Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Kl ippstopp 2 8 .FEB R Ú AR 20 0 2 ÖKUMAÐUR jeppans hefur látið heillast af sjónarspili norðurljós- anna og viljað sjá þau berum aug- um en ekki gegnum bílrúðu. Þau gerast varla fegurri kvöldin í óbyggðum. Myndin er tekin á Blesaflöt við Lambhagatjörn sem er undir Sveifluhálsi við Kleifar- vatn. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Norðurljós SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI gerði í gær húsleit í höfuðstöðvum Norðurljósa við Lyngháls 5 í Reykjavík en fyrirtækið á m.a. Stöð 2, Sýn, Bylgjuna og Skífuna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins má gera ráð fyrir að rann- sókn skattrannsóknarstjóra beinist fyrst og fremst að öðrum viðskipta- umsvifum Jóns Ólafssonar, en Jón er stjórnarformaður Norðurljósa. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að rannsóknin teygi anga sína til fleiri landa en Íslands. Undirbúningur húsleitarinnar mun hafa staðið yfir vikum saman og tilviljun ein ráðið því að hana bar upp á sama dag og Hreggviður Jónsson, forstjóri Norðurljósa, sagði upp störfum. Starfsmenn skattrannsóknarstjóra gerðu einnig húsleit á skrifstofum fyrirtækis, sem tengist Jóni Ólafssyni, sem er til húsa á Laugavegi 26, í sama húsi og Skífan, sem er í eigu Norður- ljósa. Skúli Eggert Þórðarson, skatt- rannsóknarstjóri, neitaði í gær- kvöldi að tjá sig um málefni Norður- ljósa eða Jóns Ólafssonar. Skattarannsóknin nær til fleiri landa Sigurður G. Guðjónsson, hrl., sem tekið hefur við starfi forstjóra Norð- urljósa hf. til bráðabirgða, segist hins vegar telja, að fyrirtækið hafi staðið við samninginn en telji bank- arnir að svo sé ekki verði það einfald- lega lagað. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru vanefndir Jóns Ólafs- sonar vegna samningsins, sem gerð- ur var í desember sl., í því fólgnar, að hluti af þeim greiðslum, sem inntar hafa verið af hendi skv. þessum samningi, komi beint úr sjóðum Norðurljósa. Stjórnarformaður fé- lagsins hafi látið greiða til sín hluta af bókfærðri skuld fyrirtækisins við sig eða fyrirtæki sitt vegna ráðgjaf- arstarfa þrátt fyrir ákvæði fyrr- nefnds samkomulags um að slíkt væri óheimilt. Þar með hafi hann í raun ekki lagt inn í fyrirtækið alla þá fjármuni, sem hann hafi skuldbundið sig til og greiðslustaða þess því ekki batnað í samræmi við áætlanir, sem desembersamkomulagið hafi byggst á. Á að greiða 300 milljónir til 1. apríl Samkomulagið fólst í svokölluðum kyrrstöðusamningi þar sem lánar- drottnar heita að halda að sér hönd- um í tiltekinn tíma á meðan gengið er frá ákveðnum breytingum innan fyrirtækis. Samkvæmt kyrrstöðu- samningi Norðurljósa bar Jóni Ólafssyni að greiða inn 300 milljónir í nýju hlutafé í áföngum út tímabilið til 1. apríl. Jón Ólafsson segist ekki hafa nema eitt að segja um uppsögn Hreggviðs Jónssonar, að þeir Hreggviður og stjórn Norðurljósa hafi orðið sammála um það í október að Hreggviður segði upp störfum. Hreggviður Jónsson, forstjóri Norðurljósa, lét af störfum í gær Innborganir sóttar að hluta í sjóði fyrirtækisins  Ekki staðið/34 HREGGVIÐUR Jónsson, forstjóri Norðurljósa hf., sem rekur bæði Íslenska útvarpsfélagið og Skífuna, lét af störfum sem forstjóri félagsins