Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 43 ✝ Ingibjörg AuðurMatthíasdóttir fæddist í Haukadal í Dýrafirði 14. sept- ember 1911. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 14. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Marsibil Ólafsdóttir f. á Rauðstöðum í Arnarfirði 1869, d. 1964, og Matthías Ólafsson, kaupmað- ur í Haukadal og þingmaður fyrir Ísa- fjarðarsýslu, síðar starfsmaður Fiskifélagsins og Landsverslunar, f. 1857 í Haukdal í Dýrafirði 1857, d. 1942. Marsibil og Matthías eignuðust 15 börn sem öll eru látin, þau voru: Lilja, f. 1889, gift Sölva Jónssyni bóka- sala; Sigurbjörg Hulda hjúkrunar- kona, f. 1891, gift Helga Guð- mundssyni lækni í Keflavík; Sigríður, f. 1893, gift Magnúsi Richardssyni umdæmisstjóra á Borðeyri; Andrés Pétursson sjó- maður, f. 1895, kvæntur Kristjönu Erlendsdóttur; Haukur, f. 1897, d.1897; Ólafur Haukur skrifstofu- stjóri, f. 1898, fyrri kona Sigrún Guðmundsdóttir, síðari kona Ásta stjóra, f. 25.5. 1941, d. 5.9. 1983. Börn þeirra eru: 1) Axel Ingi, flugmaður hjá Flugfélagi Íslands, f. 1963, í sambúð með Guðlaugu Guðjónsdóttur, viðskiptafræði- nema í Háskólanum í Reykjavík. Axel var áður kvæntur Sólveigu Pétursdóttur og er sonur þeirra Andrés Pétur. Synir Guðlaugar eru Hafsteinn og Arnar Freyr Ólafssynir. 2) Andvana fæddur drengur 1965. 3) Helga Ólöf, hjúkrunarfræðingur á Heilsu- gæslustöðinni á Höfn, f. 1966, maki Adonis Karaolanis verslun- armaður í Byggingavöruverslun Austur-Skaftfellinga, þeirra barn er Aþena, f. 2000, 4) Eiríkur starfsmaður hjá Löndun hf., f. 1968, sambýliskona hans er Sig- urrós Gísladóttir, bankaritari hjá Íslandsbanka hf., og dóttir þeirra er Auður, f. 1994. Fjölskyldan flutti til Reykjavík- ur 1914. Auður lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1929 og vann á skrifstofu Tóbakseinkasöl- unnar til ársins 1942. Seinustu ár starfsævinnar var Auður baðvörð- ur í Vogaskóla og þar áður ritari á Slysavarðstofunni í Reykjavík. Hún var fyrsti formaður Kven- félags Bústaðasóknar og síðar heiðursfélagi. Auður bjó í Dala- landi 5, en síðustu árin var hún vistmaður á Dvalarheimili aldr- aðra, Hrafnistu í Reykjavík. Útför Auðar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jósefsdóttir; Hlíf, f. 1899, gift Ólafi Magn- ússyni skipstjóra; Ás- laug, f. 1900, d. 1900; Jón Friðrik loft- skeytamaður, f. 1901, kvæntur Jónínu Jó- hannesdóttur; Ingólf- ur, loftskeytamaður og stöðvarstjóri í Gufunesi, f. 1903, kvæntur Unni Einars- dóttur; Þórdís Áslaug, f. 1904, gift Kára Sig- urjónssyni á Rann- sóknarstofu Háskól- ans; Knútur, f. 1905, d. 1909; Örn Hauksteinn, f. 1907, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur; Ingibjörg Auður, f. 1911, og Helga Kristjana, f. 1915, d. 1916. Auður giftist 20.10. 1934 Axel Ludvig Sveins, verslunarstjóra og síðar fulltrúa í Ræsi hf., f. 28.7. 1909, d. 15.5. 1969. Foreldar hans voru Sveinn Hallgrímsson bankamaður og kona hans Ellen Luckner Fev- eile Hallgrímsson. Seinni kona Sveins og stjúpmóðir Axels var Anna Hallgrímsson blómakaup- maður. Dóttir Auðar og Axels er Anna Matthildur, ritari hjá emb- ætti ríkissaksóknara, f. 1942, gift Eiríki Kristinssyni flugumferðar- Hún amma er lögð af stað héðan í sína seinustu ferð. Hún hafði ætlað að vera löngu farin og var það í raun. Ingibjörg Auður Matthíasdóttir var á þriðja ári þegar hún kom sjó- leiðina til Reykjavíkur með fjöl- skyldu sinni. Hún var yngsta barn kaupmannshjónanna frá Haukadal í Dýrafirði sem höfðu brugðið búi og voru komin í höfuðstaðinn m.a. til að skapa börnunum betri skilyrði til mennta. Í Reykjavík bættist í hópinn lítil systir sem dó á öðru ári. Adda litla var efnisbarn og