Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 57 DAGBÓK Garðatorgi, sími 565 6550 Kvensíðbuxur, gallabuxur, kvartbuxur, teinóttar buxur, Verð 4.698 kr. .  (   (  8 A 2F2 * 2F2  ( %* %           ÚTSÖLULOK 50-70% afsláttur í dag og á morgun LAUGAVEGI 1 S: 561 7760 Velkomin um borð Árnað heilla 95 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 22. febr- úar, er níutíu og fimm ára Ingileif K. Wium frá Fagra- dal í Vopnafirði. Ingileif dvelur á Hjúkrunarheim- ilinu Ási í Hveragerði. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 22. febr- úar, er sextug Elsa D. Ein- arsdóttir, starfsmaður JT- veitinga, Hótel Loftleiðum, Yrsufelli 1, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á morg- un, laugardaginn 23. febr- úar, kl. 20–23 í Kiwanishús- inu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi. 1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 c6 5. h3 Rbd7 6. f4 Bg7 7. Df3 Da5 8. 0–0–0 0–0 9. Kb1 Hb8 10. g4 b5 11. g5 Rh5 12. h4 Rb6 13. f5 Ba6 14. Rh3 b4 15. Re2 c5 16. Rc1 c4 17. Rf4 Rxf4 18. Dxf4 Ra4 19. Hh2 Staðan kom upp í A-flokki Norðurlanda- mótsins í skóla- skák sem lauk fyrir skömmu. Finninn Tommi Verkasalo (2.057), svart, sneri laglega á Stefán Kristjáns- son (2.389). 19... Rxb2! Hvítur yrði nú mát eftir 20. Kxb2 Da3 21. Kb1 c3. Framhaldið varð: 20. Hhd2 Da3 21. Bh3 Ra4 og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. Lokastaða efstu manna í E-flokki varð þessi: 1. Alexei C. Hansen (1.545) 5½ v. 2. Morgan Amundsen 5½ v. 3. Sverrir Þorgeirsson 3½ v. Ásgeir Mogensen fékk 2½ vinning og endaði í 5.–7. sæti. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. LJÓÐABROT ARNLJÓTUR GELLINI Lausa mjöll á skógi skefur. Skyggnist tunglið yfir hlíð. Eru á ferli úlfur og refur. Örn í furu toppi sefur. Nístir kuldi um nætur tíð. Fer í gegnum skóg á skíðum skörulegur halur einn skarlats kyrtli sveiptur síðum, sára gyrður þorni fríðum. Geislinn hans er gambanteinn. - - Ýmsar sögur annarlegar Arnljóts fara lífs um skeið. En – fátækum hann þyrmir þegar, og þeim, sem fara villir vegar, vísar hann á rétta leið. Grímur Thomsen TÍMASETNINGIN er að- alatriði málsins í þessu spili frá tvímenningi Bridshátíð- ar: Norður ♠ Á652 ♥ G862 ♦ G4 ♣ÁK4 Suður ♠ K7 ♥ ÁD1093 ♦ Á102 ♣G75 Fjögur hjörtu er nánast óhjákvæmilegur samningur og sú varð niðurstaðan á 50 borðum af 54. Þrjú pör reyndu slemmu, en eitt par spilaði bút. En vandinn er þessi: Hvernig á að spila fjögur hjörtu með lauftí- unni út? AV hafa ekkert sagt. Þetta er tvímenningur, svo yfirslagurinn er dýr- mætur. Tvennt kemur til greina: Annars vegar að hleypa tíunni yfir á gosann í þeirri von að útspilið sé frá D109, eða drepa í borði og spila smáum tígli að tíunni. Þá er vonin sú að austur eigi hjónin. Það sem ekki má gera er að stinga upp ás og svína í trompi. Slíkt væri sóun á tækifærum: Norður ♠ Á652 ♥ G862 ♦ G4 ♣ÁK4 Vestur Austur ♠ 1093 ♠ DG84 ♥ K54 ♥ 7 ♦ 976 ♦ KD853 ♣10982 ♣D63 Suður ♠ K7 ♥ ÁD1093 ♦ Á102 ♣G75 Leiðin að ellefu slögum í þessari legu er að drepa á ás og spila tígli. En það er ekki endilega rökrétt spila- mennka, nema lauftían beinlínis neiti hærra mannspili (eins og er hjá þeim sem spila út þriðja hæsta frá brotinni röð). Ef lauftían hvorki játar né neitar drottningunni virðist betri möguleiki að hleypa á gosann. Fjögur hjörtu unnust slétt á 32 borðum, en 18 sagnhafar fengu ellefu slagi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert óeigingjarn persónu- leiki sem hefur mikla sköp- unargáfu. Þú hefur mikla þörf fyrir að leggja þitt á vogarskálarnar til að gera þennan heim betri. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert eirðarlaus í dag. Þú hefur þörf fyrir meiri spennu í lífi þínu og ættir að taka þá áhættu sem því fylgir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það gleður þig að sjá árang- ur erfiðis þíns enda áttu það skilið því þú hefur lagt þig allan fram um að gera þitt besta. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það eru ýmsar nýjungar að banka upp á hjá þér og þér finnst erfitt að sinna þeim öllum í einu. Gefðu þér samt nægan tíma til að skoða mál- ið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú er mjög sjálfstæður í dag og ættir því ekki að þiggja ráð frá öðrum. Og mundu að það er sælla að gefa en þiggja. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Einhver vinur eða vinnu- félagi þinn á eftir að koma þér skemmtilega á óvart í dag. Það á eftir að vekja upp gamlar vonir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt miklu skipti að aðrir kunni að meta störf þín er það þó þýðingarmest að þú sért sáttur við sjálfan þig og leggir þig fram eftir bestu getu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Óvæntar fréttir kunna að berast langt að sem gleðja þig. Þér gengur allt í haginn ef þú skipuleggur hlutina vel og vandlega. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert í harðri samkeppni og verður því að leggja mikið á þig til þess að standast hana og koma þínum málum í höfn. En hæfileikana hef- urðu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Börn geta verið uppspretta hugmynda hjá þér í dag. Þú getur lært margt af þeim og þau eiga eftir að víkka sjón- deildarhringinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er eitt og annað í þínum eigin garði sem þarfnast at- hugunar og úrbóta. Taktu til í honum áður en þú heldur lengra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að fara ofan í saum- ana á verkefni þínu jafnvel oftar en einu sinni. Þú munt svo sannarlega ekki tapa á því í þetta sinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er alltaf gott að gleðjast við þegar vel gengur en mundu að allur árangur verður ekki metinn í krónum og aurum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ATVINNA mbl.is Með morgunkaffinu Og þú vogar þér ekki að dreyma hana Jennifer Lopes aftur!        MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.