Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 45 ✝ Gísli Vilberg Vil-mundarson fædd- ist í Löndum í Stað- arhverfi við Grinda- vík 25. febrúar 1927. Hann lést á líknar- deild Landspítalans 12. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Jóns- dóttir, f. á Minni- Borg í Grímsnesi 12. júlí 1892, d. 1958, og Vilmundur Árnason, f. á Sperðli í Landeyj- um 12. mars 1884, d. 1975. Gísli átti tólf systkini og eru þrjú á lífi. Þau eru í aldursröð: Guðvarður, f. 1912, d. 1984, Árni, f. 1914, d. 1983, Anna, f. 1916, Magnús, f. 1918, d. 1988, Borghildur, f. 1921, d. 1987, Guðni, f. 1923, d. 1995, Sigríður, f. 1924, Gísli, sem hér erkvaddur, 9) Erlendur, f. 1928, d. 1992, Eyjólf- ur, f. 1930, d. 1991, Eðvarð, f. 1932, Kristinn Jón, dó í frum- bernsku og Hjálmar, f. 1937, d. 1977. Hinn 8. september 1951 kvænt- ist Gísli Unni Björnsdóttur frá Hrappsstöðum í Vestur-Húna- vatnssýslu, f. 15. febrúar 1931. Þau eignuðust tvö börn: 1) Sigríður Rúna, f. 7. ágúst 1952, gift Hjalta Péturssyni, f. 12. janúar 1952. Þeirra börn eru a) Gísli, f. 6. ágúst 1972, í sambúð með Rannveigu Jónas- dóttur, þau eiga eitt barn, Arngrím. b) Pétur Fannar, f. 9. mars 1977. c) Unnur, f. 8. júlí 1981, hennar barn Steinunn Rún. d) Ingvi Þór, f. 4. nóvember 1983, hans sonur Aron Bjarki. 2) Björn, f. 6. september 1955. Ungur að árum fór Gísli að stunda sjóinn, sótti mótoristanám- skeið og fékk vélstjóraréttindi á allt að 30 tonna báta. Þá lærði hann ketil- og plötusmíði og vann í mörg ár í skipasmíðastöðinni Stálvík. Síðasta áratuginn úti á vinnumarkaðinum starfaði hann hjá Pósti og síma. Útför Gísla Vilbergs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag verður til moldar borinn Gísli Vilmundarson er lést eftir erf- iða og langa baráttu við illvígan sjúk- dóm 12. febrúar síðastliðinn. Þegar staldrað er við koma margar góðar minningar upp í hugann, frá því er sá er þetta ritar kynntist þeim indæl- ishjónum Gísla og Unni, er ég hitti dóttur þeirra, sem er eiginkona mín í dag. Síðan eru liðin yfir 30 ár. Æv- inlega var hann tilbúinn til hjálpar er við Sigga byrjuðum að búa, og allar götur síðan ef einhvers þurfti við, og ekki má gleyma tengdamömmu, henni Unni, ekki var slegið af þar, ef einhverjar framkvæmdir voru. Svona má lengi rifja upp. Ekki get ég sleppt að geta, er við hjónin byggðum okkur sumarbústað í Grímsnesi, sem byggður var á staðn- um er komið var undir haust árið 1988 og tíminn naumur áður en vetur gengi í garð. Þá var farið austur allar helgar og smíðað. Var þá ekki ónýtt að hafa góðan handverksmann eins og Gísla tengdapabba. Kom hann eins oft og hann gat með okkur. Gekk smíðin vel þótt stundum væri hvasst og rigning. Ekki var það Gísla að gefast upp þótt á móti blési, og upp komst húsið. Eigum við honum mikið að þakka. Mikla ánægju hafði Gísli af að koma í sveitina, enda var hann mikið náttúrubarn. Barngóður var Gísli, fóru barnabörnin ekki var- hluta af því. Hann söng fyrir þau en söngur var áhugamál hans og tréút- skurður, sem hann byrjaði á eftir 70 ára aldur. Bjó hann til marga fallega gripi. Margt væri hægt að nefna fleira, þetta er bara brot af því. Við trúum því varla að hann Gísli sé horf- inn frá okkur. Biðjum við guð að styrkja ástvini hans. Unnur, Guð styrki þig í sorginni. Hjalti Pétursson. Við fjölskyldan fengum fregnirnar af andláti Gísla afa og langafa að kvöldi miðvikudagsins 12. febrúar. Fréttir þessar komu ekki á óvart því hann hafði verið rúmliggjandi síð- ustu mánuði og vikuna fyrir andlátið hafði hann verið óvenju slæmur. Til- hugsunin um að heyra ekki aftur röddina hans þegar hann svarar í símann, sjá hann ekki í stólnum sín- um fyrir framan sjónvarpið, heyra ekki sögurnar hans frá því hann var ungur í Grindavík og heyra ekki