Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 50
BÍLAR 50 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA er hrein og tær snilldhjá þeim í Arctic Trucks.Það er eitt og hálft ár síðanég keyrði síðast bíl og ég hafði ekki hugmynd um að það stæði til að leyfa okkur að keyra,“ segir Einar Lee, einn af ellefu félögum í Blindrafélaginu sem tóku þátt í ferð á Langjökul á breyttum jeppum frá Arctic Trucks. Sumir félaganna höfðu aldrei áður á ævinni ekið bíl en allir fengu tækifæri til að prófa grip- ina uppi á hájöklinum og höfðu mikið gaman af. Hugmyndina fékk Loftur Ágústs- son, framkvæmdastjóri Arctic Trucks, fyrir nokkrum misserum og lét svo verða af þessu síðastliðinn miðvikudag. Hugmyndin ein og sér er sérstæð; að veita blindum og sjón- skertum tækifæri til að aka alvöru jeppa án þess að nokkrum væri hætta búin af því – og því sem næst á jafnréttisgrundvelli því skyggnið uppi á jökli var takmarkað og enda- laus snæhvítan setti sjáandi í svipaða stöðu og sjónskerta og blinda. Ekki farnar troðnar slóðir í markaðskynningu En að sjálfsögðu var það ekki góð- mennskan ein sem réð ferðinni hjá þeim ágætu mönnum í Arctic Trucks, þótt vissulega sé það sú hlið sem snýr að þakklátum félögunum í Blindra- félaginu. Ferðin var auðvitað um leið liður í markaðskynningu og Arctic Trucks og móðurfyrirtækið, P. Sam- úelsson, hafa ekki farið troðnar slóðir í þeim efnum. Skemmst er að minn- ast risastórrar auglýsingar af nýjum Toyota Corolla sem límdar voru á millilandavélar Flugleiða og vökti mikla athygli. En víst er að framtakið féll í góðan jarðveg hjá félögum í Blindrafélaginu sem nutu dagsins út í æsar. Lagt var af stað frá Blindrafélag- inu í Hamrahlíð árla morguns og ekki staðnæmst fyrr en í Kaldadal, þar sem byrjað var að hleypa lofti úr hjól- börðum. Farkostirnir voru Toyota- gerðar, breyttir af Arctic Trucks, þar á meðal „Pólverjinn“, sem svo er nefndur. Það er Land Cruiser breytt- ur fyrir 44 tommu hjólbarða sem hef- ur unnið sér það til frægðar að vera ekið um Suðurskautslandið og þvert yfir Grænlandsjökul. Undir stýri sat sá sem ók á Suðurskautslandinu, Freyr Jónsson þúsundþjalasmiður. Nokkur barningur var að komast inn Kaldadal þar sem allt hafði verið á floti einum sólarhring fyrr. Nú hafði bætt í snjóinn og fryst lítillega þann- ig að snjóþekjan var stundum eins og hlemmur yfir potti. Það kom líka fyr- ir að jeppar sukku ofan í pyttina en driflæsingar ásamt kunnáttu í notk- un þessara tækja leystu jafnan vand- ann. Mikil upplifun Við skálann á Langjökli, sem er harðlæstur um þetta leyti árs, var áð áður en haldið var að fyrirfram ákveðnum punkti á jöklinum sem kallaður er Söðullinn. Ekið er eftir GPS-leiðsögukerfi enda engin kenni- leiti eða útsýni að hafa í hríðarkófinu. Einar fyrrnefndur, sem starfaði sem bifvélavirki áður en hann missti sjón- ina af völdum sykursýki, ók Pólverj- anum upp slakkann og að Söðli eftir tilsögn Freys. „Það er upplifun að hafa ekki keyrt í langan tíma og fá svo að taka í svona magnaðan bíl. Svo er enginn hér sem getur sagt neitt við því. Ég er mikill bílaáhugamaður og Pólverjinn er hrein snilld. Það eru líka svo mörg tæki inni í bílnum sem skipta máli og vinna með honum. Þarna er ferðatölva með GPS- tengingu. Ef tölvan segði manni punktinn, t.d. að maður ætti að beygja tíu gráður til hægri eða vinstri, væri hægt að keyra hérna einn og blindandi.“ Skúli Skúlason, sölustjóri Toyota og margreyndur jeppamaður, bland- ar sér í samtalið og bendir Einari á að hægt sé að beita raddstýringu á tölvuna. Einar sagði að það væri lík- lega eitt af fáu sem Freyr kunni ekki. Haraldur Haraldsson hefur verið blindur frá fæðingu. Honum þótti það frábær tilfinning að keyra jeppa á Langjökli. „Ég hef líka mikinn áhuga á flugmálum og get þekkt flug- vélar af hljóðinu. Í flugtaki er mis- munandi hljóð. Ég hef fengið að lenda flugvél,“ sagði Haraldur. Þær stöllur Arnbjörg Vignisdóttir og Kolbrún Sigurjónsdóttir voru sömuleiðis glaðar í sinni og kváðust innilega þakklátar Arctic Trucks fyr- ir þetta ævintýri. „Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem ég hef keyrt bíl. Ég hef ekkert viljað það því ég veit hvernig sjónin er. Ég læt mér nægja að stjórna eiginmann- inum úr hægra sætinu. Þetta var samt skemmtileg upplifun en það er verst ef maður fær bakteríuna og fer að stelast í heimilisbílinn,“ sagði Kol- brún og hló dátt. Guðjón Nordal ætlaði ekki að fást til að hætta að aka hringi í kringum Söðulinn. Hann hefur áður snert bíla en aldrei áður á jökli. Hann sá þokka- lega til næstu bíla og var því betur settur en margur annar á jöklinum. Hann fékk augnsjúkdóm en sjónin hefur heldur lagast upp á síðkastið enda verið skipt um báða augasteina og framkvæmd leysigeislaaðgerð að auki. Hann vinnur núna við pökkun á framleiðslu Blindrafélagsins á kúst- um og burstum. „Við vildum opna sýn þeirra sem almennt eiga þess ekki kost að fara á jökul. Við gátum líka ímyndað okkur að það væri draumur blindra og sjón- skertra að fá að keyra bíl sem ekki er hægt við venjulegar kringumstæður í borginni. Það þurfti ekkert að kenna fólkinu á bílana. Það setti bara í gír og ók af stað,“ sagði Björn Víglunds- son, markaðsstjóri Toyota. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Lofti hleypt úr dekkjum áður en haldið er á jökulinn. Við dekkið bograr Freyr Jónsson suðurskautsfari. Einar Lee á fullri ferð undir stýri á Pólverjanum. Haraldur þekkir flugvélar af hljóðinu. Í hríðarkófi á jöklinum. Svo þurfti að bæta lofti í dekkin þegar komið var niður af jökli. Blindum opnuð sýn á jökli Arctic Trucks í Kópa- vogi bauð félögum í Blindra- félaginu að aka jeppum á Langjökli. Guðjón Guðmundsson slóst með í för. gugu@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.