Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 41 Í PRÓFKJÖRI Sjálfstæðisflokks- ins í Bessastaðahreppi laugardaginn 23. febrúar nk. gefst íbúunum tækifæri til að velja framboðs- lista flokksins í kom- andi sveitarstjórn- arkosningum og er Halla Jónsdóttir meðal frambjóð- enda. Halla er fisk- sjúkdómafræðingur, en hefur hún einnig menntun á sviði rekstrar og umhverfismála. Hún hefur þann metnað og kraft sem þarf til að stunda þá krefjandi og fjölbreyttu vinnu sem felst í starfi sveit- arstjórnarfulltrúa. Hún er skipulögð í vinnubrögðum og afkastamikil og margvíslegum trúnaðarstörfum hef- ur hún sinnt af kostgæfni. Halla hefur unnið að stefnumótun fyrir sveitarfélög á sviði umhverf- ismála og kennt umhverfisstjórnun. Ljóst er að víðsýni hennar og þekk- ing á skipulags- og umhverfismálum mun nýtast við þá miklu uppbygg- ingu sem stefnt er að í Bessa- staðahreppi. Þarna fer kona sem er harð- dugleg og væri fengur fyrir íbúa Bessastaðahrepps að fá hana til starfa. Ég skora því á íbúa Bessa- staðahrepps að taka þátt í prófkjör- inu á laugardaginn og veita Höllu stuðning. Halla Jónsdóttir gefur kost á sér í 2.–4. sæti. Veljið Höllu Jónsdóttur í sveitarstjórn Herdís Sigurjónsdóttir, meinatæknir og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, skrifar: Herdís Sig- urjónsdóttir SIGRÚN Jónsdóttir bæj- arfulltrúi tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi 23. feb. nk. Hún hefur setið eitt kjörtímabil í bæjarstjórn og sýnt og sannað að þar nýtast kraftar hennar vel, bæj- arbúum öllum til hagsbóta. Við Sig- rún höfum átt samleið í pólitík og kvennabaráttu í réttan áratug. Þolgæði, stefnufesta og skýr sam- félagssýn hafa alla tíð einkennt störf hennar á vettvangi stjórn- málanna. Sigrún er kona sem fólk treystir fyrir erfiðum verkefnum. Hún er ósérhlífin og góður félagi. Miklu skiptir að Kópavogsbúar felli sitjandi meirihluta í bæj- arstjórn í sveitarstjórnarkosning- unum 25. maí nk. Sjónarmið jafn- réttis og félagslegs réttlætis þarf að treysta í stjórn bæjarins og ekki er vanþörf á bættum vinnu- brögðum við yfirstjórn hans. Sig- rún Jónsdóttir er öflugur liðs- maður í sveit Samfylkingarinnar í Kópavogi. Ég heiti á stuðnings- menn okkar að veita henni braut- argengi í prófkjörinu á laugardag- inn. Samfylkingin í Kópavogi þarf á Sigrúnu að halda. Tryggjum henni annað sætið á framboðslista okkar til bæjarstjórnar Kópavogs í vor. Sigrúnu í 2. sætið Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Sam- fylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi, skrif- ar: Þórunn Svein- bjarnardóttir SAMFYLKINGIN í Reykja- nesbæ er eina stjórnmálaaflið í bænum, sem gefur hinum almenna kjósanda það ein- staka tækifæri að hafa áhrif á skipan framboðslista flokksins í komandi sveitarstjórn- arkosningum. Til forystu þurf- um við að velja dugmikið og traust fólk, sem treysta má að haldi styrkri hendi um stjórnvölinn hjá bænum. Guðbrandur Einarsson er slíkur maður. Hann hefur sýnt það í hverju því ábyrgðarstarfi, sem honum hefur verið falið að þar fer ákveðinn, duglegur og framsýnn forystumaður, sem er að margra áliti einn efnilegasti leiðtogi jafn- aðarmanna af yngri kynslóðinni. Ég skora á alla, sem vilja hag bæjarins sem mestan, að taka þátt í prófkjörinu og kjósa Guðbrand í fyrsta sæti. Guðbrand í 1. sæti Reynir Ólafsson, viðskiptafræðingur, skrifar: Reynir ÓlafssonLAUGARDAGINN 23. febrúar fer fram prófkjör Samfylking- arinnar í Kópavogi. Í prófkjörið hafa tíu einkar fram- bærilegir ein- staklingar gefið kost á sér. Einn er þó sá frambjóðandi sem ég tel fremstan meðal jafningja og er það Sigrún Jóns- dóttir, stjórnmálafræðingur. Sigrún hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs frá 1998. Þar hefur hún mikið látið til sín taka og sýnt meirihlutanum öruggt aðhald. Þá hefur hún unnið vel að málefnum barna og unglinga, m.a. með setu í íþrótta- og tómstundaráði og sem varaformaður aðalstjórnar Breiða- bliks. Sigrúnu kynntist ég í Samtökum um kvennalista þar sem við störf- uðum báðar. Mér varð fljótt ljóst að þar fór einstök kona. Hæfni til að greina málefni og draga álykt- anir er eiginleiki sem stjórn- málamönnum er nauðsynlegur og þann eiginleika hefur Sigrún í rík- um mæli. Hún er dugnaðarforkur og veigrar sér ekki við að taka á erfiðum málum. Þeir eiginleikar sem ég met þó hvað mest í fari hennar eru heilindi og heiðarleiki. Það eru eiginleikar sem Kópa- vogsbúum er nauðsynlegt að þau, sem fara með fjármuni bæjarins, búi yfir. Ég hvet Kópavogsbúa til að fjöl- menna í prófkjörið í Digranesskóla nk. laugardag og kjósa Sigrúnu Jónsdóttur í forystusveit Samfylk- ingarinnar. Kópavogs- búar – Kjósum Sigrúnu! Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur, skrif- ar: Brynhildur G. Flóvenz SIGRÚN Jónsdóttir hefur sýnt það og sannað með frammistöðu sinni sem bæjarfulltrúi í Kópavogi sl. fjögur ár að hún á fullt er- indi í pólitík. Af kynnum mínum og samstarfi við Sig- rúnu veit ég að þar fer kona sem býr yfir ríkri réttlætiskennd og næmi á bæði fólk og málefni. Í bæjarstjórn hefur hún meðal annars beitt sér í íþrótta- og tómstundamálum, málefnum leik- skóla og skipulagsmálum svo eitthvað sé nefnt. Hún er nákvæm, setur sig vel inn í málin og fylgir sínum málum vel eftir. Nú í prófkjöri Samfylking- arinnar í Kópavogi laugardaginn 23. febrúar gefst Kópavogsbúum tæki- færi til að veita henni brautargengi til framboðs í vor en hún sækist eftir 2. sæti í prófkjörinu. Ég skora á Kópa- vogsbúa að taka þátt og tryggja að Sigrún verði áfram í forystu fyrir Samfylkingunni í Kópavogi og bæj- arbúar njóti áfram krafta hennar við stjórnun bæjarfélagsins. Sigrúnu í 2. sætið Birna Sigurjónsdóttir, deildarstjóri og vara- bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópa- vogi, skrifar: Birna Sigurjóns- dóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.