðstöðu til fuglaskoðunar verður komið fyrir, strand- lengjan verður öll opin al- menningi og gangstígur tengir hana og hverfið við miðbæ Garðabæjar. Laufey Jóhannsdóttir segir að hverfið í þessari tillögu sé miklu minna en gert hafi verið ráð fyrir í tillögu ákveðinna framkvæmdamanna. Mikið til- lit hafi verið tekið til þeirra at- hugasemda sem hafi komið fram í umræðunni um náttúru- vernd og með þessu verði m.a. lokað fyrir mengun í höfninni. Tillögurnar verða kynntar á bæjarskrifstofunum kl. 16.30 til 18.30 nk. mánudag. Kynna skipulag Arnarnesvogs Garðabær RKÍ um 55 milljónir króna ár- lega vegna sjálfra bifreiðanna. Samkvæmt samningnum sér SHS um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Sjúkra- flutningar eru skilgreindir eft- ir tegund sjúkraflutninga og flokkkaðir eftir forgangi. Ef um alvarlegt slys eða bráða- tilfelli er að ræða er strax kölluð út sjúkrabifreið ásamt sérstakri bifreið með lækni í forgangsakstri. Innifalið í NÝR samningur milli heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytis og borgarstjóra um sjúkraflutninga á höfuð- borgarsvæðinu var undirritað- ur í gær af Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra og Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Samningurinn felur í sér að ríkið greiðir Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins 255 milljónir króna ár- lega til ársins 2005, eða rúman milljarð króna næstu fjögur árin. Upphæðin mun standa straum af kostnaði við launa- greiðslur starfsmanna, vinnu- fatnað og endurmenntun þeirra auk annars kostnaðar við launagreiðslur sem fellur til vegna sjúkraflutninganna. Rauði kross Íslands á allar sjúkrabifreiðir á landinu sam- kvæmt sérstökum þjónustu- samningi við heilbrigðisráðu- neytið og greiðir ráðuneytið sjúkraflutningum er flutning- ur til flugvalla og þyrlupalla á þjónustusvæðinu og frá þeim, auk sjúkraflutninga út fyrir þjónustusvæðið þegar beiðni berst um slíkan flutning. Þjónustusvæðið er höfuð- borgarsvæðið og er hér átt við Reykjavík, Kópavog, Garða- bæ, Hafnarfjörð, Seltjarnar- nes, Bessastaðahrepp, Mos- fellsbæ, Kjalarnes, Kjósar- sýslu og Bláfjallasvæðið. Rúmur milljarður til sjúkraflutninga Morgunblaðið/Júlíus Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Jón Viðar Matth- íasson, aðstoðarslökkviliðsstjóri SHS, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri og Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri. Höfuðborgarsvæðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.