Morgunblaðið - 28.02.2002, Side 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 47
KRISTÍN Karólína Ólafsdóttir
förðunarfræðingur hefur opnað
snyrti- og sólbaðsstofu á neðri hæð
í húsi sínu á Högnastíg 10 á Flúð-
um. Einnig er boðið upp á svokall-
aða leirvafninga. Um er að ræða
nokkrar tegundir af leir úr Dauða-
hafinu sem smurt er á fólk og heitir
bakstrar settir á. Kristín segir
þetta afar gott fyrir líkamann og
þetta hreinsi húðina vel. Einnig er
boðið upp á förðun og margskonar
snyrtivörur sem og ilmvötn. Þá hef-
ur Kristín til sölu ýmsar gerðir af
skartgripum. Stofan er opin frá kl.
13 til 22 alla daga nema sunnudaga.
Ný snyrti- og sólbaðs-
stofa á Flúðum
Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Sig. Sigmunds
Kristín Karólína Ólafsdóttir í hinni nýju snyrti- og sólbaðsstofu á Flúðum.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
stendur fyrir UT2002 – ráðstefnu um
upplýsingatækni í skólastarfi dag-
ana 1. og 2. mars í Menntaskólanum
við Hamrahlíð og er þema hennar:
Dreifmenntun fyrir alla – alls staðar.
Fjallað verður um nýjungar í
notkun upplýsingatækni á leik-,
grunn-, framhalds- og háskólastigi.
Yfir 130 sérfræðingar í upplýs-
ingatækni í skólastarfi flytja fyrir-
lestra sem veita yfirsýn og þekkingu
á notkun hennar í skólastarfi.
Menntagáttin, sem er vettvangur
á Netinu, verður kynnt en verkefnið
er hluti af verkefnaáætlun mennta-
málaráðuneytisins í rafrænni mennt-
un 2001-2003.
Fyrirlesarar: Björn Bjarnason,
menntamálaráðherra, Wim Veen, yf-
irmaður miðstöðvar um nýjungar og
tækni í menntamálum við Delft-há-
skólann í Hollandi, og Angela
McFarlane, prófessor við Graduate
School of Education í Bristol, og Øy-
stein Johannessen frá norska
menntamálaráðuneytinu.
Auk fyrirlestra verða smiðjur þar
sem ráðstefnugestum býðst að kynn-
ast starfi nemenda, prófa nýjungar í
kennsluhugbúnaði og skoða tækni-
lausnir. Fyrirlesarar frá fjórum er-
lendum stórfyrirtækjum munu halda
fyrirlestra báða dagana og sérfræð-
ingar í heildarlausnum fyrir skóla,
varðandi tengingar og annan tækni-
búnað, verða á staðnum til að veita
upplýsingar ásamt notendum í skól-
um þar sem búnaður er kominn upp.
Mennt, samstarfsvettvangur at-
vinnulífs og skóla, sér um fram-
kvæmd UT2002 ráðstefnunnar.
Nánari upplýsingar veitir Gyða
Dröfn Tryggvadóttir á skrifstofu
Menntar, Laugavegi 51, í síma eða í
netfangi: gyda@mennt.is, segir í
fréttatilkynningu.
Ráðstefna
um upplýs-
ingatækni í
skólastarfi
GUNNAR Stefánsson, dósent við
Háskóla Íslands heldur fyrirlestur á
vegum Vísindafélags Íslendinga í
Norræna húsinu í kvöld, fimmtudag-
inn 28. febrúar, kl. 20:30. Fyrirlest-
urinn fjallar um fiskveiðiráðgjöf með
notkun líkana sem byggjast á hegð-
un margra fiskistofna samtímis.
„Á undanförnum áratugum hefur
mikið verið unnið að þróun fjöl-
stofnalíkana fyrir fiskistofna. Þessi
líkön eiga að geta tekið tillit til helstu
þátta sem hafa áhrif á þróun og sam-
spil hinna ýmsu fiskistofna. Þannig
er reynt að taka með í reikninginn
göngur milli svæða, afrán, vöxt og
hrygningu. Á Íslandi er þessi vinna
hluti af fjölþjóðlegu samstarfsverk-
efni sem er styrkt af ESB. Að verk-
efninu vinna 7 stofnanir í 5 löndum,
en verkefnisstjórn er á Íslandi.
