Morgunblaðið - 28.02.2002, Side 22
ERLENT
22 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TÆKNIFYRIRTÆKI í Flórída í
Bandaríkjunum hyggst falast eftir
leyfi þarlendra stjórnvalda til að
setja á markaðinn fyrsta „per-
sónuskilríkjatölvukubbinn“, sem
yrði græddur undir húðina á fólki.
Kostirnir við þessa tækni eru að
hún veitir möguleika á svo að
segja fullkominni öryggisgæslu til
dæmis á flugvöllum, í kjarn-
orkuverum og á öðrum stöðum
þar sem mikillar gæslu er þörf.
En talsmenn persónuverndar vara
við því að þessi tækni geti leitt til
þess að heldur þrengi að frelsi al-
mennra borgara.
Tölvukubburinn, sem fram-
leiddur er af fyrirtækinu Applied
Digital Solutions, er á stærð við
hrísgrjón. Eftir að búið væri að
koma honum fyrir yrði erfitt að
fjarlægja hann, og ennfremur yrði
erfitt að falsa svona persónuskil-
ríki. Kubburinn er enn eitt merkið
um það, hvernig hryðjuverkin í
Bandaríkjunum 11. september sl.
hafa breytt áherslunum í örygg-
isgæslutækni – og einnig vakið
nýjar spurningar um persónu-
vernd.
Kviknað hafa fleiri hugmyndir
um hvernig nýta megi tæki til að
koma í veg fyrir mannrán eða
hjálpa sjúkraflutningafólki, svo
dæmi séu nefnd. Ein hugmyndin
er um að setja á fólk tæki sem
gerir kleift að nota gervihnött til
að fylgjast með öllum ferðum
þess, og einnig hafa komið fram
hugmyndir um hvernig geyma
megi viðkvæmar upplýsingar, t.d.
sjúkraskýrslur.
Óttast notkunarauka
„Vandinn er bara sá, að maður
þarf alltaf að hafa hugann við það
til hvers þessi tæki kunni að verða
notuð er fram líða stundir,“ sagði
Lee Tien, lögmaður persónu-
verndarsamtakanna Electronic
Frontier Foundation. „Þetta er
það sem við köllum notkunarauka.
Í fyrstu eru tækin notuð til hluta
sem við erum öll sammála um að
eru af hinu góða, en svo smám
saman er farið að nota þau í
meira en ætlunin var,“ sagði Tien.
Fulltrúar Applied Digital segja
að innan skamms verði farið fram
á leyfi frá bandaríska Matvæla- og
lyfjaeftirlitinu (FDA) fyrir tölvu-
kubbnum, og fyrirhugað sé að
bjóða hann einungis fyrirtækjum
sem geti tryggt að hann verði
aldrei notaður í fólk nema það
veiti sjálfviljugt leyfi til þess.
Hugmyndin er sú, að ein-
staklingur eða fyrirtæki geti
keypt kubbinn af Applied Digital
fyrir um 200 dollara (um 20 þús-
und krónur). Fyrirtækið hleður
kubbinn með þeim upplýsingum
sem óskað er. Kaupandinn fer síð-
an með kubbinn til læknis, sem
kemur honum fyrir með stórri
nál. Síðan fylgist læknirinn með
kubbnum í nokkrar vikur til að
ganga úr skugga um að hann fær-
ist ekki og að engin sýking verði.
Kubburinn hefur engan afl-
gjafa, en í honum er örsmátt seg-
ulkefli sem verður virkt þegar til
þess gerðum skanna er rennt yfir
húðina sem er yfir kubbnum. Lítið
senditæki í kubbnum sendir frá
sér upplýsingarnar sem komið
hafði verið fyrir í kubbnum. Án
skannans er ekki hægt að lesa
upplýsingarnar sem eru í kubbn-
um. Applied Digital ætlar að gefa
sjúkrahúsum og sjúkraflutninga-
fyrirtækjum skanna í þeirri von
að þeir verði staðalbúnaður.
