Morgunblaðið - 28.02.2002, Page 10

Morgunblaðið - 28.02.2002, Page 10
Þáttaskil Samningaviðræður Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara, samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Tryggingastofnunar ríkisins hafa nú staðið yfir í 15 mánuði. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum. Eftir síðasta tilboð Tryggingastofnunar líta sjúkraþjálfarar þannig á að ríkisvaldið hafi slitið viðræðunum. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa því neyðst til að segja sig úr lögum við Tryggingastofnun frá og með 1. mars nk. Rauntekjur hafa lækkað um 26% síðan 1995 Miðað við verðlagsþróun undanfarinna ára fá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar einungis um 74% af því gjaldi sem samið var um við Tryggingastofnun ríkisins árið 1995. Tekjur hafa því rýrnað um 26%. Alvara málsins blasir við og óhjákvæmilegt er að krefjast róttækra breytinga tafarlaust. Auk sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara eru um 150 sjúkraþjálfarar að störfum á heilbrigðisstofnunum. Þeir eru ekki aðilar að þeirri deilu sem nú stendur yfir. Á undanförnum árum hefur dregið í sundur með þessum tveimur hópum þótt nám og dagleg störf séu að öllu leyti sambærileg. Frá 1995 hafa laun síðarnefnda hópsins hækkað um 60% en þeirra sem starfa sjálfstætt einungis um 26%. Með auknum kröfum um þjónustu og aðbúnað til viðbótar við þróun verðlags hefur rekstrarkostnaður aukist um 33%. Sama menntun, sömu störf – sömu laun Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa fengið tilboð frá Tryggingastofnun sem hljóðar upp á 13% skerðingu launa frá samningum sem gerðir voru árið 1995. Á sama tíma hafa kjör annarra heilbrigðisstétta, sem semja á svipuðum grunni við Tryggingastofnun, hækkað um allt að 120%. Tilboð um 13% lækkun launa 120% 100% 80% 60% 40% 20% 0% Sjú kra þjá lfa rar Tal me ina fræ ðin gar m eð fer ð Tal me ina fræ ðin gar sk oð un Hjú kru na rfræ ðin gar vit jun Hjú kru na rfræ ðin gar fru mv itju n Ljó sm æð ur fæ ðin g Bæ klu na rlæ kna r Sty rkt arf éla g l am aðr a o g f atl aðr a Lau na vís ita la 50% 40% 30% 20% 10% 0% 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 Launavísitala Sjúkraþjálfarar, sjálfstætt starfandi Þróun taxta sjúkraþjálfara miðað við launavísitölu Mars 2002 snúast um sambærileg laun og sambærileg rekstrarskilyrði hjá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum Í hnotskurn má segja að deilan við Tryggingastofnun, og um leið ríkisvaldið, snúist um það að stjórnvöld viðurkenni endurhæfingu sem dýrmætan hluta af íslensku heilbrigðiskerfi. Hún snýst líka um að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að sjúkraþjálfun og önnur endurhæfing eigi eftir að leika æ stærra hlutverk í íslensku heilbrigðiskerfi og þar af leiðandi hækki tilkostnaður óhjákvæmilega. Deilan snýst einnig um þá einföldu staðreynd að rekstrargrundvelli hefur verið kippt undan einkarekinni sjúkraþjálfun og útilokað er fyrir sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara að halda áfram án þess að spilin verði stokkuð upp með róttækum hætti. Hún snýst þó ekki síst um að stjórnvöld fallist á að eðlilegt sé að greiða sama gjald fyrir sömu vinnu og tryggi það að einkarekin sjúkraþjálfun standi að minnsta kosti jafnfætis opinberum stofnunum hvað rekstrartekjur og launagreiðslur varðar. Þess vegna krefjumst við þess að samkeppnisstaða einkarekinna sjúkraþjálfunarstöðva gagnvart opinberum rekstri sé jöfnuð með því... • að gjaldskrá sjúkraþjálfara á einkareknum sjúkraþjálfarastofum sé ekki lægri en gjaldskrá stofnana á föstum fjárlögum sem reka sjúkraþjálfun. • að fjárframlög opinberra aðila til endurhæfingar fylgi verðþróun bæði til fyrirtækja í einkarekstri og opinberum rekstri. • að sjúkraþjálfarar á einkareknum stöðvum hafi sambærileg laun og sama stétt hjá hinu opinbera. • að sjúkraþjálfunarstöðvum í einkarekstri sé gert kleift að keppa við sjúkra- þjálfunarstöðvar á föstum fjárlögum um aðbúnað, tækjakost, endurmenntun starfsfólks, vinnutímatilhögun, tryggingar ofl. Við krefjumst þess jafnframt að Tryggingastofnun ríkisins og heilbrigðisyfirvöld viðurkenni verðlagsbreytingar undanfarinna missera og átti sig á því að þær hafa alls ekki skilað sér í rekstur einkarekinna sjúkraþjálfunarstöðva. Við vonumst einnig til þess að eftir allar viðræðurnar við ríkisvaldið verði öllum orðið ljóst að einkarekin sjúkraþjálfun felur í sér umtalsverðan sparnað fyrir samfélagið miðað við ýmsa aðra kosti í heilbrigðiskerfinu. Í samningaviðræðunum munum við því hvetja ríkisvaldið eindregið til þess að “fjárfesta í sparnaði” – rétt eins og ríkissjóður hefur svo lengi hvatt almenning í landinu til að gera með spariskírteinum ríkissjóðs. Grundvallaratriðin Á sama tíma og laun og kjör annarra heilbrigðisstétta hafa hækkað um allt að 120% sitja sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar uppi með 26% tekjurýrnun X Y Z E T A / S ÍA Auglýsing

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.