Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 47
Hrafnhildi og öllum ættingjum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Lárusar Hall- björnssonar. Ágúst Karlsson. Lárus Hallbjörnsson vélstjóri er látinn eftir erfið veikindi. Mér er ljúft að minnast hans nokkrum orðum. Á uppvaxtarárum mínum við Bergstaðastræti í Reykjavík var ég svo heppinn að kynnast Lárusi Hall- björnssyni og fjölskyldu hans. Berg- staðastræti 71 var ættarsetur Hrafn- hildar, konu Lárusar , þar sem þrjár kynslóðir bjuggu undir sama þaki. Við Halldór Randver, sonur Lárusar, erum jafnaldrar og höfum verið fé- lagar frá um tveggja ára aldri. Heimili þeirra Hebbu og Lárusar var alltaf opið okkur strákunum í hverfinu, enda bjuggu þar þrír lífleg- ir kappar með foreldrum sínum. Við sóttumst eftir því að vera þar, þang- að komu margar nýjungar í hverfinu fyrst. Á þeim árum var Lárus í sigl- ingum, og inn á heimilið bárust fyrstu sjónvarpstækin, nýjustu hljómflutningstækin og margt góð- gætið sem þá var vandfundið. Fjöl- skyldan byggði síðan hús í Fossvogi, og fljótt varð sama andrúmsloft þar og í Bergstaðastrætinu. Við Halldór og nokkrir strákar úr hverfinu settum saman hljómsveit þegar við vorum um fermingu. Stuðningur þeirra Lárusar og Hebbu skipti okkur máli, og í einni landlegu Lárusar átti hann frum- kvæði að því að við settum upp tæki okkar og spiluðum í stofunni í Hellu- landinu. Lárus myndaði atburðinn á 8 mm filmu, sem hann lét seinna færa yfir á myndband og því er til mynd af þessum kafla í lífi okkar, sem og mörgum atburðum sem Lárus mynd- aði með tækjum sínum. Sumir hefðu látið það ógert, en Lárus sýndi okkur þá, eins og alltaf, ræktarsemi og áhuga. Ég kynntist skipum og flutningum fyrst í gegnum Lárus. Mín fyrsta sjó- ferð var með Lárusi á milli Reykja- víkur og Keflavíkur, mikið ævintýri fyrir ungan mann sem lengi var í minnum haft. Þegar Lárus kom að landi var eftir því sóst að fara um borð, spjalla og kynnast framandi löndum í lýsingu Lárusar og skips- félaga hans. Á námsárum mínum í Kaup- mannahöfn í kringum 1980, var ég aftur tíður gestur um borð hjá Lár- usi. Það þurfti stundum að koma pökkum og ýmsum munum á milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar og gegndi Lárus þar lykilhlutverki. Þegar stoppin voru lengri en nokkrir tímar, var stundum farið í bæinn, lit- ið á lífið og spjallað um lífið og til- veruna. Lárus var í siglinum fram til 1985, en þá kom hann í land og hóf störf hjá Eimskip árið 1986. Þar með urðum við samstarfsmenn. Því má segja að við höfum ávallt verið á svipuðum slóðum og fyrir það vil ég þakka. Kynni mín af Lárusi og hans fólki hafa skipt mig miklu máli. Oft fennir fljótt í sporin þegar fólk flytur á milli hverfa, skiptir um vettvang eða hagir breytast á annan hátt. Sá þráður sem spunninn var milli okkar rofnaði aldrei. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minn- ar senda Hebbu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Lárusar Hall- björnssonar. Erlendur Hjaltason. Góður vinur minn Lárus Hall- björnsson yfirvélstjóri er látinn eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Kynni okkar Lárusar hófust síðla árs 1959, er fyrsta skip þá nýstofnaðs skipafélags, Hafskips hf., ms. Laxá, kom til landsins. Þessi kynni þróuð- ust upp í góða vináttu milli okkar og fjölskyldna okkar, en við áttum sam- an margar góðar stundir og margs er að minnast. Lárus var vélstjóri á skipum Haf- skips og lengst af yfirvélstjóri, en hann sigldi á skipum félagsins öll ár- in sem það starfaði eða frá 1959– 1985, í rúman aldarfjórðung. Eftir það starfaði hann hjá Eim- skip við eftirlit með frystigámum, þar til hann lét af störfum fyrir tveimur árum. Lárus var mikill áhugamaður um knattspyrnu og fylgdist vel með öll- um leikjum jafnt hér á landi sem er- lendis. Efst á listanum var félag hans Fram, og fagnaði hann mjög þegar liðinu hans vegnaði vel og vann titla. Enski fótboltinn var hans áhugamál alla tíð og vissi hann nánast allt um enska fótboltann og leikmenn lið- anna. Strax á fyrstu árum sem Hafskip starfaði mynduðust mjög góð tengsl milli starfsmanna. Það gaf oft á þessi 25 ár sem félag- ið starfaði og varð það til að þjappa starfsfólkinu saman og til marks um það kemur fólkið saman einu sinni á ári til að rifja upp gamlar minningar. Ég held að Lárus hafi mætt á allar þessar samkomur, þegar hann gat því við komið. En í góðra vina hópi var hann hrókur alls fagnaðar, enda grínisti mikill og hafða góða frásagn- argáfu. Lárus