kot- roskin. Að loknu barnaskólanámi gekk hún í Verslunarskólann og lauk þaðan prófi vorið 1929. Hún var um skeið félagi í Litla leikfélaginu þar sem nokkrir þjóðþekktir leikarar stigu sín fyrstu spor. Amma fór til Englands með Kristínu Pálsdóttur skólasystur sinni og bestu vinkonu. Ingólfur Matthíasson bróðir hennar var loftskeytamaður á togaranum Belgaum og með honum sigldu þær til Hull. Ingólfur greiddi götu þeirra þar ytra þar sem amma hóf nám í hjúkrun. Hún veiktist af skarlatsótt sem varð til að binda endi á námið. Þegar heim var komið gerðist frökenin skrifstofudama í „Tóbak- inu“ og giftist Axel afa 1934. Þau nutu lífsins og bjuggu ásamt Erni Matthíassyni og Guðrúnu Ólafsdótt- ur konu hans í Bergstaðastræti 35 og síðar á Sjafnargötu 8. Þar fæddist Anna Matta, mamma okkar. Litla fjölskyldan flutti í kjallara á Kapla- skjólsvegi 9 og Gunnar M. Richards- son frá Borðeyri, sonur Sigríðar Matthíasdóttur, var þar um tíma vegna skólagöngu. Það var komið árið 1951 þegar fjögurra manna fjölskylda flutti inn í nýja íbúð á efri hæð í Hæðargarði 12. Marsibil langamma átti heimili hjá ömmu og afa næstu 13 ár. Hún var lagin að kenna litlum börnum að kveða að og draga til stafs og tók nokkrar telpur úr hverfinu í tíma- kennslu þá komin á níræðisaldur. Amma stofnaði með nokkrum kon- um kvenfélag í Bústaðasókn og var fyrsti formaður félagsins. Hlíf Matthíasdóttir og fjölskylda flutti í Hæðargarð 40. Systurnar voru góðar vinkonur, hittust nánast dag- lega og studdu hvor aðra á meðan þeim entist líf og heilsa. Amma varð ekkja 58 ára og líf hennar breyttist skyndilega. Andrés Pétursson Matthíasson var þá orðinn leigjandi í Hæðargarðinum. Hún fór út á vinnumarkaðinn eftir langt hlé og var baðvörður í Vogaskóla þar til eftirlaunaaldri var náð. Hún Adda Matt kunni að njóta lífs- ins og hafði gaman af að segja frá eins og aðrir í hennar fjölskyldu. Hún var unnandi góðra bóka og ágætlega hagmælt. Okkur færði hún gjarnan vísu á tyllidögum. Hún hafði yndi af að ferðast og minnisstæðir eru túr- arnir út úr bænum þegar hún óþreyt- andi fræddi okkur um landslagið og náttúruna. Þegar Hekla gaus 1947 var hún og Stína Páls með þeim fyrstu á vettvang. Og seinna, 1970, þegar gaus þar í Skjólkvíum, tók hún mömmu og frumburðinn hennar með í rútu austur. Og enn fór að gjósa, það var á laugardegi í ágúst 1980 og þær Helga Ólöf á leið yfir Sprengisand til Akureyrar. Við fluttum 1979 í nýtt hús í Ritu- hólum 8 og amma átti íbúð á jarðhæð- inni. Þar vorum við ávallt velkomin með heimilistíkina okkar og hvolp- ana. Öllum var veitt vel. Börnunum hennar Hosu þurfti að gefa nöfn og var amma með í ráðum þegar við nefndum þá eftir persónum úr sögum Halldórs Laxness. Í Brekkukoti mátti ekki blessa hund. Amman í Rituhólunum tók ekki mark á því og gældi við málleysingja hverrar teg- undar sem þeir annars voru. Við áttum hauk í horni þegar pabbi okkar féll frá á besta aldri. Amma reyndist enn sem fyrr betri en eng- inn. Henni var stundum líkt við ömmu þeirra Jóns Odds og Jóns Bjarna þótt ekki væri hún erindreki. Og hún var stolt af okkur ömmubörn- unum þótt hún þyrfti stundum að minna okkur á að vera kurteisari við hana „móður“ okkar. Og svo reyndi hún líka að lækna okkur af þágufalls- sýki. Seinna minnti hún okkur á að tími væri kominn fyrir langömmu- börn en þegar þau fæddust var þoka farin að læðast að. Auði sinni, Andr- ési Pétri og Aþenu litlu fékk hún ekki kynnst sem skyldi. Nú er komið að lokum og það er orðið langt síðan amma kom síðast í kirkjuna sína. Þar verður í dag sung- ið yfir kistunni hennar sem borin verður til greftrunar úti við Fossvog- inn við hlið afa. Þar stendur legsteinn sem hún lét