Morgunblaðið - 28.02.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.02.2002, Qupperneq 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM 800 smáar hendur og því hvorki meira né minna en um 4.000 litlir fingur voru á lofti í íþróttamiðstöðinni í Dalhús- um í Grafarvogi í gær er ljós- myndari Morgunblaðsins leit inn. Þar fór fram dagskrá í tengslum við vetrarhátíð Reykjavíkurborgar, Ljós í myrkri. Hátíðin sú hófst ein- mitt í gær og stendur til 3. mars nk. Eigendur smáu handanna eru elstu börn allra leikskóla í Grafarvogi og hátíðin sem þau mættu á í íþróttamiðstöðinni kallaðist Ljós og hreyfing. Til að sameina þetta tvennt gengu börnin frá leikskólun- um að íþróttamiðstöðinni eða tóku strætó. Við komuna þangað fengu þau öll afhent vasaljós og enginn annar en íþróttaálfurinn úr Latabæ tók á móti þeim á sal, með hama- gangi og bros á vör eins og honum einum er lagið. Íþróttaálfurinn tók að sér að stjórna alls kyns leikjum og æfingum þar sem vasaljósin spiluðu stórt hlutverk, enda salurinn myrkvaður. Líkt og alltaf þegar íþróttaálfurinn hittir svona stóran hóp barna greip hann tækifærið og brýndi fyrir þeim nauðsyn þess að borða hollan og góðan mat og stunda íþróttir og úti- vist. Hátíðin Ljós og hreyfing er í anda hverfisverkefnisins Gróska í Grafarvogi, sem allir leikskólarnir eru aðilar að. En krakkarnir sem tóku þátt í hátíðahöldunum í íþróttamiðstöðinni gætu orðið kvikmyndastjörnur því þrír kvikmyndatökumenn frá Latabæ voru með íþróttaálf- inum í för og var hátíðin tekin upp á myndband sem verður notað til kynningar erlendis á íslenskum aðferðum við að koma jákvæðum boðskap á framfæri. Morgunblaðið/Sverrir Klappað, stappað, hlegið og brosað út að eyrum. Lítil ljós í myrkri Íþróttaálfurinn er alltaf jafnhress og liðugur. Grafarvogur „NEMENDUR og kennarar í Menntaskólanum við Sund og Vogaskóla hafa ítrekað bent á að starfsaðstaða í skólunum sé óviðunandi. Þrengslin eru mjög mikil,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. Af þessu tilefni lagði hann fram tillögu um stækkun skólanna á borg- arráðsfundi í vikunni. „Ég hef verið að leita leiða sem gætu nýst skólunum í þessum hún- sæðisvanda. Ég vildi leita út fyrir núverandi skólalóð og skoða málið heildrænt. Ég sé nú, eftir að hafa rætt málið við arkitekta, að það gengur vel upp og mun vera meira en nægilegt rými til stækkunar, verði Gnoðarvoginum lokað frá Skeiðarvogi til austurs og lagt af hringtorgið sem þar er,“ sagði Júlíus í samtali við Morgunblaðið. Hann leggur síðan til að skipulagssjóður kaupi upp þær húseignir sem næst standa Skeiðarvoginum, þar sem verslanir og fyrir- tæki eru nú til húsa. „Þá mun veitast rými við skólann svo hægt verður að byggja með- fram Skeiðarvoginum glæsi- lega og fallega skólabyggingu sem verður meira en nægi- lega stór til að sinna þörfum bæði Vogaskóla og Mennta- skólans við Sund.“ Nægilegt rými mun skap- ast fyrir báða skólana Júlíus fékk Ívar Örn Guð- mundsson, arkitekt hjá Nex- us arkitektum, til að gera drög að útfærslu hugmynda sinna. „Það er alveg ljóst af þeim teikningum sem þegar liggja fyrir að þetta er gerlegt og vænlegur kostur.“ Júlíus segir að formaður fræðsluráðs, Sigrún Magnús- dóttir, hafi bent á þann mögu- leika að byggja nýtt hús fyrir Menntaskólann við Sund í Laugardal. Það hús myndi rísa á auðu svæði næst Glæsibæ, svæði sem mjög hefur verið umdeilt, að sögn Júlíusar. „Þar ætlaði Lands- síminn að byggja auk þess sem kvikmyndahús vildi fá að- stöðu. Það skrifuðu 33 þúsund Reykvíkingar undir og mót- mæltu þessum áformum er þau voru kynnt. Þessu mót- mæltu því fleiri Reykvíkingar en nokkurn tímann fyrr í sögu borgarinnar.“ Júlíus telur að fjárhagslega og út frá öðrum hagkvæmn- isjónarmiðum sé betra að nýta þær eignir sem fyrir eru en að færa starfsemi mennta- skólans um set. „Fari mennta- skólinn úr því húsnæði sem hann er í skapast aftur of mik- ið rými fyrir Vogaskóla.