Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 32
NÚ liggur fyrir Al- þingi frumvarp iðnað- arráðherra um virkj- unarheimild vegna Kárahnjúkavirkjunar. Er um að ræða fram- kvæmd sem kostar 100 til 120 milljarða króna hið minnsta. Fyrir liggur að fram- kvæmdin mun ekki standa undir eðlileg- um arðsemiskröfum heldur verður tap af gerð hennar líklega um 30 milljarðar króna. Veldur þar fyrst og fremst geysi- hár fjármagnskostnað- ur fyrirhugaðs álvers, sem tak- markar mjög greiðslugetu þess. Sérfræðingar Landsvirkjunar gera ekki lengur ágreining um þetta at- riði og raunar lýsti fjármálastjóri fyrirtækisins því yfir á orkuráð- stefnu Samorku, sl. haust, að rík- isstyrkur væri forsenda þess að hægt væri að virkja fyrir stóriðju yfirleitt hérlendis. Sjá erindi Stef- áns Péturssonar á vef Landsvirkj- unar. Þetta er jafnframt staðfest í matsskýrslu Sumitomo Mitsui Banking Corporation, sem unnin var fyrir Landsvirkjun sl. haust. Fram kemur í úrskurði umhverf- isráðherra um virkjunina, að lög um mat á umhverfisáhrifum eru verulega gölluð, þar sem ekki er kveðið á um skýra mælikvarða á það, hvað teljist ásættanleg um- hverfisáhrif og hvað ekki. Eðlileg niðurstaða hefði vitanlega verið sú, að skýra þyrfti mælikvarðana og endurtaka matsferlið í heild. Að þessu frátöldu liggur fyrir, að verulegur ágreiningur hefur ríkt í þjóðfélaginu um hver sé heppileg- asta nýting þess land- svæðis þar sem virkj- unin er ráðgerð. Telja margir að landsvæðið sé meira virði ósnortið en sem nemur verð- mæti raforkunnar frá ráðgerðri virkjun, jafnvel þótt hún stæði undir sér. Einfalt væri að meta þau verðmæti með því að beita að- ferðum markaðsfræð- innar – skilyrtu verð- mætamati. Það er eina hlutlæga leiðin til að leggja mat á virði ósnertrar náttúru og hefur verið notað með góðum árangri víða um heim. Í þriðja lagi kunna aðrir nýting- armöguleikar að vera fyrir hendi fyrir raforku frá Kárahnjúkum, en að selja hana undir kostnaðarverði til fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði. Má þar m.a. nefna möguleika á sölu raforku um sæstreng, sem Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar hefur áður vakið máls á. Gróf könnun á þeim mögu- leika leiðir í ljós að líklega væri skynsamlegra fyrir Landsvirkjun að bíða með framkvæmdir þar til tækni við lagningu sæstrengs er komin á framkvæmdahæft stig (sjá meðfylgjandi töflu). Annar nýtingarmöguleiki er notkun raforku til vetnisfram- leiðslu, en eins og kunnugt er bendir margt til þess að draga mætti verulega úr olíunotkun fiski- skipaflotans með notkun vetnis sem eldsneytis. Engin samanburð- arkönnun hefur verið gerð á hag- kvæmni þessa annars vegar og orkusölu til Reyðaráls hins vegar, þótt ljóst sé að möguleikar á gerð arðbærra virkjana eru síður en svo óendanlegir. Landsvirkjun er að fullu í op- inberri eigu. Fyrirtækið starfar samkvæmt lögum og er skylt að reisa virkjanir, svo framarlega að kaupandi að orkunni sé fyrir hendi, en án tillits til þess hvort fram- kvæmdir séu arðbærar, jafnvel þótt samkvæmt lögum sé óheimilt að virkjanir fyrir stóriðju leiði til hærra orkuverðs til almennings. Þegar um óarðbæra framkvæmd er að ræða bera skattgreiðendur tap- ið, annaðhvort í formi hærri skatta, eða í formi hærra verðs fyrir raf- orku. Það er á ábyrgð stjórnmála- manna að tryggja arðsemi fram- kvæmda. Það, að framkvæmdin stendur ekki undir sér, og að aðrir nýting- armöguleikar hafa ekki verið kann- aðir, hlýtur að verða þingmönnum umhugsunarefni þegar að af- greiðslu frumvarps iðnaðarráð- herra kemur. Það er skylda þing- manna að hafa hag lands og þjóðar að leiðarljósi. Vonandi sýna þeir ábyrgðarkennd sína í verki í þessu máli. Virkjanir Það, að framkvæmdin stendur ekki undir sér, segir Þorsteinn Siglaugsson, hlýtur að verða þingmönnum um- hugsunarefni. