Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 59
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 59 Mannakorns helgi Dansleikir föstudaginn 1. mars og laugardaginn 2. mars E r t þ ú á l e i ð i n n i ? ...ég er á leiðinni á Kringlukrána... Dansleikir um þessa helgi hjómsveitin Hafrót föstudag og laugardag Fimmtudaginn 28. febrúar ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Hjördísar Geirs kl. 21:00 LEIKHÚSGESTIR Það er tilvalið að borða hjá okkur fyrir sýningu! Fjölbreyttur sérréttamatseðill. Vesturgötu 2, sími 551 8900 Vesturgötu 2, sími 551 8900Vesturgötu 2, sími 551 8900 PAPARNIR FRÁ MIÐNÆTTI Vesturgötu 2, sími 551 8900 Sixties í kvöld TVENNIR tónleikar, til heiðurs írsku ofurrokksveitinni U2, verða haldnir í kvöld í Íslensku óperunni. Þar ætlar hið svokallaða „U2 Proj- ect“ að laða fram stemmninguna sem myndast á tónleikum frum- myndarinnar og verður ekkert til sparað svo að slíkt megi verða. Um tónlistarflutning sjá þeir Rúnar Friðriksson (söngur, meðlimur í Sixties), Gunnar Eggertsson (gítar, meðlimur í Landi og sonum), Birgir Níelsen (trommur, einnig í Landi og sonum) og Friðrik Sturluson (bassi, úr Sálinni hans Jóns míns). Einnig munu valinkunnir menn sjá um ljós, hljóð, sviðstjórn og slíkt. Svona tónleikaform er fastur lið- ur í tónlistarmenningu Vest- urlanda, og í raun furðulegt að ekki hafi verið meira um þetta hér. Við höfum þó ekki farið algerlega var- hluta af þessu, fyrir stuttu kom hingað til lands sveitin Simply Led, sem sérhæfir sig í tónlist Led Zepp- elin og svo hafa verið haldnir hér Pink Floyd-tónleikar, þar sem hljómsveitin Dúndurfréttir spilaði Dark Side of the Moon í heild sinni. Um allan heim er til ógrynni af „hermisveitum“ sem hafa lifibrauð sitt af stælingum á þekktum sveit- um. Má þar nefna No Way Sis (Oas- is), The Bootleg Beatles (Bítlarnir), The Australian Doors Show (Doors), ReGenesis (Genesis), Pink Floyd Experience (Pink Floyd), ABBAsolutely (ABBA) og ... humm ... Beautiful Southmartins (Beauti- ful South og The Housemartins). Og ekki vantar U2-sveitirnar. Nægir að nefna An Cat Dubh frá Ítalíu, Even Better Than the Real Thing frá Nýja-Sjálandi og Zoo Station frá Þýskalandi. Vart þarf að taka fram að rótin að þessu liggur í einlægri aðdáun manna á fyrirmyndunum og leggja menn sig í líma við að fanga rétta andann, eins vel og kostur er. Segir enda í herópi fréttatilkynning- arinnar sem fylgir þessum tón- leikum: „Ef U2 kemur ekki til Ís- lands þá gerum við þetta bara sjálfir og gerum það vel.“ Þeir sem skipa íslenska U2- verkefnið hófu að gutla saman fyrir fimm árum, héldu þá tónleika á Astró undir yfirskriftinni U3. „Við erum allir miklir aðdáendur sveitarinnar,“ segir Birgir. „Þetta byrjaði sem svona sameig- inlegt áhugamál,“ bætir Rúnar við. Birgir segir að þeir hafi gert það til gamans, að spila rjómann af slög- urunum þeirra. „Við hittumst kannski einu sinni, tvisvar á ári,“ segir Rúnar. „Aug- lýstum þetta ekki neitt. Þetta var eingöngu ætlað okkur til skemmt- unar. Við ákváðum að um leið og þetta yrði einhver kvöð þá myndum við hætta þessu.“ Birgir segir aðdraganda þessa kvölds liggja í Simon og Garfunk- el-kvöldi sem hann var að spila á. Þar var einn skipuleggjenda Guð- bjartur Finnbjörnsson og hann vissi að Birgir var í þessu bandi. „Þá var ákveðið að gera meira úr þessu,“ segir Rúnar. „Á þessum kvöldum sem við höfum haldið hef- ur maður oft fengið yfir sig reiði- lestur, og við spurðir af hverju við létum ekki vita af þessum kvöld- um.“ Birgir segir að þeir hafi þá ákveð- ið að prófa að taka annan pól í hæð- ina, og búa til alvöru rokktónleika. Þeir félagar segjast vera með um 20 lög á efnisskránni. „Þarna eru að sjálfsögðu „Where the Streets Have No Name“, „With or Without You“, „I Will Follow“ og „Sunday Bloody Sunday“. Svo eru líka fimm lög af nýju plötunni.“ Það er ekki hægt að skilja við þessa menn án þess að spyrja stóru spurningarinnar: Hver er nú besta U2-platan? Báðir: „Achtung Baby, ekki spurning!“ Eins og áður segir er um tvenna tónleika að ræða. Þeir fyrri hefjast kl. 20 en þeir seinni kl. 23. Miðaverð er 2.300 kr. og stendur forsala yfir í 12 tónum, Skólavörðustíg 15. Betra en hluturinn sjálfur? U2: Frá Írlandi. Unforgettable Fire: Frá Banda- ríkjunum. Morgunblaðið/Golli U2 Project: Frá Íslandi. Tónleikar til heiðurs U2 arnart@mbl.is Sýningar: Lau. 23/2, þri. 26/2, fim. 28/2 og fös.1/3. Miðapantanir í síma 862 8542. „Sýning Herranætur og Magnúsar Geirs er firnavel sviðsett.” „Milljónamærin snýr aftur er stórt leikrit.” Þorgeir Tryggvason, Mbl. „...metnaðarmikið val...” „...áhrifamikla leiklist sem hvað eftir annað kraftbirtist í mögnuðum hópsenum á sviðinu.” „... frá auvirðilegasta gysi til hæstu dramatískra hæða.” Silja Aðalsteinsdóttir, DV. Herranótt sýnir: Milljónamærin snýr aftur eftir F. Dürrenmatt. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. MENNTAMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.