“ Skipulagi gatna breytt Í tillögu Júlíusar segir að skipulagi gatna á svæðinu verði breytt í næsta nágrenni skólanna í þeim tilgangi að stækka skólalóðir. „Gnoðar- vogur frá Skeiðarvogi til aust- urs verði lokaður og Mennta- skólinn við Sund fái lóð yfir götuna en ný og vegleg við- bygging skólans meðfram Skeiðarvogi loki Gnoðarvogi. Hringtorg á Skeiðarvogi legg- ist af. Þá verði gert ráð fyrir enn frekari stækkunarmögu- leika skólahúsnæðisins með uppkaupum atvinnu- og versl- unarhúsnæðis sunnan megin við Gnoðarvog sem næst stendur Skeiðarvogi. Útreikningar fagfólks á ofangreindum lóðarstækkun- um benda ótvírætt til þess að með þessum hætti megi leysa brýnan vanda Vogaskóla og Menntaskólans við Sund til framtíðar með nýjum glæsi- legum skólabyggingum sem munu njóta sín á þessum mik- ilvæga og áberandi stað í borginni.“ Tillögunni var frestað í borgarráði, en Júlíus hefur lagt til að henni verði vísað til skipulags- og byggingar- nefndar til skoðunar þar sem gerð verði drög að skipulagi svæðisins. „Ég tel að þetta ætti að verða til hagsbóta fyr- ir þá sem í Gnoðarvogi búa og varanleg lausn til framtíðar fyrir bæði Menntaskólann við Sund og Vogaskóla.“ Tillaga að úrlausn húsnæðisvanda MS og Vogaskóla Teikning/Nexus arkitektar Núverandi skólahúsnæði er skyggt á teikningunni sem sýnir frumdrög að hugmynd um stækkun Menntaskólans við Sund og Vogaskóla og breytingar á götum samfara því. Sam- kvæmt teikningunni munu Vogaskóli og MS nýta sameiginlega íþróttahús en að öðru leyti yfirtekur Vogaskóli núverandi húsnæði MS og starfsemi menntaskólans færist yfir í nýja byggingu sem liggja mun samhliða Skeiðarvogi líkt og teikningin sýnir. Gnoðarvogi verði lokað frá Skeiðarvogi og borgin kaupi upp verslunarhús Vogar NÝR einkarekinn leikskóli, Korpukot við Fossaleyni í Grafarholtshverfi, var opn- aður á föstudaginn. Í Korpukoti er gert ráð fyrir 100 heilsdagsrýmum fyrir börn á aldrinum 6 mán- aða til 6 ára. Fyrsta skóflu- stungan var tekin í maí 2001 og hófu fyrstu börnin skóla- göngu sína í nóvembermán- uði sama ár. Bygging- arkostnaður leikskólans, sem er 860m² að stærð, er um 140 milljónir króna. Leik- skólastjóri í Korpukoti er Guðfinna Björk Hallgríms- dóttir leikskólakennari. Sömu eigendur og rekstr- araðilar eru að Korpukoti og Fossakoti í Grafarvogi sem var opnað í september 1997. Leikskólarnir eru í eigu og undir yfirstjórn hjónanna Guðríðar Guðmundsdóttur leikskólastjóra og Þorsteins Svavars McKinstry fram- kvæmdastjóra. Leikskólinn Korpukot vinnur eftir sömu námskrá og leikskólinn Fossakot þar sem fram koma markmið og leiðir um leikskólastarfið. Í frétt frá leikskólanum segir að markmið leikskólans sé að „skila til þjóðfélagsins nám- fúsum og lífsglöðum ein- staklingum með jákvætt við- horf til samfélagsins. Einstaklingum með sterka sjálfsmynd og heilbrigða sið- ferðiskennd. Einstaklingum með virðingu fyrir sjálfum sér, samfélaginu og nátt- úrunni“. Samtals nýta u.þ.b. 200 nemendur sér þau 172 heils- dagsrými sem leikskólarnir hafa. Í starfinu hefur verið bryddað upp á ýmsum nýj- ungum s.s. skógrækt, vettvangs- fræðslu nemenda, tölvunámi, tónlistaruppeldi, auk heim- speki og sérstaks undirbún- ings sex ára nemenda fyrir grunnskólann. Einnig hefur verið sett af stað virkt sí- menntunarstarf og heilsuefl- ing starfsmanna svo og for- eldrafræðsla að breskri fyrirmynd. Nýr einkarekinn leikskóli með 100 heilsdagsrýmum Morgunblaðið/Árni Sæberg Það var margt um manninn í Korpukoti síðastliðinn laug- ardag en þá var leikskólinn vígður við hátíðlega athöfn. Grafarholt SAUTJÁN tilboð bárust í stálsmíði vegna göngubrúa yf- ir Miklubraut á móts við Kringlu annars vegar og Hafn- arfjarðarveg við Hraunsholt hins vegar. Lægsta tilboðið var frá Eldafli ehf. í Reykja- nesbæ og nam það rúmlega 36,5 milljónum króna, sem eru 68,9% af kostnaðaráætlun. Af tilboðsupphæðinni er hluti Miklubrautarbrúar tæpar 19,9 milljónir. Fjórtán tilboð bárust vegna jarðvinnu og stígagerðar sem tengist brúarsmíðinni. Vega- gerðin og Reykjavíkurborg, sem eru verkkaupar, hafa lagt til að næstlægsta tilboði, frá Heimi og Þorgeiri ehf., verði tekið, þar sem fjárhagsstaða verktakans sem bauð lægst gefi ekki tilefni til að unnt sé að taka tilboði hans. Tilboð Heim- is og Þorgeirs ehf. nam rúm- lega 33,9 milljónum króna, sem eru 96,7% af kostnaðaráætlun. Verktakakostnaður í heild við Miklubrautarbrúna er því rúmlega 53,8 milljónir og alls er gert ráð fyrir að hluti Reykjavíkurborgar sé um 40%, en áætlaður heildar- kostnaður við verkið allt er rúmlega 80 milljónir og hluti borgarinnar því um 38,5 millj- ónir króna. Fjöldi tilboða barst í vinnu við göngubrýr Kringlan/Garðabær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.