Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 19 hreinlætistæki Sími 525 3000 • www.husa.is á Heimilisdögum Húsasmi›junnar. Innanhússmálning 10 ltr, gljástig 07 Ver› á›ur 6.990 kr. Ver› nú 4.990 kr.í miklu úrvali, einnig úrval af Harry Potter veggborðum. Ver› frá 300 kr. 10-40% Heimilisdagar gólfefni málning ljós JOTA PROFF Veggfóðursborðar 10-40% afsláttur Í ÞÓRSHAFNARHREPPI hefur verið fólksfækkun síð- ustu árin eins og víðast hvar á landsbyggðinni. Á síð- asta ári var þó reynt að snúa vörn í sókn en óvenju margar barnsfæðingar voru þá í hreppnum því tólf börn bættust við íbúatöluna; fjórir drengir og átta stúlkur. Þeir koma því til með að búa við kvennaríki. Árið 2000 fæddust aðeins fimm börn í hreppnum svo barnsfæðingum fjölgaði um því næst 140 prósent. Ef þessi þróun heldur áfram verður blessað barnalán í Þórshafnarhreppi og bjart framundan. Barnabomba á síðasta ári Þórshöfn ÓSK Grímseyinga rættist. Vestan- vindurinn gekk niður þannig að ferj- an okkar Sæfari og Twin Otter Flug- félags Íslands komust heilu höldnu til Grímseyjar færandi gesti, veislu- stjóra og hljómsveit á hið árlega þorrablót Kvenfélagsins Baugs. Salurinn í Múla var þéttsetinn, lagt var á borð fyrir 90 manns og matarborðið svignaði undan þorra- krásum. Grímseyingar eru um 100 talsins svo þetta telst með eindæm- um góð mæting. Hera Björk Þórhallsdóttir söng- kona á Dalvík sá um veislustjórn með ívafi þorrablótsnefndar sem í ár var skipuð þeim Áslaugu Helgu Al- freðsdóttur, Guðrúnu Ingu Hannes- dóttur, Stellu Gunnarsdóttur og Þor- gerði Einarsdóttur. Sigrún Þorláksdóttir formaður Baugs flutti hinn ómissandi þorra- annál, þar sem stiklað var á stórum skondnum viðburðum í lífi Grímsey- inga þetta síðasta ár og lesnar aug- lýsingar frá íbúum. Að borðhaldi loknu var salurinn rýmdur og dans stiginn við frábæra tóna hljómsveitarinnar Sweety frá Dalvík, langt fram eftir nóttu. Þorrablótin eru það skemmtikvöld sem flestir úr landi reyna að taka þátt í með eyjarbúum. Milli 30 og 40 gestir komu í þetta sinn og hækkuðu tölu veislugesta úr 50–60 upp í 80–90 sem er glæsileg þátttaka. Þorri eyjaskeggja sótti þorrablótið Grímsey Morgunblaðið/Helga Mattína Grímseyingar og gestir þeirra skemmtu sér á árlegu þorrablóti sínu. NEMENDUR í 2., 3. og 4. bekk Laugagerðisskóla unnu Brunahan- ann sem er farandgripur veittur til eins árs í senn. Verðlaunin fengu nemendurnir fyrir að vera prúðir og til fyrirmyndar þegar Bjarni Þorsteinsson, slökkiviliðsstjóri í Borgarnesi, kynnti þeim eldvarnir. Á myndinni má sjá börnin með Brunahanann og viðurkenning- arskjalið sem var afhent í byrjun febrúar. Morgunblaðið/Guðrún Vala Nemendur með Brunahanann og viðurkenningarskjalið. Nemendur fengu „Brunahanann“ Eyja- og Miklaholtshreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.