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Þorsteinn Siglaugsson Látum skynsemina ráða UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Samanburður á sölu um sæstreng og orkusölu til Reyðaráls (Allar tölur eru í milljörðum króna) Virkjað nú og selt til Reyðaráls í 60 ár Virkjað nú og selt til Reyðaráls í 20 ár en síðan um sæstreng Virkjað eftir 10 ár og selt um sæstreng í 60 ár* Tekjur af sölu til Reyðaráls Sala til Reyðaráls 54 37,5 0 Tekjur af sölu um sæstreng Sala um sæstreng 0 62,3 88 Núvirði heildartekna 54 99,8 88 Núvirði kostnaðar 85,2 99,5 72,7 Nettó núvirði - 31,2 + 0,3 + 15,3 * Tekið er tillit til þess í útreikningum að framkvæmdir hefjast 10 árum síðar en samkvæmt kosti 1 og 2 Útreikningur byggður á heimildum frá Orkustofnun o.fl. ÞAÐ hefur orðið vax- andi umræða um stöðu Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað og er að verða, að sam- bandið er að stækka til austurs og áhugi ESB ráðamanna fyrir EES samningnum við okkur Íslendinga er afar lítill og verður í hverju tilviki nánast að þvinga þá til viðræðna. Minna má á dioxin umræðuna varð- andi mjölafurðir okkar. Einnig það að okkar fulltrúar verða nánast að elta ESB fulltrúa uppi á göngum og undir hús- veggjum til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri, ef það þá tekst, því við eigum ekki aðgang að samninga- borðum eða viðræðufundum. Það er ekki nóg að Davíð segi að allt sé í lagi með EES samninginn. Í þessu sam- bandi má segja að okkur stafi ógn af því að vera utanveltu. Vísitölubinding og viðskiptahalli Ljóst má vera að í kjölfar upptöku evrunnar og þess að það er aðeins tímaspursmál hvenær Danir, Svíar og Bretar afleggja sína gjaldmiðla og taka upp evruna, þá versnar okkar staða. Það mun verða mikill vaxtamunur hjá okkur á móti Evrópu, það mun líklega verða dýrara fyrir okkur að taka lán á evrusvæðinu en fyrir þá sem búa við þann gjaldmiðil. Vísitölubinding er stjórntæki ein- stakt í notkun og hefur verið beitt af íslenskum stjórnvöldum við megna óánægju margra landsmanna. Ef Ís- lendingar stefndu á aðild og tækju upp evru þá væri þetta verkfæri ónýtt og ekki lengur í notkun. Viðskiptahallinn sem hefur verið undanfari gengisfellingar yrði í allt annarri mynd því útflutningur og innflutningur myndi miðast við Evr- ópu alla en ekki aðeins íslenskan við- skiptahalla. Ég er þess fullviss að í þessum atriðum gæti falist hvað mesti ávinningur af því að eiga aðild að Evrópusambandinu. Vöruverð og tollar Það má ljóst vera að tollar sem eru á fullunnum sjávarafurðum og öðrum íslenskum matvörum og á matvörum frá Evrópu falla niður með íslenskri aðild. Hér er um að ræða gífurlegt hagsmunamál almennings á Íslandi, fyrirtækjanna í mat- vælaframleiðslu og ekki síst þeirra sem starfa við slíkan iðnað hér á landi. Þessum málum þarf að gefa sér- stakan gaum. Aðgangur okkur að mörkuðum sem við höf- um haft í Austur-Evr- ópuríkjum mun tak- markast og falla niður þegar þau fá inngöngu á næstu árum í Evr- ópusambandið. Þetta er ógn fyrir okkur Ís- lendinga og við verðum því að skoða okkar stöðu vel með tilliti til þessa. Fjölmörg önnur atriði ber að skoða og ég hvet einlæglega til þess að menn taki upp alvöru kynningu og umræðu um stöðu okkar utan eða innan Evrópusambandsins. Sjávarútvegsmálin Það sem heyrst hefur um sjávarút- vegsmálin er að við inngöngu í ESB missi Íslendingar yfirráðin yfir sjáv- arauðlindinni. Það kemur í raun ekki í ljós fyrr en í samningaviðræðum hver sannleikurinn er í málinu. En ef málið er skoðað geta menn gefið sér að Hafró muni verða ráðgjafaraðilinn um veiðar úr fiskistofnum svo að það verður óbreytt. Ákvörðunarrétturinn verður hjá sjávarútvegsráðherra eins og verið hefur en hann verður væntanlega í hópi annarra Evrópuráðherra með mestan réttinn. Veiðirétturinn verður óbreyttur hann byggist á hefð, Íslendingar eiga einir hefðina. Evrópusambandið notar kvóta- kerfið, Íslendingar