Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 25 debenhams S M Á R A L I N D allt fletta fyrir flig frá estée lauder ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 68 92 02 /2 00 2 www.esteelauder.com Ef keypt er fyrir 3.500 krónur eða meira frá Estée Lauder. Tilboðið stendur til 7. mars í Debenhams eða á meðan birgðir endast. Gjöfin inniheldur: INTUITION Eau de Parfum Spray, 4ml ILLUSIONIST Maximum Curling Mascara - nýjan maskara COMPACT DISC EYESHADOW - tvöfaldan augnskugga LIGHTSOURCE Transforming Moisture Crème SPF 15 - 24 stunda krem PURE COLOR Long Lasting Lipstick - varalit, rose tea AUGNSKUGGABURSTA FALLEGA SNYRTITÖSKU Verðgildi gjafarinnar er um 7.000 krónur ÍSLAMSKIR pílagrímar á bæn nærri Mekka í Sádí-Arabíu í gær- morgun en haj-mánuður, helgasti mánuður íslamstrúar, stendur nú sem hæst. Hafa milljónir múslima hvaðanæva safnast saman í Mekka til að stunda bænir og iðka trú sína. Reuters Bænastund við sólar- upprás STJÓRN Verkamannaflokksins í Bretlandi mun ef til vill samþykkja að Evrópusambandinu verði sett stjórnarskrá ef ákvæði hennar fullnægja ákveðnum skil- yrðum. Þetta kom fram í viðtali BBC við Jack Straw utanríkis- ráðherra í gær en hann flutti síðar um daginn ræðu í Haag þar sem hann hvatti til þess að lýðræðislegt aðhald með samband- inu yrði eflt. Hugmyndin um stjórnarskrá fyrir sambandið nýtur mikils stuðnings í sumum aðildarlöndum, einkum með- al Frakka. Tim Collins, sem er þing- maður Íhaldsflokksins í Bretlandi, gagnrýndi ummæli Straws hart en íhaldsmenn segja að um starf sam- bandsins eigi að gilda sérstakir samningar en stjórnarskrá sé aðeins sett ríki. Sameiginleg stjórnarskrá sé upphafið að því að sambandið verði sambandsríki. „Við höfum ekki fengið ótvíræða yfirlýsingu um að þeir muni undir engum kringum- stæðum samþykkja evrópska stjórn- arskrá,“ sagði Collins. Straw sagði að einfalda yrði starfsaðferðir sambandsins og auka áhrif einstakra aðildarríkja á stefn- una. „Ég nefni sem dæmi lög um vinnumarkaðinn, sterk rök eru fyrir því að ráðamenn í Brussel eigi að skipta sér minna af þeim en láta hverju aðildarríki eftir að ákveða lögin í smáatriðum,“ sagði Straw. Hann sagði öllu skipta hvert innihald hugsanlegrar stjórnarskrár ESB yrði. Nú þegar væri við lýði eins kon- ar stjórnarskrá sem fælist í „efnis- miklum textum“ sameiginlegra laga og reglna sambandsins. En gjá væri á milli almennra borgara og sam- bandsins þótt mikill árangur hefði náðst með samstarfinu undanfarin 55 ár, það hefði meðal annars eflt frið í álfunni. Straw hnykkti síðan á ummælun- um í ræðunni síðar í gær og sagði að á sumum sviðum ætti Brussel-valdið að forðast öll afskipti af lagasetn- ingu, að sögn fréttavefjar BBC. Hindra yrði stöðugt og „óviðráðan- legt“ afsal valds til Brussel. Hann vill einnig að reglur um forystu í sambandinu verði endurskoðaðar en sem stendur fer hvert ríki með for- ystuna í sex mánuði í senn. Vill Straw að tímabilið verði lengt í allt að tvö og hálft ár. Bretar gætu samþykkt stjórnarskrá fyrir ESB Straw segir inni- haldið skipta öllu og mælir gegn frekara afsali valds til Brussel London. AFP. Jack Straw Í LEYNISKÝRSLU bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, er varað við miklum óstöðugleika í Afgan- istan, takist ekki að draga úr spennu milli þjóðabrota í landinu og hinna