Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 48
HESTAR 48 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vörurnar sem virka FREMSTIR FYRIR GÆÐI LÁGMARKSEINKUNNIR kyn- bótahrossa fyrir Landsmót hesta- manna, sem haldið verður á Vind- heimamelum í byrjun júlí, hafa verið ákveðnar. Þær eru hinar sömu og fyrir síðustu mót nema mörkin fyrir elstu aldursflokkana hafa verið hækkuð. Ágúst Sigurðsson, hrossa- ræktarráðunautur BÍ, segist gera ráð fyrir að um 200 kynbótahross komi til dóms á Landsmótinu. Ágúst segir að ákveðið hafi verið að halda lágmarkseinkunnunum fyr- ir yngri kynbótahrossin enda skipti miklu máli að fá sem flest þeirra til dóms í vor. Hins vegar hafi þótt svig- rúm til að hækka lágmarkseinkunnir eldri hrossanna og gera meiri kröfur til þeirra. Megi því búast við að að- eins úrval eldri kynbótahrossa komi fram á landsmótinu. Heimild er fyrir því að lækka mörkin ef sýnt þykir að lítil þátttaka fáist samkvæmt þessum lágmarks- einkunnum, en Ágúst sagðist ekki búast við að grípa þyrfti til þess. Einkunnir sem hross þurfa að ná til að komast inn á landsmótið eru þessar: Hryssur Stóðhestar 4 vetra 7,85 7,95 5 vetra 7,95 8,05 6 vetra 8,00 8,20 7 v. og e. 8,10 Nú liggur fyrir áætlun um kyn- bótasýningar í vor og sumar. Fyrsta sýningin verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði upp úr miðjum maí, en fer eftir þátttöku. Gert er ráð fyrir að mörg hross komi til sýningar á þessu vori vegna landsmótsins. Ein- hverjar breytingar kunna að verða á þessum dagsetningum og verður það þá tilkynnt sérstaklega. Kynbótasýningar 2002 – áætlun 17.5.–25.5. Sörlastaðir, Hafnarfirði 27.5.–15.6.Gaddstaðaflatir, Hellu 28.5.–1.6. Sauðárkrókur 3.6.–6.6. Borgarnes 7.6.–9.6. Hvammst. Húnaver 10.6.–12.6.Melgerðismelar, Eyjaf. 14.6.–16.6.Stekkhólmi, Héraði 16.6. Fornustekkar, Hornafirði 2.7.–7.7. Landsmót 2002, Vind- heimam. 1.8.–3.8. Melgerðismelar, Eyjaf. 19.8.–23.8.Gaddstaðaflatir, Hellu Lágmarkseinkunnir kyn- bótahrossa á LM ákveðnar Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir BERGLIND Ragnarsdóttir sigraði örugglega í fjórgangi á Bassa frá Möðruvöllum á fyrsta móti Meist- aradeildar í hestaíþróttum sem hald- ið var í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli á miðvikudaginn. Sigurbjörn Bárðar- son var í öðru sæti á Hirti frá Hjarð- arhaga en Sigurður Sigurðarson sem var deildarmeistari í fyrra var í fjórða sæti á Óliver frá Austurkoti. Staða tólf efstu keppendanna eftir fyrsta mótið er eftirfarandi: 1. Berglind Ragnarsdóttir á Bassa frá Möðruvöllum. Eink.: 7,25 og 10 stig. 2. Sigurbjörn Bárðarson á Hirti frá Hjarð- arhaga. Eink.: 6,67og 8 stig. 3. Guðmar Þór Pétursson á Ými frá Feti. Eink.: 6,59 og 6 stig. 4. Sigurður Sigurðarson á Óliver frá Aust- urkoti. Eink.: 6,56 og 4 stig. 5. Reynir Aðalsteinsson á Garpi frá Þjóð- ólfshaga. Eink.: 6,55 og 3 stig. 6. Sigurður Matthíasson á Postula frá Stokkseyri. Eink.: 6,17 og 2 stig. 7. Páll Bragi Hólmarsson á Spretti frá Glóru. Eink.: 6,17 og 1 stig. Aðrir fengu ekki stig, en í næstu sætum voru: 8. Sigríður Pétursdóttir á Þyti frá Kálfhóli. Eink.: 6,13. 9. Sveinn Jónsson á Djákna frá Búðarhóli. Eink.: 6,13. 10. Haukur Tryggvason á Dáð frá Halldórs- stöðum. Eink.: 6,13. 11. Erlingur Erlingsson á Surtsey frá Feti. Eink.: 6,10. 12. Adolf Snæbjörnsson á Glóu frá Hóli. Eink.: 6,00. Næsta keppni í Meistaradeild fer fram 5. mars í Reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík og verður þá keppt í tölti. Berglind sigraði örugglega í fjórgangi í Meistaradeild EITT verkefnið á vegum Átaks í hestamennsku var að semja eyðu- blöð til notkunar í viðskiptum með hross og starfsemi tengdri hrossum. Nú hafa verið útbúin fjögur eyðu- blöð, hestakaupasamningur, tamn- ingasamningur, fóðrunarsamningur og fyljunarsamningur. Að sögn Huldu Gústafsdóttur, verkefnisstjóra Átaks í hesta- mennsku, eru eyðublöðin ætluð til að aðstoða fólk við að hafa allt á hreinu í viðskiptum sínum með hross og koma í veg fyrir deilur og misskiln- ing sem geta komið upp í slíkum við- skiptum. Þau hafa verið lesin yfir af lögfræðingi og eru samkvæmt nýj- ustu lögum. Hún sagði að viðbrögðin við eyðublöðunum hefðu verið já- kvæð og fólk væri þegar farið að nota þau. Hægt er að nálgast samningana á www.eidfaxi.is undir liðnum fræðsla. Auk þess liggja þeir frammi á skrif- stofu Samtaka hestamanna í Íþrótta- miðstöðinni í Laugardal og er einnig hægt að fá þá senda þaðan með pósti eða á faxi. Samningseyðublöð vegna hestavið- skipta tilbúin FRAMKVÆMDANEFND Landsmóts 2002 hefur ákveðið að hestamannafélögin verði að skila inn skráningum á kepp- endum Landsmótsins og keppnishrossum á tölvutæku formi fyrir miðnætti mánudag- inn 10. júní nk. Þetta gildir ekki um kynbótahross. Þetta kemur fram á vefsíðu Landsmóts 2002, www.skaga- fjordur.com/landsmot, en skráningarformið verður að- gengilegt á síðunni. Þar er einnig hægt að nálgast drög að dagskrá Landsmóts 2002, frétt- ir og annan fróðleik. Skráningum skilað á tölvu- tæku formi FRUMVARP um að ólöglegt verði að slátra hrossum til manneldis var lagt fram á Bandaríkjaþingi 14. febr- úar síðastliðinn. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að ólöglegt verði að flytja hross til annarra landa til slátrunar og að ólöglegt verði að flytja hrossakjöt sem ætlað er til manneldis. Frumvarp þetta var lagt fram af Connie Morella frá Maryland auk þingmanna frá New York, Kaliforn- íu, Norður-Karólínu og New Jersey. Þetta kemur fram á heimasíðu tíma- ritsins The Horse, www.thehorse- .com. Bandaríkjaþing Vilja banna slátrun hrossa til manneldis ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.