var félagi í Oddfellowstúk- unni nr. 11, Þorgeiri, og við bræður minnumst hans með söknuði og sendum Hrafnhildi, sonum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Halldór Sturla Friðriksson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 47 OPIÐ verður á Ömmukaffi í Aust- urstræti 20 (gamli Hressingarskál- inn) laugardaginn 23. febrúar kl. 12. Þangað mætir Guðbergur Auð- unsson áfengis-og fíkniefnaráðgjafi og flytur fyrirlestur sem fjallar um afstöðu almennings til alkóhólisma gegnum tíðina. Guðbergur hefur starfsaðstöðu í Austurstræti 20 (efri hæð) þar sem hann tekur meðferðarviðtöl. Einnig heldur hann námskeið og fyrir- lestra. Það eru allir velkomnir á þennan fyrirlestur meðan húsrúm leyfir og það er hægt að kaupa sér ljúfar veitingar á Ömmukaffi, sem er bjart og vinalegt kaffihús í hjarta borgarinnar. Fræðslan er öllum að kostnaðarlausu. Ömmukaffi og Miðborgarstarf KFUM&K. Kvöldstund með Þorvaldi Halldórssyni í Digraneskirkju Í KVÖLD, föstudagskvöld, kl. 20.30, verður kvöldsamvera í Digraneskirkju í Kópavogi. Þar mun Þorvaldur Halldórsson leiða lofgjörð. Hjónin Íris Verudóttir og Emil Hreiðar Björnsson munu syngja nokkur lög. Prestur kvölds- ins er Magnús Björn Björnsson, en hann mun hafa hugleiðingu og leiða fyrirbænaþjónustu. Áfengisráðgjafi á Ömmukaffi Digraneskirkja Kirkjustarf Háteigskirkja. Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar, þjónustufull- trúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. Mömmumorgunn kl. 10–12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Digraneskirkja. Kvöldstund í Digranes- kirkju kl. 20. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Samvera á morg- un, laugardag, kl. 11.15 í Víkurskóla. Landakirkja. Kl. 7.45 Ferðafélagar á febr- úarmót æskulýðsfélaga KFUM&K mæta í afgreiðslu Herjólfs. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, dag- stofu 3. hæð. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Biblíurannsókn og bænastund á miðviku- dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega vel- komnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Guðný Krist- jánsdóttir. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Samlestrar og bænastund á mánudags- kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomn- ir. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Sam- lestrar og bænastund í safnaðarheimilinu á fimmtudögum kl. 17.30. Allir hjartan- lega velkomnir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Biblíurann- sókn/bænastund á miðvikudagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf ;   3       3    4    !   4 !    + /  < )+   %%2( :$C !( 4 +% .4%* % %*+% % = % +% *$  - .3%%+% *$    $% % (+% *$ D #  : %%  /4D #  .  *+% % +% +% %   < ."  *$  (2 % 23%4 ;  3   ! + 3  4    4      !  !    +        / +    +     .)/)   6 =      6 %  >7  A#" !#4 %( 2"3(%%  *$ 4 . %% /4. 2  *$  '  %%:  % . * :4. 2  *$     % % %% . 2  % 0 (1+% *$  (  23%4 %+      +  3   4   4    3     6   !  !  !     +        4   +   +     <0 - 6 A!4 #!E* "$  2 %* <  %*  . %(2 @/       . %   4 -. +                . * $% *$ 4 María Kristín Hreinsdóttir eða Maja eins og við kölluðum hana lést föstudaginn 11. janúar sl. Hún hefði orðið fertug 1. febrúar ef henni hefði auðnast líf. Maja var félagi í leiklistarklúbbn- um Perlufestinni, sem er áhugahóp- ur um leiklist. Hún lét sig aldrei vanta þegar við fórum saman í leikhús. Hún var létt í lund og félagslynd. Hún fór oft í MARÍA KRISTÍN HREINSDÓTTIR ✝ María KristínHreinsdóttir fæddist 1. febrúar 1962. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudag- inn 11. janúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Lágafellskirkju 18. janúar. pontu á fundum að tjá sig um leiklist og varp- aði fram hugmyndum um klúbbstarfið. Þrátt fyrir hnignandi heilsu sótti hún vikulega fundi í Perlufestinni og naut til þess aðstoðar starfs- fólks Skálatúns. Hún kvartaði ekki þrátt fyr- ir erfiðleikana en naut lífsins eins og unnt var. Maja var vinsæl og við söknum hennar sárt. Sæti hennar er autt en minningar um hjartahlýja, sterka en veikburða stúlku lifa. Við beygjum okkur fyrir því, sem við getum ekki breytt, og þökkum Maju skemmti- lega samfylgd og hvað hún kveikti oft bros hjá okkur. Maja er kært kvödd með virðingu og þakklæti. Sigríður Eyþórsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ tekur minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Birting minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.