Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 0 2 B L A Ð B L i s t h ú s i n u L a u g a r d a l , s í m i 5 8 1 2 2 3 3 • D a l s b r a u t 1 , A k u r e y r i , s í m i 4 6 1 1 1 5 0 • w w w. s v e f n o g h e i l s a . i s öllum húsgögnum og ýmsum fylgihlutum T i lboðsdagar 1/3 af Fyrstir koma fyrstir fá Takmarkað magn Tilboðshorn verður í Svefn og heilsu þar sem 35-70% afsl. verður af ýmsum eldri eða lítið útlitsgölluðum heilsudýnum, húsgögnum og ýmsum fylgihlutum. Ný pakkaútboð verða sett upp í hverri viku, pakki gæti samanstaðið af; höfuðgafli, náttborði, heilsudýnu, teppasetti og fleiru. Út febrúar AMERÍSKAR DÝNUR Medic Twin XL 97x203 frá 39,900 m/ramma Medic Euro 120x200 frá 49,900 m/ramma Plush Twin XL 97x203 frá 49,900 m/ramma Plush Euro 120x200 frá 59,900 m/ramma Chiropractic Full XL 137x203 frá 69,900 m/ramma EVRÓPSKAR DÝNUR 80x200 verð frá 24,900 m/fótum 90x200 verð frá 29,900 m/fótum ATH frábær fermingartilboð í marsGildir út febrúar Gildir ekki af öðrum tilboðum né heilsudýnum og heilsukoddum  MATARVEISLAN MIKLA – FÆÐI OG FJÖR/2  VARÐELDUR KYNSLÓÐANNA/4  Í TRÚNAÐI/6  ÓLÍKT AÐ MYNDA HÉR OG ÞAR/7  AUÐLESIÐ/8  HÖNNUN á leðurgólfi, viðarblóma- vasa og steinglasi hljómar mótsagna- kennd, líkt og efniviður og hlutverk gripanna hljóti að eiga illa saman. Leður, tré og steinn eru öllu kunn- uglegri sem efniviður leðursófa, við- arborðs eða steinflísa svo nokkur dæmi séu tekin. Óvenjuleg efnisnotkun við hönnun hversdagslegra muna hefur hins veg- ar notið töluverðra vinsælda meðal hönnuða undanfarið, enda skemmti- leg leið til að hrista upp í viðteknum gildum og koma neytend- um um leið á óvart. Í Bretlandi njóta vegg- og gólfflís- ar úr leðri nú vaxandi vinsælda og því til staðfestingar má nefna að gólf Lundúnaheimilis söngkonunnar Madonnu, sem þekkt er fyrir að fylgjast vel með tískunni, eru prýdd svörtum leðurflísum. Framleiðendur leðurflísanna full- yrða að þær séu nautsterkar og standist áratuga notkun, en flísarnar eru unnar úr þykkasta hluta húðar- innar. Sem dæmi má nefna að banda- ríski framleiðandinn Edelman Leat- her segir leðurflísar frá þeim hafa prýtt dansgólf Crescent-hótelsins í Dallas sl. tíu ár og séu þær enn í góðu lagi. Leðurflísarnar eru þó ekki á færi hvers og eins, en líkt og auðvelt er að ímynda sér er verðlagið í hærri kantinum – yfir 30.000 kr. fermetrinn. Fjölda annarra leiða er þó hægt að fara við að brjóta upp hefðbundna efnisnotkun hversdagsleikans með smærri munum. Eru þeir aukinheldur betur til þess fallnir að skipta út í takt við tískustraumana, en geta engu að síður gefið heim- ilinu skemmtilega ferskan blæ. Skálar úr vísundahorni Nokkuð hefur þannig borið á leðri við hönnun annarra muna en gólf- flata undanfarið. Geta leðurkassar og hirslur t.d. veitt skemmtilegan svip og má nefna að í Freemans-verðlist- anum er að finna slíkar hirslur úr leð- urlíki á öllu hóflegra verði. Leður- bakkar, -rammar eða -ruslafötur eru þá ekki síður til þess fallin, enda kall- ar efniviðurinn samstundis á athygli. Dökkar sem ljósar viðartegundir og dýrahorn bjóða þá ekki síður upp á óvenjulega hönnun en leðrið. Drykkjarhorn af sauðfé voru forfeðrum okkar vel kunn og vís- undahornin virð- ast ekki síður bjóða nútíma- manninum upp á fjöl- breytilega möguleika. Fínpússaðar, smágerðar skálar og skeið- ar geta þannig sett allsérstæðan svip á matarborðið og vekja þykkbotna, fer- hyrndir viðardiskar ekki síður athygli. Og þó að óvenjuleg efnisnotkun kunni að gera munina mishagkvæma og notagildi þeirra bíði jafnvel í sum- um tilfellum lægri hlut fyrir skemmtilegri hönnun, eins og við gerð viðarblómavasa, fær formið þó óneitanlega að njóta sín . Hlutir af öðrum efnisheimi Efnislega aðrir hlutir Ruslafata úr leðri frá versl- uninni Gegnum glerið, skálar og skeiðar úr vísundahorni og rammar úr gleri og grjóti frá Habitat, ásamt leðurbakka úr Borð fyrir tvo eru allt dæmi um óvenjulega efnisnotkun. Þessir viðarvasar frá Kistunni kunna að henta afskornum blómum illa, en formið nýtur sín óneitanlega vel í viðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.