Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 21 KANADÍSKA sjávarútvegsfyrir- tækið Fishery Products Internation- al var rekið með einnar milljónar kanadískra dollara tapi á síðasta ári eða sem nemur 63,5 milljónum ís- lenskra króna, samanborið við 864 milljóna króna hagnað árið áður. Tapið skýrist aðallega af óregluleg- um gjaldaliðum upp á 921 milljón króna. Velta félagsins var 44,6 millj- arðar króna og dróst lítið eitt saman frá fyrra ári. Hagnaður félagsins fyrir afskriftir (EBITDA) var 2,1 milljarður króna í fyrra í stað 2,5 milljarða króna árið 2000. Afkoma FPI færðist til betri veg- ar á fjórða ársfjórðungi og er haft eftir Derrick Rowe forstjóra félags- ins að rekstrarniðurstaða tímabils- ins sé sú besta í áratug sé tekið mið af erfiðum markaðsaðstæðum. EBITDA fjórða ársfjórðungs var 673 milljónir króna, samanborið við 603milljónir króna síðustu þrjá mán- uði ársins áður. Hagnaður tímabils- ins var 228 milljónir króna fyrir óreglulega liði og 121 milljón króna eftir skatta. FPI tilkynnti nýverið að ekkert yrði af samruna félagsins við Clear- water Fine Foods. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á 15% hlut í FPI. Tap hjá sjávarútvegs- fyrirtækinu FPI ÚRVALSVÍSITALA aðallista á Verðbréfaþingi Íslands hefur hækk- að um 10,8% frá áramótum og skilað níunda besta árangri allra úrvalsvísi- talna í heimi á tímabilinu samkvæmt samantekt greiningardeildar Kaup- þings. Í Morgunpunktum Kaupþings í gær segir að árangur úrvalsvísitöl- unnar hafi því verið mjög góður það sem af er ári og raunar enn betri ef tekið sé tillit til þess að krónan hefur styrkst um rúm 3,5% á sama tíma. „Fyrir erlendan fjárfesti þýðir þetta að raunhækkun á úrvalsvísitöl- unni er um 14,7%. Athyglisvert er hins vegar að skoða hvaða úrvalsvísi- tölur hafa skilað hvað verstum ár- angri en þar skipar Nasdaq, HEX og OMX sér í sveit með argentínsku úr- valsvísitölunni sem rekur lestina frá áramótum,“ segir Kaupþing. Þær vísitölur sem skarað hafa fram úr það sem af er ári eiga það sameiginlegt að vera í bakvarðar- sveit Asíuríkja. „Meðan illa árar meðal fremstu tækniþjóða Asíu svo sem í Japan og Singapúr gengur allt í haginn á þeim mörkuðum þar sem fyrirtæki geta keppt á forsendum lágs rekstrarkostnaðar, einkum launakostnaðar,“ segir í Morgun- punktum Kaupþings.               !   "#   $%&'(  # ) * +, - . ' /  0,  . $   $ 1  ! &          -  2                                     Úrvalsvísitalan á VÞÍ hefur hækkað um 10,8% frá áramótum Níundi besti ár- angur í heiminum EIGENDUR verslunarinnar SAND á Íslandi hafa ákveðið að leggja reksturinn niður. Að sögn Gunnars Elfarssonar, annars eiganda versl- unarinnar, er ekki lengur grundvöll- ur fyrir áframhaldandi rekstri. Hann segir erfiðar aðstæður ríkja nú í verslunarrekstri á Íslandi, sem og í öðrum geirum. Gengislækkun ís- lensku krónunnar hafi lagst þungt á reksturinn og það sé mat eigenda að rétt sé að hætta honum á þessum tímapunkti. Verslunin SAND á Íslandi var sett á laggirnar 25. mars árið 1999 og hef- ur verið til húsa í Kringlunni. Enn- fremur hefur fatnaður frá SAND verið seldur um borð í flugvélum Flugleiða og í Saga Boutique í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar SAND á Íslandi er hluti af dönsku verslunarkeðjunni SAND, en tísku- fatnaður frá henni er seldur í um 1.500 verslunum í 23 löndum. Meðeigandi Gunnars að SAND á Íslandi er eiginkona hans, Laufey Arna Jóhansen. Gunnar segir að rýmingarsala á vörum verslunarinnar hefjist í dag. HS ehf. tekur við SAND Hákon Hákonarson, fram- kvæmdastjóri og eigendi HS ehf., segir að fyrirtæki hans muni taka við vörumerkjum dönsku verslunarkeðj- unnar SAND hér á landi. Hann segir að hinir dönsku aðilar hafi haft sam- band við fyrirtæki hans. Nýjar vörur frá SAND verði vonandi til sölu á vegum HS ehf. innan fárra vikna. HS ehf. rekur verslanirnar Steinar Waage, Herragarðinn, Hanz, Mango, Herralagerinn, Toppskóinn og Boss. Eigendur SAND á Ís- landi hætta rekstrinum BANDARÍSKA alríkisvið- skiptastjórnin (Federal Trade Commission) hefur stytt þann frest sem líða þarf áður en hægt verður að ganga frá kaupum deCODE, móðurfélags Ís- lenskrar erfðagreiningar, á bandaríska lyfjaþróunarfyrir- tækinu MediChem Life Science. Samkvæmt tilkynn- ingu frá deCODE og Medi- Chem í gær er því ekkert til fyr- irstöðu að hægt verði að ganga frá kaupunum um miðjan næsta mánuð. Hluthafar í MediChem hafa verið boðaðir til fundar 14. mars næstkomandi til að taka afstöðu til kaupanna. Tilkynnt var um kaup de- CODE á MediChem þann 8. janúar síðastliðinn. Kaupverðið svarar til um 8,4 milljarða ís- lenskra króna. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sögðu af þessu tilefni að með samruna fyrirtækjanna skapað- ist aðstaða til rannsókna í lyfja- og efnafræði, sem styrkti sókn Íslenskrar erfðagreiningar inn á lyfjamarkaðinn. Gengi hlutabréfa í deCODE lækkaði um 12% í gær og var lokaverð þeirra 6,16 dollarar á hlut. Kaup deCODE á MediChem Frágeng- ið um miðjan mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.