Þótt verkefnið sé fræðilegt og ekki
beint tengt ráðgjöf um nýtingu fiski-
stofna benda fyrstu niðurstöður
þessarar vinnu til þess að ýmsar for-
sendur sem áður voru taldar lítil-
vægar geti skipt talsverðu máli við
fiskveiðiráðgjöf. Sérstaklega má
nefna að í ljós hefur komið að mis-
munandi tölfræðileg meðhöndlun
gagna getur haft meiri áhrif á nið-
urstöður um stofnmat en áður var
talið og ljóst virðist að samspil stofna
leiðir oftast til þess að enn brýnna er
að draga úr sókn en áður var talið,“
segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlestur um fiskveiðiráð-
gjöf með fjölstofnalíkönum
FBA lagði 18 milljónir
í @IPbell
Í fréttaskýringu um einkavæðingu
Landssímans, sem birtist í Morgun-
blaðinu sl. sunnudag, var birt mynd
af Frosta Bergssyni, stjórnarfor-
manni Opinna kerfa, Þórarni V. Þór-
arinssyni, þáverandi forstjóra Sím-
ans, og Bjarna Ármannssyni,
þáverandi forstjóra FBA. Í mynda-
texta með myndinni sagði: „Myndin
er tekin þegar tilkynnt var um kaup
Landssímans, FBA og Opinna kerfa
hf. í alþjóðlegu fjarskiptafyrirtæki,
@IPbell. Sú fjárfesting endaði með
ósköpum því allt hlutaféð tapaðist á
skömmum tíma.“
Vegna þessarar myndbirtingar
vill Morgunblaðið árétta að FBA
lagði 18 milljónir í @IPbell og átti
1% hlutafjár í félaginu. Opin kerfi
keyptu hlutafé í fyrirtækinu fyrir 90
milljónir og áttu 5% hlutafjár og
Landssíminn keypti fyrir liðlega 250
milljónir og átti 14% hlut.
Stefán Guðlaugsson
Einn leikaranna í sýningu Frey-
vangsleikhússins, Halló Akureyri,
var rangfeðraður í umsögn í blaðinu í
gær. Hann heitir Stefán og er Guð-
laugsson. Beðist er velvirðingar á
þessu.
Vitleysa í Viðhorfi
Í Viðhorfi mínu; Sneið með slag-
vefju, sem birtist í Morgunblaðinu
19. febrúar sl., urðu mér á þau mis-
tök að eigna Halldóri Halldórssyni
ummæli Baldurs Jónssonar.
Í Viðhorfinu vitnaði ég í afmælisrit
Íslenskrar málnefndar, sem þeir
Halldór og Baldur eru höfundar að.
Fyrri tilvitnun mín var réttilega
eignuð Halldóri, en sú síðari; um til-
komu íðorðsins, sem ég eignaði Hall-
dóri líka, var hins vegar tekin úr
hluta Baldurs í ritinu. Biðst ég afsök-
unar á þessum mistökum.
Freysteinn Jóhannsson.
LEIÐRÉTT
EINS og undanfarin ár verður komu
Góunnar fagnað í Gjábakka. Að þessu
sinni er Góugleðin í dag, fimmtudag-
inn 28. febrúar, og hefst kl. 14.
Þema dagsins er: Þú ert það sem
ofan í þig fer. Á dagskránni munu
m.a. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og
Sváfnir Sigurðsson flytja nokkra dú-
etta og dægurlagaperlur frá liðinni tíð
og Anna Sigríður Guðmundsdóttir
næringafræðingur flytur erindi í létt-
um dúr um þema dagsins. Í tilefni
dagsins verður grænmetis- og
ávaxtakökuhlaðborð sem kostar kr.
600 fyrir manninn.
Allir eru velkomnir á Góugleðina
og eru dagskráratriði að vanda án
endurgjalds.
Góugleði í
Gjábakka
KJÖRDÆMISRÁÐ Samfylkingar-
innar í Suðurkjördæmi heldur
opna stjórnmálafundi á Suðurlandi
laugardaginn 2. mars.
Hádegisverðarfundur verður á
Selfossi á Veitingahúsinu Laufási
kl. 11 um sveitarstjórnakosning-
Samfylkingin
fundar á
Suðurlandi
arnar. Gestir fundarins: Össur
Skarphéðinsson, Stefán Jón Haf-
stein, form. framkvæmdastjórnar,
Jóhann Geirdal, form. sveitar-
stjórnarráðs, og Ásmundur Sverr-
ir Pálsson, efsti maður á lista
Samfylkingarinnar í Árborg.