Merki dýrsins?
Kubburinn hefur vakið athygli
nokkurra trúarsamtaka. Guðfræð-
ingurinn og rithöfundurinn Terry
Cook kveðst hafa áhyggjur af því,
að persónuskilríkjakubburinn
gæti verið „merki dýrsins“, ein-
kenni sem menn báru á sér rétt
fyrir dómsdag, að því er segir í
Biblíunni.
Fulltrúar Applied Digital hafa
ráðfært sig við guðfræðinga og
komið fram í sjónvarpsþáttum um
trúarleg efni til þess að fullvissa
áhorfendur um að kubburinn sé
ekki eins og merki dýrsins sam-
kvæmt lýsingu Biblíunnar, því að
hann sé undir húðinni og sjáist
ekki.
Átta fyrirtæki í Suður-Ameríku
hafa haft samband við Applied
Digital og hvatt til að kubburinn
verði settur á markað. Í sumum
löndum eru mannrán orðin að
skæðum faraldri sem hefur slæm
áhrif á ferðaþjónustu og við-
skiptalífið.
AP
Tölvukubburinn sem Applied Digital framleiðir og inniheldur persónuskilríki. Hann er á stærð við hrísgrjón.
Hugmyndir um
að græða tölvu-
kubba í fólk
Aukin áhersla á öryggistækni eftir
hryðjuverkin í Bandaríkjunum
Washington. AP.
’ Kubburinn er á stærð við
hrísgrjón ‘
MÚSLÍMAR urðu að minnsta kosti
57 hindúum að bana þegar þeir
kveiktu í járnbrautarlest í indverska
ríkinu Gujarat í gær. Fimmtán börn
voru á meðal þeirra sem létu lífið og
um 80 manns slösuðust eða fengu
brunasár, nokkrir alvarleg.
Atal Bihari Vajpayee, forsætisráð-
herra Indlands, hvatti hindúa til að
sýna stillingu og hefna ekki árásar-
innar. Lögreglan var með mikinn
öryggisviðbúnað í indverskum borg-
um til að koma í veg fyrir átök milli
hindúa og múslíma eftir árásina á
lestina. Af rúmum milljarði íbúa Ind-
lands eru 120 milljónir múslímar.
Múslímarnir réðust á lestina þegar
hún var að fara frá bænum Godhra
þar sem 30% íbúanna eru íslamskrar
trúar. Áhrifamestu þjóðernishreyf-
ingar hindúa eru öflugar í Gujarat-
ríki og þar hefur oft komið til átaka
milli trúarhópa, meðal annars hefur
verið ráðist á kristna íbúa ríkisins.
Lögreglunni sagt að
skjóta á ófriðarseggi
Lögreglustjóri Godhra sagði að
átök hefðu blossað upp um helgina
milli múslíma og hindúa í nálægum
bæ, Baruch, í tengslum við trúarhátíð
múslíma, Eid al-Adha. „Árásin kann
að hafa verið gerð í hefndarskyni
vegna átakanna á Eid-hátíðinni.“
Lögreglumenn fengu fyrirmæli um
að skjóta á ófriðarseggi í Godhra til
að koma í veg fyrir að átökin breidd-
ust út, að sögn innanríkisráðherra
Gujarat. Sett var útgöngubann í bæn-
um.
Embættismenn sögðu að 17 ára
unglingur hefði verið skotinn til bana
þegar lögreglumenn hefðu hleypt af
byssum til að dreifa óeirðaseggjum
sem rændu verslanir og kveiktu í
þeim.
250.000 manns á helgum
stað hindúa og múslíma
Í lestinni voru félagar í hreyfing-
unni Heimsráð hindúa, sem hyggst
reisa hof í bænum Ayodhya á stað þar
sem öfgamenn úr röðum hindúa eyði-
lögðu mosku frá 16. öld fyrir tíu ár-
um. Um 2.000 manns biðu bana í
átökum milli hindúa og múslíma eftir
að moskan var rifin.