í gær. Ástæð- una segir hann vera þá að aðaleigandi Norðurljósa, Jón Ólafsson, hafi ekki staðið við að leggja félaginu til nýtt hlutafé líkt og kveðið er á um í samningi við helstu lánveitendur Norðurljósa frá því í desember sl. ALLT tiltækt lið Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins var kallað út í gær vegna elds um borð í frystitog- aranum Eldborgu á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn. Þegar slökkvi- liðsmenn komu á vettvang voru nokkrir skipverjar, sem eru þjálf- aðir til þess að kljást við elda, byrj- aðir að berjast við eldinn. Skemmdir eru í ljósavélarými í afturskipinu og hugsanlega á vél- um í stýrisvélarými, en voru ekki eins miklar og talið var í fyrstu. Eldborgin er frystitogari og gerður út af Básafelli hf. Skipið átti að fara til veiða á Flæmska hatt- inum um helgina en það hefur verið í viðgerðum síðastliðna tvo mánuði. Talið er að kviknað hafi í út frá rafli við ljósavél. Að sögn Svavars Þorsteinssonar útgerðarmanns skipsins mun atvik- ið líklega tefja för skipsins um nokkra daga. Morgunblaðið/Júlíus Eldur um borð í Eldborgu VEGIR á Vestfjörðum urðu víða ófærir í gær vegna snjó- komu. Heldur bætti í vind síð- degis og undir kvöld var kom- inn skafrenningur. Búist var við að veður myndi enn versna í nótt. Tvö snjóflóð féllu úr Súðavíkurhlíð og eitt úr Óshlíð í gærdag og tilkynnt var um snjóflóð milli Ísafjarð- ar og Hnífsdals í gærkvöldi. Geir Sigurðsson, rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar á Ísa- firði, taldi að miðað við veð- urspá væru um helmingslíkur á því að vegurinn um Ísafjarð- ardjúp yrði ruddur í dag. Ekki var hafist handa við mokstur þar í gær sökum veð- urs. Steingrímsfjarðarheiði var orðin þungfær í gær- kvöldi. Hið sama má segja um vegi á Ströndum, á sunnan- verðum Vestfjörðum og norð- anverðu Snæfellsnesi þar sem var víða þungfært eða ófært. Ekki sá á milli húsa í Hólma- vík í gærkvöldi og veður var slæmt í Hrútafirði. Ófært eða þungfært víðast á Vestfjörðum EIN af B 737-300 þotum Ís- landsflugs er nú við flugpróf- anir út frá Mojave-eyðimörk- inni í Kaliforníu í Bandaríkjun- um. Flugtækjaframleiðandinn Avro leigði þotuna í þrjá mán- uði til að prófa nýjan búnað sem draga á úr eldsneytisnotk- un véla af þessari tegund. Einar Björnsson, flugrekstr- arstjóri Íslandsflugs, tjáði Morgunblaðinu að þotan hefði verið leigð bandaríska fyrir- tækinu í þrjá mánuði frá 12. janúar. Breytingarnar felast í því að áfallshorn vélarinnar breytist með breyttri notkun vængbarða eða flapsa. Það þýðir að hún er fljótari að klifra í farflugshæð og minna afl þarf í farflug. Á þetta að leiða til minni eldsneytisnotk- unar. Í fyrstu ferðunum var elds- neytisnotkun þotunnar mæld nákvæmlega og síðan fóru fram áðurnefndar breytingar. Einar segir þær ekki hafa áhrif á flugeiginleika vélarinnar. Bandarísk flugmálayfirvöld taka síðan út þessar breytingar og meta hvort þær verða heim- ilaðar. Telur Einar að þessi breyting verði einnig tekin upp á 400- og 500-gerðum 737-þotn- anna sem hafa sama væng. Flugmenn Íslandsflugs fljúga vélinni við flugprófanirn- ar og eru áhafnir úti í þrjár vikur í senn. Þota Ís- landsflugs í flugpróf- unum vestra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.