Fundarstjóri verður Margrét Frí-
mannsdóttir, alþingismaður.
Verð á hádegisverðarhlaðborði
kr. 1.000.
Á Hlíðarenda á Hvolsvelli verð-
ur fundur kl. 14 um landbúnaðar-
og byggðamál. Framsögumenn:
Össur Skarphéðinsson, Stefán Jón
Hafstein og Sigríður Jóhannes-
dóttir. Fundarstjóri verður Mar-
grét Frímannsdóttir, alþingismað-
ur.
Verð á kaffihlaðborði kr. 750.
Allir eru velkomnir.
TOURETTE-samtökin á Íslandi
verða með fyrirlestur í kvöld,
fimmtudag, kl. 20.30 í Hátúni 10a,
9. hæð. Haukur Pálmason sálfræð-
ingur flytur erindi um rannsókn
sína á Tourette-börnum sem var
lokaverkefni hans í sálfræðinámi í
Danmörku.
Fyrirlestur hjá
Tourette-sam-
tökunum
BSRB
Um 1500 manns hafa þegar sótt námskeið tölvufræðslu BSRB
Nú fer hver að verða síðastur til að fara á
námskeið á vorönn. Námskeiðin eru greidd af
starfsmenntasjóðum BSRB félaga samkvæmt
réttindum þeirra.
Tölvunámskeið
: Morgunnámskeið : Síðdegisnámskeið : Kvöldnámskeið
Nánari upplýsingar í síma
555-4980 eða 544-4500
Námskeið í boði á næstunni:
Grunnnám – hægferð
Námskeið hefjast: 2/4 4/4 13/4 og 22/4
Grunnnám
4/3 5/3 4/4 9/4 4/5
Tölvunám 2
6/3 13/4 22/4
Myndvinnsla með Photoshop 6
11/3 “aukanámskeið”
Vefsíðugerð
1/3 15/4
Bókhaldsnám
4/3
Tölvubókhald með Navision
22/4
Access og PowerPoint
5/3 3/4
TÖK tölvunám
3/4 3/4
(60)
(72)
Námskeið hefjast:
(60)
Námskeið hefjast:
(30)
Námskeið hefjast:
(60)
Námskeið hefjast:
(66)
Námskeið hefjast:
(60)
Námskeið hefjast:
(30)
Námskeið hefjast:
(90)
Námskeið hefjast:
KS M
K M S M K
K K S
M
S
S
S
S S
M K
KSM
Yfirlit og upplýsingar: www.ntv.is eða www.bsrb.is
( ) = fjöldi kennslustunda
M
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • 200 Kópavogur • Sími 535 2100
Ód
‡ra
stir
í sólina
Ver›dæmi54.700kr.
...til Krítar
Ver›dæmi49.700kr.
...til Portúgals
Ver›dæmi39.900kr.
...til Mallorca
Ver›dæmi46.600kr.
...til Benidorm
á mann með SólarPlús 2. september. Innifalið: Flug, gisting í 2 vikur (ekki fyrirfram
vitað um nafnið), ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2
fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvallarskattar, 3.730 kr. fyrir fullorðna og 2.955 kr.
fyrir börn, ekki innifaldir.
á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Tropic Mar í 2 vikur, ferðir til og frá
flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára.
Flugvallarskattar, 3.730 kr. fyrir fullorðna og 2.955 kr. fyrir börn, ekki innifaldir.
á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Skala í 2 vikur, ferðir til og frá
flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára.
Flugvarllaskattar, 4.470 kr. fyrir fullorðna og 3.695 kr. fyrir börn, ekki innifaldir.
á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Sol Dorio í 2 vikur, ferðir til og frá
flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára.
Flugvarllaskattar, 4.455 kr. fyrir fullorðna og 3.680 kr. fyrir börn, ekki innifaldir.
Samanbur›ur á augl‡stu
ver›i á sólarfer›um á vegum
íslenskra fer›askrifstofa hefur leitt
í ljós a› lægsta ver›i› á fer› fyrir fjóra
(2 fullor›na og 2 börn, 2ja-11 ára)
til tilgreindra áfangasta›a er hjá Plúsfer›um.