gera, en grafskriftin er Arnar Arnarsonar: Er syrtir af nótt til sængur er mál að ganga sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga. Þá vildi ég móðir mín að mildin þín svæfði mig svefninum langa. Guð blessi minningu Ingibjargar Auðar Matthíasdóttur, hennar ömmu Öddu. Axel Ingi, Helga Ólöf og Eiríkur. Í nokkrum orðum, langar mig til að minnast elskulegrar móðursystur minnar Auðar Matthíasdóttur, eða Öddu frænku, sem við kölluðum hana. Það er svo margs að minnast frá æskuárum okkar systkina, mín og Gunnars, sem hefur einnig kvatt okk- ur. Hve ljúft er að minnast allra sunnudagsferðanna er voru farnar með Öddu og Axel og við fengum að fljóta með, til Þingvalla, upp í Hval- fjörð og ekki síst í Mosfellsdalinn. Þetta var kærkomin upplifun fyrir börn, sem annars áttu ekki kost á bíl- ferð. Þessi elskulegu hjón tóku Gunn- ar bróður í fóstur í mörg ár vegna veikinda móður okkar. Ég dvaldi hinsvegar hjá annarri systur, Þór- dísi. En alltaf var mikill samgangur á milli okkar. Þessi stóri hópur systk- ina frá Haukadal var sem ein heild, allir hjálpuðust að ef eitthvað bjátaði á hjá einhverjum. Nú þegar hugsað er til baka finnur maður hve mikils er að þakka þessu frændfólki, sem allt vildi fyrir mann gera. Haf þú þökk fyrir, elsku frænka. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér, af þeim sem á undan eru gengnir. Hvíl í friði, elsku Adda. Þín frænka Jóhanna D. Magnúsdóttir (Nóa). Gott er þreyttum að sofna. Vinkona mín til margra ára, Auður Matthíasdóttir, er búin að fá hvíldina. Þegar Bústaðasöfnuður var að koma sér upp kirkju var Kvenfélag Bústaðasóknar stofnað til styrktar kirkjubyggingunni. Fyrsti formaður félagsins var kosinn Auður Matthías- dóttir. Auður var glæsileg og gáfuð kona. Hún átti auðvelt með að koma fyrir sig orði. Einnig var hún vel hagmælt. Eiginmaður Auðar var Axel L. Sveinsson og var hann mjög áhuga- samur um kirkjumál. Margir lögðu hönd á plóginn, til dæmis Sigurþór Runólfsson, sem sá um barnastarf í kirkjunni og safnaði í áskrift í hverj- um mánuði. Hann varð bráðkvaddur við þau störf. Margir fleiri lögðu til vinnu og tíma til uppbyggingar kirkjustarfsins þótt þeir verði ekki nafngreindir hérna. Fyrir utan bein framlög til kirkj- unnar í ársgjöldum kvenfélagsins, áheit og sölu minningarkorta bárust oft góðar gjafir. Margs konar menn- ingarstarfsemi fylgdi kirkjustarfinu svo sem námskeið. Færð voru upp smáleikrit og fleira var haft til gagns og gamans. Skipulögð voru árlega ferðalög um landið, lengri og skemmri. Eitt árið var farið til Fær- eyja. Var sú ferð mjög vel heppnuð. Íslensku konurnar fengu að kynnast listrænni handavinnu, leikjum, fær- eyskum dansi, hringdansi með söng, matarhefð og menningu. Sú ferð var okkur ógleymanleg. Seinna komu um fjörutíu konur í heimsókn frá Fær- eyjum. Þær gistu í boði Kvenfélags Bústaðasóknar. Var þeim skipt niður á heimili í sókninni, einni til þremur á hvert. Auður Matthíasdóttir skipu- lagði ýmsar uppákomur og ferðalög með þeim. Góður vinskapur tókst milli kvennanna. Ennþá berast gjafir og jólakort á milli þessara landa vegna heimsóknanna. Þegar hallaði degi og vinkona mín Auður Matthías- dóttir var orðin sjúk og þreytt gat hún yljað sér við minningar um gott og gæfuríkt starf í þágu kirkju og samfélagsins. Við fylgdumst að í mörg ár í starfi og gleði. Alltaf var notalegt að sjá hana og halda í hönd- ina á henni, jafnvel líka rifja upp liðna daga. Hún gæti vissulega horft til baka með ánægju og stolti. Ég þakka vinkonu minni langa og góða samfylgd. Afkomendum hennar óska ég alls góðs. Oddrún Pálsdóttir. Duglegur herforingi lætur ekki ófriðlega. Sá sem vopnfimastur er, gengur ekki berserksgang. Mikill