vís- urnar sem hann kunni svo margar skilur eftir sig tómarúm í lífi okkar. Það dýrmætasta sem við eigum um hann eru allar góðu minningarnar. Ein fyrsta minning mín um afa var þegar ég var að „hjálpa“ honum og ömmu að byggja raðhúsið í Græna- hjallanum. Þó væri mikið að gera þá gaf hann sér alltaf tíma til að sjá mér fyrir viðeigandi verkefnum. Með þol- inmæði og hrósi fyrir framtak mitt fékk hann mig til að trúa því að það munaði nú aldeilis um það sem ég gerði í byggingarframkvæmdinni. Fyrir afa var svart kaffi og molasyk- ur fastur liður svo lengi sem ég man. Þegar ég var pjakkur man ég eftir að hann kældi af og til kaffið með því að hella því á undirskálina undir boll- anum og súpa það úr henni, þetta fannst mér stórmerkilegt og reyndi það sama með kaldri mjólk. Afi var rólyndismaður, sérlega þolinmóður og stóð fast á sínu þó að hann gerði það ekki með látum. Hann hafði gaman af því að ræða pólitík og man ég sérstaklega eftir því þegar hann og Guðni heitinn bróðir hans komu saman, umræð- urnar snérust þá oft um pólitík og þurfti amma stundum að biðja þá um að lækka aðeins í sér raustina því þeir gerðust svo ákafir. Pólitík var það eina sem ég man eftir að gat æst hann aðeins upp, því öðru tók hann með jafnaðargeði. Ég bjó hjá afa og ömmu í góðu yf- irlæti á fyrstu háskólaárum mínum eða þar til ég kynntist Rannveigu og við fluttum saman á stúdenta- garðana. Þegar afi og amma komu þangað í heimsókn helltum við upp á kaffi og tókum fram boxið með mola- sykrinum sem afi var einn um að nota. En þau komu sjálf með mola- sykurboxið eftir nokkrar heimsóknir því við gleymdum alltaf að kaupa mola fyrir afa. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til afa og ömmu í Grænahjall- ann því þau tóku alltaf svo vel á móti okkur. Þegar bíllinn okkar bilaði þá fékk ég að setja hann í bílskúrinn þeirra og hafði afi gaman af að fylgj- ast með nafna sínum standa í við- gerðunum auk þess sem hann gaf mér ráð við framkvæmdirnar. Ekki fannst honum verra að fá olíu á fing- urna eins og áður fyrr þegar hann átti bíla sem þurfti að gera reglulega við. Þegar Arngrímur fæddist árið 1999 varð afi einnig að langafa og kunni hann því mjög vel og var iðinn við að leika við litla langafabarnið. Arngrími þótti alltaf svo gaman að byggja úr kubbum og vera í bílaleik með langafa sínum auk þess sem hann hafði gaman af því að hlusta á hann syngja. Daginn sem við fjöl- skyldan fluttum utan síðastliðið haust hafði afi (langafi) farið snemma á fætur til að smíða skopp- arakringlu handa Arngrími svo hann gæti leikið sér að henni í nýja heima- landinu, Danmörku. Við eigum ánægjulegar minningar um góðan mann sem við munum ávallt varðveita. Gísli, Rannveig og Arngrímur. Í dag kveðjum við afa minn Gísla Vilmundarson og í hugann koma margar góðar minningar. Minnis- stætt er mér þegar hann söng fyrir mig og kenndi mér lögin, þá sungum við saman „Dansi dansi dúkkan mín“ og ég stóð á fótum hans og hann hélt í hendurnar á mér og gekk með mig. Afi var þolinmóður og gaf sér allan þann tíma sem hann átti handa okk- ur systkinunum þegar við komum í heimsókn. Honum þótti gaman að syngja og söng við öll tækifæri, þannig man ég best eftir honum. Þegar við fluttum í Álfatún komu afi og amma oft gangandi í heim- sókn, þá voru barnabörnin fædd og voru oft hér og hann lék sér við þau og söng það sama fyrir þau og okkur systkinin. Afi byrjaði að skera út eftir að hann hætti að vinna, við gáfum hon- um útskurðarsett ein jólin og hann undi sér vel við það og gerði marga fallega hluti. Einn slíkan geymi ég sem hann gaf mér rétt áður en ég flutti út á land, það var hestur. Þegar ég kom til baka var hann orðinn veik- ur og lá á Landspítalanum. Steinunn Rún söng þá fyrir langafa sinn. Ég náði að