fjölmörgu héraðshöfð- ingja sem landið byggja. Frá þessu segir í The New York Times í gær. Í skýrslu CIA er komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé sem stendur hætta á borgarastyrjöld í Afganistan en við því er engu að síður varað að hætta á átökum sé enn til staðar. Var haft eftir ónafn- greindum stjórnarerindreka í The New York Times að í skýrslunni sé rakið að mikil spenna sé í sam- skiptum bráðabirgðastjórnarinnar í Kabúl og hinna ýmsu héraðshöfð- ingja, sem flestir fara sínu fram í heimahéruðum sínum hverju sem líður ákvörðunum stjórnarinnar í Kabúl. Skýrslan kemur í kjölfar frétta um að Bandaríkin vilji aðstoða við að þjálfa upp afganskan her sem og lögreglulið og fengju þessar sveitir það verkefni að tryggja frið í Afganistan. Er hins vegar bent á í skýrsl- unni að í millitíðinni þurfi að tryggja að ekki fari allt í bál og brand. Vara við óstöðug- leika í Afganistan Washington. AFP. NEFND þekktra sænskra hag- fræðinga hefur varað við því að upptaka evrunnar í Svíþjóð gæti orðið til þess að auka efnahags- legan óstöðugleika í landinu. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu The Daily Telegraph og segir í frétt þess að niðurstaða fræði- mannanna sé áfall fyrir þá sem ákafast hvetja til þess að Svíar taki upp evruna. Nefndinni var falið að kanna kosti og galla þess fyrir Svía að taka upp evruna og hefur gengið undir nafninu „EMU-nefndin“. Hefur skýrslunnar verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Niðurstaða „vitringanna“ eins og hagfræðingarnir hafa oft verið kall- aðir er sú að sökum þess ósveigjan- leika á vettvangi efnahags- og pen- ingamála sem fylgi upptöku evr- unnar geti stjórnvöld neyðst til að grípa til annarra og dýrkeyptra úr- ræða. Vera kunni að Efnahags- og myntbandalag Evrópusambandsins (EMU) leiði ekki til þeirrar lágu verðbólgu og þess lága vaxtastigs sem yfirleitt sé gengið út frá í um- ræðum um ágæti evrunnar. Þannig þurfi ríki þar sem hagvöxtur er mikill, svo sem Írland og Spánn, að fylgja afdráttarlausari peninga- málastefnu til að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins en t.a.m. Þýskaland þar sem samdráttur ríki. Gæti einnig haft áhrif í Bretlandi Í frétt breska blaðsins, sem kem- ur frá fréttaritara þess í Brussel, Ambrose Evans-Pritchard, segir að þessi niðurstaða sé áfall fyrir Gör- an Person, forsætisráðherra Sví- þjóðar, sem berjist fyrir upptöku evrunnar þar í landi svo fljótt sem verða megi. Niðurstaðan geti einn- ig haft áhrif í Bretlandi þar sem stjórn Tony Blairs forsætisráð- herra treysti á að Svíar samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu að evran skuli tekin upp. Blair og undirsátar hans hyggist þá hamra á því að Bretar sitji einir eftir utan evru- svæðisins og hafi misst af lestinni. Fram kemur og að svipuð skýrsla danskra hagfræðinga hafi haft mikil áhrif fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna þar í landi árið 2000 þegar Danir höfnuðu aðild að evrunni. Skýrslan hafi grafið undan þeim fullyrðingum ríkisstjórnar- innar að Dönum væri nauðsynlegt að taka upp evruna. Danska skýrslan hafi hins vegar á engan hátt verið jafn afdráttar- laus og sú sænska. Evru gæti fylgt aukinn óstöðugleiki Skýrsla sænskra hagfræðinga sögð áfall fyrir evrusinna þar í landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.