sigurvegari er ekki áleitinn. Góður foringi kemur sínu fram með hægð. (Lao-tse.) Þegar rituð verður saga Reykja- víkur upp úr miðri síðustu öld – þeg- ar öll úthverfi borgarinnar eru að byggjast – það er að segja hverfi austan 101 Reykjavík, fer ekki hjá því að alltaf eru það nokkrir einstak- lingar sem gnæfa þar uppúr meðal- mennskunni. Öll voru þessi hverfi með sínum einkennum sökum landslags og legu. Fljótlega þótti það sjálfsögð siðferð- isleg skylda, að skipta þessum hverf- um upp í sóknir – kirkjusóknir, en að sjálfsögðu voru þau öll kirkju- og hirðislaus til að byrja með. Ég flutti í eitt af þessum nýju hverfum árið 1948, það hét þá bara Sogamýri og þótti ekki fínt – en það lagaðist stórum eftir að það komst undir samheitið Bústaðasókn. Ég var nýflutt úr sveit – upptendr- uð af ungmennafélagsanda, þekkti til heimavistar á héraðsskóla og öllu því fjölbreytta félagslífi sem því fylgdi. Það var mér því mikið tilhlökkunar- efni þegar fréttist að til stæði að stofna kvenfélag innan sóknarinnar og hugði ég því gott til glóðarinnar, að framlengja ungmennafélagsfund- ina. Félagið var stofnað 1953 og fyrsti formaður var Auður Matthíasardótt- ir, enda aðal driffjöður að stofnun þess. Maður hennar Axel L. Sveins stóð í stafni og stýrði uppbyggingu sóknarinnar ásamt öðru góðu fólki, en hann féll frá á miðjum starfsaldri og var öllum harmdauði. Ég komst fljótlega að því að vænt- ingar til þessa nýja félags voru æði misjafnar og ekki féll ég að öllu leyti inn í selskapinn. Þarna voru virðu- legar frúr í pelsum með „keip,“ um háls og herðar, komnar af alþingis- mönnum, prestum og prelátum, en ég nýfarin úr gúmmískónum, með mjaltirnar undir nöglunum og ekki einu sinni meðhjálpari í ættinni, hvað langt sem leitað var. Auður var ein af þessum frúm sem allir báru ósjálfráða lotningu fyrir. Hún var yngst af stórum systkina- hópi, var vel menntuð af þessarar kynslóðar konu að vera. Kunni að umgangast höfðingja. En hvernig sem það var breyttist fljótlega viðhorf mitt til þessarar konu, þegar ég kynntist hennar ynd- islegu eiginleikum, leikandi léttum húmor, skarpskyggni og ást á bók- menntum. Fór smekkur okkar oftast saman, hún var líka mjög hagmælt, en það er ég ekki. Hún var formaður fyrstu 11 árin, og síðan í stjórn lengi. Allt starf fé- lagsins miðaðist við uppbyggingu safnaðarins og kirkjunnar, en kven- félagið notaði ýmsar fjáröflunarleið- ir, sem veittu okkur ánægju og gleði um leið. Við minnumst margra þeirra stunda, þegar verið var að undirbúa skemmtifundi og móttöku gesta. Við settum okkur á háan hest, efndum til bókmenntakynninga undir stjórn lærðra leiðbeinenda, réðumst inn á svið bókmenntafræðinga og létum ljós okkar skína og alls staðar var Auður fremst í flokki, full af eldmóði. Við minnumst hennar við mörg slík tækifæri. Hún var höfðingi heim að sækja og fór ekki í manngrein- arálit, en var fundvís á skoplegu hlið- ar mannlífsins. Alls staðar þar sem mannfagnaður var, var hún miðdepill samkvæmisins. Þannig vil ég muna hana. Það var sárt að horfa uppá þverrandi heilsu hennar allt of snemma og að lokum sjá hana hverfa inn í þögn og tómleika. Einkadóttir hennar, hún Anna Matthildur, var hennar gimsteinn, þær varðveittu hvor aðra þegar báðar þurftu. Ég sendi henni og börnum hennar inni- lega samúð mína og ég veit að það gera margar félagskonur úr kven- félagi Bústaðasóknar líka. Hún var okkar heiðursfélagi. Blessuð sé minning hennar. Rósa Sveinbjarnardóttir. AUÐUR MATTHÍASDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. (       )+ ;-< 6   3%* / ##(3@@ . %     !   !  "$ .*  ( *$  (/4  % % : %/" % *$ 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.