kveðja afa minn vel, hann sagði svo margt sem ég mun alltaf geyma og fara eftir, ég sakna hans. Guð blessi og styrki Unni ömmu og fjölskyldu Gísla. Unnur Hjaltadóttir. Þegar ég sest nú niður til þess að setja á blað kveðjuorð til vinar míns og mágs nær sú mynd sem ég dreg upp í huga mér nær hálfa öld aftur í tímann. Það mun hafa verið árið 1953 sem Erlendur unnusti minn og seinna eiginmaður fór með mig í fyrstu heimsókn til Gísla bróður síns og Unnar mágkonu sinnar sem bjuggu þá í Steinagerði í Reykjavík. Milli okkar fjögurra myndaðist fljótt sterk og órjúfanleg vinátta sem hefur haldist æ síðan. Það var mikið gott að koma til þeirra. Þau voru miklir höfðingjar heim að sækja. Þau fluttu í Kópavog og bjuggu sér falleg heimili fyrst við Löngubrekku og síðan við Grænahjalla. Unnur og Gísli voru mjög ná- tengd, auk þess að vera hjón voru þau góðir vinir. Þau voru mjög samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, um það ber heimili þeirra glöggt vitni. Gísli ólst upp á mjög fjölmennu heimili á Löndum í Staðarhverfi við Grindavík, systkini hans voru tólf, systurnar þrjár og níu bræður. Einn bræðranna dó í bernsku. Þegar ég kynntist þessum stóra systkinahópi eru foreldrar þeirra, þau Guðrún og Vilmundur, flutt til Reykjavíkur. Það var einkennandi fyrir þessi systkini hversu kát og skemmtileg þau voru. Mér er sagt að húsið á Löndum þar sem fjölskyldan bjó hafi verið um fjörutíu fermetrar að flatarmáli. Maður getur rétt ímyndað sér að oft hafi verið þröngt sofið, börnin þrettán, foreldrar, afi og amma. Í dag finnst okkur þetta aldeilis ótrúlegt hversu þröngt var hægt að búa, nú þegar hver þarf að hafa sitt herbergi. Þó að sælustu stundir í uppvexti þeirra systkina hafi ekki verið í miklu húsrými né öðrum munaði voru minningarnar góðar. Oft var því farið að heimsækja Staðarhverfið nú á síðustu áratugum til þess að kíkja á æskustöðvarnar. Þar sem litli bærinn var eru nú rústir einar, en barnið í hjarta mínu blessar það hverfi, sem var sólskin og sjávarniður fallegur steinn í fjöru blómstur og blóðberg á Dal huldufólksbú í hrauni margslungið lyng í mosa hamingja, hvergi sem þar. (Kristinn Reyr.) Gísli hafði mjög gaman af söng og hann kunni mikið af vísum. Oft raul- aði hann vísur eftir frænda sinn Kristin Reyr, stórskáldið sem við Staðhverfingar eignuðum okkur, enda fæddur þar. Þeir voru systk- inasynir. Vísur Kristins hljóða mikið um þeirra ástkæra Staðarhverfi. Þetta hverfi, sem Kristinn kveður svo fallega um, var ákaflega vinsæll staður hjá okkur öllum ungum og gömlum. Þangað var oft farið með „nesti og nýja skó“. Þá voru gengnar fjörur, farið í leiki nú og kannski stigið dansspor o.fl. Margs skemmtilegs er að minnast frá ógleymanlegum ferðum í Hverfið okkar, sem nú er að mestu komið í eyði. Já, ég gæti talið upp svo ótal margt sem við áttum öll sameigin- legt, flest finnst mér hafa verið skemmtilegt, en svo koma þessar stundir eins og núna þegar ég reyni að tjá þér mitt innilegasta þakklæti fyrir allt það góða sem þú og þín kona hafið gert fyrir mig og mína fjölskyldu fyrr og síðar, ekki síst nú eftir að Elli dó fyrir áratug. Mér finnst ósegjanlega sárt að hugsa til þess að þú sért ekki með í för þegar fjölskyldan kemur í heimsókn hingað suður með sjó. Þessar tilfinningar eru blandaðar eigingirni, því alltaf fannstu eitthvað til þess að lagfæra fyrir mig. Gísli fór ungur til sjós en vann síð- an við járnsmíði hjá Stálvík. Síðustu starfsárin vann hann hjá Pósti og síma. Hann var mjög handlaginn og kom það enn betur í ljós eftir að hann hætti störfum útífrá að út- skurður í tré hreinlega lék í hönd- unum á honum. Eftir hann liggja meðal annars fagurlega útskornar klukkur og skipslíkön. Gísli var einstaklega barngóður maður og fóru börn