nota kvótakerfið þannig að ekkert breytist í þeim efn- um. Vinnslan sem stöðugt hefur verið að flytjast úr landi getur verið áfram á Íslandi vegna tollaniðurfellinga þannig að sá hlutinn er jákvæður. Það verður að taka upp samninga til að komast að því hvort þarna er um ógnun að ræða. Til umhugsunar Landsmenn verða að fá valkosti upp á borðið í þessum efnum. Það er óviðunandi að ekki skuli liggja fyrir hvaða kostir og ókostir fylgja því að eiga aðild að Evrópusambandinu. Ís- lendingar sætta sig ekki við sjálf- stæðismissi vegna aðildar eða af því að vera utan ESB. Samfylkingin vill að afstaða verði tekin, þess vegna ræðum við málin á kynningarfundum. Er Evrópusam- bandið ógnun? Gísli S. Einarsson Höfundur er alþingismaður. ESB Það er óviðunandi, segir Gísli S. Einarsson, að ekki skuli liggja fyrir hvaða kostir og ókostir fylgja því að eiga aðild að Evrópusambandinu. FYRR í vetur birt- ist grein í Morgun- blaðinu sem hét „Ábyrgðir á skuldum einstaklinga“ eftir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Í þessari ágætu grein er vel skýrt frá samkomulagi sem hef- ur verið gert á milli þessara fyrirtækja og þar er margt til hags- bóta fyrir viðskipta- vini þeirra. Þar er bent á stórauknar upplýsingar um gang mála, þegar um er að ræða ábyrgð þriðja aðila á skuldum. Það hefur tíðkast að komið er til eldri borg- ara og hann beðinn um að lána nafn sitt á lán náins ættinga eða vinar. Það getur verið erfitt til- finningamál að neita þessu. Þegar illa stendur á, sérstaklega er oft svo þegar viðkomandi rekur fyr- irtæki, sem vantar rekstrarfé eða vextir eru of háir og viðkomandi þarf af fá „betra lán“, verða menn að gera ráð fyrir að greiðsla geti komið ásamt áföllnum vöxtum. Þetta er tilfinnanlegast ef það kemur til að menn missa íbúðir sínar, sem er oft aðal- eign eldra fólks. Á undanförnum ár- um, þegar ég var for- maður Félags eldri borgara í Reykjavík, hringdu mjög oft eldri borgarar til mín og sögðu raunasögu sína. Þau höfðu misst íbúð- ina á uppboði vegna uppáskriftar ábyrgðar á láni þriðja aðila, oft fjölskyldumeðlims. Víða erlendis, sér- staklega í mörgum ríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku, má ekki taka íbúðir á sama hátt, þegar um er að ræða íbúðir sem fólk býr í. Nú segja bankamenn og lánveit- endur að maður þurfi bara að segja nei. Svo létt er það en ekki auðvelt að neita börnum sínum. En það er ekki málið. Náinn ættingi kaupir fyrirtæki, sem þarf að fá lán en vantar ábyrgð. Oft bjarga svona lán málunum aðeins stuttan tíma og þá kemur til greiðslu láns- ins. Ef neitað er um ábyrgð skapar það ágreining og leiðindi í fjöl- skyldu, sem aldrei jafnar sig. Eina ráðið til forðast þennan alvarlega vanda er að lánastofnanir af öllum tegundum hætti að taka íbúðir sem fólk býr í til tryggingar greiðslu lána þriðja aðila. „Þá falla fæstir.“ Líka má benda á að það eru fleiri en bankar, sem lána út á tryggð bréf, t.d. tryggingafélög, bílasölur og fleiri slík fyrirtæki. Eina ráðið er að ekki sé leyft að bjóða upp íbúðir þriðja aðila með skuldaábyrgðum, menn kalla það skerðingu á mannréttindum, en ég held að þetta sé misskilningur. Enginn telur að notkun bílbelta sé mannréttindabrot heldur nauðsyn- leg varnarráðstöfun. Ábyrgð þriðja aðila í stórum fjárbinding- um er slysahætta sem ætti að forða fólki frá. Þeir sem lána mönnum verða sjálfir að taka áhættuna og kynna sér betur fjár- hagsástand lánþega. Ábyrgðir og gamalt fólk Páll Gíslason Lán Þeir sem lána mönnum, segir Páll Gíslason, verða sjálfir að taka áhættuna. Höfundur er læknir. Á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Útsalan stendur yfir KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. Eggjabikarar verð kr. 2.300 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18 , laugardag 11-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.