Þeir sem létu lífið voru á meðal
2.500 hindúa frá Gujarat sem voru á
leið til Ayodhya til að krefjast þess að
hof yrði reist á rústum moskunnar.
Indverska lögreglan sagði í gær að
rúmlega 250.000 hindúar hefðu safn-
ast saman í Ayodhya frá því að
Heimsráð hindúa tilkynnti að það
hygðist hefja byggingu hofsins fyrir
15. mars þótt indverskur dómstóll
hefði bannað framkvæmdirnar. Fólk
hefst við í tjaldbúðum í Ayodhya eða í
grennd við bæinn.
Vandamálið verði leyst
með viðræðum en ekki ofbeldi
Vajpayee forsætisráðherra hvatti
hindúareyfinguna til að hætta við að
reisa hofið. „Vandamálið verður ekki
leyst með ofbeldi,“ sagði hann og
hvatti til þess að deilan yrði leyst með
viðræðum eða fyrir dómstólum.
Ekki var ljóst í gær hversu margir
réðust á lestina. Einn sjónarvottanna
sagði að árásarmennirnir hefðu verið
um 2.000 en aðrir sögðu að 100 músl-
ímar hefðu umkringt lestina. Þeir
hefðu fyrst grýtt lestina og síðan
kveikt í henni. Lögreglan handtók
fimm menn til að yfirheyra þá.
Hópur þjóðernissinnaðra hindúa
gekk í skrokk á múslímum sem stigu
út úr lestinni. Einn múslímanna var
stunginn til bana og nokkrir aðrir
voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa
orðið fyrir barsmíðum.
15 börn brunnu til bana í lestinni,
auk 25 kvenna og 17 karlmanna.
Tugir hindúa brunnu
inni í árás múslíma
Reuters
Brunnin lík borin út úr farþegalestinni. Talið er, að 55 manns að minnsta kosti hafi týnt lífi í árásinni.
Hópur múslíma
kveikti í ind-
verskri járn-
brautarlest
Godhra. AP, AFP.
ABDULLAH, krónprins í
Sádi-Arabíu, sagði á fundi í gær
með Javier Solana, æðsta emb-
ættismanni
utanríkis-
og varnar-
mála í Evr-
ópusam-
bandinu, að
hann hygð-
ist fylgja vel
eftir tillög-
um sínum
um lausn í
deilum Ísraela og Palestínu-
manna. Ætlar hann meðal ann-
ars að leggja þær fyrir leið-
togafund Arababandalagsins í
Beirút seint í næsta mánuði.
Þeir Abdullah og Solana
ræddust við í klukkustund í
Rauðahafsborginni Jiddah en
Solana er fyrsti vestræni
frammámaðurinn, sem kemur
til viðræðna við Abdullah um
tillögurnar. Eru þær í meginat-
riðum, að arabaríkin viður-
kenni og taki upp eðlileg sam-
skipti við Ísraela gegn því, að
þeir skili öllu landi, sem þeir
tóku í stríðinu 1967.
Boðið til Ísraels
Bandaríkjastjórn hefur fagn-
að tillögunum sem „vonar-
neista“ en þó ekki tjáð sig mikið
um þær enn. Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, hefur
ekkert sagt um þær en haft er
eftir nánum ráðgjafa hans, að
hann líti þær jákvæðum aug-
um. Moshe Katsav, forseti Ísr-
aels, hefur boðið Abdullah að
kynna tillögurnar í Ísraels en
hitt er aftur vitað, að þeir Kat-
sav og Sharon báðir eru and-
vígir því að skila öllu landi, sem
Ísraelar tóku 1967.
Solana sagði á fundinum með
Abdullah í gær, að Evrópuríkin
styddu tillögur hans.
Solana
styður
tillögur
Abdullah
Jiddah. AP, AFP.
Abdullah