okkar Ella ekki varhluta af því. Börn hreinlega sóttu til hans. Hann talaði við þau og söng heil ósköp af barnagælum, því af þeim kunni hann mikið. En allt á sín tímamörk og nú ert þú kæri mágur búinn að kveðja þetta jarðlíf en ég veit og trúi því stað- fastlega að við hittumst öll aftur. Hver veit nema öll hersingin fari á kreik um fagrar grundir í Hverfinu okkar. Ég bið góðan Guð að styrkja eig- inkonu, börn, tengdabörn, barna- börn og langafabörn. Hafðu þökk fyrir allt. Helga Sigurðardóttir. Gísli, maðurinn hennar Unnu frænku, hann var næstum eins og frændi barnanna minna. Börn okkar Sverris, Heiðrún og Gunnlaugur, fóru oft til Unnu og Gísla í pössun. Það fylgdi Gísla mikil ró en þó var hann svo kátur og hress og til í að gantast með börnunum. Mikið fannst krökkunum gaman að leika við hann. Hann var natinn við þau, fór í alls konar leiki með þeim, spilaði við þau og söng með þeim. Lagið „Dansi, dansi dúkkan mín“ var eitt af þeim lögum sem Gísli þreyttist ekki á að syngja. Það var svo skemmtilegt að allur leiði hvarf hjá börnunum. Oft var tekið dót með og þá var valið eitthvað sem var hægt að gera með Gísla – oft spil því það var svo gaman að spila við hann. Ekki spillti fyrir að Unna frænka var alltaf með eitthvað gott að borða. Það var gaman að sitja og ræða við Gísla, því hann bjó yfir ýmsum fróðleik og fylgdist vel með. Hann var alinn upp í stórum systkinahópi og fór snemma að vinna fyrir sér eins og þá var algengt. Gísli var hagleiks- maður. Eftir að hann hætti að vinna hafði hann meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum. Þeir eru falleg- ir hlutirnir sem hann hefur verið að vinna úr tré. Skipin sem hann skar út minna á að honum var sjórinn hug- leikinn, enda var hann alinn upp í sjávarplássi þar sem nánast öll af- koma byggðist á sjónum. Ég og fjölskylda mín þökkum góð kynni og ánægjulegar samveru- stundir. Við sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til Unnu, Bjössa, Siggu og fjölskyldu. Eva Gunnlaugsdóttir. Elsku besti Gísli. Nú hefur þú kvatt þennan heim og farið á æðra tilverustig þar sem þú ert örugglega í barnfóstruhlutverkinu. Gísli, þú varst svo einstaklega barngóður að litlu krílin hændust að þér, og þú að þeim, með þinni einskæru hlýju og þolinmæði. Það sem stendur upp úr í minning- unni eru ferðalögin, þegar þú varst í aðalhlutverkinu að kveða vísur, segja sögur og brandara og allir skemmtu sér konunglega, ungir sem aldnir. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar Unnu, þið voruð svo skemmtileg hjón, alltaf eitthvað að fíflast og hvernig þú drakkst kaffið þitt, helltir því úr bollanum og í und- irskálina og drakkst það þannig. Þetta fannst mér alltaf voðalega merkilegt þegar ég var lítil. Hand- verkshæfileikar þínir komu vel í ljós þegar þú byrjaðir að skera út í tré, muni sem þú varst svo stoltur af og máttir svo sannarlega vera. Þú lifir áfram í þessum fallegu hlutum sem unnir voru af þvílíkri nákvæmni og útsjónarsemi. Missir þinn er mikill Unna mín. Þú stóðst sem klettur við hlið Gísla í veikindum hans, og veit ég að hann naut ástar og umhyggju þinnar þar til yfir lauk. Elsku Unna, Bjössi, Sigga, Hjalti og fjölskylda, amma og aðrir ástvin- ir, við vottum ykkur okkar einlæg- ustu og dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja ykkur og gæta. Minn- ingin um góðan mann lifir. Ína Björk og fjölskylda. GÍSLI VILBERG VILMUNDARSON Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 :            ,         6.- 0;    3   "     !       (        "#  8$$ % !      & 6/  $ '$ . ( *$  %( 2"3(. ( *$  . (. ( %  %   #!  $ %% . ( *$  . *$ $% % 9 ( 9 (  *$  . *$ . ( *$  . 2 /"3(. ( *$  A!  3((. *$ *$  $%  (%* % . ( ( % /  . * *$ 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.